Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
fclk í
fréttum
NUPSSKOLI
Með varðskipi í skíðaferð
REYKJAVÍK
POPP
John Taylortrúr
fortíðinni
John Taylor, hinn dísæti liðsmaður popp-
sveitarinnar Duran Duran, sagði nýlega
skilið við danska sambýliskonu sína Rene
Toft Simonsen sem var og er fyrirsæta að
atvinnu. Haft hafði verið að orði að tríóið
væri orðið helst til heimilislegt, því hinir
sveitai-meðlimirnir Simon Le Bon og Nick
Rhodes eru harðgiftir og una hag sínum
vel með konu og börnum. Er af sem áður
var er Duran Duran voru liðfleiri og allir á
lausu.
Taylor er nú trúr fortíðinni og var aðeins
fáeina daga maður einsamall. Hann sést
nú ævinlega í fylgd 17 ára smástirnis að
nafni Amanda De Cadenet. Fer heldur fáum
sögum af því hvað hún gerir, en hún hefur
verið tíður gestur í veislusölum og fínni
næturklúbbum Lundúnaborgar. Sagt er að
hún gorti sig mjög af barmi sínum , beri
sig saman við Gitte Nielsen og Sabrinu,
ítölsku poppsöngkonuna brjóstgóðu, og seg-
ir þær mega vara sig!
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Varðskip var fengið fyrir hópinn
til Bolungarvíkur og hér sést
þegar farangur var ferjaður í
fjöru og út í varðskipið.
Ungmennafélagið Gróandi, sem
er félag nemenda í Héraðsskó-
lanum á Núpi í Dýrafirði, hefur
verið duglegt í fjáröflunum ýmis-
konar til eflingar félagslífi innan
skólans. Nú nýverið lagði félagið
rúmlega 300.000 kr. í endurbætur
á húsnæði í skólanum til notkunar
undir félagsmiðstöð. Auk þess hafa
verið lagðar umtalsverðar upphæðir
í tækjakaup, s.s. átta feta billjard-
borð, þrekþjálfunartæki og hljóm-
flutningstæki.
Félagið starfar í nokkrum deild-
um, þar sem mest ber á íþróttum,
leiklist og blaðaútgáfu. 1. desember
sl. sýndi leikhópurinn Eitthvað leik-
ritið „Smámyndir" eftir Helga Má
Bárðarson. A árshátíðinni þann 30.
mars var svo sýning á leikritinu
„Betri er þjófur í húsi en snurða á
þræði“ eftir Dario Fo.
Nú nýverið bauð félagið svo öll-
um félögum sínum til skíðaferða-
lags á Seljalandsdaþsem tókst með
miklum ágætum. í leiðinni stóð
íþróttadeild félagsins fyrir keppni
við Menntaskólann á ísafirði. Fór
sú keppni fram í Bolungarvík í boði
Gróanda. Vegna samgönguleysis á
landi varð að fá varðskip undir
hópinn til Bolungarvíkur á sunnu-
dagsmorgni og keppt var eftir há-
degi. Sigraði MÍ í 6 greinum á
móti 3 sigrum Gróanda.
Tveir af kennurum skólans
þurftu að moka sig í gegnum snjó-
flóð í Óshlíðinni til að koma far-
angri nemendanna á IsaQörð. Varð
það til þess að vegurinn hélst fær
fyrir keppendur MÍ sem héldu til
Bolungarvíkur.
Á þriðjudegi var svo haldið heim
aftur með varðskipi og þá teknar
með matvörur og aðrar nauðsynjar
fyrir skólann.
- Kári
John Taylor
bassaleikari
Duran Duran
með hinni
barmmiklu
Amöndu De
Cadenet.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsaon
Þórunn Steindórsdóttir úr 9.
bekk sigraði í „Blönduvision"-
söngvakeppninni.
Jakob Pétur Jóhannesson og Elísabet Helgadóttir sýndu tilþrif í
þokkadansinum Lambada.
ARSHATIÐ
Feikna flör í Grunnskólanum
á Blönduósi
SALOT OG AÐALRETTIR
Blackened Chicken kr. 1,50
Blönduð salatbl'óð m/vinaigrette og kjúklingakj'óti
Blackened Quartet kr. 1390
Sýnishorn afkolakvartet, sem samanstendur affiski, nautakj'óti, kjúkl-
ingi og rækjum m/djúþsteiktum kart'öflubátum oggufusoðnugrœnmeti.
Barbecue Shrimp and Shrimp Creole kr. 990
Uthafsrœkjur, soónar t piparsmj'óri og úthafsrækjur soðnar í Creol'e
tómatsósu.
Cajun Surf and Turfkr. 1090
Kolasteikturfiskur, borinn fram meó karfóflubátum
oggufusoðnu grænmeti
Blaclcened Fish kr. 1090
Kolasteikturfiskur, borinn fram með kart'óflubátum
oggufusoónu grœnmeti
Blackened Prime Rib kr. 11,90
Kolasteikt Prime Ribsteik borin fram meó kart'óflubátum oggufusoðnu
grœnmeti
Eftirréttir
4ra laga Greole ostakaka kr. 520
Hlaut silfurverðlaun.
Verio velkomm a Hard Bock Cafe
Elskum alla -þjómmi öllum.
Sími 689888
Framlengjum
CREOLE
matarkynninguna næstu tvo daga
í dag og á morgun, frá kl. 18-23.30
Beint frá New Orleans
Yves Ambroise
yfirmatreiðslumaóur d Royal Orleans veitingahúsinu í •
Orlando eldar CREOLE OG CAJUN mat, sem er engu líkur
Arshátíð Grunnskólans á
Blönduósi var haldin fyrir
skömmu og tókst hún í alla staði
mjög vel. Það eru þrjár elstu bekkj-
ardeildirnar sem sjá um árshátíð
hveiju sinni og nú sem fyrr buðu
krakkarnir upp á fjölbreytta og
vandaða skemmtidagskrá. Átriði úr
leikritinu Grænjaxlar, dansýning og
hin árlega „Blönduvision" söngva-
keppni voru meðal skemmtiatriða á
árshátíð skólans.
Það var greinilegt að krakkarnir
höfðu lagt mikla vinnu í skemmti-
dagskránna því slík var framsetn-
ingin á efninu. Það atriði sem vek-
ur alltaf hvað mesta eftirvæntingu
á árshátíð hveiju sinni er „Blöndu-
vision" söngvakeppnin. Að þessu
sinni voru flutt fimm lög og var
sigurvegari keppninar í ár Þórunn
Steindórsdóttir úr 9. bekk og söng
hún bítlalagjð „A Hard Days Night“
Stemmningin á meðan keppnin
stendur er gífurleg og vandfundin
þau lýsingarorð sem hæfðu ríkjandi
andrúmslofti. Undirleik í söngva-
keppni önnuðust fjórir strákar úr
áttunda bekk og stóðu þeir fyrir
sínu.
I stuttu máli sagt þá tókst árs-
hátíð krakkanna í grunnskóla
Blönduóss mjög vel og var kökkun-
um til mikils sóma.
Jón Sig