Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990
Teg. 1854
LitÍR Ljósbrúnt, mocca-
brúnt, Ijósgrátt eða svart
leður
Stærðin 41-47
Verð kr. 5.995,-
Ath.: M/loftpúða í sóla
Úrvalsskór í miklu úrvali
Laugavegi41,s. 13570.
Skóverslun Þórðar,
Kirkjustræti 8,
sími 14181.
ÓDÝRT
Flug og bíll í
Þýskalandi aðeins kr.
25.875,-* í 1 viku.
Vegna hagstæðra samninga
getum við boðið upp á
flug og bíl í 1 - 4 vikurtil
Dusseldorf og/eða Stuttgart
BROTTFARIR
22.07
05.08
12.08
Þú getur valið um flug og bíl
> flug og hótel - flug og gistihús
flug og tjald - flug og húsbíl.
* (miðað við 4 íullorðna í bíl.)
Bankastræti 2, Sími: 62 71 44
T
*
Rætt við stjómarformann Alusuisse og forstjóra Isal:
Keppt að aukinni fram-
leiðslu í Straumsvík
og verðmeiri afiirðum
Morgunblaðið/Börkur
Pius Binkert, stjórnarformaður Alusuisse-Lonza, og Christian Roth,
forstjóri Isal.
SVISSNESKA fyrirtækjasam-
steypan Alusuisse-Lonza hefur
ákveðið að veija dijúgu fé til Qár-
festinga í dótturfyrirtæki sínu
ísal. Að sögn Piusar Binkerts,
stjórnarformanns Alusuisse-
Lonza, nema fjárfestingarnar 100
milljónum svissneskra franka á
fímm ára timabili eða rúmlega
fjórum milljörðum íslenskra
króna. Binkert segir að Alusuisse
sjái sér hins vegar ekki hag i eig-
inlegri stækkun álversins hvað
þá í byggingu nýs álvers. Að sögn
Christians Roths, forstjóra Isals,
munu fjárfestingarnar fram til
ársins 1994 leiða til þess að fram-
leiðslan eykst um 10%, úr 89.000
tonnum á ári í tæp 96.000. Sam-
hliða stendur til að fækka starfs-
fólki í Straumsvík en þar starfa
nú tæplega 600 manns. Roth nefii-
ir sem dæmi að 129 starfsmenn
séu eldri en 61 árs og gerir hann
sér vonir um að ekki þurfí að
ráða í stöður þeirra þegar þeir
fara á eftirlaun.
Pius Binkert, stjómarformaður
Alusuisse-Lonza, kom hingað til
lands á fimmtudag í síðustu viku
en hélt aftur utan í gærmorgun.
Binkert sem er hagfræðingur að
mennt hefur gegnt formennskunni
í sfjóm Alusuisse frá því í byijun
árs 1987. í samtali við Morgunblað-
ið kom fram að þetta er í fyrsta
skipti sem hann kemur til landsins.
„í starfi mínu hef ég lagt áherslu
á að heimsækja öll helstu fyrirtæki
samsteypunnar til þess að kynnast
starfseminni og ræða við stjómend-
ur þeirra." Einnig segist hann
freista þess að kynnast fulltrúum
atvinnulífsins og stjómvalda á
hveijum stað „því í hveiju landi
lítum við á okkur sem gesti“. Bin-
kert segir að skoða eigi heimsókn
sína í þessu ljósi þótt því verði ekki
neitað að álframleiðsla sé mjög í
fréttum á íslandi þessa stundina og
þannig hittist á að Alusuisse-Lonza
hafi ákveðið að ráðast í miklar fjár-
festingar í Isal.
Umskipti hjá Alusuisse
Þegar Binkert kom til starfa hjá
Alusuisse var fyrirtækið illa statt
og hafði verið rekið með tapi um
skeið. Nú rúmum þremur áram síðar
blasir við allt önnur og bjartari
mynd. Binkert er spurður hveiju
þetta sæti.
„Það er rétt, fyrirtækið stóð mjög
illa. Því varð að grípa til róttækra
aðgerða. Á fyrri hluta ársins 1987
minnkuðum við hlutafé um helming
og afskrifuðum skuldir á móti. I
framhaldinu seldum við eða lögðum
niður fyrirtæki sem virtist erfitt að
bjarga úr hallarekstrinum og eins
þau fyrirtæki sem við töldum að
væra fyrir utan okkar eiginlega
verksvið. Við einbeittum okkur t.d.
að fullvinnslu sérvamings úr áh' í
stað þess að selja hálfimna vöm.
AIusuisse-Lonza leggur nú einnig
mikla áherslu á hvers kyns umbúða-
framleiðslu og þá skiptir okkur ekki
máli hvort þær em úr áli eða öðram
efnum, þarfir kaupandans ráða úr-
slitum. Við drógum semsagt saman
seglin og þannig tókst okkur að
stöðva hallareksturinn og með sölu
fyrirtækja að útvega fé til frekari
þróunar. Meðal þeirra fyrirtækja
sem við hættum afskiptum af vom
stór álver í Bandaríkjunum sem við
töldum að væra ekki samkeppnis-
fær. Einnig ákváðum við að stefna
að því að framleiða sjálfir einungis
70% af því hrááii sem við þurfum.
Það er sem sagt hluti af stefnu
okkar að vera kaupendur á hrááli.
Við viljum ekki vera sjálfum okkur
nógir. Fyrir vikið emm við ekki eins
háðir sveiflum á álmarkaðnum sem
era talsverðar. Við notum sjálfir það
hráál sem við framleiðum en kaup-
um þau 30% sem á vantar á fijálsum
markaði. Samhliða þessum aðgerð-
um hefur verið gripið til mjög
vlðtækra aðhaldsaðgerða á öllum
sviðum stjómunar innan samsteyp-
unnar. Hin jákvæða efnahagsþróun
í Evrópu og Bandaríkjunum hefur
heldur ekki sakað. Sumarið 1988
til haustsins 1989 var verð á álvör-
um mjög gott en hefur reyndar
lækkað á ný, því miður.“
Fjárfestingarnar hjá ísal
Að sögn Binkerts hafa breyting-
araar einnig tekið til álversins í
Straumsvík og er markmiðið að gera
það samkeppnishæfara en fyrr. í
þeim tilgangi hafi verið ákveðið að
veija 100 milljónum svissneskra
franka (rúmlega flórum milljörðum
ísl. króna) á tímabilinu 1989-93 í
fjárfestingar hjá ísal. Christian
Roth, forstjóri Isals, segir að hægt
verði að auka framleiðsluna um 10%
á næstu fimm til sex árum. „Ég vil
nefna tvö höfuðverkefni. í fyrsta
lagi stækkun og endurbætur á
steypuskála. í öðru lagi verða gerðar
endurbætur á rafgreiningunni í ker-
skála. Má þar nefiia að vélvæddar
þekjur koma á kerin í stað handknú-
inna. Með endurbótunum getum við
aukið ftamleiðsluna úr 89.000 tonn-
um í 96.000 tonn á ári. Auk þess
verður framleiðslan verðmeiri. Núna
eru um tveir þriðju framleiðslunnar
völsunarbarrar og einn þriðji málm-
hleifar sem eru verðminni. Að þessu
loknu verður öll okkar framleiðsla á
formi völsunarbarra. Þegar þessu
verður lokið í byijun árs 1994 verð-
ur ísal nútímaálver sem stenst sam-
anburð við álver í Mið-Evrópu. Auk
þess höfum við gripið til ýmissa
aðgerða sem draga úr mengun.
Skólpleiðsla frá álverinu liggur ekki
lengur út í höfnina í Straumsvík svo
dæmi sé tekið heldur hefur hún ver-
ið lengd og liggur nú á haf út.“
Fækkun starfsmanna
Að sögn Christians Roths felst í
þessum Qárfestingum að unnt verð-
ur að draga úr yfírmönnun í álver-
inu. Talið berst að verkfallinu í ísal
f marsmánuði. Var Roth ánægður
með þá lausn sem þar fannst en í
henni fólst m.a. að fækkun í álver-
inu um 22 störf skyldi lokið 15.
september. „Ég var að því leytí
óánægður með lausnina að hún kom
til vegna verkfalls. Það hefði verið
betra að ekki hefði komið til þess.“
Roth er þvínæst spurður hver hann
telji að verði afstaða verkalýðsfélag-
anna til hagræðingaraðgerðanna
sem hann minntist á. „Eg tel að
verkalýðsfélögin standi við það sem
þau hafa skrifað undir. Núna erum
við að fækka um þann fjölda sem
SPRENGI - MARKADSTORGIÐ
Meiriháttar markaður með allan fatnað - Laugavegi25
Verðdæmi:
Sportskór.................. frákr. 100
Uppháir strigaskór............frá kr. 300
Stuttbuxur....................frá kr. 500
Bolir
Jogginggallar
Opið virka daga kl. 9-18.
Laugardaga kl. 10 -14.
Komið og lítið á eitt-hundrað-krónu markaðinn
þar sem 100 kailinn er í fullu verðgildi.
Sprengi-markaðstorgið
Laugavegi 25 Sími 132 85.
1