Morgunblaðið - 15.05.1990, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990
Eygló Viktorsdóttir
söngkona - Minning
Það er alltaf sárt að frétta lát
einhvers, sem um lengri eða
skemmri tíma hefur verið manni
nákominn. Þannig varð það líka
þegar ég frétti lát Eyglóar Viktors-
dóttur söngkonu, en hún lést þann
6. maí sl. langt um aldur fram.
Ég áttfþvi láni að fagna að vera
henni samferða nokkur ár ævinnar.
Ár sem eru mikil mótunarár í lífi
hvers einstaklings. Ár sem svo mik-
ilvægt er að eiga góða að, geta
talað við og sótt til svör við áleitn-
um spurningum. Þannig var Eygló
mér. Minningar hrannast upp.
Ég var 16 ára þegar fundum
okkar bar fyrst saman. Hún kom í
heimsókn til foreldra minna norður
í land, ásamt eiginmanni sínum.
Ég man'hve vel mér ieist á þessi
hjón. Þau voru svo kát og elskuleg
að mér fannst næstum eins og ég
hefði þekkt þau alla tíð. Eygló kom
mér fyrir sjónir sem ákaflega hlýleg
kona, nett og fínleg með sinn dill-
andi hlátur. Hún var líka dálítið
framandi, þekkt söngkona úr
Reykjavík, en það var ekki á hveij-
um degi að gestir þaðan kæmu í
heimsókn.
Þegar þau hjón heyrðu að ég
væri á leið í framhaldsskóla í
Reykjavík þetta sama haust og þau
skynjuðu kvíða minn gagnvart því
að fara á vit hins óþekkta, í hinni
stóru Reykjavík, buðu þau mér að
heimsækja sig þegar ég vildi.
Ekki að orðlengja það, ég tók
þau á orðinu og eyddi mörgum, ljúf-
um og löngum stundum á heimili
þeirra næstu árin. Ávallt var ég
velkomin og aldrei fann ég fyrir
aldursmuninum þótt hann væri yfir
20 ár. Við Eygló töluðum mikið
saman, föndruðum og útbjuggum
jólagjafír. Það lék allt í höndunum
á henni. Makalaust hugmyndaflug
hafði hún og mikið gat hún oft
gert fallega hluti úr litlu. Einnig
var hún góð saumakona og sérlega
vandvirk. Eygló vann lengi í Feldin-
um og margar skemmtilegar sögur
sagði hún mér frá þeim tíma.
Annars var söngurinn hennar líf
og yndi alla tíð og starfaði hún sem
söngkona meðan kraftar leyfðu.
Eygló var gift miklu ágætismanni,
Aðalsteini Guðlaugssyni skrifstofu-
stjóra og áttu þau eina dóttur, Sól-
veigu. Þótt samverustundir okkar
hafí verið fáar hin síðari ár hefur
Eygló ávallt skipað stóran sess í
huga mér.
Ég kveð hana með þakklæti og
virðingu og sendi Steina og Sól-
veigu mína innilegustu samúðar-
kveðjur. Bergþóra
Blómastofa
Riðfinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öli kvöld
tii ki. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öil tilefni.
Gjafavörur.
%
Á morgun, mánudaginn 14. maí,
verður útför Eyglóar Viktorsdóttur
söngkonu gerð frá Fríkirkjunni í
Reykjavík. Með örfáum og fátæk-
legum orðum viljum við Fóst-
bræðrakonur kveðja elskulega vin-
konu.
Flestir þekktu Eygló vegna hinn-
ar einstaklegu fögru söngraddar
hennar. Við urðum aftur á móti
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast
manneskjunni sjálfri, þessari síkátu
ljúfu konu, sem ekkert mátti aumt
sjá án þess að vera þá boðin og
búin til hjálpar.
Já, margs er að minnast frá liðn-—
um árum, minningarnar líða um
hugann, allar ljúfar, hlýjar og góð-
ar. Þrátt fyrir að ailar vissum við
um sjúkdóminn ógnvekjandi, sem
hetjaði á líkama Eyglóar, óraði
okkur ekki fyrir að svo stutt yrði í
skilnaðarstundina.
í söngför Fóstbræðra í sumar um
Kanada var Eygló með í för, eins
og reyndar alltaf þegar kórinn fór
eitthvað. í þeirri ferð var Eygló
hress og kát, hrókur alls fagnaðar
eins og jafnan, þótt eflaust hafí hún
þá verið farin að kenna lasleika.
Eygló var ein af stofnendum
kvenfélags Fóstbræðrakvenna.
Strax frá upphafí var hún aðal drif-
fjöðurin í starfí félagsins. Tilgangur
þess er fyrst og fremst að styðja
við bakið á Fóstbræðrum og Eygló
lét svo sannarlega ekki sitt eftir
liggja á því sviði, hugmyndir henn-
ar hvað varðaði fjáröflun fyrir kór-
inn voru oft og tíðum bráðsnjallar
og djarfar. Hún æfði söng, lék og
dansaði og það sem meira var, hún
fékk okkur hinar sem aldrei höfðum
stigið á svið, til að gera slíkt hið
sama. Hún var óþreytandi. Eygló
var sannkölluð listakona, ekki ein-
asta á sviði sönglistarinnar, hún var
fatahönnuður af guðsnáð, bráð-
snjöll saumakona og skreytingar
hennar ýmsar voru ótrúlegar. Hún
þurfti ekki dagpart til að breyta sal
Fóstbræðraheimilisins í sannkall-
aða ævintýrahöll með skreytingum
sínum, þessum eiginleikum Eyglóar
fengum við Fóstbræðrakonur og
Fóstbræður að kynnast í ríkum
mæli, og á engan er hallað þó við
fuliyrðum að eiska hennar til Fóst-
bræðra var slík, að Ííkja mætti því
við að kórinn væri hennar annað
bam.
Eygló kynntist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Aðalsteini Guðlaugs-
syni, þegar þau á unga aldri sungu
bæði í Þjóðleikhúskórnum. Þau
sungu sig inn í hjörtu hvors annars
í bókstaflegri merkingu, og söngur-
inn hefur verið þeirra sameiginlega
áhugamál alla tfð, lífsakkeri þeirra
trúum við. Að kynnast elsku og
umhyggju þeirra hjóna fyrir hvort
öðru hefur í raun verið mannbæt-
andi fyrir okkur. Hh'jan og hóg-
værðin sat í fyrirrúmi en svo
skemmtilega stutt í græskulausan
húmorinn.
Yið þökkum í hljóðri bæn Guði
fyrir gæsku hans. Við þökkum hon-
um fyrir að hafa fengið að kynnast
manngæsku Eyglóar, frá henni
streymdi hlýja, mildi og hógværð,
hinn sanni tónn, sem svo margir
leita en fínna eigi.
Við erum þess fullvissar að engl-
ar Guðs syngja nú með meiri og
tærari hljóm en áður, þar sem rödd
Eyglóar hefur bæst í hóp hinna
himnésku herskara.
Elsku Aðalsteinn og Sólveig, við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að styrkja
ykkur í hinni þungu sorg. Megi
minningin um elskulega eiginkonu
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
og móður sefa sárasta tregann.
Blessuð sé minninggóðrar konu.
Fóstbræðrakonur
Við minnumst hennar sem vinar.
Allt frá sjötta áratugnum er leiðir
okkar bar saman. Við minnumst
hennar sem félaga. í ferðalögum
og félagsstarfi þar sem hún með
sinni ósérhlífni og samviskusemi
var driffjöður og hrókur alls fagn-
aðar.
Við minnumst hennar sem lista-
konu, sérstaklega í hlutverki brúð-
unnar í Ævintýrum Hoffmanns, í
fyrri uppfærslu Þjóðleikhússins,
sem við fáum ekki gleymt.
Við minnumst þess hve gott var
að leita til hennar í hveijum þeim
tilvikum semn krefjast vinnu og
iðulega upp koma í félagsstarfí.
Við minnumst þess hve gott var
að fá hennar sanngjörnu og heiðar-
legu gagnrýni á söngstarfíð.
Við minnumst hennar sem hetju
sem tók örlögum sínum með æðru-
leysi og reisn.
Við minnumst hennar með þakk-
læti í huga.
Herdís og Einar
Ekki eru liðnir nema um það bil
fímm mánuðir frá því að Eygló vin-
kona mín og söngfélagi til margra
ára hringdi til mín og sagði mér
niðurstöður rannsóknar sem hún
hafði undirgengist. Ég verð að játa
að ég var til lítillar hjálpar eða
hughreystingar, en hún átti orð og
styrk mér til handa þá og oftar á
þessum erfiða tíma. Eygló sýndi
þama, og allan tímann sem liðinn
er síðan, fádæma stillingu og kjark.
Innilega þakklát var hún í garð
iækna og hjúkrunarfólks sem hún
blessaði mikið fyrir kærleika þeirra
og fórnfýsi hvenær sem á þurfti
að halda. Þó vissi hún að ekkert
öruggt lyf eða læknismeðferð væri
líklegt til bjargar í hennar tilviki.
Mikið erum við Eygló búnar að
eiga langan tíma saman og fjöl-
skyldur okkar í raun líka þar sem
feður okkar Eyglóar voru stofnfé-
lagar í Lúðrasveit — og Hljómsveit
Reykjavíkur. Einnig störfuðu faðir
minn og Reynir Gíslason, móður-
bróðir Eyglóar, mikið saman í tón-
Iist áður en hann héit til Danmerk-
ur þar sem hann settist að. Heyrði
ég í bemsku oft minnst á Reyni og
hve mikil eftirsjá væri að honum
úr tónlistarlífi bæjarins.
Við Eygló höfum verið söngsyst-
ur í áratugi, bæði í kómm og í alls-
konar öðrum söng sem til féll. Ég
nefni m.a. bl. kór á vegum Fóst-
bræðra, Kammerkórinn, Fríkirkju-
kórinn um tíma, Árnesingakórinn
að ógleymdum Ljóðakómum nú
samfleytt um 15-20 ára skeið. Átt-
um við í þessum söng öllum og
kórum ógleymanlegar samveru-
stundir, enda um margt svipaðar
aðstæður í uppvexti hjá okkur
Eygló hvað tónlist varðar og tónlist-
arsmekkur líkur.
I söng og hljóðfæraleik er óvenju-
legt, en gleðilegt, að finna sömu
tilfinningar og skilning á verkefn-
um, eins og við Eygló gerðum í
gegnum allan okkar söngtíma,
hvort sem við sungum við sorgarat-
hafnir í kirkjum landsins eða á
gleðistundum. Af þessu leiddu auð-
vitað samverustundir margar og
yndislegar sem kannske of langt
yrði upp að telja. Má þó nefna með
bömum okkar jafnaldra eða þegar
við náðum í heimilisdýrin okkar
agnarsmá, hann Bangsa og hana
Perlu; þegar við þvældumst hvað
eftir annað í sumarbústaðinn minn
á Stokkseyri, sem var óþijótandi
uppspretta hláturs og gleði. Ekki
er nema ár liðið, einmitt núna í
maí, að við fómm saman vinkonum-
ar austur og settum niður sumar-
blóm í allt sem við fundum af pott-
um og keijum. Eygló var forkur
dugleg, „energísk“, og minnist ég
þess þegar hún og Sólveig dóttir
hennar voru hjá mér og sonum
mínum í sumarbústaðnum, sem þá
var í byggingu, að hún lá ekki á
liði sínu. Tók hún til við hreinsun
á lóðinni og vakti mikla aðdáun hjá
smiðnum okkar sem undraðist það
að svona fíngerð söngkona úr
Reykjavík tæki svo rösklega til
hendi. Eða þegar við Eygló tókum
að okkur búningagerð til styrktar
ísl. óperanni við framraun hennar
fyrir rétt um 10 árum á óperunni
I Pagliacci í Háskólabíói við allfá-
tæklegan aðbúnað og allsleysi hvað
fjárráð snerti. Þessi vetur var með
afbrigðum snjóþungur og fundum
við eðlilega mikið fyrir því í erfiðri
færð um allan bæ í „Grána“ hennar
Eyglóar, sem hélt varla vatni eða
vindi, betlandi efni og allt það sem
til þurfti milli þess sem við sungum
við allskonar athafnir vítt og breitt
Kveðjuorð:
Sigríður H. Sigurð-
ardóttir kennari
Fædd 17. júlí 1932
Dáin 5. maí 1990
Laugardagskvöldið 5. maí rann
upp eins og.hvert annað laugar-
dagskvöld. Ég og vinur minn höfð-
um komið okkur fyrir framan sjón-
varpið og ætluðum að njóta dag-
skrárinnar. Um klukkan níu hringdi
síminn, það var afí. Hann virtist
hress og við gerðum að gamni okk-
ar eins og við geram oft, en þá
spurði hann hvort foreldrar mínir
væru heima. Ég sagði, eins og var,
að þau hefðu farið út að borða, afí
hikaði aðeins en sagði svo: „Það
er slæmt að ég skuli ekki hitta á
þau heima, því að hún Sissa amma
þín dó fyrir hálftíma síðan.“ Ég
kvaddi afa og á örskammri stund
flugu gegnum hugskot mér allar
þær góðu stundir sem ég hafði átt
með ömmu.
Þegar ég var yngri bjuggum við
á Höfn í Hornafírði og því ekki
mikið um samverustundir hjá mér
og ömmu, en þegar þær vora urðu
þær ævinlega langar og skemmti-
legar. Eftirminnilegar stundir. Mér
er minnisstætt þegar mamma, syst-
ir mín og ég fylgdum pabba út á
flugvöll, er hann var á leið til
Reykjavíkur. Mig hafði lengi langað
að heimsækja ömmu og afa og þeg-
ar ég var kominn svona nálægt
markinu, lét ég tækifærið ekki úr
hendi sleppa. Eg heimtaði að fá að
koma með og það hafðist að lokum
og tæpum tveim tímum síðar stóð
ég fyrir utan húsið hennar ömmu.
Ég dinglaði og hljóp upp tröppumar
og á stigapallinum stóð amma undr-
andi og glöð að sjá mig, „ertu kom-
inn, litli ömmustrákurinn, hvenær
komstu, en hvað þú ert orðinn stór“,
voru spurningar sem dundu á mér
og ég fann þá og hef alltaf fundið
hve hjartanlega velkominn maður
var hjá henni. Pabbi talaði við
ömmu og það kom ekki annað til
greina af henanr hálfu en það að
ég yrði hjá henni. Ég á margar
fleiri góðar minningar með ömmu
sem of langan tíma tæki að telja
upp.
Eftir að ég fluttist til Reykjavík-
ur var amma orðin heilsuveil og oft
á spítala. Ég heimsótti hana oft og
þá kynntist ég nýrri hlið á ömmu.
um bæinn. Alltaf var glatt á sál
og sinni og allir erfiðleikar léttvæg-
ir. Mörg minningabrot gæti ég
nefnt hér sem of löng yrðu upp að
telja en Eyglóar minnar vil ég minn-
ast með gleði og bjartsýni á lífið
og tilveruna. Allt það skemmtilega
og góða og þær stundir sem við
fundum að kannske hefðum við
áorkað einhveiju, glatt og kannske
huggað syrgjendur með framlagi
okkar í athöfnum í kirkjum víðsveg-
ar.
Ég vil fyrir hönd Ljóðakórsins,
allra sem þar hafa komið við sögu
frá fyrstu tíð, þakka henni ómetan-
lega þátttöku í hópnum okkar fyrr
og síðar. Verður hennar minnst þar
svo lengi sem Ljóðakórinn er við líði.
Sólveigu minni og Steina og öll-
um ættingjum og venslamönnum
bið ég allrar blessunar nú og á
komandi áram.
Sýn mér sólarfaðir
sjónir hærri en þessar
málið mitt er síðast
miklar þig og blessar.
Sýn mér sætt í anda
sæla vini mína •
blessun minna bama
burtför mina krýna. (M. Joch.)
Margrét Eggertsdóttir
Kveðja frá saumaklúbbi
Fyrir hartnær 30 árum stofnuðu
10 Fóstbræðrakonur saumaklúbb.
Varð það til þess að enn nánari
kynni mynduðust og leiddi til ein-
lægrar og traustrar vináttu.
En á síðustu árum hefur fækkað
í hópnum og nú minnumst við með
þakklæti og virðingu fjórðu vinkon-
unnar, Eyglóar Viktorsdóttur, sem
lést aðfaranótt 6. maí sl.
Eygló var góður félagi, músik-
ölsk mjög og söngkona með ágæt-
um. Hún hafði ríka tilfinningu fyrir
texta og tóni og var einstaklega
vandvirk og traust í söng sínum.
Hún var í senn viðkvæm í list sinni
og kraftmikil.
Eygló lagði mikið af mörkum til
stuðnings við starf Fóstbræðra um
áratugi með framkvæði sínu, gleði
og ósérhlífni. Fóstbræður, eldri og
yngri, sem og vandamenn þeirra
og vinir eru í mikilli þakkarskuld
við Eygló.
Við í saumaklúbbnum minnumst
nú Eyglóar. í harðri og óvæginni
baráttu síðustu vikur var hin
fíngerða og viðkvæma vinkona okk-
ar yfirveguð og sterk. Sálarró henn-
ar og andlegt þrek er okkur ógleym-
anlegt og lærdómsríkt.
Við sendum nú okkar elskulega
og góða vini Aðalsteini, og dóttur-
inni, Sólveigu, okkar einlægustu
samúðarkveðjur og þökkum vin-
konu okkar samfylgdina og ógleym-
anlegar samverustundir og dýr-
mætar minningar.
Við töluðum saman eins og fullorð-
ið fólk. Hún sagði mér frá ýmsu
sem hún hafði upplifað bæði sem
unglingur og fullorðin kona. Ég var
ekki lengur litli ömmustrákurinn
sem ég hafði verið, en samt fann
ég sömu hlýjuna og hún var alltaf
hress í anda, þótt líkaminn væri
farinn að bila. Og fyrir það á ég
eftir að muna hana alla tíð sem
góða, hlýja og síðast en ekki síst
hressa ömmu, sem maður gat talað
við og var alltaf reiðubúin að gera
allt fyrir. Guð blessi ömmu mína
Sigríði Höllu Sigurðardóttur.
Bói