Morgunblaðið - 15.05.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
31
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Árni Kópsson vakti lukku áhorfenda á nýrri heimasmíðaðri keppnis-
grind og vann nokkuð örugglega.
Torfærukeppni:
Meistarinn sigraði
NÝ skrautleg grind Árna Kópssonar vakti verulega athygli þeirra
tæplega fjögur þúsund áhorfenda, sem fylgdust með torfærukeppni
Jeppaklúbbs Reykjavíkur og Bílanausts sl. laugardag við Grindavík.
Árni náði strax forystu í keppninni í nýsmíðaðri „Heimasætu" sinni í
flokki sérútbúinna jeppa. Sömu sögu má segja um Þórð Gunnarsson
í flokki götujeppa, sem þurfti lítið að hafa fyrir sigri.
Þrautirnar buðu ekki upp á mikil
tilþrif framan af, en síðan hitnaði
mönnum í hamsi og áhorfendur
fengu að sjá líflega takta á köflum,
þó endaspretturinn væri í daufara
lagi, enda keppnin haldin á svæði
sem Jeppaklúbburinn hefur enga
reynslu af. En Árni Kópsson hafði
tögl og hagldir í keppni þeirra sérút-
búnu, en Guðbergur Guðbergsson á
Jeepster veitti honum mesta keppni.
Er líklegt að þeir sláist um meistara-
titilinn í ár, en margir keppenda
komu á vanbúnum tækjum til
keppni. Er þó líklegt að úr rætist í
næstu keppni sem fram fer á Hellu
í júní.
Lokastaðan í flokki sérútbúinna:
1. Árni Kópsson „Heimasætan"
1882 stig, 2. Guðbergur Guðbergs-
son Jeepster 1703, 3. Gunnar Guð-
mundsson Jeepster 1610. Flokkur
götujeppa: 1. Þórður Gunnarsson
Ford 42 1392 stig, 2. Sigurður
Ólafsson Willy’s 1276, 3. Steingrím-
ur Thorsteinsson Willy’s 1134 stig.
- G.R.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
14. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 81,00 40,00 74,69 59,170 4.419,421
Þorskur(óst) 73,00 40,00 66,03 7,983 527.076
Þorskur(stór) 74,00 64,00 70,82 2,025 143.417
Þorskur(smár) 39,00 39,00 39,00 3,128 121.975
Ýsa 88,00 66,00 80,59 6,195 499.254
Ýsa(ósl.) 85,00 63,00 76,50 1,398 106.949
Karfi 42,00 28,00 40,75 7,065 287.854
Ufsi 36,00 24,00 35,85 2,133 76.476
Ufsi(smár) 29,00 26,00 28,34 2,817 79.839
Steinbítur 35,00 35,00 35,00 1,322 46.253
Steinbítur(óst) 46,00 35,00 36,09 0,779 28.096
Langa 40,00 39,00 39,33 0,122 4.779
Lúða 295,00 150,00 239,84 0,274 65.595
Grálúða 66,00 63,00 64,83 41,969 2.720.977
Koli 34,00 27,00 27,61 0,773 21.327
Keila 20, Ö0 20,00 20,00 0,180 3.590
Skata 40,00 40,00 40,00 0,008 300
Gellur 280,00 240,00 260,00 0,022 5.538
Samtals 66,68 137,357 9.158.716
FAXAMARKAÐU R hf. í Reykjavík
Þorskur 75,00 63,00 70,66 40,322 2.849.077
Þorskur(ósL) 68,00 50,00 55,77 7,084 395.072
Ýsa 111,00 75,00 97,89 4,150 406.255
Ýsa(ósl.) 88,00 66,00 84,69 1,745 148.130
Karfi 20,00 20,00 20,00 0,548 10.960
Ufsi 42,00 34,00 40,25 28,061 1.129.509
Steinbítur 36,00 29,00 29,71 0,868 25.788
Langa 37,00 37,00 37,00 0,106 3.922
Lúða 360,00 160,00 227,35 0,187 42.515
Skarkoli 36,00 20,00 24,55 0,137 3.364
Keila 12,00 12,00 12,00 0,320 3.840
Skötuselur 115,00 115,00 115,00 0,012 1.380
Rauðmagi 170,00 15,00 56,08 0,083 4.655
Hrogn 30,00 30,00 30,00 0,012 360
Undirmál 35,00 25,00 34,44 2,014 69.369
Blandað 80,00 15,00 49,98 0,102 5.098
Samtals 59,47 85,751 5.099.294
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 101,50 50,00 71,67 25,866 1.853.807
Þorskur(ósL) 87,00 32,00 58,30 65,276 3.805.363
Ýsa 79,00 30,00 71,52 31,180 2.229.867
Ýsa(ósL) 84,50 26,00 70,17 80,340 5.637.442
Karfi 30,00 23,00 28,48 5,417 154.268
Ufsi 35,50 1Q.00 27,51 13,717 377.390
Steinbítur 27,00 20,00 25,04 3,221 80.652
Langa 37,00 23,00 28,38 2,804 ' 79.590
Lúða 230,00 100,00 195,23 0,329 64.230
Skarkoli 37,00 30,00 34,27 0,308 10.556
Keila 18,00 10,00 11,58 2,748 31.818
Skata 66,00 66,00 66,00 0,016 1.056
Skötuselur 82,00 82,00 82,00 0,014 1.148
Hrogn 57,00 57,00 57,00 0,030 1.710
Undirmál 23,00 15,00 19,71 0,282 5.558
Blandað 5,00 5,00 5,00 0,472 2.360
Samtals 61,79 232,020 14.336.815
Selt var úr Katrínu VE og dagróðrabátum. í dag verða meðal annars seld
45 tonn af þorski og 4 tonn af steinbít úr Skarfi GK og dagróðrabátum.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
VESTUR-ÞÝSKALAND 14. maí.
Hæstaverö Lægstaverð
(kr.) (kr.)
Þorskur 116,04 90,65
Ýsa 160,27 159,55
Ufsi 79,05 41,34
Karfi 145,05- 74;70
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
Helgin 11.-13.
maí
Mikil ölvun fólks var á starfs-
svæðinu um helgina. Lögreglan
varð 120 sinnum að hafa afskipti
af ölvun. 73 voru vistaðir í fanga-
geymslunum vegna ölvunaróláta,
innbrota, þjófnaða, skemmdar-
verka og líkamsmeiðinga. 15 voru
færðir fyrir dómara til syndaaf-
lausnar og aðrir voru færðir til
frekari skýrslutöku, en mál þeirra
verða síðan send_ ríkissaksóknara
til meðferðar. Áfengisvarnafull-
trúi embættisins þurfti að sinna
nokkrum einstaklingum vegna
undanfarandi áfengisneyslu og
vandamála henni lútandi. 10 ein-
staklingar gistu sjálfviljugir
fangageymslurnar þar eð þeir
áttu hvergi annars staðar höfði
sínu að halla.
Mikil ölvun var meðal fólks í
miðborginni og varð að handtaka
allnokkra, sem létu ófriðlega.
Flestir þeirra voru færðir fyrir
dómara að morgni og var gert
að greiða 4—10 þúsund krónur í
sektir.
6 ungir menn voru handteknir
aðfaranótt laugardags vegna
skemmdarverka við Grímsbæ á
Bústaðavegi. Þá voru einnig 3
ungir menn handteknir vegna
skemmdarverka á bifreið í Aust-
urbergi. Um nóttin'a var ölvaður
maður handtekinn í Austurstræti
við Lækjartorg eftir að hafa veist
þar að lögreglumanni. Á laugar-
dagsmorgun voru 3 ungir menn
handteknir við Landspítalann þar
sem þeir voru í önnum við að vinna
skemmdarverk á skiltum. Aðfara-
nótt mánudags voru 3 ungir menn
handteknir við að reyna að brjót-
ast inn í verslun í Selási.
Fjögur umferðarslys urðu um
helgina. Á föstudag meiddist
stúlka eftir að hafa hjólað á bif-
reið á Laugalæk. Þann dag meidd-
ist ökumaður eftir árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Borgartúns og Nóatúns. Aðfara-
nótt laugardags var ekið yfir fót
á manni á Hótel íslandsplani og
þá lenti einnig gangandi vegfar-
andi yfir bifreið í Ármúla.
62 voru kærðir fyrir of hraðan
akstur um helgina og 12 eru grun-
aðir um ölvun við akstur. Einn
ökumaður enn, sem grunaður er
um ölvun við akstur, lenti í um-
ferðaróhappi.
Tilkynnt var jom 11 rúðubrot
og 9 skemmdarverk. Enn er til
fólk, sem lýtur svo lágt að bijóta
rúður og vinna skemmdarverk á
eigum annarra. Flestir hafa þó
þroska til þess að sjá neikvæðan
tilgang þeirra verknaða.
9 innbrot og 18 þjófnaðir voru
tilkynntir til lögreglunnar. í flest-
um tilvikum var um þjófnaði á
reiðhjólum að ræða og er fólk enn
hvatt til þess að gæta þeirra bet-
ur. Það sem af er árinu hefur
verið tilkynnt um stuld á rúmlega
70 reiðhjólum. Þá var stolið verð-
mætum og skilríkjum úr yfirhöfn-
um fólks á vinnustöðum. Timbri
var stolið við Hallgrímskirkju,
fólksbílakerru, blárri með svöitu
beisli og rauðum brettum, var
stolið frá Suðurlandsvegi við
Rauðhóla og Combi Camp tjald-
vagni var stolið frá húsi við Sævið-
arsund.
Tilkynningar um sinuelda eru
algengar á þessum árstíma. Fólk
er beðið um að gæta þess að börn
og unglingar hafi ekki eldfæri
undir höndum. Þá ber að geta
þess að óheimilt er að kveikja elda
í lögsagnarumdæmi lögreglunnar
í Reykjavík nema með sérstöku
leyfi. Bannað er að brenna sinu
eftir 1. maí.
Ar
Jasshátíð-
inni lokið
JASSHÁTÍÐ Ríkisútvarpsins og
norrænum útvarpsjassdögum
lauk síðastliðið sunnudagskvöld
er norræna stórsveitin lék fyrir
fullu húsi áheyrenda í Borgar-
leikhúsinu.
Hátíðin stóð frá 6. maí til 13.
maí og voru um 40 tónleikar á þessu
tímabili. Leikið var á veitingastöð-
um í miðbæ Reykjavíkur og í
Kringlukránni auk fyrrgreindra
tónleika í Borgarleikhúsi. Fjöldi
norrænna gesta lék á hátíðinni.
Mikill áhugi var á meðal borg-
arbúa á þessari jasshátíð og á tón-
leikum á Hótel Borg sl. laugardags-
kvöld komust færri að en vildu.
Morgunblaðið/KGA
Á innfeldu myndinni
sést Markko Johans-
en, trompetleikari
hljómsveitar Jukka
Linkola leika fyrir
gesti á Hótel Borg,
en á þeirri stærri
sést yfir salinn á
meðan á því stóð
Píturallmótið:
Sigur í fyrstu ferð á Metro 6R4
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson ásamt syni sínum við
nýja Metro 6R4 rallbílinn. Þeir unnu í sinni fyrstu keppni á bílnum,
sem er fjórhjóladrifinn.
EFTIR tveggja ára hlé og bið eft-
ir að komast í rallkeppni á nýjum
Metro 6R4 rallbíl hrósuðu félag-
arnir Ásgeir Sigurðsson og Bragi
Guðmundsson sigri í fyrstu
keppni á bílnum, þegar þeir unnu
rallkeppni Pítunnar og BÍKR á
laugardaginn. Þeir hafa unnið að
undirbúningi bílsins í langan tíma
og unnu í jómfi'úrferðinni, þrátt
fyrir hörkuakstur feðganna
Rúnars Jónssonar og Jóns Ragn-
arssonar á Ford Escort RS, sem
veittu þeim mesta keppni um sig-
urlauninn.
„Við vorum búnir að vera í elt-
ingaleik í 12 ár við toppbílana og
ákváðum því að gera hlé og koma
svo með verulega góðan keppnisbíl.
Við biðum því má segja í vegkantin-
um eftir því að komast af stað á
ný og síðustu daga fyrir keppni var
unnið dag og nótt við að koma nýja
bílnum í keppnishæft ástand,“ sagði
Ásgeir Sigurðsson í samtali við
Morgunblaðið. Metro bíllinn er
sérsmíðaður rallbíll, fjórhjóladrifinn
og með 300 hestafla vél. Koma hans
er í raun stórt stökk framávið og
ljóst að aðrir verða að fylgja í kjölfar-
ið með svipaðan búnað, ef þeir ætla
að verða samkeppnisfærir.
„Þó þetta væri frumraun bílsins
gekk allt vandræðalaust. Bretinn Joe
Short gerði kraftaverk með því að
vinna í bílnum síðustu dagana fyrir
keppni, án háns héfðum við 'áldref
komist af stað,“ sagði Ásgeir. „Það
er margt sem við getum betur um
bætt í bílnum, en við ákváðum að
byija í þessari keppni og skoða svo
framhaidið. Ég þurfti að hafa fyrir
sigrunum, þó bíllinn sé góður og tók
verulega á í baráttunni við Rúnar,“
sagði Asgeir.
Sautján keppendur lögðu af stað
í Píturrallið, en aðeins sex þeirra
komust í mark. Meðal þeirra sem
féllu úr leik voru íslandsmeistararn-
ir Ólafur og Halldór Sigurjónssynir,
' sem " ákváðu " á ‘ síðustU" ’stúhdu að
keppa, en stýrisbúnaður í bíl þeirra
fór fljótlega úr sambandi.
Lokastaðan: 1. Ásgeir Sigurðsson-
/ Bragi Guðmundsson Metro 6R4,
49,04 mínútur í refsingu. 2. Rúnar
Jónsson / Jón Ragnarsson Ford Es-
cort RS, 49,42. 3. Páll Harðarson /
Witek Bogdanski Ford Escort RS,
55,01. 4. Guðmundur Guðmundsson
/ Elías Jóhannsson Toyota, 58,39.
5. Úlfar Eysteinsson / Guðmundur
Gíslason Camaro 1,07,21. 6. Konráð
Valsson / Ásgrímur Jósefsson Lada
1600....................- G.R.