Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 Sigríður Sveinsdóttír frá Nesi — Minning í dag hefði elskuleg föðursystir mín orðið 100 ára, hefði hún lifað 42 dögum lengur. Eg var farin að halda að hún myndi ná þessum tíma- mótum, því að líkamleg heilsa henn- ar hafði allajafna verið góð og þeirri andlegu hélt hún til hinstu stundar. Leiðin var orðin löng og misjafnlega greiðfær, en gengin af mikilli reisn þar til yfir lauk. Lagt var upp frá Nesi í Norð- firði, en þar fæddist Sigríður 11. apríl 1890. Foreldrar hennar voru „ Sveinn Sigfússon, kaupmaður og útgerðarmaður á Nesi, síðar Hafnar- firði og Reykjavík, f. 16. febrúar 1855, d. 13. apríl 1911 og fyrri kona hans, Þorbjörg Runólfsdóttir, f. 4. nóvember 1850, d. 12. september 1941. Þau hjón eignuðust íjögur böm og var Sigríður þriðja í röð- inni. Hin voru: Sigfús, kaupmaður og útgerðarmaður, f. 27. október 1875, di 13 janúar 1935, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur frá Gríms- stöðum á Hólsfjöllum, f. 28. febrúar 1878, d. 21. janúar 1964. Ólöf, f. 6. september 1881, d. 3. apríl 1937, gift dr. Ólafi Dan Daníelssyni, yfir- kennara við Menntaskólann í Reykjavík, f. 31. október 1877, d. 10. desember 1957. Jón, bókari og bæjarfulltrúi í Neskaupstað, f. 27. desember 1892, d. 2 febrúar 1931, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur frá Eskifirði, f. 17. apríl 1899, d. 11. júní 1982. Með seinni konu sinni, Sigríði Pétursdóttur frá Hafnarfirði, sem fædd var 28. janúar 1877, d. 9. febrúar 1958, éignaðist Sveinn 7 böm, en af þeim komust aðeins 2 dætur til fullorðinsára. Friðrikka (Stella), f. 12. október 1907, ekkja Guðjón Hjörleifssonar, skipstjóra og stýrimanns, f. 25. maí 1893, d. 3. október 1975, og er hún í dag ein á lífi af bömum Sveins Sigfússonar. Hin dóttirin var Margrét, f. 18. ágúst 1909, d. 3. júní 1941, hún var fyrri kona Víglundar Möller, skrifstofu- stjóra, sem fæddur var 6. mars 1910 og dáinn 8. maí 1987. Fædd 5. október 1929 Dáin 5. apríl 1990 Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, ídu Nikulásdóttur. Þegar ég lít til baka eru ótal góðar minningar sem fylla hugann, minningar um frábæra ömmu og góða vinkonu. Amma var alltaf kát og hress og alltaf var jafn gaman að koma á Smárahvamminn. Fyrsta ár ævi minnar átti ég heima í kjallaranum hjá ömmu og afa og það voru víst ekki fá skiptin sem litla frekjutítlan af neðri hæðinni kom í heimsókn. Eftir að við fluttum var alltaf jafn spennandi að fá að fara í pössun til ömmu eða halda henni félags- skap þegar afi var á sjónum. Eftir að ég fékk bílpróf fór ég oftar ein í heimsókn til ömmu og gátum við setið tímunum saman og spjallað um daginn og veginn. Amma hafði svo mikla ánægju af að fylgjast með því sem við krakk- amir höfðum fyrir stafni. Síðastlið- ið sumar þegar ég dvaldist erlendis var það ekki ósjaldan sem amma gladdi mig með símtölum, hún vildi frekar vera í beinu sambandi heldur en bréfaskriftum. Þegar amma veiktist fyrir tveim- ur árum, var engan bilbug á henni að fínna. Hún tók veikindum sínum með jafnaðargeði og hafði þá skoð- un að þetta ætti bara að vera svona. Samskipti mín og vinátta okkar Nes í Norðfirði mun ekki hafa verið fjölmennur staður, er Sigríður leit þar dagsins ljós, hafði heldur ekki farið varhluta af brottflutningi fólks til Vesturheims. Jón Sigfússon, bróðir Sveins, hafði farið vestur um haf 1883; hann er talinn vera fyrsti landnemi Lundarbyggðar í Man- itoba, en þar tók hann sér heimilis- réttarland í maí 1887. Hann hvatti foreldra sína til vesturfarar og vorið 1887 fluttu þau Sigfús Sveinsson og kona hans, Ólöf Sveinsdóttir frá Viðfirði, og tvö yngstu börn þeirra, Skúli og Sigríður, vestur um haf. Vegnaði þessu fólki vel í nýjum heimkynnum, en mátti áreiðanlega vinna baki brotnu og í gömlum bréf- um, sem ég hef lesið finnur, maður alltaf söknuðinn eftir ættjörðinni. Sigfús Sveinsson mun hafa verið með töluverða útgerð á Nesi, þegar hann flutti vestur og við tienni tók nú Sveinn, faðir Sigríðar. Áður hafði Sveinn verið byijaður verslunar- rekstur, en hann var fyrsti Norðfirð- ingurinn, sem keypti borgarbréf til reksturs sveitaverslunar á Nesi. Sveínn var mikill dugnaðar- og fyrir- hyggjumaður og efnaðist vel. Sigríð- ur ólst því upp við góðan efnahag foreldra sinna, flutti með þeim 2ja ára gömul í nýbyggt hús, stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða. Árið 1897, þegar Sigríður var 7 ára, fóru foreldrar hennar með fjöl- skyldu sína til Kaupmannahafnar. Mér hefur verið sagt að þar hafi mestu ráðið heilsuleysi Ólafar, dótt- ur þeirra. Þorbjörg kom ekki heim aftur með börnin fyrr en um vorið 1904. Það munu hafa verið ýmsar ástæður fyrir þessari löngu útivist. Jón, yngsta bamið, reyndist einnig heilsutæpur, Sigfús hafði innritast í Kaupmannahafnarháskóla sama ár og Sigríður og Jón hafið barnaskóla- göngu sína. Þorbjörg, sem var mikil móðir, hélt því heimili fyrir börnin sín þar sem hún áleit velferð þeirra best borgið hvað læknishjálp og menntun snerti. A Nesi mun varla hafa verið um annað að ræða en ömmu ídu mun örugglega verða mér gott veganesti í lífinu. Megi góður Guð blessa minningu hennar og styrkja afa minn, Kalla, í hans miklu sorg. Hrund Magnúsdóttir Húsfreyjan í Smárahvammi 13, Hafnarfirði, bar svipmót höfðings- lundar og drengskapar, tíguleg í framkomu, stillt og látlaus og mjög viðræðugóð. Henni var mikið yndi góðra gesta, rómuð fyrir gestrisni og allan myndarskap til orða og verka. Persónuáhrif hennar voru sterk. Þannig kom Anna ída mér fyrir sjónir. Mágkona hennar, Helga Finnbogadóttir, bað mig af sérstök- um ástæðum að koma með sér á heimili hennar ogeiginmanns, Karls Finnbogasonar matsveins. Með léttri lund og græskulausri glað- værð tók hún á móti okkur á tröpp- um hússins, djúpar rúnir voru ekki á andliti hennar, þrátt fyrir að þá er fundum okkar bar fyrst saman, hafði hún tekið hinn skaðlega sjúk- dóm, er varð henni að aldurtila. Trúin og traustið á mátt hins góða, þess alvalda, er yfir öllu lífi vakir, einkenndu samræður hennar. ída, en svo var hún oftast kölluð, var fullviss um líf sálarinnar eftir líkamsdauðann.og sambandið milli heimanna. Hún þekkti það af eigin reynslu, fann fyrir aðstreymi lát- inna ástvina og framliðinna lækna er vöktu yfir henni dag og nótt. Framundan er hin mikla hátíð farkennslu á þessum tíma. Efnahag- ur þeirra Sveins leyfði það líka og það einkennilega var, að á þessum tíma munu samgöngur milli Aust- fjarða og Kaupmannahafnar hafa verið betri en milli Austfjarða og Reykjavíkur. Sveinn var því mikið í ferðum milli landanna á þessum tíma, bjó að vetri til í Kaupmanna- höfn en var á Norðfirði á sumrin. Hann hlýtur að hafa haft duglega og trygga verslunar- og verkstjóra. En svona aðskilnaður er mikil tog- streita og reynir á ýmis bönd og við heimkomuna vorið 1904 voru for- eldrar Sigríðar skilin og Sveinn flutt- ur til Hafnarfjarðar. Þannig vildi það til að Sveinn varð síðar kaupmaður í Hafnarfirði og Reykjavík. Rekstur- inn á Nesi hélt áfram undir nafninu „Verslun Þorbjargar Runólfsdóttur" með Sigfús, son Þorbjargar, sem framkvæmdastjóra og hinn trygga Hjálmar Ólafsson sem verkstjóra, mér og systkinum mínum ógleyman- legur. Kaupmannahafnardvölin færði Ólöfu og Jóni betri heilsu um tíma og systkinunum öllum meiri mennt- un og víðsýni en Nes í Norðfirði hefði gert. Þó fór það nú svo að Sigríður, sem átti að fermast vorið 1904 og hafði verið undirbúin undir ferminguna í Kaupmannahöfn, fékk ekki að fermast „upp á dönsku" eins og séra Jón Guðmundsson orðaði það. Mun ekkert hafa hjálpað þó Ólöf, tengdadóttir Þorbjargar, væri systir séra Jóns, svo nákvæmir og samviskusamir hafa embættismenn þessara tíma verið. Sigríður hefur því ekki verið illa búin undir ferming- una vorið 1905. Og „lengi býr að fyrstu gerð“. Á æskuárum sínum fór Sigríður til Reykjavíkur og var þar í hús- stjórnarskóla, auk þess sem hún vann í nokkur ár á Ljósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar. Var hún þá til heimilis hjá föður sínum og Sigríði, seinni konu hans. Þar var einnig Jón bróðir hennar, sem þá var kominn í Menntaskólann í Reykjavík. Bjuggu þau á Hverfís- götu 50, en það var eitt af mörgum húsum, sem Sveinn byggði í Reykjavík á fyrsta áratug aldarinn- ar. Í bókinni Reykjavík — Sögustað- ur við Sund kallast það „höllin í Skuggahverfinu". í þessu húsi er kristninnar, páskarnir, þess skal getið að aldrei er sambandið á milli heimanna eins sterkt og á föstudag- inn langa, páskadag og 1. nóvem- ber. Upprisa mannssálarinnar er mik- ilvægasta mál fagnaðarerindisins, án upprisunnar væri fagnaðarerind- ið einskis vert, eins og Haraldi Níelssyni prófessor, lærisveinum hans og Páli postula hafði verið fyllilega ljóst. Hinn andlegi líkami getur klætt sig í efni um stundar- sakir, og þegar hann er kominn í þann hjúp, getur hann gengið og talað að hætti jarðneskra manna. Sem sönnun fyrir þessari staðhæf- ingu er ljósmynd af yndislegri líkamning Haraldar Níelssonar sem birt er í tímaritinu „Morgunn" jan- úar-júní-hefti 1929. Ég votta eiginmanni, dóttur, fóstursyni, ömmubörnunum og öll- um öðrum nánustu ástvinum mína dýpstu samúð og hinni framliðnu blessunar á Guðsvegum á Paradís- arsviðinu. Helgi Vigfússon Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Idu þegar ég var ung telpa í Hafnarfirði. Við Elísabet einkadótt- ir hennar vorum bekkjarsystur í barnaskóla og miklar vinkonur. Úm tíma á mínum bernsku- og unglingsárum var ég nær fastagest- ur á heimili Elísabetar. Það voru líka fáir Idu líkir. Hún var alveg einstakur félagi okkar og tók þátt í öllu sem á gekk á þessum árum. Það var ekki svo Iítið traust að hafa jafn lífsglaða, jákvæða og greinda konu til að spjalla við þeg- ar öldugangur gelgjuskeiðsins reið yfir. Hún var hjálpsöm við að greiða okkur og útbúa þegar eitthvað stóð til hjá okkur og þá var margt skraf- að og skeggrætt og alltaf var ída jafn þolinmóð og skilningsrík. Á seinni árum hitti ég Idu sjaldn- ar, en þau vináttubönd, sem bundin nú verslunin Hjá Báru. í Reykjavík kynntist Sigríður Rögnvaldi Snorrasyni frá Akureyri. Reyndar höfðu þau áður hist í Kaup- mannahöfn, þar sem Rögnvaldur var við verslunamám. Rögnvaldur var fæddur á Akureyri 3. september 1886, hann var sonur Snorra Jóns- sonar kaupmanns og trésmíðameist- ara og konu hans, Lovísu Loptsdótt- ur. Þeir dr. Ólafur Dan, maður Óla- far Sveinsdóttur, og Rögnvaldar voru systrasynir. Sigríður og Rögnvaldur gengu í hjónaband 29. febrúar 1912 og sett- ust að á Akureyri. Rögnvaldur rak þar bæði verslun og útgerð, hann kom upp baðhúsi á Akureyri, rafstöð fyrir sitt hús og flutti fyrstur manna bifreið tii Akureyrar. Þau áttu góða hesta og höfðu yfirleitt alla þá hluti, sem lúxus taldist í þá daga. Heimili þeirra var glæsilegt og stjórnaði Sigríður því af miklum myndarskap. Frá þessum tíma verður Sigríðar Sveinsdóttur varla getið án þess að jafnframt verði getið frænku henn- ar, Sigríðar Halldórsdóttur, sem flutti með nöfnu sinni til Akureyrar. Þær voru systradætur, en Sigríður Halldórsdóttir var dóttir Önnu Run- ólfsdóttur og Halldórs Stefánssonar bónda á Bakka í Norðfirði. Sigríður og Rögnvaldur eignuðust 5 börn. Það var ekki lítils virði fyrir ungu hjónin, sem ferðuðust mikið, að hafa þessa duglegu, traustu frænku til að hjálpa til við uppeldi barnanna og stjórna þessu stóra heimili í fjar- veru þeirra. Sigríður Halldórsdóttir leit líka ætíð á þessi börn sem sín eigin og þau á hana sem aðra móður. Börn Sigríðar og Rögnvalds voru: Snorri múrarameistari, f. 1913, d. 1989. Snorri var búsettur í Dan- mörku öll stríðsárin, kvæntist þar danskri konu og eignaðist með henni 2 dætur. Þau skildu. Eftirlifandi kona Snorra er Heiga Rögnvaldsson, þau bjuggu í Lundar í Manitoba í Kanada, en þangað flutti Snorri um 1950. Borghildur María, f. 1915, ekkja séra Trausta Péturssonar, sem er nýlátinn. Eiga þau 2 börn á lífi. Sveinn Ingólfur járnsmiður, f. 1917, kvæntur Hólmfríði Jónasdóttur, eiga þau 5 börn. Sigríður Lovísa, f. 1918, ekkja Ólafs Eiríkssonar kaupmanns, sem lést 1975, eiga þau 2 börn. Ásta, f. 1922, d. 1982, eftirlifandi maður hennar er Rögnvaldur Þor- kelsson verkfræðingur, þau eignuð- ust 2 syni. Alls munu afkomendur Sigríðar og Rögnvalds Snorrasonar vera 43. Þetta var hamingjusöm fjölskylda, en eins og stendur í Spámanninum eftir Kahlil Gibran: „Þú vegur salt milli gleði og sorgar" og mitt í gleð- inni barði sorgin að dyrum. Rögn- valdur lést úr lungnabólgu 27. sept- ember 1923. Þá var elsta barnið ekki 10 ára og það yngsta á öðru ári. Á þessum erfiða tíma var Sigríð- ur Halldórsdóttir ekki síst sá klett- ur, sem unga ekkjan og börnin studdust við. Efnin gengu til þurrðar og 1928 fluttu nöfnurnar með böm- in til Norðfjarðar, þar sem Þorbjörg, móðir Sigríðar, og bræður bjuggu. Sigfús var þá tekinn við verslun og útgerð móður þeirra og reksturinn gekk vel, fjölskylda Sigríðar var þvi í skjóli um hríð. Nú fer minni bróðurdótturinnar að taka við. Við Ásta vorum u.þ.b. jafngamlar; mér þótti skemmtilegt að fá þetta frændfólk mitt inn í til- vem mína. Það flutti með sér fersk- an, framandi blæ og fullvissu um að heimurinn væri ekki bara litla Nesið okkar. Þetta var „hress" fjöl- skylda eins og mundi sagt í dag, kímnigáfan og bjartsýnin í góðu lagi. voru rofnuðu aldrei. Hún var alltaf jafn kát, glöð og víðsýn og flutti ávallt með sér þennan hressandi andblæ sem ég þekkti svo vel frá gamalli tíð. ída sýndi best hvern mann hún hafði að geyma í löngum og ströng- um veikindum sínum. Aldrei brást kjarkurinn, alltaf sama æðruleysjð, reiðubúin að mæta örlögum sínum. Karl eiginmaður hennar, Elísabet og hennar fjölskylda eiga nú um sárt að binda. Samband þeirra mæðgna var alveg einstaklega kær- leiksríkt. Við vottum ykkur dýpstu samúð. Lilja Elskuleg tengdamóðir mín, ída Nikulásd^ttir, hefur verið í burtu kölluð. Tveggja ára barátta við ill- vægan sjúkdóm er á enda. Barátta sem háð var af ótrúlegu æðruleysi, bjartsýni og trú. Margar orrustur voru háðar og stundum virtist sigur í nánd en að lokum hafði sláttumað- urinn slyngi betur. ída hefði svo sannarlega sómt sér vel í hvaða framvarðasveit sem var, slíkt var baráttuþrek hennar. Sáriasin veitti hún öðrum styrk og uppörvun og var einatt með hugann við velferð fjölskyldu sinnar. ída fæddist þann 5. október 1929 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Elísabet Eggertsdóttir og Nikulás Magnússon. Þau byggðu sér lítið og snyrtilegt hús á Langeyrarvegi 1 og þar ólst ída upp í glaðværum hópi systkina sinna, þeirra Guð- finnu, Magnúsar og tvíburanna Ragnhildar og Eggerts. Æskuár ídu, eins og annarra unglinga sem fæddir voru um líkt leyti, hljóta að teljast mikil um- brotaár. Kreppan mikla um 1930 með sínu mikla atvinnuleysi og fá- tækt og seinni heimsstyijöldin með öllum þeim umbreytingum sem þá urðu á íslensku þjóðlífi. Oft minnt- ist ída þessara ára og hafði þá frá mörgu skemmtilegu og sérstæðu að segja. Þann 12. apríl 1952 giftist ída Karli Finnbogasyni, matreiðslu- manni, og hófu þau búskap á Sel- vogsgötu 6 í Hafnarfirði. Seinna byggðu þau sér hús á Öldusióð 20 og áttu þar heima til ársins 1964 er þau fluttu í nýreist einbýlishús á Smárahvammi 13. ída og Kalli eignuðust eina dótt- ur, Elísabetu, þann 10. ágúst 1952 og árið 1969 tóku þau í fóstur Ric- hard Magnús Elliott. ída var myndarleg húsmóðir og hannyrðakona mikil og lagði metn- að í að hlúa að heimili sínu. Hún var glaðvær, dugleg og hreinskiptin og tók gjarnan upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Þau ár er ída starfaði utan heim- ilis vann hún við ýmis verslunar- störf. Húsbændum sínum var hún trú og naut virðingar þeirra. Þegar ég var 11 ára gamall bar ég út dagblaðið Vísi í hverfi í Suður- bænum og fór að sjálfsögðu ekki varhluta af íslenskri veðráttu eins og gengur. Það var þá sem ég sá fyrst ljóshærðu, glaðværu konuna Minning: Ida Nikulásdótt- ir9 Hafharfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.