Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
45
Þýðingar í sjónvarpi
Til Velvakanda.
Félag kvikmyndagerðarmanna
gagnrýndi nýlega þýðingar á er-
lendum kvikmyndum í sjónvarpi.
Um þetta segir Ellert Sigurbjöms-
son yfirþýðandi sjónvarps í grein
í Morgunblaðinu 10. mars, „að leit-
að væri til góðra íslenskumanna
sem nokkuð víst væri að skildu vel
málið sem þýtt væri úr.“ Hér ætti
því allt að vera í „nokkuð“ góðu
lagi. En í annarri grein, „Kynlegar
þýðingar í sjónvarpi“ þrem dögum
síðar í sama blaði (Velvakanda),
kveður við „nokkuð“ annan tón.
Hefur mörgum sennilega brugðið
í brún er þeir sáu þar svo herfileg
dæmi um fáránlegar þýðingar að
fírnum sætir. Jafnvel algengustu
orð — sem sumir krakkar í grunn-
skóla þekkja — svo sem attractive
(aðlaðandi) eru þýdd yfrið an-
kringilega eða ýmist eggjandi, lag-
legur, myndarlegur en sjaldnast
rétt (aðlaðandi). Hvað veldur
slíkum ósköpum? Varla fáfræði. í
fyrrnefndri grein frá 13. mars seg-
ir að skólanemi hafí helst talið að
hér væri um skemmdarstarfsemi
að ræða í því skyni að torvelda sér
og öðrum að auka málakunnáttu
sína er horft væri á sjónvarp. Ef
til vill vegna fjandskapar í garð
enskrar tungu?
En hafa þýðendur látið sér segj-
ast við þessa svæsnu gagnrýni?
Hinn 20. mars eða viku síðar
horfði ég á mynd í sjónvarpi, „Að
leikslokum". Þar nefndi einhver
Home Office (innanríkisráðuneyti).
Mér til mikillar furðu kallaði þýð-
andi þessa stofnun utanríkisráðu-
neyti. Ég hugði að hér væri einn
hinna „góðu“ íslenskumanna á ferð
og fletti upp nafni þýðanda í
símskrá. En mér hafði skjátlast.
Hér var að verki hvorki meira né
minna en löggiltur dómtúlkur!
Hvað veldur þvílíkum vinnubrögð-
um þessa lærða manns? Hefur
áðumefndur skólanemi ef til vill
lög að mæla? Og þá vaknar sú
spurning, hvort lögspekingar við
hæstarétt, sem setja yrðu traust
sitt á þýðingar af slíkum gæða-
flokki, kynnu ekki að fella heldur
kindarlega dóma.
En sleppum öllu gamni. Spyija
mætti hversu lengi eiga meinárar
að ganga lausir í grasgörðum
íslenskrar menningar? Er ekki mál
til komið að æðsti páfi þýðenda í
sjónvarpi stigi niður úr hásæti
(hógsæti?) sínu, girði sig megin-
gjörðum myndugleika og rögg-
semi, keyri á kné sína öfugsnúnu
undirsáta og veiti þeim löngu verð-
skuldaða ráðningu?
Dolfallinn.
Af gefinu
tilefiii
Af gefnu tilefni er þess sér-
staklega óskað að sem flestir
skrifi í Velvakanda undir
nafni. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem eru gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafngreint fólk. -
Ritstj.
HEILRÆÐI
Foreldrar!
Geymið öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til.
Þessir hringdu . . . Ullarkápa
Dökkgrá ullarkápa var tekin
í misgripum í Casablanca sl.
laugardagskvöld. Sá sem tók
úlpuna er beðinn að skila henni
í fatageymsluna eða hingja í
síma 32970.
Eldhætta af reykingum
Árni J. Jóhannsson hringdi:
„Ég er algerlega á móti
reykingum í flugvélum. Nú eru
Flugleiðir að fá nýjar flugvélar,
það væri hörmulegt ef það
myndi kvikna í þeim vegna
reykinga. Þeir sem ekki geta
setið upp í flugvél í nokkra
klukkutíma án þess að reykja
verða að fínna sér aðra leið til
að ferðast. Flugvélaeldneyti er
eitthvað það eldfimasta sem til
er og það er skelfileg tilhugsun
ef það kviknaði í flugvél fullri
af farþegum vegna þess að ein-
hver missti niður neista.“
Undirbúningsvinna?
Guðrún hringdi:
„Hvernig stendur á því að
kennarar sem taka nemendur í
aukatíma reikna sér heilan tíma
fyrir hveijar 40 mínútur. Þetta
er ef til vill ekki svo óeðlilegt
ef um 20 nemenda bekk er að
ræða en hvernig er hægt að
réttlæta þetta fyrir einn nem-
anda, ekki skapar hann svona
mikla undirbúningsvinnu. Hver
er skýringin á því að kennarar
komast upp með þetta?“
Segularmbönd
Til Velvakanda.
Vegna greinar sem birtist í Vel-
vakanda 27. mars sl. um segularm-
bönd og undirrituð var „Baugalín“
vil ég að það komi skýrt fram að
ég er ekki höfundur þeirrar greinar
þó svo að böndin gætu beinst að
mér.
Dýrun Ragnheiður Steindórs-
dóttir
■ AÐALSTEINN Svanur Sig-
fússon mun halda málverkasýningu
um páskahelgina i sal Myndlista-
skólans á Akureyri. Þetta er sjötta
einkasýning Aðalsteins á Akureyri
á jafnmörgum árum. Hann hefur
einnig sýnt í Nýlistasaíhinu 1987
með Hlyni Helgasyni og Undir
pilsfaldinum 1989 með Þórhalli
Þráinssyni. Auk þessa hefur Aðal-
steinn tekið þátt í allmörgum sam-
sýningum. Aðalsteinn Svanur Sig-
fússon nam myndlist við Myndlista-
skólann á Akureyri og Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1982—
1986 og útskrifaðist úr málunar-
deild. Á þessari sýningu verða ell-
efu allstór olíumálverk gerð á
síðustu tveimur árum. Sýningin
verður opnuð miðvikudaginn 11.
apríl kl. 20 en verður síðan opin
alla páskahelgina kl. 14—20.
■ FRAMSÓKNARMENN í
Grindavík hafa birt framboðslista
fyrir sveitastjórnarkosningar í vor.
Þijú efstu sætin eru óbreytt frá
síðustu kosningum.
Listinn er eftirfarandi: 1. Bjarni
Andrésson bæjarfulltrúi, 2. Hall-
dór Ingvason bæjarfulltrúi, 3.
Valdís Kristinsdóttir kennari, 4.4
Jónas Þórhallsson skrifstofustjóri,
5. Kristrún Bragadóttir banka-
starfsmaður, 6. Ása Fossdal skóla-
ritari, 7. Hjálmar Hallgrímsson
lögreglumaður, 8. Símon Alfreðs-
son sjómaður, 9. Gunnar Vilbergs-
son lögreglumaður, 10. Hrefha
Björnsdóttir verslunarmaður, 11.
Anna María Sigurðardóttir
verkakona, 12. Bjarni Ágústsson
sjómaður, 13. Salbjörg Jónsdóttir
starfsstúlka og 14. Ragnheiður
Bergmundsdóttir.
Framsóknarmenn hafa tvo bæj-'
arfulltrúa og mynda meirihluta með
sjálfstæðismönnum.
FÓ
Soffío Ólöf Ketilsdóttir : ' Sigríður Stefónsdóttir
Liodo Björk Bergsveinsdóttir Sigrún Eiríksdóttir
Asto Siaríður Einorsdóttir
2
0 r
................... 1 »*■ ............... ....... ......—IMIHI—MI ; n M i ■ ............................ ...........
Sigurrós Jónsdóttir Olga Björt Þórðardóttir Þorbjörg Bjarnadóttir Hugrún Ester Sígurðardóttir - Elin Ásvoldsdóttir ^
7,
Herdis Dröfn Eðvarðsdóttir Eygló Ólöf Birgisdóttir íris Eggertsdóttir Guðrún Voldii
Guðrún Valdimorsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir
Svava Rón Guðmundsdóttir Bertha Traustadóttir
! ~
Ásdis Birgisdóttir
r
Birgitto Róbertsdóttir Ingo Kristin Guólougsdóttir
Beint úr Sjallanum, Akureyri!
Hljófflsvcitin Eddi og fiskarair
(Palmi Gunnarsson & co.)
Kvöldverður frá kl. 20.00
Dansað til kl. 03.
Þórdís Steinsdóttir
Dís Sigurgeirsdóttir
Snyrtilegur klæðnaður (gallaklæðnaður bannaður)
n æ s í u n n i
Fegurðarsamkeppni íslands
úrslitakvöld 18. apríl
Tom Jones 11. og 13. apríl
'ý Miðasala og borðapantanir í síma 687111 ^
t//////////////////////////////////^^^