Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990
AKUREYRI
Loðdýrabændur:
Óskað eftir fundi
með Byggðastoftiun
LOÐDÝRABÆNDUR á svæði Fóðurstöðvarinnar á Dalvík ætla að
óska eftir því að fá fimd með forráðamönnum Byggðastoftiunar fljót-
lega eftir páska til að ræða hvernig fóðurmálum verði best háttað.
Jón Hjaltason, formaður félags
loðdýrabænda í Eyjafírði, sagði að
ekki hefði verið tekin um það
ákvörðun á fundinum að farga loð-
dýrastofninum, það væri ákvörðun
sem menn tæku sjálfir hver fyrir
sig.
Ákveðið hefði verið að fá áfram
fóður hjá Melrakka á Sauðárkróki,
en bændur vildu fá svör við því
hvernig flutningum yrði háttað í
framtíðinni. Fóðurbíll frá Fóður-
stöðinni á Dalvík var leystur út og
hefur hann sótt fóður vestur í
Skagafjörð, en samið hefur verið
um hveija ferð fyrir sig.
Þá sagði Jón að bændur vildu fá
á hreint hvort gengið yrði að þeim
yrði Fóðurstöðin lýst gjaldþrota, en
til þess bentu allar líkur. Bændur
skulduðu talsverðar fjárhæðir til
stöðvarinnar og einnig væru stjórn-
armenn í persónulegum ábyrgðum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Richard Lowell við tjaldið í Qöruborðinu fyrir
neðan Strandgötu. Á myndinni til hægri er hann
í kajaknum, sem hann ætlar að fara á til ÓlafsQarð-
ar og víðar, ef veður leyiír.
Þegar ég á frí vil ég vera
þar sem snjór mætir sjó
- segir Richard Lowell, bandarískur tannlæknir sem kynn-
ir sér aðstæður til siglinga á kajak á norðlægum slóðum
RICHARD Lowell, rösklega
fertugur tannlæknir frá
Monroe, sem er skammt frá
Seattle í Bandaríkjunum,
reyndi í gær að fara frá Akur-
eyri og út með fírði á kajak,
en stefnuna hafði hann sett á
að komast til ÓlafsQarðar eða
jaftivel lengra ef veður yrði
gott. Þar sem vindátt var óhag-
stæð komst hann hvergi. Low-
ell hefur segl á kajaknum og
beið hann í gær eftir að vindur
snérist að sunnan svo hann
gæti látið úr höfn.
Richard Lowell sagðist hafa
komið til Akureyrar til að kynna
sér aðstæður á norðlægum slóð-
um, en hann hyggur á siglingu á
kajak sínum frá Lofoten í Noregi
á næsta ári. Lowell er hagvanur
um borð í farkosti sínum, en hann
hefur siglt honum við strendur
Alaska og á Mexíkóflóa svo dæmi
séu tekin.
Þegar Lowell tekur sér frí frá
tannlæknastörfum sagðist hann
helst „vilja vera þar sem snjór
mætir _sjó“, eins og hann orðaði
það. „Ég kann vel við mig í kaj-
aknum, ég vil vera ftjáls og þegar
ekki viðrar til róðra fer ég á skíði,
eða les inni í tjaldi, sem ég kem
fyrir í fjöruborðinu," sagði Ric-
hard Lowell.
Richard hafði hug á að komast
í nokkrum áföngum til Ólafsijarð-
ar og ef veðrið yrði honum hag-
stætt ætlaði hann að reyna að
komast til Siglufjarðar og jafnvel
til Skagafjarðar. Þar sem Lowell
komst ekki frá Akureyri í gær,
sló hann upp tjaldi í ijörunni
skammt norðan við Torfunefs-
' bryggju.
Flugleiðatrimm verð-
ur haldið í Hlíðarfjalli
Flugleiðatrimm verður að borgar og til baka þar sem allir
venju haldið í Illíðarfjalli um þátttakendur eru í pottinum.
páskana. Tveggjabrautakeppni (Frcttatiikynning)
verður á laugardag og úrslit á
mánudag, en skíðagangan verð- * * *
ur á páskadag.
Ólafsflörður:
Framboðslisti
Sjálfstæðis-
flokks birtur
Undankeppni í tveggjabrauta-
keppni Flugleiða hefst kl. 12 á
hádegi næsta laugardag fyrir 13
ára og eldri, sem ekki hafa keppn-
isrétt í fullorðinsflokki SKÍ. Úrslit-
in verða á annan dag páska, mánu-
dag, og hefjast kl. 12. Verðlaun í
karla- og kvennaflokki eru flugfar
til Luxemborgar.
Flugleiðatrimm á gönguskíðum
verður á páskadag. Dagskráin
hefst kl. 13 með útimessu við
Skíðastaði, þar sem sr. Pétur Þór-
arinsson flytur ávarp. Brautin
verður opnuð kl. 10 og er opin til
16, en tímataka hefst kl. 14. Tvær
vegalengdir eru í boði, 4 og 8 kíló-
metrar. Veitt verða verðlaun fyrir
þátttöku í tímatöku á báðum vega-
lengdum, en einnig verður dreginn
út farmiði til Reykjavíkur fyrir
hvora vegalengd um sig og að lok-
um er dregið út flugfar til Luxem-
KEA selt hlutafé Dalvíkurbæj-
ar í Útgerðarfélagi Dalvíkmga
Einstaklingar og fyrirtæki óska eftir að ganga inn í til-
boð Samheija á kaupum á hlut KEA í söltunarfélaginu
BÆJARSTJÓRN Dalvíkur sam-
þykkti á fundi í gær að fela bæjar-
stjóra að ganga endanlega frá
samningi um sölu hlutabréfa bæj-
arins í Utgerðarfélagi Dalvíkinga.
Þá haftiaði meirihluti bæjar-
stjórnar tillögu um einhliða hluta-
íjáraukningu KEA í ÚD. Kaupfé-
lag Eyfirðinga mun leggja tveim-
ur skipa sinna, Sólfelli EA sem
gert hefur verið út frá Hrísey og
Baldri EA sem gerður er út frá
Dalvík, og leggja kvóta þeirra við
togarana Björgvin og Björgúlf
sem Útgerðarfélag Dalvíkinga
gerir út.
Á fundi bæjarstjórnar var lesin
upp viljayfirlýsing frá einstaklingum
og fyrirtækjum í bænum sem send
var stjórn Kaupfélags Eyfirðinga um
að þessir aðilar fara þess á leit við
félagið, að þeir fái að ganga inn í
tilboð Samheija á kaupum á hluta-
bréfum KEA í Söltunarfélagi Dalvík-
ur. KEA á 64% hlut í SFD.
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjóm lögðu fram á fundinum tillögu
um að haldinn yrði almennur borg-
arafundur til að kynna hugmyndir
bæjarins með sölu hlutabréfanna og
fá fram viðhorf bæjarbúa í þessu
máli og einnig lögðu þeir fram til-
lögu um að heimaaðilum yrði gefín
kostur á að kaupa hlut Kaupfélags
Eyfírðinga í SFD. Tillögur minni-
hlutans voru felldar á bæjarstjórnar-
fundinum.
í tillögum meirihlutans sem fram
komu á fundinum kom fram að það
bæjarins í ÚD yrði notað til upp-
byggingar atvinnulífs á staðnum og
þeir Trausti Þorsteinsson forseti
bæjarstjórnar og Kristján Þór Júlí-
usson bæjarstjóri lýstu yfir því að
bæjarstjórn væri tilbúin til viðræðna
við þá aðila sem reiðubúnir væru til
að kaupa hlut KEA í söltunarfélag-
inu um stofnun nýs fyrirtækis eða
ný atvinnutækifæri á staðnum.
Á fundinum var lesið upp skeyti
frá áhöfn Björgúlfs EA, en þar
hvetja þeir til þess að bærinn selji
ekki hlutafé sitt í útgerðarfélaginu,
hagsmunum sjómanna væri best
borgið með því að reka fyrirtækið
sjálfstætt áfram.
Eftir að gengið hefur verið frá
samningum um sölu hiutabréfa
Dalvíkurbæjar í ÚD á KEA 97,4%
hlut í útgerðarfélaginu. Björgvin
Jónsson útgerðarmaður sem á 2,6%
hlut í ÚD hefur óskað eftir því að
verða leystur út úr félaginu.
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins í Ólafsfirði fyrir bæjar-
sljórnarkosningarnar 26. maí
n.k. var einróma samþykktur á
fundi Sjálfstæðisfélaganna í .01-
afsfirði sl. sunnudag. Sjálfstæðis-
menn hafa 4 bæjarfulltrúa af 7 í
bæjarstjórn Ólafsfjarðar.
Listinn er þannig skipaður: í 1.
sæti Óskar Þór Sigurbjörnsson for-
seti bæjarstjórnar, 2. Kristín
Trampe lyfjatæknir, 3. Sigurður
Björnsson _bæjarfulltrúi, 4. Þor-
steinn Ásgeirsson bæjarfulltrúi, 5.
Guðrún Jónsdóttir hárgreiðslu-
meistari, 6. Haukur Sigurðsson
byggingameistari, 7. Anna María
Elíasdóttir húsmóðir, 8. Gunnlaug-
ur J. Magnússon rafvirki, 9. Anna
María Sigurgeirsdóttir húsmóðir,
10. Ómar Aðalbjörnsson sjómaður,
11. Aðaheiður Jóhannsdóttir hús-
móðir, 12. Guðmundur Þór Guð-
jónsson skrifstofumaður, 13. Ingi-
björg Guðmundsdóttir verkakona
og í 14. Birna Friðgeirsdóttir bæjar-
fulltrúi.
SB
Lyftur opnar um páska
AÐSÓKN að skíðasvæði Dalvík-
inga hefur verið mjög góð í vetur
og jókst áhuginn á skíðaíþrótt-
inni eftir að haldið var þar alþjóð-
legt skíðamót á vetraríþróttahá-
tíðinni fyrir skömmu.
fé sem losnað við sölu j hlutabréfa __Sveinbjörn___?ingTrímsson____í_
Skíðafélagi Dalvíkur sagði að
Dalvíkingar væru tilbúnir að taka
á móti gestum um páskana, en lyft-
ur á skíðasvæðinu eru opnar frá
kl. 10 til kl. 18 og jafnvel lengur
ef veður er gott.
Skákmót hald-
in um páskana
SKÁKFÉLAG Akureyrar heldur
tíu mínútna mót á morgun,
skírdag, og hefst það kl. 20 og á
laugardag er skákmót fyrir börn
og unglinga, sem hefst kl. 13.30.
Á annan í páskum verður Páska-
hraðskákmótið haldið og hefst
það kl. 14.
Skákfélagið efnir til helgarskák-
móts í félagsheimili sínu við Þing-
vallastræti um aðra helgi, eða dag-
ana 19.-22. apríl. Tefldar verða 7
umferðir eftir Monrad-kerfi, nor-
ræna afbrigðinu, og er umhugsun-
artími 1 'h klst. á 36 leiki á kepp-
anda og síðan hálftími til að Ijúka
skákinni.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast fyrir 18. apríl og er m.a.
hægt að skrá sig í félagsheimilinu.