Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990
37
Fjölskyldur systkinanna þriggja
bjuggu svo til á sama blettinum og
þar sem Þorbjörg, móðir þeirra, var
alla tíð hjá foreldrum mínum hitt-
umst við meira og minna daglega.
Mér er í fersku minni að töluverður
samanburður var á andlegum og
líkamlegum framförum okkar jafn-
aldranna og þar sem Ásta var rúm-
lega hálfu ári eldri mátti ég hafa
mig alla við að standa henni á sporði.
Við einu fann ég ráð. Ásta þótti
koma inn á mjög óhreinum skóm á
kvöldin og henni bent á hvað mínir
væru alltaf hreinir. Skýringin var
sú, að áður en dómur féll í málinu
var ég nýbúin að læðast niður í kjall-
ara heima hjá mér og bursta mína
skó! Ef til vill mun þarna liggja
ástæðan fyrir því að enn þann dag
í dag er það eitur í mínum beinum,
að sjá fólk vaða inn á óhreinum
skóm, hvar sem er og hvenær sem er.
Þetta voru góð ár; það var ró og
friður og tími til að sinna andlegum
og líkamlegum þörfum okkar barn-
anna. Ég minnist sunnudagsmorgn-
anna, þegar við frænkurnar uppá-
búnar fórum saman á stúkufundi,
þar sem Sigdór Brekkan og Valdi-
mar V. Snævarr stjórnuðu eða við
fórum í kirkju til séra Jakobs Jóns-
sonar. Á eftir fórum við heim,
skírðum okkar dúkkur og veisla var
haldin með súkkulaði og „flodesk-
um“. En lífið er ekki bara leikur,
það er einnig starf og lífsstarfið
krefst mikils undirbúnings, sem
skólar m.a. veita. Það fór því svo
að 1931 fluttu þær nöfnur til
Reykjavíkur með bömin til að afla
þeim menntunar. Það var eftirsjá
að þessari fjölskyídu og ég saknaði
hennar.
í Reykjavík stofnuðu þær frænkur
matsölu, fyrst í Lækjargötu 8, síðar
í Túngötu 5. Þessir litlu matstaðir
voru algengir í Reykjavík á þessum
árum. Þeir voru oft reknir af aðflutt-
um ekkjum, sem voru að koma börn-
um sínum upp. Þetta voru notalegir,
heimilislegir staðir og milli heimilis-
fólks og viðskiptavina myndaðist oft
ævarandi vinátta. Ég kom aftur inn
í göngu föðursystur minnar, þegar
hún var í Túngötu 5. Það var árið
1937. Þá hafði ijölskylda mín geng-
ið í gegnum svipaðar raunir og fjöl-
skylda Sigríðar áður, er faðir minn
lést frá íjórum bömum á aldrinum
sem síðar átti eftir að verða tengda-
móðir mín. Stundum þegar veður
voru sem verst bauð hún mér inn
í gang og stakk að mér einhverju
góðgæti. Ég fór léttur í lund út í
garrann eftir slíkar móttökur og
þeim gleymi ég ekki.
Nokkrum árum seinna er ég tók
að gera hosur mínar grænar fyrir
Elsu, einkadóttur þeirra Kalla og
ídu, mætti mér sama hlýjan og fyrr.
Og allt frá okkar fyrstu kynnum
reyndist hún mér sem besta móðir.
Börn okkar hjóna, Hmnd, Gunnar
og Þröst, bar hún á höndum sér
og vildi hag þeirra sem mestan.
Á þeim 20 árum sem liðin eru
frá okkar fyrstu kynnum er að sjálf-
sögðu margs að minnast. Ferðalög
bæði innanlands og utan skipa þar
stóran sess. Sérstaklega er mér
minnisstæð ferð um hin fallegu
héruð Þýskalands þar sem við
dvöldum í fögru umhverfí árinnar
Mosel, ókum um Bæjaraland, Sviss
og Austurríki og nutum fegurðar
Gardavatnsins á Italíu.
Síðastliðið sumar er ída hafði
stundarfrið frá veikindum sínum
ferðuðust þau Kalli um landið þvert
og endilangt. Þau fóru norður á
Akureyri, í Atlavík og hitt okkur
hjónin síðan í Skaftafelli. Veðrið
hafði verið einstakt fyrir norðan og
nánast sama blíða var í Skaftafelli,
sólskin og hiti. Við nutum fagurrar
Ijallasýnar, gengum á Skaftafells-
jökul og upp að Skaftafellsbænum.
Enginn sem dvelur í Skaftafelli
kemst hjá því að hrífast af stórkost-
legri fegurð landsins. Án efa vissi
tengdamóðir mín að hverju stefndi
í sínum veikindum og naut því enn
frekar að teyga að sér íslenska
fjallaloftið og njóta þess sem fyrir
augun bar.
hjölskyldan gat samfagnað ídu
á 60 ára afmæli hennar þann 5.
október sl. á sólríkum stað suður á
Spáni. Skömmu eftir heimkomu
hrakaði heilsu hennar mjög. ída
naut einstakrar umönnunar lækna
2ja til 10 ára 1931. 1937 flutti því
móðir mín einnig til Reykjavíkur til
að koma okkur systkinunum í fram-
haldsskóla, setti einnig upp matsölu
með sinn klett sér við hlið þar sem
var systir hennar. Þetta voru erfiðir
tímar, lítið um atvinnu og trygging-
ar óþekkt fyrirbrigði, fólk varð að
bjarga sér sjálft og ég er hrædd um
að þessar konur hefðu jafnvel litið
á framlag frá því opinbera sem ölm-
usu. Það er ólíkt þeim hugsunar-
hætti sem þekkist í dag.
Eftir að börn Sigríðar voru upp-
komin og farin að vinna, hættu þær
nöfnur matsölunni og fluttu á Sólval-
lagötu 14, þar sem þær bjuggu í
mörg ár og héldu heimili fyrir þau
barnanna, sem enn voru heima. Það
var alltaf jafn ánægjulegt og upp-
lífgandi að koma á heimili þeirra.
Það var viss „sjarmi" yfir þessu fal-
lega og myndarlega heimili. Brátt
kom að því að þær urðu tvær eftir
og um 1950 leystu þær upp heimili
sitt og Sigríður Halldórsdóttir fór
til Ástu og Rögnvalds Þorkelssonar,
en Sigríður Sveinsdóttir til Maríu
og séra Trausta Péturssonar. Um
þetta leyti voru þau María og séra
Trausti að flytja frá Sauðlauksdal
austur á Djúpavog. Á Djúpavogi
átti Sigríður heimili í rúm 30 ár.
Þar leið henni vel, lengi mun hún
hafa verið mikil og góð hjálp á heim-
ili dóttur sinnar, en María er frá
bernsku mjög sjóndöpur. En þar
átti hún líka gott skjól upp frá því.
Ömmubörnin, Sigga og Trausti Pét-
ur, munu hafa notið þess að alast
upp með ömmu sinni.
Sigríður ferðaðist mikið á þessum
árum, ferðalög voru henni í blóð
borin og hún naut þess að ferðast.
Hún kom oft til barna sinna hér í
Reykjavík. Með Maríu og séra
Trausta fór hún tvisvar til Noregs,
þegar Sigríður dóttir þeirra var þar
við nám. Með Lovísu og Olafi gerð-
ist hún víðreistari, fór nokkrum sinn-
um til Kanaríeyja og Mallorku, þar
sem hún hélt m.a. upp á 80 ára af-
mæli sitt. Þá var alltaf lagt upp frá
Kaupmannahöfn, bernskuslóðum
hennar. Ég minnist þess að þegar
María og séra Trausti fóru til Þýska-
lands sumarið 1987 og Sigríður var
hér í Reykjavík á meðan, að þá
fannst henni að hún hefði vel treyst
sér til að fara með þeim, þá 97 ára
að aldri.
Sigríður gekk oftast á íslenskum
búningi, var þó seinni árin farin að
leggja hann meira til hliðar, nema
við hátíðleg tækifæri, en alltaf var
hún glæsilega búin.
Árið 1982, þegar séra Trausti lét
af embætti, flutti íjölskyldan til
Akureyrar. Þar hafði þá Sigríður
Traustadóttir stofnað heimili. Mér
fannst það alltaf dálítið einkennilegt
að Sigríður skyldi ljúka göngu sinni
á Akureyri, þar sem hún hafði verið
búsett endur fyrir löngu með eigin-
manni sínum og þar sem hún hafði
fætt börn börnin sín. Ennþá ein-
kennilegra er það e.t.v., að þau
tengdamæðginin, sem svo lengi
höfðu átt góða samleið, skyldu verða
samferða í dauðann, en séra Trausti
lést 5. mars sl., aðeins 4 dögum á
eftir Sigríði. Svo undarlega vill líka
til, að síðasta minning mín um
Sigríði snertir einnig séra Trausta.
Ég var á ferðalagi í ágúst 1988 og
kom við á Akureyri til að hitta
Sigríði, hún var þá að mestu rúm-
liggjandi', en vildi endilega koma
fram og drekka kaffi með þessari
bróðurdóttur sinni, sem endrum og
eins birtist í mýflugumynd. Ég sé
ennþá fyrir mér hversu hlýlega séra
Trausti leiddi hana að borðinu, nán-
ast bar hana, því að Sigríður var
orðin mjög máttfarin þá.
Mér mun lengi verða minnisstæð
útför þeirra tengdamæðginanna.
Hún var gerð frá Akureyrarkirkju
12. mars sl. Veðrið var yndislegt,
logn og sólskin, mikill hreinn snjór,
sem skapaði friðsæla stemmningu.
Akureyrarkirkja, sem er mjög falleg,
var fallega skreytt blómum og lif-
andi ljósum. Ræður prestanna séra,
Þórhalls Höskuldssonar og séra Sig-
urðar Guðmundssonar vígslubisk-
ups, vel orðaðar og vel fluttar, kór-
söngur, einsöngur og undirleikur
yndislegur. Athöfnin var virðuleg og
látlaus. I kirkjugarðinum flutti séra
Þórhallur bæn, siður sem mun af-
lagður hér í Reykjavík, en mætti
gjaman taka upp aftur.
Ég er þakklát fyrir þá samleið,
sem ég átti með elskulegri föðursyst-
ur minni og bið henni og tendasyni
hennar Guðs blessunar á nýjum leið-
um.
Bróðurdóttir
og hjúkrunarfólks í veikindum
sínum. Hún nefndi það oft við mig
hversu einstakt þetta fólk væri. Ég
vil því fyrir hönd fjölskyldunnar
senda læknum og hjúkrunarfólki
krabbameinsdeildar 21A á Land-
spítalanum, svo og heimahjúk-
runarfræðingum, kærar þakkir fyr-
ir alla þá aðstoð sem það veitti Idu
og ijölskyldunni.
Margt ber að þakka. Ég þakka
ídu fyrir allt sem hún veitti mér,
konu minni og börnum. Vorið er í
nánd, tími athafna í starfi og leik.
Hinn ferski vorblær kemur senn.
Með honum mun ég varðveita minn-
inguna um mína góðu tengdamóð-
ur. Megi algóður Guð styrkja Kalla
tengdaföður minn í hans miklu
sorg.
Magnús Gunnarsson
Okkur langar í fáum orðum að
minnast vinkonu okkar, ídu Nikul-
ásdóttur, sem lést 5. apríl sl. eftir
rúmlega 2ja ára baráttu við illvígan
sjúkdóm, sem hún barðist hetjulega
gegn. Hún var ávallt svo jákvæð
og kvartaði aldrei, þess vegna gerð-
um við okkur e.t.v. ekki grein fyrir
því, hve alvarlega veik hún var.
Við eigum allar vinkonurnar
mjög góðar minningar um ídu, sum-
ar okkar alveg frá bernsku og aðr-
ar frá unglingsárunum þegar farið
var í útilegurnar, skíðaferðirnar og
þá allar ballferðirnar.
Saumaklúbburinn okkar er orð-
inn rúmlega 40 ára og hittumst við
vikulega fyrstu árin, en síðar varð
lengra á milli heimsókna. ída átti
ekki síst þátt í því að halda hópinn.
Oftast var mikið glens og gaman í
klúbbnum hjá okkur, mikið hlegið
þegar við vorum að rifja upp góðar
minningar. Við vorum allar svo
áhugasamar bæði við prjónaskap
og útsaum, fyrst á börnin okkar,
síðan á barnabörnin. Oft var beðið
með að gera þetta og hitt, þar til
ída mætti til að aðstoða okkur, því
að öðrum okkar ólöstuðum var Ida
myndarlegust á alla handavinnu og
gafst aldrei upp, þótt hluturinn
væri erfiður.
Minningarnar eru allar góðar,
sem geymast í hugskoti minning-
anna, og viljum við vinkonurnar
færa ídu þakkir fyrir þær að leiðar-
lokum og biðjum henni Guðs bless-
unar yfir móðuna miklu.
Eiginmanni hennar, börnum,
tengdasyni og barnabörnum vottum
við okkar dýpstu samúð, því þeirra
er söknuðurinn mestur. Megi al-
máttugur Guð styrkja þau í þeirra
miklu sorg.
Saumaklúbburinn: Maddý,
Svala, Rúna Gísla, Rúna Páls
og Solla.
BREFA-
BINDIN
/rá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ. ÞORGRfMSSON & CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
Áskriftcirshnim er 83033
Spurningaleikurinn
„TRIVIAL PURSUIT"
og teiknispilið
„PICTIONARY-
eru komin
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. apríl 1990
og hefst kl. 13-30.
Dagskrá:
j Aðalfundarstörf samkvæmt 33- grein
" samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3- Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið.
4. Önnur mál löglega fram borin.
Reykjavík, 3. apríl 1990.
Verslunarbanki íslands hf.
V/CRSlUNRRBflNKINN