Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 33

Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JULÍ 1990 38 Guð sameinar lýð sinn eftir mörgum ótrúlegum leiðum Til Velvakanda. Þann 24. maí síðastliðinn ritaði ég litla grein í útbreitt kristilegt túnarit, sem gefið er út í Nashville í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Tímarit þetta sem nefnist The Up- per Room og fer út um allan heim er byggt upp á þann skemmtilega máta að lesendur, sem jafnframt eru áskrifendur víðsvegar um jörð- ina, skrifa hugleiðingu sem birt er sem hugleiðing og íhugun einhvem 365 daga ársins. Undanfama daga hef ég svo fengið send í pósti mörg bréf frá fólki víðsvegar utan úr heimi viðvíkjandi greininni. Hvers vegna er ég að skrifa um það til Velvakanda, kannt þú að spytja. Vegna þess að alókunnugt fólk hefur tekið upp á því að skrifa hvert öðru um óravegu til að miðla af kristinni reynslu sinni og starfi, vegna lítillar greinar þann 24. maí. Til að mynda barst mér bréf frá Flórida frá konu sem hefur helgað líf sitt aðstoð við sjúka þó sjálf sé hún í hjólastól. Annað bréf kom frá Oregon-fylki á Vesturströndinni. Kaþólskur bréfritari skrifar mér frá Englandi og segir frá hvemig fjöl- skyldan sigraðist á vandamálum fyrir trúna. Methodistaprestur sendi mér bréf frá Ástralíu um þymum prýddan veg til prestþjónustunnar, sem reyndist honum þungur í skauti, og kona á svipuðum slóðum sagði mér frá miklum kraftaverka- lækningum sem átt hafa sér stað að henni ásjáandi. Jafnfi-amt þeim þökkum sem ég hef fengið fyrir þessa litlu grein höfum við bréfritararnir glaðst yfir því hve Guð sameinar sinn lýð eftir Fullmikið bruðl mörgum ótrúlegum leiðum. Þó óra- leiðir skilji á milli ókunnugs fólks þá sameinar Guð lýð sinn. Jafnvel svo langt í burtu frá hveq'u öðm þá biðjum við til Guðs okkar sem er hinn sami, á íslandi, í Ameríku, Englandi eða Ástralíu. Svo sannarlega sameinar Guð lýð sinn á undraverðan hátt. Lýk ég svo þessu bréfi með því að skila bestu kveðjum frá trúsystkinunum að utan til allra kristinna manna á íslandi. Einar Ingvi Magnússon Læða Eins árs læða fæst gefins. Upp- lýsingar gefur Lísa í síma 623650 og 676781. Þessir hringdu ... þegar ég kom sl. mánudag austan úr Klausturhólum. Ég fór aðeins út úr bílnum á þjóðveginum, fór síðan í Nóatún í Rofabæ og loks í ÁTVR í Höfða. Einhvers staðar á þessari leið hef ég tapað meninu og bið ég þann sem fann það vin- samlega að hringja í síma 35159.“ Kannastu við álfa, tröll Mái og menning undirbýr útgáfu bókar með íslensku vættatali, þar sem gerð verður grein fyrir nafngreindum yfimáttúrulegum verum sem einhverjar sagnir eru til um á íslandi. Leitað hefur verið fanga í öllum helstu þjóðsagnasöfnum og fomsögum. Heimildir um slíkar verur geta þó leynst ótrúlega víða, ekki síst í munnmælum. Því biðjum við þá sem kannast við drauga, v huldufólk, tröll, vemdarvættir eða aðrar yfimáttúrulegar verur, sem ekki er að.iinna í stærri þjóðsagnasöfnum, að skrifa okkur í draugadeildinni. MállMlog menning „Draugadeild“ Laugavegi 18, Reykjavík. Aðalstöðin veitir margar ánægjustundir Til Velvakanda. Mig langar til að þakka Aðalstöð- inni fyrir margar ánægjustundir. Tónlistin er sérlega róleg og góð. Og virðist dagskrárfólk vanda til verks. Ég hef ekki nennt að hlusta á útvarp á kvöldin í mörg ár fyrr en nú síðustu mánuðina og þá hlusta ég á Aðalstöðina. Bestu þakkir fyrir frábæra útvarpsstöð. P.S. Ég skil ekki niðurstöður undanfarinna skoðanakannana. Plestir ef ekki allir sem ég þekki hlusta á Aðalstöðina. Þakklátur hlustandi. Sýnum hvert öðru nærgætni í umferðinni. - KOMUM HEIL HEIM - Karl hringdi: „Ég sá í fréttum sjónvarpsins nú um helgina að tveimur milljón- um króna hefði verið eytt þegar homsteinn var lagður að Blöndu- virkjun. Er þetta nú ekki fullmik- ið bruðl? Flugvélar vora Ieigðar undir útvalda veislugesti og kost- aði það litlar níuhundraðþúsund krónur og maturinn rúmlega eina milljón króna. Var ekki hægt að hafa aðeins minna tilstand, alla vega eitthvað sem kostaði minna?“ Tapaði gullhálsmeni Áslaug hringdi: „Ég tapaði dýrmætu gullháls- meni með perlu og gráum steini Blágrænt hjól Nýlegt blágrænt Winter bama- tvíhjól tapaðist frá Bólstaðarhlíð. Finnandi hringi í Hrafnhildi í síma 609367 eða 16411. Kettlingur Nokkurra vikna svartur kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 72961 eftir kl. 17.00. Týndi kíki Ungur piltur týndi kíki fimmtu- daginn 12. júlí. Kíkirinn sem er af Tasco-gerð týndist á leiðinni úr Galtalækjarskógi að Hellu, far- ið var um Heklubraut. Finnandi hringi í síma 681990. 7 Þakka öllum þeim, sem sýndti mér hlýhug á áttrœöisafmœli minu. Krístin Laufey Ingólfsdóttir. Öllum systkinum okkar, frcendfólki og vinum þökkum við innilega allar heimsóknir, gjafir og skeyti á 75 og 80 ára afmœlum okkar. GuÖ blessi ykkur öll. Lilja og Ólafur, BræÖraborgarstig 13. PEY5UDEILÐIN er flutt á Laugaveg 84, sími 10756. tc- HLJÓMSVHTA MJÓMSVHTAKEPPN R0KKLHGANNA verður haldin á BARNA- 06 FJÖLSKYUMIHÁTÍMMI í HÚSAFBISSKÓGI LAUGARDAGMN 4. ÁGÚST 1990. KH>PHiMR þurfa að vera YNGM Bll 16 ÁRA (fædd 1974 eða síðar). Öll hljómtæki verða á staðnum en keppendur þurfa að hafa með sér eigin handhljóðfæri (s.s. gítar, bassa o.s.frv.). Hver hljómsveit má spila i 10 mínútur. DÓMNHW sem skipuð verður starfandi hljóðfæraleikur- um og fagmönnum á sviði tónmennta mun velja sigurvegarana. VHtDLAUNN: Sú hljómsveit sem sigrar mun leika eitt lag á hljómplötu ROKKLHGANNA sem kemur út fyrir jólin 1990, auk þess að fá afhentan veglegan verðlaunabikar. ÞÁTTTAKA tilkynnist fyrir 20. júlí í síma 81-689440.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.