Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
Krisljana Ragnars-
dóttír - Minning
Fædd 24. október 1930
Dáin 6. maí 1990
Með þessum fáu orðum viljum við
minnast ömmu okkar, Kristjönu
Ragnarsdóttur, sem lést 6'. maí sl.
Amma Kidda eða ömmudraumur
eins og við systurnar kölluðum hana,
var nokkurs konar tengiliður milli
kynslóða í þessari stóru fjölskyldu.
Alltaf vorum við velkomnar til henn-
■mf og ávallt var hún tilbúin að gæta
okkar. Minningin um góða ömmu
verður alltaf hjá okkkur og sú mikla
gleði og þökk að hafa átt slíka -að.
Elsku afi okkar, Guð styrki þig í
sorg þinni. Við vitum að Guð mun
passa ömmu okkar og láta henni líða
vel hjá sér.
Aldís og Ingibjörg
Við viljum minnast Kiddu með
nokkrum orðum. Við kynntumst
henni- fyrst árið 1980, þegar leiðir
okkar og Haddýar dóttur hennar
iágu saman í 7. bekk í Réttarholts-
skóia.
Kidda tók okkur opnum örmum,
i2g. upp frá því stóð heimili hennar
okkur alltaf opið. Asgarðurinn varð
því eins og okkar annað heimili á
unglingsárunum.
Hún var merk manneskja, og er-
um við þakklátar fyrir að hafa
kynnst henni, og viljum í lokin biðja
góðan Guð að blessa hana.
Elsku Haddý og aðrir ástvinir
megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Beggý og Elsa Hrönn.
í dag er til moldar borin elskuleg
•■“^ngdamóðir mín, Kristjana Ragn-
arsdóttir, Klyfjaseli 5 í Reykjavík.
Það er svo erfitt að trúa því að hún
skuli vera farin frá okkur, hún sem
var öllum svo kær og hjartfólgin.
Kidda var dóttir Önnu Guðmunds-
dóttur sem lifir dóttur sína og Ragn-
ars Þorkels Guðmundssonar skip-
stjóra, en hann lést árið 1969. Kidd-
ar var einkadóttir þeirra hjóna en
þrjá bræður átti hún. Ung að árum
giftist hún eftirlifandi manni sínum,
Stefáni Guðmundssyni leigubíl-
stjóra. Kidda og Dengsi eignuðust
10 börn em öll eru á lífi. Barnabörn-
in voru 17, en eitt þeirra, Anna Lísa,
lést 1986 aðeins 4 ára gömul og var
hún öllum harmdauði.
^Það er yndislegt'að hafa kynnst
Kíddu, hún var sterkur persónuleiki
og hafði góð áhrif á alla þá sem
henni kynntust. Hún unni fjölskyldu
sinni og heimili mjög mikið enda sú
kona sem allir leituðu til og treystu
vel.
Kidda veiktist alvarlega á sumar-
daginn fyrsta og var mikið veik.
Ekki var það hún sem kvartaði, held-
ur hughreysti hún okkur og bað
okkur að vera sterk. Þannig var
hennar manngerð.
Ég bið Guð að gefa tengdaföður
mínum og íjölskyldu hans styrk í
þeirra sorg.
Ernu Jónsdóttur, æskuvinkonu
Kiddu, vil ég þakka þann styrk og
þá hlýju sem hún gaf okkur þann
'*iSna sem Kidda var á spítalanum.
Einnig vil ég þakka starfsfólki á
Borgarspítalanum, deild 6A, inni-
lega fyrir hlýju þeirra og aðstoð í
veikindum hennar.
Guð blessi Kiddu og hvíli hún í
friði.
Bertha Biering
Mig langar í fáeinum orðum til
að minnast Kristjönu Ragnarsdóttur
sem lést sunnudaginn 6. maí. Þegar
ég líl til baka rifjast upp svo marg-
ar góðar minningar. Ég minnist þess
þr-gar Dengsi og Kidda bjuggu í
Ásgarði 151, við hliðina á ömmu og
afa, og var ég daglegur gestur hjá
bestu vinkonu minni Hoffu. Alltaf
var fullt hús af fólki hjá Kiddu og
henni leið best með börnunum sínum
tíu og barnabörnunum. Hún lifði
fyrir þau. Árið 1982 flutti fjölskyld-
an í Klyfjasel og var ég lengi að
-venjast því að hlaupa ekki yfir í
kaffi og, spjall. Það var alltaf svo
heimilislegt og notalegt hjá henni
Kiddu.
í síðustu viku fór ég í heimsókn
eftir langan tíma og fann ég strax
hvað ég hafði saknað þeirra allra
mikið. Það hvarflaði aldrei að mér
að Kidda myndi fara frá okkur svona
fljótt. Lífið er svo skrýtið.
Elsku vinkona Hoffa, Haddý,
amma Bjargey, Dengsi og systkini.
Megi Guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg og sendi ég mínar inni-
legu samúðarkveðjur.
Bjargey Aðalsteinsdóttir
Hun amma mín er dáin. Það er
erfitt að þurfa að sætta sig við það
að hún sem alltaf var til staðar fyr-
ir mig, skuli vera farin. Nú þegar
ég sest niður og skrifa þessar fátæk-
legu línur, hellast yfir mig allar góðu
minningarnar um ömmu. Aldrei mun
ég gleyma því þegar ég var að byija
í skóla og neitaði að fara, þá gerði
amma sér lítið fyrir og sat með mér
í heila viku, minn fyrsta vetur í
skóla. Oft var hlegið að þessari vit-
leysu í mér en amma sagðist bara
hafa haft gaman af þessu. Og hvað
það er stutt síðan amma mín kom
á Hótel Borg að horfa á mig í keppni
og hve stolt hún var þegar ég bar
sigur úr býtum. Daginn eftir þegar
ég var spurð að því í útvarpsviðtali
hvað væri eftirlætismaturinn minn,
svaraði ég því að heimatilbúnu fiski-
bollurnar hennar ömmu væru það
besta sem ég fengi. Amma var ekki
sein á sér að hringja í mig rígmont-
in og bjóða mér í ömmubollur.
En núna er amma mín komin til
Önnu Lísu systur minnar og veit ég
að það hafa verið miklir fagnaðar-
fundir þegar þær hittust. Það er
með mikilli sorg sem ég kveð ömmu
mína í dag en minningarnar á ég
og til þeirra get ég leitað þegar ég
verð sorgmædd. Ollu starfsfólki á
deild 6A Borgarspítalans vil ég
þakka fyrir góða umönnun þann
tíma sem amma dvaldist þar.
Elsku besti afi minn, megi Guð
styrkja þig í þinni miklu sorg. Ég
vil kveðja ömmu með þessu versi sem
hún kenndi mér og fór yfír með mér
á kvöldin þegar ég var yngri.
Vertu nú yfir og allt um kring
í eilifri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Megi elsku amma mín hvíla í friði.
Eygló
Að kvöldi 6. maí sl. andaðist móð-
ir mín, Kristjana Ragnarsdóttir, á
Borgarspítalanum, eftir mikil veik-
indi og verður hennar sárt saknað.
Síðasta mánuðinn sem hún lá veik
heima, áttum við tvær margar góðar
stundir saman á morgnana áður en
ég hélt af stað til vinnu minnar.
Móðir mín var vinmörg kona enda
góðhjörtuð og blíð. Alltaf þegar mér
leið illa var hún ávallt tilbúin að
setjast niður með mér og gat ég þá
létt á hjarta mínu við hana, og allt-
af stóð ég upp frá henni og leit bjart-
ari augum á lífið og framtíðina. Hún
var min besta vinkona og mun hún
skilja eftir sig stórt skarð sem aldr-
ei verður uppfyllt.
Móðir mín hafði yndi af því að
vinna í garðinum sínum á sumrin,
og gera hann eins fallegan og hún
gat. En við getum huggað okkur við
það að nú er hún komin til hennar
Ónnu Lísu litlu frænku minnar sem
lést árið 1986, tæplega fimm ára
að aldri. Með þessum fáu orðum vil
ég kveðja móður mína og þakka
starfsfólki á deiid 6A Borgarspítal-
ans fyrir alla þá hjálp og hlýhug
þann tíma sem móðir mín dvaldist
hjá þeim. Vil ég biðja algóðan Guð
að styrkja föður minn og systkini í
þessari miklu sorg.
Með þessum orðum kveð ég móð-
ur mína og segi, ég mun ávallt elska
hana.
Haddý
Ég vil þakka mömmu minni fyrir
alla hjálpina sem hún veitti mér við
áð túikaifýrir mig, þar sem‘ég heyri
Avo illa.
Ég man þegar ég var lítil stelpa
hvað hún var dugleg og góð að að-
stoða mig og Haddý yngstu systur
mína.
Mamma vakti okkur systurnar
alltaf snemma á sunnudagsmorgn-
um því við fórum í barnamessu í
kirkjunni. Okkur þótti svo gaman
af því við fengum svo fallegar Jesú-
myndir og geymdum þær vel.
Mamma hjálpaði mér svo mikið
þegar ég fermdist því hún fór með
og túlkaði fyrir mig.
Ég mun alltaf elska hana mömmu
mína og hún verður alltaf í huga
mínum. Hun var góð og trúuð kona.
Hvíli hún í friði.
Hóffa
Nú er elsku amma Kidda farin
og mun hennar verða sárt saknað.
Það var alltaf svo gaman að koma
til ömmu og afa á jólunum, þegar
öll fjölskyldan kom saman í mat,
alltaf var fullt hús af fólki og það
var talað, hlegið og spilað, þetta er
góð minning sem við munum alltaf
eiga um jólaboðin hjá ömmu og afa.
Amma var kjarnakona og dugieg
var hún, hún var farin að hlakka
svo til vorsins, þá gæti hún nú farið
að vinna i garðinum þeirra, þar gat
hún alltaf unað sér á sumrin.
Amma og afi eiga 10 börn og 17
barnabörn, en þar af er Anna Lísa
litla dáin, svo að nú fær amma loks-
ins að hitta ömmuljúfuna sína og
verða þar miklir fagnaðarfundir.
Það má svo sannarlega segja að
amma hafi skilið eftir sig stóran hóp
af börnum og barnabörnum.
Blessuð sé minning elsku ömmu
og megi hún hvíla í friði.
Elsku afi, börn, tengdabörn og
barnabörn. Megi Guð vera með ykk-
ur.
Nú legg ég aftur augun mín
en öndin hvarflar, Guð til þín
þinn almáttugan ástarvæng
lát yfirskyggja mína sæng.
Kristjana, Stefán, Eðvarð
Hlynur og Sveinbjörn.
Heilsa, máttur, fegurð, íjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
(Sr. Bjöm Halldórsson, Laufási.)
Fæddur 26. maí 1943
Dáinn 7. maí 1990
Okkur langar með fáum orðum
að minnast föðurbróður okkar
Kristjáns Ingólfssonar. Hann fædd-
ist á Hofsósi 26. maí 1943 og ólst
þar upp ásamt yngri bróður sínum
Sigurði, en foreldrar þeirra eru
Halldóra Márusdóttir og Ingólfur
Sigmarsson.
Árið 1965 kvæntist hann Lindu
Steingrímsdóttur frá Svalbarðs-
strönd og hófu þau búskap fyrst í
Keflavík, en fluttu síðan á Sval-
barðseyri. Þau slitu samvistir.
Þau eignuðust 4 börn. Dóra, fædd
1965, býr á Svalbarðseyri með unn-
usta sínum Ársæli Kristjánssyni, þau
eiga eina dóttur, Lindu. Ingólfur
Haukur, fæddur 1966, búsettur í
Vestmannaeyjum. Hann á eina dótt-
ur, Elísabetu Lind. Gunnar Örn,
fáeddur 1968 og Snorra Valdimar,
Skjótt skipast veður í lofti. Gleð-
in, sem lifnar í bijósti við komu sum-
arsins, þegar dásamlegt kraftaverk
Skaparans, ljósið, vinúur bug á myr-
krinu og öll náttúran vaknar til
lífsins, víkur í einni andrá. Sorgin,
þegar ástvinur er hrifinn á brott,
tekur völdin og yfir hvelfist hyldjúp-
ur og nákaldur skammdegisskuggi
dauðans.
En öll él styttir upp um síðir.
Þeir sem trúa á Guð almáttugan,
skapara alheimsins, og hans einget-
inn son, Jesúm Krist, trúa því að
horfnir ástvinir fyrirfarist ekki held-
ur hafi eilíft líf. Og tíminn sem í
dagsins önn og amstri virðist aldrei
nægur, græðir sár gærdagsins fyrr
en varir.
Hún systir mín, og allir henni
nákomnir, héldu að hún ætti í stríði
við sjúkdóm, sem að vísu gat verið
kvalafullur, en væri læknanlegur.
Annað kom á daginn. Hún var hel-
tekin sjúkdómi sem orðinn var ban-
vænn og kominn á lokastig. Tæpum
mánuði eftir að hún lagðist inn á
sjúkrahús og sjúkdómurinn var
greindur, var hún látin.
Hún tók örlögum sínum með
æðruleysi og stillingu. Hún reyndist
fær um að miðla öðrum af staðfestu
sinni og huggunarríkum orðum.
Þegar grannt er skoðað, var ekki
við öðru að búast af henni. Allt frá
barnæsku var það hlutskipti hennar
að hlúa að öðrum, hugga smáfólk
og sefa sorgir þess.
Hún var elsta barn Önnu M. Guð-
mundsdóttur og Ragnars Þ. Guð-
mundssonar. Þegar foreldrar okkar
slitu samvistir, árið 1943, kom það
í hennar hlut að hjálpa móður sinni,
sem þá gekk með fjórða barn sitt,
að annast tvo yngri bræður, 7 ára
og 11 ára. Á öndverðu ári 1944
bættist síðan þriðji bróðirinn í hóp-
inn. Mæðgurnar skiptust á að ann-
ast heimilið og vinna úti, og 13 ára
gamall fór elsti bróðirinn á sjóinn
til þess að draga björg í bú. Allt
blessaðist þetta og þar átti faðir
okkar eflaust hlut að máli, en hann
lét sér annt um fjölskylduna þótt
fjarverandi væri.
Strákar lenda í ýmsum eijum ein-
sog gengur og gerist. Þannig var
það einnig með okkur bræður. Ef
maður beið ósigur í orrustu var gott
að leita í huggandi faðm systurinnar
biíðu sem var hláturmild svo af bar.
Oftast gleymdust þá allar eijur á
skammri stundu.
Árið 1946 urðu þáttaskil í lífi
systur minnar. Ungur og myndarleg-
ur maður, Stefán Guðmundsson, tók
að venja komur sínar á heimilið og
innan tíðar var hann sestur þar að,
öllu heimilisfólki til óblandinnar
ánægju þótt ekki væri húsrýmið
mikið. Fjölskyldan eignaðist þar kát-
an, kraftmikinn og skemmtilegan
meðlim sem reyndist tengdamóður
sinni og mágum sem hinn besti son-
ur og bróðir. Það ár stofnuðu systir
mín og mágur til sambúðar sem
entist til æviloka hennar eða í 44
ár. Mér er enn í fersku minni hát-
íðleg stund í litlu stofunni á æsku-
heimilinu, kvöldið á þrettándanum
1947, þegarþau opinberuðu trúlofun
sína. Þau gengu í hjónaband fjórum
árum síðar.
fæddan 1974. Þeir búa báðir hjá
móður sinni á Hnífsdal.
Eftir skilnaðinn flutti Kiddi eins
og hann var ávallt kallaður til Akur-
eyrar og bjó þar ásamt Dóru dóttur
sinni. Kiddi keyrði mjólkurbíl á Sval-
barðsströnd, en í mörg ár keyrði
hann vöruflutningabíl milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og talaði hann
oft um hvað það gat verið erfitt að
keyra á veturna. Voru þeir oft marga
daga á leiðinni við hin erfiðustu skil-
yrði, en okkur krökkunum var það
mikið tilhlökkunarefni þegar hann
var að koma suður þá var oftast
ópalpakki í vasanum eða eitthvað
álíka. Kiddi átti við mikla vanheilsu
að stríða hin síðustu ár og árið 1986
flutti hann til Hafnarfjarðar aðallega
vegna veikinda sinna. Að hugsa um
dauðann er svo fjarri okkur sem
erum ung, þó höfum við fengið mörg
högg núna undanfarið. En þegar
veíkindi eru svo mikil eins og hjá
Minning:
Krislján S. Ingólfson
Sambúð þeirra bar ríkulegan
ávöxt. Á 19 árum, eða á árunum
1948 til 1966, eignuðust þau 10
börn sem öll eru mannvænleg, og
virkir og góðir þjóðfélagsþegnar.
Einnig ólu þau upp 2 barnabörn.
Þótt margir væru munnarnir að
metta, komust þau af og fremur
voru þau veitendur en þiggjendur.
Af litlum efnum hófu þau búskap
sinn en með dugnaði og fyrirhyggju
komust þau í ágætar álnir.
Börnin 10 voru öll vaxin úr grasi
og höfðu flest stofnað eigið heimili.
Garðurinn stóð í blóma og fram
undan virtist vera sú tíð er ávaxt-
anna skyldi notið. En þá kom kallið
sem enginn fær umflúið.
Ég votta öllum ástvinum hennar
samúð mína og bið Guð að styrkja
þau í söknuðinum.
Látinni systur votta ég virðingu
mína. Hafi hún þökk fyrir umhyggju
og ástúð ssem hún ávallt sýndi mér.
Guð geymi hana.
Ragnar Ásgeir Ragnarsson
Með þessum fáu orðum langar
okkur að minnast móður okkar og
tengdamóður, Kristjönu Ragnars-
dóttur, sem lést á Borgarspítalanum
6. maí sl. Það er ekki auðvelt að
lýsa með orðum þeim harmi sem sló
okkur þegar við gerðum okkur grein
fyrir veikindum hennar, en eins og
henni var líkt var það hún sem veitti
okkur styrk og huggun þessa síðustu
daga í lífi sínu. Söknuðurinn er sár
en allar góðu minningarnar munu
lifa með okkur og veita okkur styrk.
Það var oftast flölmennt á heim-
ili foreldra okkar, systkinin tíu,
tengdabörnin átta og barnabörnin
sextán en alltaf hafði hún tíma fyrir
hvert og eitt okkar, þegar eitthvað
bjátaði á áttum við öruggt skjól hjá
henni, sem okkur þótti svo vænt um.
Og mömmu fannst við aldrei of
mörg, þó að heimilið í Ásgarðinum
væri ekki stórt var alltaf pláss fyrir
fleiri, það var ekkert vandamál að
útbúa svefnpláss og bæta við matar-
diski, þó að ættingjar okkar og aðr-
ir vinir bættust í hópinn.
Mamma hafði unun af því að ferð-
ast og skoða landið sitt og einu sinni
á ári tók hún sér viku frí, það var
þegar hún fór í ferðalag með konun-
um sínum úr kvenfélagi Bústaða-
sóknar. Þegar mamma átti aðeins
fáa daga eftir var hugsunin ennþá
skýr og með því síðasta sem hún
sagði okkur var að þegar hún væri
komin yfir móðuna miklu mundi hún
taka Ónnu Lísu litlu að sér, litlu
dótturdóttur sína sem hún missti
fyrir nokkrum árum.
Öllu starfsfólki á deild 6a á Borg-
arspítalanum viljum við senda þakk-
arkveðjur fyrir sérstaklega góða
umönnun og veittan styrk. Að lokum
langar okkur að láta fylgja hér með
versið sem hún kenndi okkur öllum.
Vertu guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
Börn og tengdabörn
Kidda frænda okkar sjáum við að
hann er lausn og þá er gott að fá
að hvílast.
Við kveðjum Kidda og biðjum
honum Guðs ble'Ssunar. Ótnmu og
afa, börnum Kidda og pabba okkar
vottum við okkar innil'egustu samúð.
Erlingur, Vigdís og Halldér.