Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
Ráðsteftia í Odda á skírdag:
Skáldskapur, sann-
leikur og siðferði
„Skáldskapur, sannlcikur og siðferði" er heiti ráðste&iu sem Félag
áhugamanna um heimspeki og Félag áhugamanna um bókmenntir elha
til á skírdag. Fyrirlesarar úr ýmsum áttum fjalla um tengsl ofan-
greindra hugtaka. Sex erindi verða flutt á ráðstefiiunni og verða umræð-
ur á eftir hverju þeirra og í lokin.
Ráðstefnan er haldin í stofu 101
í Odda, Háskóla íslands. Hefst hún
kl. 10 árdegis og stendur til kl. 18.
Ráðstefnan er öllum opin en að-
gangseyrir er kr. 400. Dagskrá ráð-
stefnunnar er eftirfarandi:
10.00 Setning
10.15 Þorsetinn Gylfason: Skáld-
skapur og sannleikur
11.00 Keld Gall Jörgensen: í sann-
leika sagt
12.00 Þorgeir Þorgeirsson: Hugar-
burður um sannleika — sannleikur
um hugarburð
13.00 Matarhlé
14.00 Torfi H. Túliníus: Rödd text-
ans, rómur túlkandans
14.45 Gunnar Harðarson: Platón,
enn og aftur Platón
15.45 Kristján Ámason: Hið fagra
er satt
16.30 Umræður um efni ráðstefn-
unnar undir stjóm Þóris Kr. Þórðar-
sonar.
Afinælistónleikar Öldu-
túnsskóla í kvöld
í tilefni 25 ára aftnælis Kórs
Öldutúnsskóla verða haldnir tón-
leikar í Víðistaðakirkju miðviku-
daginn 11. apríl kl. 20.30.
Þar koma fram um hundrað nem-
endur í tveimur hópum og nú í fyrsta
sinn „Mömmukórinn“, hópur fyrrver-
andi kórfélaga sem margar hveijar
era orðnar virðulegar frúr og mæð-
ur. Gestur kórsins verður fyrrverandi
kórfélagi, Ingunn Hauksdóttir, sem
leikur einleik á píanó. Stofnandi og
stjómandi Kórs Öldutúnsskóla er
Egill Friðleifsson en stjórnandi
„Mömmukórsins" er Brynhildur Auð-
bjargardóttir.
Sama dag, 11. apríl, sendir kórinn
frá sér nýja hljómplötu. Þar er að
finna 16 lög og kórverk úr ýmsum
áttum eftir innlenda og erlenda höf-
unda, m.a. nýtt verk, „Bamagælu“,
eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem
hann samdi sérstaklega fyrir kórinn
við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur.
Föstudaginn langa, 13. apríl, held-
ur kórinn í tónleikaferð til Banda-
ríkjanna og tekur þátt í mikilli hátíð
í Norfolk í Virginíufýlki. Þar kemur
kórinn fram 10 sinnum við ýmis
tækifæri, m.a. í útvarp og sjónvarp.
í förinni verða 35 kórfélagar auk
stjómanda og fararstjóra. Kórinn er
væntanlegur heim að morgni 24.
apríl.
(Fréttatilkynning)
Kór Öldutúnsskóla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skóflustunga tekin að 40 íbúðum aldraða
Páll Gíslason formaður framkvæmdanefndar um
byggingar aldraða, tók fyrstu skóflustunguna að
40 íbúðum fyrir aldraða íbúa í Bústaðasókn við
Hæðargarð. Að sögn Eyglóar Stefánsdóttur form-
anns Réttarholts, sem stendur að framkvæmdunum
ásamt Ármannsfelli hf., er gert ráð fyrir að íbúðirn-
ar verði afhentar væntanlegum kaupendum haustið
1991. Viðræður standa yfir við borgaiyfirvöld um
þjónustumiðstöð fyrir aldraða í hverfinu sem verður
í gamla Víkingsheimilinu og sagði Eygló að vonir
stæðu til að hún yrði tilbúin um svipað leyti og íbúð-
irnar. í ljós hefur komið að hlutfall aldraða íbúa er
óvenju hátt í hverfinu. Því er brýnt að koma upp
þjónustumiðstöð sem fyrst.
Hugsanleg mengun vegna sorpurðunar varnarliðsins:
Viljum gera ráðstafanir
sem draga úr hættunni
- segir Hörður H. Bjarnason hjá varnarmálaskrifstofu
„ÞAÐ er núna unnið að því að kanna réttarstöðu íslenskra stjórn-
valda og von á álitsgerð ríkislögmanns um það í sumar. Varnarmála-
skrifstofa utanríkisráðuneytisins hefúr lýst sig reiðubúna til að gera
ráðstafanir til að draga úr hugsanlegri mengun á Langanesi, í sam-
ræmi við tillögur Náttúruverndarráðs, en landeigendur hafa hafnað
því,“ sagði Hörður H. Bjarnason, skrifstofústjóri varnarmálaskrifstof-
unnar, í samtali við Morgunblaðið. Eigendur jarðarinnar Eiðis á
Langanesi hafa farið ft-am á skaðabætur, þar sem gamall sorpurðun-
arstaður varnarliðsins valdi mengun.
Hörður sagði að þetta mál ætti
sér langan aðdraganda. „Landið var
afhent íslenska ríkinu á ný árið
1970, eftir að varnarliðið hætti þar
starfsemi ratsjárstöðvar," sagði
hann. „Nýir eigendur keyptu landið
árið 1974 og árið 1976 komu fyrst
fram kröfur um frekari hreinsun
landsins en gerð hafði verið þegar
vamarliðið fór. Árin 1986 og 1987
var fjallið hreinsað, en landeigendur
hafa ekki verið sáttir við það. Það
hefur verið farið í skoðunarferðir
með Náttúruvemdarráði og land-
eigendum, síðast í júlí í fyrra. Nátt-
úruverndarráð lagði fram tillögur
til úrbóta, en landeigendur hafa
ekki sætt sig við þær.“
Meðal úrbóta þeirra, sem Nátt-
úruvemdarráð hefur lagt til, er að
sett verði lag ofan á sorpurðunar-
staðina, til að vatn nái ekki að renna
í gegnum úrganginn og bera meng-
un niður í jarðveginn. Ekki var tal-
ið ráðlegt að hrófla mikið við urðun-
arstöðunum, þar sem mengunar-
hætta gæti aukist við það. „Það er
ekki sannað að geymar með eitur-
efninu PCB hafi verið urðaðir
þarna,“ sagði Hörður. „Rannsókn-
arstofnun Háskólans hefur gert
rannsóknir á grunnvatni þarna og
niðurstöður þeirra voru að vatnið
væri ómengað."
Hörður sagði að ekki væri heldur
sannað að geymum með PCB hefði
verið hent við ratsjárstöð varnar-
liðsins á Straumsnesi. „Ríkið hefur
skilað landeigendum Straumsnesi á
ný, eftir veru varnarliðsins þar og
þeir hafa ekki haft uppi neinar kröf-
ur,“ sagði hann.
Hörður sagði að hugsanleg
mengun hefði ekki verið borin und-
ir varnarliðið og ekki hefði verið
kannað sérstaklega hvort íslenska
ríkið ætti kröfur á hendur því,
reyndist vera um mengun að ræða.
Umhverfísráðherra:
Nefiid til að kanna
mengnn við HeiðarQall
Utigönguær og refaskytta
Kirkjubæ.
HINN aldni héraðshöfðingi í rækjubátaútgerð ísfirðinga, Hjörtur
frá Stapa Bjarnason, er ekki aldeilis af baki dottinn í veiðiskap
sínum, því síðan á rækjunni hann hætti skreppur hann nú í Jökul-
fjörðu á refaveiðar og tínir þar upp um leið hveija útilegukind-
ina af annarri.
Þetta er einmitt hinn sami
Hjörtur og fann Bæja-Móra þá
frægu skepnu fyrir tveimur árum,
en nú fyrir um viku fann hann á
svipuðum slóðum útigöngukind
mikla sem Páll í Bæjum átti, og
gafst upp í rekstri hjá þeim smala-
mönnum í haust er leið. Var ær
þessi geld og með afbrigðum feit
og væn, og hætti að geta fylgt
rekstrinum þá eftir. Síðan ekki
söguna meir, aldrei sést síðan
þótt leitað hafi verið og því talin
vera í annan heim komin. En nú
síðastliðinn föstudag fýsti Pál
bónda í Bæjum að skoða gripinn
og fékk með sér röskan dreng úr
Unaðsdal, Ingólf Kjartansson
kennara í Reykjanesskóla, er hann
kom í páskafrí, og renndu þeir
félagar sér yfír til Jökulfjarða á
snjósleða og gripu þar gæsina þá
upp stytti milli hryðja. Keyrðu
þeir hana uppi á veísleðanum og
gripu svo föstum tökum að ekki
geigaði handtökin, og renndu með
hana inn í fjárhúsin til Páls bónda.
Gekk ferðin að óskum nema hvað
blindþoka byrgði þeim útsýn á
heimleið á háheiðinni, en sem þó
uppi birti svo út sást um hinn
mikillega fjallahring.
Af Stapa-Hirti er það hins veg-
ar að ségja að hann fann einnig
hræ af lambi, sem nýlega lágfóta
hafði gætt sér á, og má það vera
að ærin sú ama hafi á fömum
vegi sínum frá í haust svo við
hann tryggðum tekið að fram í
dauðann fylgt hafí, og bendir út-
lit kindarinnar allar líkur að því
að þar hafí ljúfur sveinn tekið
tryggð við maddömuna og vel
hafi svo sameinað þarfír sínar þá
er á haustið leið. En Hjörtur þessi
fékk að fundarlaunum þijár tófur
og einn mink í ferð sinni, en há-
karlahausa vætta í brennivíni
leggur hann svo á borð rebba í
Jökulfjörðum, og á svo vísan að-
gang að því borðhaldi þá er hann
skreppur nótt og nótt sér til hress-
ingar. En það skal tekið fram að
í Jökulfjörðum sést hvergi á dökk-
an díl eða grashnotta, og má því
vera með eindæmum hvað skepna
þessi hefur lifað á sjálfs síns fítuf-
orða frá því síðast að jörð var
bitin.
Jens í Kaldalóni.
Umhverfisráðherra helúr skip-
að þriggja manna neftid til að
kanna mengun á grunnvatni við
Ileiðarfjall á Langanesi af völdum
ratsjárstöðvar bandaríska varnar-
liðsins sem þar var á árunum
1954-1969. Ennlremur er nefnd-
inni ætlað að kanna hliðstæða
mengunarhættu vegna ratsjár-
stöðvarinnar sem var starfsrækt á
Straumnesfjalli í Norður-ísafjarð-
arsýslu.
í fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu segir að vegna stöðvar-
innar á Heiðarfjalli hafí ýmisleg
hættuleg úrgangsefni ásamt öllu
sorpi verið urðuð í gryfjum skammt
frá ratsjárstöðinni og sé ljóst að
hætta á umhverfismengun sé veru-
leg.
Nefndina skipa Jónas Elíasson,
prófessor, sem er formaður, Davíð
Egilson, deiidarverkfræðingur Nátt-
úruverndarráði og Ólafur Pétursson,
forstöðumaður mengunarvarnadeild-
ar Hollustuverndar. „Hlutverk
nefndarinnar er að gera tillögur til
ráðuneytisins um það hvort með til-
teknum aðgerðum sé hægt að fylgj-
ast með mengun á þessum stöðum
og hugsanlega koma í veg fyrir frek-
ari mengun. Eins hvort einhveijar
hreinsunaraðgerðir séu mögulegar,
og hvernig ráðuneytið geti stuðlað
að eðlilegri lausn þessa máls.“
Páskaölið
seldist upp
á 14 dögum
4.000 kassar af páskaöli, um
33.000 lítrar, sem ölverksmiðjan
Sanitas á Akureyri bruggaði, seld-
ust upp á tveimur vikum. Að sögn
Unnsteins Jónssonar, framleiðslu-
sljóra Sanitas, er ætlunin að
bruggun páskaöls verði fastur lið-
ur í starfsemi fyrirtækisins.
Unnsteinn sagði að áhugi fyrir
páskaölinu hefði verið meiri en vænst
hefði verið. Þýskur bruggmeistari,
Alfred Teufel, bruggaði páskaölið
eins og annað öl sem Sanitas fram-
leiðir, en hann hefur staifað hjá fyrir-
tækinu frá því í ágúst á síðastliðnu
ári.
22 menn starfa við ölframleiðslu
hjá Sanitas.