Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.07.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULI 1990 27 Risaeðlan: Fame and Fossils: Nýr tónn sem lofar góðu Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Fram til þessa nef ég lítið hlust- að á „smekklausu jaðarböndin“ svonefndu enda haft ákveðnar efasemdir um gæði þeirrar tóVi- listar sem þessar hljómsveitir flytja, þótt Sykurmolarnir séu þar auðvitað undantekning. En hjá mörgum hinna hefur oft vilj- að brenna við að „tónlistin“ ein- kennist um of af fálmkenndum tilraunum þar sem reynt er að breiða yfir getuleysi í hljóðfæra- leik með einhvers konar mark- lausu gargi og fáránlegum hljómasamsetningum undir yfir- varpi frumleika, sem oft hefur þó ekki reynst annað en léleg stæling á gömlum pönkfrösum. Svona yfirlýsingar flokkast auð- vitað undir fordóma og það gild- ir það sama um jaðartónlistina og aðra tónlist, hvort heldur um er að ræða jass, klassík eða rokk, að eyrað þarf ákveðinn tíma til að venjast henni. Og í þessum kreðsum er vissulega misjafn sauður í mörgu fé eins og ann- ars staðar. Risaeðlan er í hópi þeirra hljómsveita á þessu sviði sem skara fram úr að mínum dómi, og ný plata með henni, „Fame and Fossils“, tekur af öll tvímæli um að hér er komin fram á sjónarsviðið ein athyglisverð- asta hljómsveit sem fram hefur komið hér á landi í langan tíma. Platan er gefin út á hljóm- plötumarkað Engilsaxa í Bret- landi og Bandaríkjunum og Risa- eðlan kemur þar fram undir nafninu „Reptile" og allir textar eru á ensku. Líklega er það af hinu góða því ég efast um að auðvelt yrði að koma þessum boðskap, sem á köflum er nett geðveikislegur, yfir á ástkæra ylhýra málið. Reyndar er sums staðar blandað saman ensku og íslensku, eins og í lögunum „ívar Bongo“ og „Piece Keys“ og til að gefa mönnum ölítinn smjörþef af þeirri samsetningu skal hér tilfært vers úr ívari Bongo: „íí- ívaar/ííí...is something wrong/ ííívaaar/ ííí...is it ding dong/II- Ivaaar bongó/Sér hver er í mér.“ Ef til vill er fullmikið að tala um boðskap í sambandi við þessa texta, sem margir hveijir eru lítið annað en samhengislaust rugl, en þannig á það líka að vera í smekkleysunni. Og í með- förum Risaeðlunnar verður þetta rugl bráðskemmtilegt því í túlk- uninni bregður fyrir leikrænni tjáningu, sem oft á tíðum virkar mjög sannfærandi hjá söngkröft- unum. Tónsmíðamar eru líka sniðnar í kringum þetta og það eru kannski tónsmíðarnar sjálfar sem eru sterkasta hlið Risaeðl- unnar. Ég leyfi mér til dæmis að fullyrða að lagið „Hope“ er með því betra sem hér hefur heyrst í langan tíma og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að það hafi alla burði til að ná langt úti í hinum stóra heimi ef rétt er á málum haldið. Um hljóðfæraleikinn er líka allt gott að segja og þau Magga Stína fiðlu- og marimbaleikari, Dóra Wonder saxafónleikari, Siggi gítaristi, Tóti K. trommari og Ivar bassaleikari virðast öll með sitt á hreinu og gera stund- um býsna vel. Að vísu finnst mér stundum fullmikið gert úr hlutverki saxans, sem verður á köflum of einhæft, enda læðist að manni sá grunur að þar séu fulinýttir þeir hæfileikar sem Dóra Wonder ræður yfir í blæstr- inum. En einn mesti kostur þess- arar plötu er einmitt sá að tónsmíðarnar virðast sniðnar að hæfileikum hvers og eins og í tónlistarflutningi reynir enginn liðsmanna sveitarinnar að reisa sér hurðarás um öxl. Aðalatriðið er þó vitaskuld að hér kveður við nýjan tón, nýtt „sánd“, sem ég hef hvergi heyrt annars stað- ar. Og þótt framsetning texta minni stundum á Sykurmolana hefur Risaeðlan skapað sér stíl sem er hennar eigin. Þegar það fer saman við frjótt ímyndunar- afl og ágæta tónlistarhæfileika getur allt gerst. Risaeðlan virð- ast vita nákvæmlega hvað hún er að gera og ég spái því að hún eigi eftir að ná langt. X Flj ótsdalshérað: Gott samstarf oddvita hillur fyrir matvöruverslanir. Einnig afgreiðsluborð meðfæribandi. Upplýsingar í síma 53466 á skrifstofutíma. Egilsstödum. ODDVITAR á Fljótsdalshéraði hafa í áratugi haft með sér náið samstarf í mörgum fi-amfara- málum Fljótsdalshéraðs. Á Hér- aði eru 10 sveitarfélög og að auki hefur Borgarljörður eystri tekið virkan þátt í þessu sam- starfi sem hófst með samstarfi í heilbrigðismálum í upphafi aldarinnar en tekur nú til sífellt fleiri sviða sveitarstjórnarmál- efna. Þeir oddvitar sem Morgunblaðið ræddi við telja þetta samstarf mjög tnikilvægt því með því eflist þessi sveitarfélög og geti komið fram sem ein heild út á við og standi þau því sterkari en ella. Þrátt fyrir náið samstarf eru ekki uppi neinar hugmyndir um Til sölu Oddvitar á Fljótsdalshéraði koma reglulega saman til funda þar sem afgreidd eru sameiginleg hagsmunamál þessara sveitarfé- laga sem eru 9 sveitarhreppar á Héraði auk Egilsstaðabæjar og Borgarfjarðar eystri. í byijun aldarinnar snerist þetta samstarf einkum um heilsugæslu- mál en er leið á öldina beittu odd- vitar á Héraði sér fyrir stórauknu samstarfi í fræðslu- og samgöngu- málum. Einnig beittu oddvitar sér fyrir byggingu Héraðsheimilisins Vala- skjálfar er vígt var 1966 og er í eigu allra sveitarfélaga á Héraði. Er það eitt stærsta og glæsileg- asta félagsheimili landsins. Síðan hefur verð reist hótelálma við Vala- skjálf og er þar nú fullkomin að- staða ti! móttöku ferðamanna og ráðstefnuhalds. Morgunblaðið/Björn Sveinsson Oddvitar á Héraði og Borgarfirði eystra ásamt forseta bæjarstjórnar á Egilsstöðum. Myndin er tekin áður en nýjar sveitarstjórnir tóku við eftir kosningar í vor. sameiningu þessara sveitarfélaga í nánustu framtíð enda að mörgu leyti erfitt nema samfara breytingu á sýsluskipan en þessi sveitarfélög eru hlutar af tveimur sýslufélög- um, Norður- og Suður-Múlasýsl- um. - Björn Er þessi rekstur í Valskjálf ásamt rekstri heilsugæslustöðvar og dvalarheimilis aldraðra allur undir umsjón og á ábyrgð oddvita Fljótsdalshéraðs. og skemmtir aöeins þessa einu helgi í Reykjavík í sumar. Föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-3. Mímisbar opinn frá kl. 19. Albert og Hörður skemmta. Útsalan byrjar á morgun, fimmtudag Lokað í dag <JÓUntU Útsalcm hefst 7 9/7. og lýkur 28/7. Opiö frá kl. 9-18, laugardag frá kl. 7 0- 7 6. verzlun v/IUesveg, Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.