Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
%
Námskeið
fyrir sumarið
TIL ÚTLANDA í SUMAR?
Hraðnámskeið í tungumálum fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja
dusta rykið af fyrri kunnáttu. Kennd verður danska, enska,
franska, gríska, ítalska, spænska, sænska, rússneska og þýska.
FERÐASTU Á BÍLNUM?
Á námskeiðinu „Að gera við bílinn sinn" lærirðu að fylgjast með
bílnum og halda honum við, skipta um platínur, kerti, viftureim og
bremsuklossa og annast minni viðgerðir. Elías Arnlaugsson
kennir í bifvéladeild Iðnskólans 21., 23. og 24. maí.
VORÞREYTA?
Námskeiðið „Hollusta, hreyfing og heilbrigði" miðarað
heilbrigðara lífi án öfga. Kennt inni og úti um streitu, slökun og
hreyfingu, tengsl andlegrar og líkamlegrar heilbrigði og hollt
mataræði. Skokkað saman í lokin.
„Do-ln sjálfsnudd og slökun“ 15.-23. maí er námskeið í japanskri
aðferð við sjálfsnudd sem felst í banki á orkurásir líkamans.
Tilgangurinn er jafnvægi og betri líðan.
Leiðbeinandi Sigrún Olsen.
ÞEKKIRÐU REYKJAVÍK?
Á námskeiðinu „Reykjavíkurrölt" í lok maí skoðarðu bæinn á
kvöldgöngu með Páli Líndal og fræðist um sögu gömlu
Reykjavíkur, íbúa hennar, götur og hús og færð yfirlit yfir
stækkunina og nýju hverfin. Börn velkomin í fylgd fullorðinna
þátttakenda. Hefst 29. maí.
UMHVERFISVERND VIÐ BÆJARDYRNAR
OG VÍTTUMHEIM
Heigarnámskeið um umhverfismál í samvinnu við Landvernd.
Hvað er að gerast á hnettinum okkar? Hvernig er ástandið á
íslandi? Hvað getum við sjálf lagt af mörkum til verndar
umhverfinu? Fyrirlestrar, umræðurog útivist. Haldiðá Alviðru í
Ölfusi 9.-10. júní. Tilvalið námskeið fyrir alla fjölskylduna.
VILLTAR JURTIR OG GRÖS
EinarLogi Einarsson kennirtínslu, verkun, geymsluog notkun
jurta á 3ja kvölda námskeiði. Grasaferð í júní.
Nánari upplýsingar um námskeiðin, stað- og tímasetningu
og verð á skrifstofunni.
TÓMSTUNDA
SKOUNN
Skólavöróustig 28 Sími 621488
Þú svalar lestrarþörf dagsins
áskíum Moggans!
Fyrirtæki
Kaupfélag Árnesinga
með 36,4 m.kr. tap
*
Askoran til Landsbankans um að Samvinnubankaafgreiðslan
verði rekin áfram
UM 36,4 milljón kr. halli varð á rekstri Kaupfélags Árnesinga á sl.
ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins, sem var haldinn á
Selfossi 8. maí sl. Fundinn sóttu um 120 manns.
I skýrslum stjórnarformanns og
kaupfélagsstjóra kom fram að
kaupfélagið var rekið með nokkrum
halla en þó minnkandi á árinu 1989.
Nam halli ársins .36,4 milljónum,
eins og áður segir en án hagnaðar
af sölu eigna voru reksturstölur um
42,7 millj. tap árið 1989 á móti
47,4 millj. tapi árið 1988. Heildar-
velta kaupfélagsins var um 2.306
millj. á móti 1.612 millj. árið áður,
sem er aukning upp á 43% þannig
að tapið sem hlutfall af veltu minnk-
aði úr 2,94% árið 1988 í 1,86%
árið 1989. Bókfærðar afskriftir
eigna voru um 42,6 millj. og fyrir
fjármagnskostnað batnaði reksturs-
afkoman um 20 millj. milli ára.
Fjárfest var fyrir 81,3 millj. árið
1989 og var aðalframkvæmdin nýj-
ar skrifstofur KÁ á 2. hæð í Vöru-
húsi KÁ. Þessar framkvæmdir voru
að hluta til þess valdandi að fjár-
magnskostnaður var meiri en við
eðlilegar aðstæður og hækkaði um
52% frá árinu 1988.
í veltu Kaupfélagsins vegur mest
vörusalan sem var 1..854 millj. og
hafði aukist um 46% frá fyrra ári
en samanburður er síður raunhæfur
vegna þess að rekstur búða í
V-Skaftafellssýslu og Vestmanna-
eyjum hófst síðari hluta ársins 1988
og árið 1989 er fýrsta heila rekst-
ursárið fyrir þessar verslanir á veg-
um Kaupfélags Árnesinga. Mest var
sala í Vöruhúsi KÁ eða um 812,7
millj. sem var um 20% aukning.
Af öðrum verslunum var salan
mest í verslun KÁ í Þorlákshöfn
eða 117 millj., í aðalbúð Kirkjubæj-
arklaustri 106 millj. og í verslun-
inni á Goðahrauni 1 í Vestmanna-
eyjum 104,7 millj.
Sala iðnaðar- og þjónust^ideilda
var um 393,5 millj. sem er um 25%
aukning frá árinu á undan. Sölu-
hæstu deildir eru bifreiðasmiðjur
með 81,4 millj., lyfjaverslunin með
90,5 millj., kjötvinnsla KÁ 64,2
millj. og trésmiðja KA með 62 millj.
Aðalfundurinn var óvenjulegur
að því leyti að á honum var minnst
þess að Kaupfélag Árnesinga verð-
ur 60 ára á yfirstandandi ári. Gest-
ir aðalfundarins voru þeir Guðjón
B. Ólafsson forstjóri Sambands ísl.
samvinnufélaga, Steinþór Skúlason
forstjóri Sláturfélags Suðurlands,
Birgir Guðmundsson mjólkurbús-
stjóri Kaupfélags Rangæinga. Gest-
irnir ýmist tilkynntu eða færðu
kaupfélaginu veglegar gjafir í til-
efni afmælisársins. Kaupfélag Ár-
nesinga mun gefa út bók á árinu,
sem er saga kaupfélagsins skráð
af Erlingi Brynjólfssyni.
Á aðalfundi komu til umræðu
sameiningarmál kaupfélaganna á
Suðurlandi í framhaldi af fyrri aðal-
fundi, þar sem samþykkt var að
heimila stjórn KÁ að semja um
samstarf eða sameiningu við starf-
andi Sambandskaupfélög í Suður-
landskjördæmi. Nú var samþykkt
eftirfarandi tillaga frá stjórn kaup-
félagsins.
„Aðalfundur Kaupfélags Árnes-
inga, haldinn á Selfossi 8. maí_1990,
heimilar stjórn Kaupfélags Árnes-
inga að semja um samstarf eða
sameiningu við starfandi Sam-
bandskaupfélög í Suðurlandskjör-
dæmi. Telst heimild þessi vera end-
anlegt samþykki félagsmanna
Kaupfélags Árnesinga fyrir hugs-
anlegri sameiningu Kaupfélags
Skaftfellinga, Kaupfélags Vest-
mannaeyja og Kaupfélags Árnes-
inga, þannig að eigi þarf frekar að
leggja væntanlega samninga
stjórnar Kaupfélags Árnesinga
varðandi þessi sameiningarmál að
nýju fyrir félagsfund.“
Samþykkt voru tilmæli til stjórn-
enda Landsbanka íslands, þess efn-
is að afgreiðsla Samvinnubankans
á Selfossi yrði starfrækt áfram. Þá
kom fram tillaga og var samþykkt
varðandi starfsmannamál, en því
var beint til stjórnar kaupfélagsins
að gerð yrði jafnréttisáætlun sem
unnin yrði í samstarfi við Starfs-
mannafélag KÁ og viðkomandi
verkalýðsfélög. Einnig var ályktað
að fela stjórn KÁ og framkvæmda-
stjóra að kanna möguleika á því
að veita viðskiptamönnum stað-
greiðsluafslátt í verslunum félags-
ins^
Úr aðalstjórn KÁ áttu að ganga
Þorleifur Björgvinsson og Arndís
Erlingsdóttir, en þau voru bæði
endurkjörin. Garðar Hannesson,
annar endurskoðandi félagsins, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs og
var í hans stað kosinn Arnór Karls-
son og varaendurskoðandi var kosin
Hansína Stefánsdóttir.
Á MARKAÐI
Bjarni Sigtryggsson
Er ísland að dragast aftur
úr kommúnistaríkjunum ?
Frá því söluskattur var tekinn upp
hér á iandi í upphafi sjöunda áratug-
arins hafa allir fjármálaráðherrar án
undantekningar verið haldnir grund-
vallarmisskilningi á eðli þessa skatts.
Þeir hafa allir haldið því fram að um
væri að ræða skatt sem verslanir
innheimtu og varðveittu fyrir ríkið.
Þetta væri því skattur á neytendur
en ekki skattur á verslunina. Þetta
er í meginatriðum rangur skilningur,
þótt frá því séu til nokkrar undan-
tekningar.
Þar sem frjáls markaður ríkir, eins
og hér á landi hefur gerst í vaxandi
mæli, er verðmyndun jafnan með
þeim hætti að eftirspurn ræður meiru
um útsöluverð en kostnaðarþættir.
Þetta skýrir góða afkomu verslunar
á þenslutímum. Verð er jafn hátt og
kaupendur eru reiðubúnir að greiða
fýrir það. Hvorki hærra né lægra.
Tiltekin tískuvara getur orðið nokkr-
um sinnum dýrari en önnur hliðstæð
sem þjqnar einungis brýnustu gagn-
semi en fullnægir engum óskum um
stöðutákn.
nindola
VenbAxia
LOFTRÆSIVIFTUR
Gallabuxur í kílóatali
Þegar samkeppni er svo næg á
markaði myndast fljótt það verð sem
er „rétt“ miðað við óskir og þarfir
kaupenda og framboð seljenda. Af
GLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR
BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR
Ensk og hollensk gæðavara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við
val á loftræsiviftum.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
(FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
„VASK-urinn
er ekki
vörslufé ríkis-
sjóös heldur
skattlagning á
viðskiptalífið í
landinu...“
þessu verði greiðist söluskattur —
án.tillits til kostnaðarþátta. Þannig
getur ríkissjóður nú leikandi haft tvö
þúsund krónur í virðisaukaskatt af
rifnum gallabuxum frá tískubúðinni
„13“ en aðeins tvö hundruð krónur
af stráheilum en lítilsháttar gamal-
dags gallabuxum frá versluninni
„Sparigarði".