Morgunblaðið - 15.05.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
21
Kaupum öll álfínn
aldrei þýtt að tjalda til einnar næt-
ur í senn. Þær hafa þurft og tekist
að gera áætlanir langt fram í
tímann sem standast þrátt fyrir
ýmis utanaðkomandi áhrif. Þar er
þess ætíð gætt að stundargróði og
skammtímasjónarmið ráði ekki al-
farið ferðinni í ákvarðanatöku. I
Kópavogi hefur ríkt mikið skipu-
lagsleysi við framkvæmdir og á
mörgum stöðum þarf að taka til
hendinni. Við munum leggja til að
gerðar verði áætlanir, mismunandi
langar eftir umfangi verkefna, yfir
þau verkefni sem setið hafa á hak-
anum undanfarin ár. Það er óger-
legt eftir að hafa fylgst með blaða-
deilum núverandi 'meiri- og minni-
hluta að gera sér nokkra hugmynd
um hvað framtíðin ber í skauti sínu
varðandi fjármál bæjarins, svo mik-
ið ber í milli. Það fer mjög eftir
því hvernig fjárhagsstaðan er
hvernig við munum taka á málum.
En eitt er víst að það verður
áherslubreyting í þá átt að taka á
þeim málum sem vanrækt hafa
verið og reynt verður að sinna öll-
um íbúum. Það hefur t.d. gleymst
í skipulagningu bæjarins að til eru
börn og unglingar sem ekki stunda
keppnisíþróttir. Það vantar tilfinn-
anlega græn útivistarsvæði til al-
menningsafnota í flest öli hverfi.
Þessu má breyta með litlum kostn-
aði ef vilji er fyrir hendi.
Umhverfið og Qölskyldan
Umhverfismál og fjölskyldu-
pólitík eru þau mál sem við kvenna-
listakonur höfum borið allra mest
fyrir bijósti. Þessi tvö mál eru mjög
samtvinnuð þar sem umönnun og
verndun eru grundvallarsjónarmið.
Það er gott til þess að vita að
umgengni okkar við umhverfið
skuli vera orðið' eitt af baráttumái-
um flestra stjórnmálahreyfinga þó
það sé ennþá frekar í orði en verki.
Sú dapurlega staðreynd að við sé-
um komin á ystu nöf með ofnýtingu
og mengun jarðarinnar veldur
mörgum ugg. Það þarf að stemma
stigu við taumlausri plastnotkun
og einnota umbúðamenningu og sjá
til þess að sorp og önnur hættu-
legri efni mengi ekki náttúru okk-
ar. Það vill oft gleymast í arðsemis-
útreikningum að okkur ber skylda
til að skilja við jörðina þannig að
afkomendur okkar geti lifað um
langan aldur. Við leggjum því mikla
áherslu á hin smáu en mjög svo
mikiivægu mál eins og viðunandi
frágang sorps, mengun frá bílum
og svo má lengi telja. Það þarf að
bæta samgöngur innan bæjarins
þannig að bílaumferð minnki,
stöðva gang vélknúinna farartækja
i kyrrstöðu. Það þarf að verða hug-
arfarsbreyting hjá fólki varðandi
umgengni við náttúruna.
Bjölskyldan, hvort sem hún er
einn einstaklingur eða fleiri, þarf
að geta lifað góðu lífi. Það þarf
að koma skóla- og dagvistunarmál-
um í viðunandi horf þannig að fjöl-
skyldurnar geti notið þeirra fáu
samverustunda sem þær hafa.
Þjónusta við aldraða þarf að vera
fjölbreytt og miðast við þarfir
þeirra. Það þarf að gera störfin sem
unnin eru á heimilunum sýnileg og
metin til jafns á við önnur störf í
þjóðfélaginu. Það verður ekki gert
nema að þau verði viðurkennd í
verki. Það er hróplegt misrétti að
húsmóðir sem komið hefur upp
mörgum börnum skuli ekki fá það
metið sem fullgilt vinnuframlag
þegar hún síðar kemur út á vinnu-
markaðinn. Það er ekki viðunandi
að sú sem hefur verið í fullu starfi-
við að annast og hlú að undirstöðu
þjóðfélagsins skuli ekki vera talin
fullgildur þjóðfélagsþegn og þurfi
að óttast um afkomu sína á efri
árum. Þessum og óteljandi öðrum
málum munum við beita okkur fyr-
ir í bæjarstjórn. Við látum okkur
alla varða, börn, aldraða, konur og
karla þegar við komumst til áhrifa
í bæjarstjórn Kópavogs.
Höfundur er veðurfræðingur og
er í 3. sæti Kvennalistans í
Kópavogi.
eftirlnga Björn
Albertsson
Um helgina 19. og 20. maí
verður landsmönnum boðið að
kaupa Jítinn og skrítinn kall sem
heitir Álfur. Þetta er gulur hnoðri
með grænan hatt og undir hattin-
um leynast birki- og lúpínufræ,
sem við getum sáð til að græða
upp landið.
Með því að kaupa álf tökum
við þátt í að rækta landið og fólk-
ið sem í því býr. Álfur er tvöfalt
átak SÁA og Landgræðslunnar.
Hagnaðinum verður varið til að
halda áfram mikilvægri starfsemi,
sém hefur hjálpað þúsundum ís-
lendinga til að takast á við sjúk-
dóm sinn.
Ávinningur okkar er tvöfaldur.
Við hjálpumst að við að byggja
upp land og byggja upp fólk.
Kaupum öll álfinn.
Höfundur er alþingismaður.
Ingi Björn Albertsson
Chevro/et Monza1988og 1989
O ÁDA ÁD\/DHZÍ oggreiðslutíminn
J MnM MuYnuV jafnvelennlengri.
2
BÍLAR
1988 módel, sjálfskiptir,
2000 vél,
kr. 840.000-
ORfíUR BILARIBOÐI
1989 módel, Classic. Sjálfskiptir,
2000 vél, úfvarp og segulband,
1989 módel, beinskiptir, 'iffy 1989 módel, sjálfskiptir, %Æ9 ratstýrðar rúður og speglar,
1800 vél, 2000 vél, ^jjjw rafmagnslœsingar, veltistýri,
kr. 895.000- kr. 986.000- ” kr. 1.135.000-
BÍLAR BHAR B/LAB
ALLIR BÍLARNIR ERU FRAMDRIFNIR OG MEÐ AFLSTÝRI.
Komdu í bílasalirm okkar að Höfðabakka 9 f Reykjavík og taktu fjölskylduna með
svo hún geti prófað bflinn með þér.
SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA
Öll verð eru staðgrelðsluverð.
Bílarnlr eru ryðvarðlr og skráölr.
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 og 674300