Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990
Þarf að hafa metn-
að og hugmyndir
eftir Þórarin Egil
Sveinsson
Nú líður óðfluga að því að þið,
góðir Akureyringar, gangið til
bæjarstjórnarkosninga. Tími er
kominn til að velja forystu í bæjar-
málum til næstu fjögurra ára. Þú
þarft að gera upp við þig hvaða
fólki þú treystir best og hvað það
er sem skiptir máli í okkar annars
ágæta bæjarfélagi. Þegar svo stór
og mikilvæg ákvörðun er tekin er
ef til vill hollt að líta á hvernig
núverandi meirihluta hefur til tek-
ist.
Ef leitað er að einu orði tii að
lýsa árangri núverandi meirihluta
hentar orðið metnaðarleysi mun
betur en flest önnur. Er ég þá
búinn að útiloka orð eins og sið-
leysi, mistök í stjórnun, stjórn-
leysi, spillingu og fleiri og fleiri
orð af svipuðum gæða- og hug-
myndaflokki. Ég segi ekki orð um
mannaráðningar í flokkslitum, inn-
antóma starfsmannastefnu, ein-
tómt leynimakk í öllum ákvörðun-
um, t.d. álversmálum, og staðsetn-
ingu slökkvistöðvar. Allt þetta
hjálpar þér vonandi við ákvarðana-
tökuna. Það verður að refsa þessu
krata-íhaldi og hefja nýja fram-
sókn sem byggist á bjartsýni. Um
það á þessi pistill að snúast. Nýja
sókn byggða á bjartsýni og sam-
starfi, en ekki baktjaldamakki og
getuleysi. Við sem búum á Akur-
eyri teljum þetta miðdepil alheims-
ins. Hér er gott mannlíf, menning
og listir og félagsleg þjónust með
ágætum. Þessa þætti þarf að
styðja og styrkja, auka sveigjan-
leikann þannig að hæfi samfélag-
inu og atvinnulífinu á hveijum
tíma. Það er einmitt öflugt atvinn-
ulíf sem er nauðsynlegt til að sam-
félagið geti sinnt skyldum sínum
og verið alvöru samfélag. Það er
skylda bæjaryfirvalda að halda
uppi sem bestum almennum skil-
yrðum fyrir fjölbreytt atvinnulíf.
Stuðla að hæfilegri blöndu félags-
legs- og/eða samvinnurekstrar
annars vegar og einkareksturs hins
vegar. Á erfiðum tímum getur ver-
ið nauðsynlegt að taka lán og veita
því gegnum Framkvæmdasjóð til
nýsköpunar atvinnu. Bæjarstjórn á
að vera kjölfestan, passa blönduna
og aðstoða á réttum tíma. Bærinn
á og þarf ekki að vasast í öllum
atvinnurekstri. En á erfiðum
tímum, eins og t.d. nú í bygginga-
riðnaði, á bærinn að taka í útréttar
Þórarinn Egill Sveinsson
framkvæmdahendur eins og bygg-
ingu húss Náttúrulækningafélags-
ins í Kjarnaskógi, byggingu KA-
íþróttahúss við Lundaskóla, Til að
leysa atvinnumál unglinga og
skólafólks mætti virkja betur um-
hverfisframkvæmdir og gróður-
setningu ■ í bæjarlandinu. Svona
35
mætti lengi telja. En þá þarf að
hafa metnað og hugmyndir.
Til að ná áfanga þurfa menn
að vita hvað þeir vilja. Það þarf
að hafa markmið. Þeim þarf síðan
að framfylgja af festu og dugna,ði.
Ferðamannabærinn Akureyri þarf
nýtt líf og fleiri valkosti studda
af velviljuðum bæjarjrfirvöldum.
Sama er með skólabæinn Akur-
eyri, þar sem KEA leysti húsnæðis-
vanda háskólans. Iðnaðarbæinn
Akureyri þarf að styrkja til að
standa áfram undir nafni. Stofnan-
ir þarf að flytja o.s.frv. o.s.frv.
Verkin eru mörg. Auðvitað á bær-
inn og bæjarstjórn ekki að gera
þetta allt. En bæjarstjórn á að
horfa fram og sækja á brattann,
styðja einstaklinga og félagasany
tök til dáða. Þetta er ekki spurning”
um álver eða ekki, þetta er spurn-
ing um álver og allt hitt. Álver
stöðvar vonandi strauminn. Hitt
allt viljum við eiga þátt í að byggja
upp. Til þess þurfum við að vinna
saman. Sú samvinna á að byija
ekki síðar en 26. maí þar sem þú
„exxar við Bé-ið“.
Höfnndur skipar 2. sæti á Iista
Frarnsóknarflokksins á Akureyri.
Kjósa Akurnesingar
um þögn meirihlutans?
eftir Guðmund
Guðjónsson
Akurnesingar, nú göngum við
til bæjarstjórnarkosninga eftir
tæpan hálfan mánuð. Þegar svo
stutt er til kosninga ætti kynning
á stefnumálum allra flokka sem
bjóða fram, að vera komin vel á
veg.
Þegar þetta er skrifað er aðeins
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins
komin í hendur kjósenda.
Þessi seinagangur hinna flokk-
anna þriggja hefur vakið undrun
og spurningar um hvort þögnin
sé þeirra stefnuskrá.
Úr óreiðu í stöðugleika
Er þögn meirihiutanokkánna §f
til vill flótti frá því að ræða þær
56 milljónir króna sem vantar upp
á tekjuhlið fjárhagsáætlunar
Akranesbæjar fyrir árið 1990?
Vilja sömu flokkar ekki ræða
hina slæmu skuldastöðu Akranes-
bæjar, en um síðustu áramót voru
skuldir 340 milljónir króna á móti
400 milljónum króna í tekjur á
síðasta ári?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
þegar lagt fram tillögu um endur-
skoðun fjárhagsáætlunar en sú
tillaga var felld af meirihlutanum.
Ekki seinna en strax verður að
taka rösklega á hinum mikla íjár-
hagsvanda bæjarsjóðs. Skuldir
verða að iækka og traust og ábyrg
fjánnálastjórn verður að komast á
undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.
Gæta verður ýtrustu hagsýni og
sparnaðar, án skerðingar á þjón-
ustu.
Atvinna er undirstaðan
Á síðasta kjörtímabili hefur at-
vinnuleysi á Akranesi aukist jafnt
og þétt sem afleiðing samdráttar
í atvinnurekstri í bænum. Ætlar
Framsóknarflokkurinp að sitia
aðgerðarlítill og horfa á vaxandi
atvinnuleysi og samdrátt í atvinn-
ulífinu?
í Magna er því lýst yfir að at-
vinnumál séu ekki á valdi bæjar-
stjórnarinnar og málinu síðan
vísað á snyrtilegan hátt til ríkis-
stjórnarinnar.
Það hlýtur að vera krafa bæj-
arbúa að kjörnir bæjarfulltrúar
taki á slíkum vanda, þar sem at-
vinnumálin eru undirstaða allra
annarra þátta bæjarlífsins.
Þá ábyrgð eru frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins tilbúnir til að
axla næsta kjörtímabil.
Núverandi vandi atvinnulífsins
verður því best leystur með for-
ystu Sjálfstæðisflokksins, sem
einn hefur lagt fram í sinni stefnu-
skrá tillögur að atvinnuþróun og
nýsköpun í atvinnumálum.
Jafiirétti í bæjarmálum
Hlutfallsleg skipting milli kynja
á að vera sem jöfnust í stjórnun
bæjarins.
Með því að tryggja Sjálfstæðis-
flokknum 4 fulltrúa í komandi
kosningum verða 4 konur í bæjar-
stjórn Akraness næsta kjörtíma-
bil, ef Framsóknarflokknum tekst
að halda 2 fulltrúum.
Festa og frumkvæði
Kjósendur, í þessum kosningum
verður kosið um stefnufestu og
frumkvæði Sjálfstæðisflokksins
annars vegar og þagnarstefnu
hinna flokkanna hins vegar.
Guðmundur Guðjónsson
„Er þögn meirihluta-
flokkanna ef til vill
flótti frá því að ræða
þær 56 milljónir króna
sem vantar upp á tekju-
hlið Qárhagsáætlunar
Ákranesbæjar íyrir
árið 1990?“
GIIISdNð
Ginsana
G115 veitir fólki aukinn
þrótt til að standast líkamlegt og
anHlpni ál.pf}
Það eflir einbeitingu og vinnur
gegn streitu.
Kosningasigur Sjálfstæðis-
flokksins er sigur allra Akurnes-
inga.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
skipar 5. sæti D-listans á Akrancsi.
Úh
Póstsendum
leilsuhúsið
Kringlan a 689266 Skólavörðustig S 22966
DREGIÐ ÍAUKALEIKNUM Á MORGUN
Takirðu þótt f ibihapptSrsðit. Landssambands Hjólpar-
sveita skáta fyrir 1.000 kr. eda meira - tekurðu einnig
þátt í Aukaleiknum. Dreginn verður út vinningur, bifreið
af gerðinni Mitsubishi Colt 1300 6L, á hverjum miðviku-
degi uns dregið verður um
aðalvinningana þann 8.
júní. Mundu því að greiða
gíróseðilinn sem fyrst til
að eiga kost á aukavinn-
ingi í hverri viku!
SPA HISJÚÐUR V ÉLSTJÚRA
hriuruf stórlitig styrkt fn'ttu hupfxlnvtti.
Björgum við þínulífi nœst?
D| LANDSSAMBAND
IHJÁLPARSVEITA SKÁTA
ÍUJ'JIM!! •tl'iilOUi.' -'JB 1A- HIJMI. eni; •>!!!, J.iviru jri'j
V
f
.i