Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUÉ 11. APRÍL 1990
35
Ægir Ingi Her-
bertsson — Kveðja
Fæddur 9. nóvember 1988
Dáinn 1. apríl 1990
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blöð svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin bezta lífsins gjöf?
(Björn Halldórsson frá Laufási.)
Það var hamingjuríkur dagur þeg-
ar hann Ægir Ingi' litli fæddist. Við
vorum viðstaddaf fæðinguna og
fengum að deila gleðinni með móður
hans. Ekki grunaði okkur þá, að
aðeins einu og hálfu ári seinna mynd-
um við þurfa að fylgja litla sólargeis-
lanum okkar til grafar.
Ægir Ingi dafnaði einstaklega
vel. Hann var hvers manns hugljúfi,
svo glaðlyndur og blíður að öllum
sem kynntust honum þótti vænt um
hann. Allt virtist vera í lagi og framt-
íðin björt.
En fljótt skipast veður í lofti. Litli
drengurinn sofnaði að kvöldi. Hann
vaknaði ekki að morgni.
Fátækleg orð duga skammt til að
lýsa þeim harmi er nú nístir hjörtu
aðstandenda litla drengsins og sárust
er sorg foreldra hans og systkina.
Elsku hjartans Hafdís systir, Mar-
íanna, Ágúst og Hebbi, megi algóður
Guð gefa ykkur styrk.
Ægir Ingi fékk ekki að dvelja hjá
okkur nema stutta stund, en minnin-
garnar um yndislegan dreng munu
ylja um ókomna tíð.
Við bjóðum Ægi Inga litla, góða
nótt.
Anna Karen og Sonja María
Leiddu mína litlu hendi
Ijúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu
blíði Jesús, að mér gáðu.
Ég vil biðja guð að blessa hana og
leiðbeina henni í tómleikanum.
Elsku Kristjana mín, orð geta ekki
bætt þér upp þinn mikla missi. Eins
og einhver sagði við þig, við eigum
ekki börnin, við erum bara með þau
í láni, þú þurftir að skila þínu til ein-
hverra starfa sem bíður eftir honurn
hjá guði. Tilganginn skiljum við ekki,
en hann hlýtur að vera góður. Því
að þú tókst mikla áhættu þegar þú
ákvaðst að eignast hann, vegna
heilsu þinnar, og þér tókst það með
miklum sóma, og hann var vel þess
virði sagðir þú alltaf sjálf. Hans
skarð verður aldrei fyllt, tvö systkini
skilur hann eftir með margar spurn-
ingar sem við getum ekki svarað,
en við vitum að litla Ægi Inga líður
vel. Elsku Kristjana, Maríanna,
Ágúst Hilmar, Marta, Hreiðar, Anna
Karen og Hilmar. Guð veiti ykkur
styrk og krafta til að horfast í augu
við lífíð að nýju. Til þín, Herbert,
sendi ég samúðarkveðju. Elsku litla
sólargeislanum, Ægi Inga, þakka ég
samveruna. Hvíli hann í friði.
Fjóla Sigurðardóttir
Kaliið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald.Briem.)
Þegar móðursystir og vinkona
okkar eignaðist lítinn dreng, kom
hún að máli við okkur og sagðist
ætla að skíra hann í höfuðið á systur-
syni sínum og bróður. Ægir Ingi var
hann svo skírður og varð hann strax
mjög vinsæll meðal allra, fyrir það
hversu glaður og einstaklega
skemmtilegur hann var.
Sérstaklega er okkur minnisstætt
þegar hann stóð með boltann sinn á
miðju stofugólfi og henti honum í
körfu sem bróðir hans hafði útbúið.
Þegar Ægir Ingi hafði svo hitt í
körfuna, horfði hann á okkur og
klappaði saman lófunum, og gaf til
kynna að við skyldum gera það líka.
Laugardaginn 31. mars vorum við
stödd í heimsókn hjá þeinr mæðgin-
um og vorum að hjálpa til við ferm-
ingarundirbúning, því daginn eftir
átti að ferma systur Ægis. Ægir
Ingi var ekkert á því að fara að sofa
um kvöldið því hann heyrði í okkur
frammi. Á leið okkar út, löbbuðum
við framhjá herberginu og hann rétti
út hendurnar. á móti okkur og viidi
láta leika við sig. Svo lét hann sig
detta á bossann og skellihló.
Þegar við svo kysstum hann góða
nótt og kvöddum hann að sinni, gát-
um við ekki með nokkru móti vitað
að þetta væri í hinsta sinn sem við
sæjum þennan yndisleg engil okkar.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Ekki er hægt með orðum að lýsa
þeirri sorg sem Hafdís, Maríanna,
Ágúst Hilmar og Herbert hafa orðið
fyrir. Á stundu sem þessari er fátt
hægt að segja og biðjum við Guð
almáttugan um að hjálpa þeim og
veita þeim styrk.
Friðrik Ingi og Anna Þórunn
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi... §
. þær duga sem besta bók. |
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
. OPIÐ MÁN.—FÖSTUD. 7—23, LAUGARD. 7-20, SUNNUD. 10—20 •
(0
NY
OG
GLÆSILEG E
; SOLBAÐSSTOFA ^ faxafen 5 skeifunni
rqnas • tíiNNaavspn diNwoxnnd oo uian.vqvisov oansanD
Hafðu gát á hjarta mínu, '
halt mér fast í spori þínu
að ég fari atdrei frá þér
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
(Söngbók KFUK og KFUM)
Hugheilar samúðarkveðjur ást-
vina sem syrgja.
Afi, amma og föðursystkini.
Þegar Ægir Ingi fæddist var ég
í fríi úti í Hollandi með mínar litlu
stelpur, eina þriggja ára og eina 3ja
mánaða. Við mamma hans unnum
saman og upplifðum því meðgönguna
saman. Eg hringdi heim til að fylgj-
ast með og svo komu fréttirnar að
Kristjana væri uppi á spítala, þar
fékk ég að vita að lítill drengur
væri fæddur og allt var í lagi og svo
bjart, en núna, 17 mánuðum seinna,
er allt breytt, allt er svo svart í kring-
um okkur öll sem að þessum yndis-
lega dreng stöndum á einn og annan
hátt. Hugurinn reikar til baka, við
Kristjana deildum öllu saman sem
snerti börnin okkar.
Ég man þegar Ægir Ingi fékk
eyrnabólgur, þegar hann fékk hita-
bólgur, þegar hann fékk ofnæmi fyr-
ir lyfjum sem hann þurfti að taka
við kvefi. Hann var því mjög eðlileg-
ur á allan hátt. Hann var mjög hress
og svo blíður og svo góður alltaf og
orkan sem þessi elska hafði var al-
veg ótrúleg. Hann var alltaf á ferð-
inni. Það var alveg frábært að sjá
þennan litla stubb sitja á gólfinu með
bolta og henda í stóra dós sem var
staðsett svona í eins metra fjarlægð
frá honum og ánægjuna sem skein
úr litla andlitinu þegar hann hitti.
Hann var sko svo sannarlega gott
efni í kröfuboltann sem svo sannar-
lega skipar stóran sess í fjölskyldu
hans. Svo er allt í einu allt búið.
Nóttina fyrir fermingardag stóru
systur hans, hennar Maríönnu sem
alltaf hafði passað hann frá því að
hann fæddist, sofnaði hann eins og
venjulega, en hann vaknaði ekki aft-
ur. Þetta átti að vera stór dagur,
allt var tilbúið fyrir hinn langþráða
fermingardag. Maríanna svo full af
gleði og tillhlökkun, svo var allt búið,
hvað gerðist, þetta er svo óréttlátt.
Vio kaup á þessum páskaeggjum styrkir þu
barnaspítalasjóð Hringsins.
Pau eru auðkennd með merki
Barnaspítalans. Þessi _
bragðgóðu páskaegg eru til í
tveimur gerðum og fjórum
stærðum. Að sjálfsögðu er (3)
íslenskur málsháttur og
leikföng í eggjunum. í þeim er
svissneskt hágœðasúkkulaði
frá Chocolate Bernraine.
Athugið að önnur
páskaegg eru um
50% dýrari.
vm
Islensk dretfíng simi 68 73
74
9CTRAD
us JK'u. j
• w wa »1111, w»ni«aw - I
YDOA F5.41/SÍA
TÖKUM
UPP
DÓSIR
£gib
- að sjálfsögðu!
. „