Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
Radial
stimpildælur
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 o
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER <
U mh verfismál
í Reykjavík
eftir Júlíus Hafstein
Náttúra Islands er viðkvæm og
gróðurlendi landsins aðeins lítill
hluti þess sem áður var. Skilningur
á umhverfis- og verndunarmálum
hefur stóraukist á liðnum árum.
Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn
haft afgerandi forustu í Reykjavík
og hefur aldrei verið jafn miklum
ijármunum varið til umhverfismála
eins og á yfirstandandi kjörtíma-
bili. Við samþykkt á aðalskipulagi
Reykjavíkur 1984-2004 var m.a.
mörkuð sú stefna að borgarvernda
sérstök svæði vegna sérstæðrar
náttúru, landslags, umhverfis eða
útivistargildis.
Áhugi almennings á útivist fer
vaxandi. Ástæður þess eru margar,
en þar má nefna t.d. styttri vinnu-
tími, lengra orlof, almenna fræðslu
í skólum og í fjölmiðlum um nauð-
syn á hollu líferni. Allt þetta leiðir
til að kröfur um almenn útivistar-
svæði fara vaxandi og á það ekki
síður við svæði innan byggðar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt
áherslu á þessi atriði og má þar
benda á Elliðaárdalinn, Laugarnes-
ið, Laugardalinn og Öskjuhlíð innan
byggðar og utan byggðar Heið-
mörk, Bláfjallasvæðið og nú síðast
Ölfusvatnssvæðið þar sem þegar
er hafin trjárækt og ýmsar fram-
kvæmdir til að auðvelda fólki að
koma til svæðisins og dvelja þar.
Á undanförnum árum hefur
meirihluti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík lagt höfuðáherslu á eftir-
talin verkefni:
Trjárækt
í upphafi kjörtímabilsins voru
árlega gróðursett á vegum borgar-
innar milli 250-300 þúsund trjá-
plöntur. Á þessu ári munu þær
verða milli 550-600 þúsund. Al-
mennt hefur hlutur tijáræktar inn-
an þéttbýlis vaxið mikið á undan-
förnum árum en enginn einn aðili
hefur lagt jafn mikið af mörkum
sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki
hennar. Þessir aðilar eru stærstu
skógræktendur á Islandi í dag og
má nú þegar sjá árangur af þessu
starfi víða í borginni og nágrenni
hennar.
Hreinsun strandlengjunnar
Stærsta umhverfisverndunin sem
Reykjavíkurborg hefur lagt í er
hreinsun strandlengjunnar. Nú hef-
ur þetta verk staðið í 6-7 ár og
kostað um 700 millj. kr. Reiknað
er með að því Ijúki um eða eftir
næstu aldamót og verði heildar-
kostnaður reiknaður á núvirði á
milli 3,5 og 4 milljarðar.
Sorpeyðing
Annað mikilvægt verndunarmál
er framtíðarmeðferð sorps.
Reykjavíkurborg hefur haft forustu
um sameiginlegt átak sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu um
lausnir á sorpeyðingarmálum. Nú
mun móttöku og flokkunarstöð taka
til starfa í maímánuði á næsta ári
og við það mun gjörbreytast til
batnaðar meðferð á öllu sorpi og
hættulegum úrgangsefnum.
Hverfabækistöðvar
Á þessu kjörtímabili varð sú
breyting á viðhalds og rekstrarmál-
um á opnum svæðum og meðfram
akbrautum að borginni er skipt upp
í hverfí sem hvert hefur sína hverf-
isbækistöð. Þetta nýja skipulag
hefur leitt til meiri virkni í öllum
viðhaldsmálum borgarinnar utan-
dyra og skapast hafa góð tengsl
milli hverfisbúa og viðkomandi
bækistöðvar. Hverfabækistöðvar ná
þó ekki til útivistarsvæða eða skrúð-
garða borgarinnar sem áfram heyra
undir embætti garðyrkjustjóra.
Húsaverndun
Friðun einstakra húsa á rétt á
ser, þegar um er að ræða hús sem
hafa verulega þýðingu af söguleg-
um og/eða byggingarlegum ástæð-
um. Á þessu kjörtímabili var stofn-
aður húsverndunarsjóður, sem hef-
ur m.a. það markmið að aðstoða
einstaklinga sem eiga húseignir
sem hafa sérstakt verndunargildi.
Stígar og gönguleiðir
Á undanförnum árum hefur
markvisst verið unnið eftir sam-
þykktri áætlun að lagningu stíga
Hlutverk þess sem
valdið hefiir minna
Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SfMI 28300
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á„síöum Moggans!
ii
eftir Wincie
Jóhannsdóttur
í nýlegri skoðanakönnun vegna
komandi sveitastjórnarkosninga
voru þeir sem tóku afstöðu nær
eingöngu stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins. Samkvæmt þeirri
skoðanakönnun yrði einn borgar-
stjórnarfulltrúi úr öðrum flokki.
Þar sem tugir prósenta tóku ekki
afstöðu er ástæðulaust að ætlað
úrslit kosninga verði í takt við
þessa skoðanakönnun. Samt varð
hún til þess að ég fór að hugleiða
bæði völd og kosningar almennt,
tilgang þeirra og áhrif.
Við búum við lýðræði, og öll
skiljum við hvað það merkir, eða
hvað? Jú, í lýðræði eru fijálsar
kosningar um menn, flokka eða
málefni, og sá flokkur sem fær
flest atkvæði myndar meirihluta
(stjórn), einn eða eftir samkomu-
lagi með öðrum flokkum. Ef hann
MURRAY
Metsöluhjól
Glæsilegt úrval reiðhjóla fyrir alla
fjölskylduna, m.a. fjallareiðhjól frá
kr. 16.950.-
Sterkir, kraftmiklir gæðingar.
Póstsendum um land allt.
Opið frá kl. 10-4 á laugard.
cb rs
Sláttuvéla- & Hjólamarkaöur Hvellur
Smiðjuvegi 4c, Kóp. S: 689699 og 688658
fær hreinan meirihluta atkvæða,
þá stjórnar hann og ræður. En
það er ekki svona einfalt. Minni-
hlutinn (stjórnarandstaðan) er
nefnilega grundvöllur lýðræðisins,
og ekki síður mikilvæg en meiri-
hlutinn. í Bretlandi, þar sem löng-
um hefur verið einn flokkur í einu
í stjórn landsins, er þetta jafnvægi
undirstrikað með heiti stjórnarand-
stöðunnar sem útleggst: „Hin
trygga andstaða hennar hátignar."
Sá flokkur sem stjórnar í krafti
hreins meirihluta getur að sjálf-
sögðu ráðið miklu eins og við höf-
um upplifað undanfarin ár í
Reykjavík. Ef hann ræður öllu
þegjandi og hljóðalaust er ekki
lengur um lýðræði að ræða, heldur
einræði. Það kemur til kasta minni-
hlutaflokkanna að halda uppi
merkjum lýðræðisins með ýmsu
móti. Þeir veita aðhald í daglegum
störfum borgarstjórnar. Þeir skipa
fulltrúa í nefndir og ráð, sem fylgj-
ast með rekstri borgarinnar, gera
tillögur og taka þátt í ákvarðana-
töku. Þeir gera almenningi viðvart
þegar upp koma mikilvæg ný mál
sem kjósendur höfðu ekki tækifæri
til að taka afstöðu til þegar kosið
var eða þegar útlit er fyrir ein-
hveija misbeitingu valdsins hjá
meirihlutanum. Sá sem valdið hef-
ur er alltaf í hættu: „Valdið spillir;
algert vald spillir algerlega," eins
og sagt hefur verið. Þeir sem ekki
hafa valdið, svo sem stéttarfélög
opinberra starfsmanna og pólit-
ískir minnihlutar, en sem starfa á
sama vettvangi og valdhafar, hafa
þannig mikilvægu hlutverki að
gegna. Virkur minnihluti í lýðræð-
isstjórn er lykillinn að pólitískri
heilsu meirihlutans og stjórnkerfis-
ins alls.
Því kem ég þessum hugleiðing-
um á prent núna að viðbrögð vina
og kunningja við títtnefndri skoð-
Wincie Jóhannsdóttir
„Virkur minnihluti í
lýðræðisstjórn er lykill-
inn að pólitískri heilsu
meirihlutans og stjórn-
kerfisins alls.“
anakönnun hafa valdið mér
áhyggjum. Það hefur verið að
heyra á mönnum að það taki því
ekki að vera að kjósa í borgar-
stjórnarkosningum í þetta sinn þar
sem meginúrslitin virðast augljós.
Þvert á móti. Ef eitthvað er að
marka þessa skoðanakönnun er
einmitt mikilvægast núna að neyta
kosningaréttar síns og hafa það
að leiðarljósi að forðast einræðið
en tryggja lýðræðið.
Höfundur er
framhaldsskólnkennnri.