Morgunblaðið - 11.04.1990, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
46
"r
FRÍSPORT
'Jtýian, afrtoci
íajkníC
Amerískir körfuboltabolir,
aldrei meira úrval, ný módei.
• Boston Celtics
Verð kr. 1400,-
• Barkley
• NBA (All Star) 1990
• Dominique Wilkins
• Chicago Bulls
• Magic Johnson
• Detroit
• Isiah Thomas
• Los Angeles Lakers
• Joe Montana úr ameríska
fótboltanum.
Húfur, verð kr. 1.050,-
(Jordan, Magic, Isiah Thom-
as, Dominique Wilkins).
Veifur, verð kr. 370,-
(Jordan, Magic, Isiah
Thomas)
Límmiöar, verð kr. 150,-
(Jordan, Isiah Thomas,
Dominique Wilkins, Larry
Bird, Charles Barkley)
Maður aprílmánaðar:
Magic Johnson
All Star leikmaður 1990
Allar Magic Johnson
vörurmeð 10% afslætti.
Amerískir íþróttagallar
fyrir börnin, framtíöarleik-
mennina.
'V.< íþróttagallar frá 6 mánaða.
Mikið úrval, gott verð.
Gott úrval affótboltum.
Verð kr. 950.-
KNATTSPYRNA
Gunnlaugur
til Grindavíkur
Gunnlaugur Einarsson miðvörð-
ur Vals í 1. deildinni í knatt-
spyrnu, hefur ákveðið að leika með
Grindavík í 2. deild í sumar. Hann
er þegar farinn að
FráFrímanni æfa og fer með lið-
Ólafssyni jnu í æfingabúðir til
i Grindavík Vestur-Þýskalands
um páskana.
Gunnlaugur, sem er tvítugur að
aldri, lék sjö leiki með Val í fyrra
og gerði eitt mark. Honum er ætlað
að koma í stað Siguróla Kristjáns-
sonar á miðjunni í liði Grindavíkur
en Siguróli er farinn aftur til Þórs.
Grinvíkingar hafa fengið þijá
nýja leikmenn. Auk Gunnlaugs eru
það Einar Davíðsson frá Val og Jón
Sveinsson frá ÍBK.
Þess má geta að Gunnlaugur og
Einar urðu íslandsmeistarar í 2.
flokki með Val undir stjórn Hauks
Hafsteinssonar sem nú þjálfar
Grindvíkinga.
Gunnlaugur Einarsson.
VEGGTENNIS / ÍSLANDSMÓTIÐ í SQUASH
Amar varði titilinn
Um síðustu helgi lauk íslands-
mótinu í squash með keppni í
A-flokki karla og kvenna, en næstu
tvær helgar á undan hafði verið
keppt í C- og B-flokki. Mótið sem
var það fjölmennasta til þessa var
haldið í Squashklúbbnum Ártúns-
höfða og heppnaðist mjög vel, enda
var keppni hörð í öllum flokkum.
Arnar Arinbjarnar varði ís-
landsmeistaratitil sinn frá síðasta
ári eftir hörkuviðureignir við Sigurð
Sveinsson í undanúrslitum og svo
við Jökul Jöigensen í úrslitaleikn-
um.
í kvennaflokki bar Dís Þórðar-
dóttir sigurorð af íslandsmeistaran-
um frá því í fyrra, Ragnheiði
Víkingsdóttur, sem einnig er fyrir-
liði íslandsmeistara Vals í knatt-
spyrnu, í mjög góðum úrslitaleik,
en Dís kom gagngert til landsins
frá Luxemborg til að taka þátt í
mótinu.
Úrslit
A. flokkur karla:
1. Arnar Arinbjamar
2. Jökull Jörgensen
3. Sigurður Sveinsson
Verðlaunahafar í A-flokki. Frá vinstri: Arnar Arinbjamar, sem sigraði,
Jökull .Jörgensen, sem varð annar og Sigurður Sveinsson, sem varð þriðji.
A. flokkur kvenna:
1. Dís Þórðardóttir
2. Ragnheiður Víkingsdóttir
3. Ingrid Svensson
B. flokkur karla:
1. Sigurður Sveinsson
2. Hörður Þorsteinsson
3. Gunnar Guðjónsson
B. flokkur kvenna:
1. Kristín Briem
2. Herdís Hallvarðsdóttir
3. María Sv.
C. flokkur karla:
1. Haukur Harðarson
2. Jóhann Tómasson
3. Regin Grímsson
mm
FOLK
■ SJÖ sundmenn úr KR taka
þátt í sterku alþjóðlegu móti í
Portsmouth í Englandi um helg-
ina. Birgir Magnússon, Grétar
Árnason, Hildur Einarsdóttir,
Kristján Eggertsson, Kristján
Haukur Flosason, Kristin Guð-
mundsdóttir og Sigríður Lára
Guðmundsdóttir keppa á mótinu,
sem fer fram um helgina.
■ GRIND VÍKINGAR, sem leika
í fýrsta sinn í 2. deild í knattspyrnu
í sumar, fara í tíu daga æfíngaferð
til Hannover í V-Þýskalandi um
páskana. Æft verð-
Frá Frimanni ur að svæði félags-
Ólafssyni jns og leikið gegn
/ Grindavík varaliði Hannover.
Leikmenn hafa lagt
mikið á sig til að safna fé og m.a.
verið með söluskála í Kolaportinu
um helgar. Þar hafa þeir selt sjávar-
afurðir unnar í Grindavík, s.s. ný-
flakaða ýsu, saltfísk, síld, lax og
rækjur og hefur að sögn vakið mikla
hrifningu. Þá hafa þeir tekið að sér
að bóna bíla fýrir fólk og síðan en
ekki síst jöfnuðu þeir heilt hús við
jörðu!
■ FLORENCE GrifEth Joyner
hefur fengið staðfestingu á því að
hún er ófrísk og á að eiga í nóvemb-
er n.k. FloJo setti heimsmet í 100
m og 200 m hlaupi á Ólympíuleik-
unum í Seoul 1988, en hætti
keppni eftir leikana.
■ ÍTALIR íhuga að knattspyrnu-
dómarar í 1. og 2. deild verði at-
vinnumenn frá og með tímabilinu
1993-94.
■ BRIAN Hillier, formaður
Swindon, hefur með dómi hjá
enska knattspyrnusambandinu ver-
ið bannað að tengjast knattspyrnu
á einn eða annan hátt í þijú ár.
Hann má ekki vera stjórnarmaður,
þjálfari eða áhorfandi svo dæmi séu
tekin. Lou Macari, fyrrum þjálfari
Swindon, fékk 1.600 dollara sekt,
en þeir félagar voru fundnir sekir
um að hafa veðjað á tap Swindon
í leik í bikarkeppninni fyrir tveimur
árum.
SUND / INNANHUSSMEISTARAMÖT ÍSLANDS
Hefna FH-ingar fyrir tapið á móti
Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum
fráþvíífyrra?
Lög afplötu FH-bandsins spiluð í húsinu og bæði
platan og kassettan verða tilsölu á staðnum.
Munið eftir leik Stjörnunnar og FH í meistara-
flokki kvenna í 8 liða úrslitum í bikarkeppninni í
handbolta, sem hefst sama dag kl. 18 íGarðabæ.
Sparisjjödur
Haf narfSarðar
Strandgötu 8-10, sími 654000
Reykjavíkurvegi 66, sími 51515
GÁMAÞJÓNUSTAN HF.
VATNAGARÐAR 12 SlMI 688555
Vatnagarðar 12, Reykjavík
fer fram i ipronanusmu i
í dag miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.00
skyldan hlaut
sjö gull
Sundijölskyldan úr Þorláks-
höfn var mikið í sviðsljósinu
á Meistaramóti Islands í sundi
sem fram fór í Vestmannaeyjum
um helgina. Þau Magnús, Árnar
Freyr og Bryndís unnu samtals
sjö meistaratitla, þrenn silfurverð-
laun og tvenn bronsverðlaun.
Magnús var atkvæðamestur, vann
fem gullverðlaun.
Tvö íslandsmet vor sett á mót-
inu og var það kvennasveit Ægis
sem setti þau bæði, annars vegar
í 4x100 og hins vegar í 4x200
metra skriðsundi.
Morgunblaðiö/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Sundfjölskyldan úr Þorlákshöfn. Frá vinstri: Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, sem var ein besta sundkona íslands á árum áður, er hér ásamt böm-
um sínum; Bryndísi, Magnúsi Má og Arnari Frey.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Kvennasveit Ægis setti tvö íslandsmet á mótinu. í sveitinni voru þær Hulda Rós Hákonardóttir, Arna Þórey
Sveinbjömsdóttir, Ingibjörg Amardóttir og Þórann Guðmundsdóttir.