Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990 KA (1) Sveinbjorn Hákonarson Stjörnunni (3) Guðmundur Steinssun Fram (2) Hlynur stefánsson IBV (3) Tömas Ingi Jómasson IBV (1) LIÐ10. UMFERÐAR ■■3 Það verður ekki annað sagt en að miklu sóknarliði sé stillt upp að þessu sinni, enda 21 mark skorað í leikjunum fimm, sem er það mesta í einni umferð í sumar. Enda beitum við nýrri leikaðferð að þessu sinni; 2-4-4! Með allir virðingu fyrir Jóni Braga og Sævari yrði ef til vill lítið um varnir, en þá væntanlega meiri líkur að á að þessu Morgunblaðsliði tækist að skora talsvert ef það fengi að spreyta sig á vellinum... ■5» Ekki eyða sumarfríinu á salerninu, taktu Symbioplex með í fríið! Með breyttum matarvenjum sem oft fylgja ferðalögum getur meltingin farið illilega úr skorðum. SYMBIOPLEX sem er blanda frost- þurrkaðra meltingargerla, byggir upp heil- brigða þarmaflóru og stuðlar að bættri melt- ingu. Virkar og er fyrirbyggjandi gegn harð- lífi, uppþembu, andremmu og niðurgangi. — góður ferðafélagi Fæst í apótekum og í verslun okkar. SKEIFAN 19 • SlMI: 681717 Guðmundur Haraldsson milliríkjadómari: „Búinn að skila mínu“ Hættir að dæma um næstu áramót eftir 30 ára starf Guðmundur Haraldsson hefur margoft verið verð- launaður fyrir frammistöðuna. Hér er hann með bikar sem hann fékk frá Morgunblaðinu fyrir að vera kjörinn besti dómari 1. deildar. GUÐMUNDUR Haraldsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, tilkynnti Knattspyrnudómara- sambandi íslands og dómaranefnd Knatt- spyrnusambandi íslands í gær að hann hefði ákveðið að hætta að dæma að loknu yfirstand- andi tímabili. Guðmundur hefur dæmt í 30 ár, á lengsta feril að baki í Evrópu sem milliríkjadómari og aðeins einn annar í heimin- um hefur starfað eins lengi sem slíkur. Guðmundur sagði við Morgunblaðið að hann hefði gælt við þessa ákvörðun undanfarin tvö ár. „Ég byrjaði ungur að dæma og hef hreinlega fengið mig fullsaddan eftir 30 ára starf enda tel ég mig vera búinn að skila mínu.“ Hann tók dómarapróf árið 1961 og dæmdi í fyrsta sinn í meistaraflokki árið 1963. „Baldur Þórðarson kom mér af stað og fékk mig til að dæma_ úrslita- leik Fram og Vals í Reykjavíkurmótinu. Ég fékk góða dóma, sem gáfu mér mikið og efldu og ég hef haft góðan meðbyr síðan,“ sagði Guðmundur. Það er ekki ofsögum sagt, því Guðmundur hefur almennt verið talinn besti dómari landsins undan- farna áratugi og margoft verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna. Hann varð milliríkjadómari aðeins 24 ára gamall og hefur enginn leikið það eftir, en fyrsti milliríkjaleikurinn var viðureign Manchester City og Linfield í Evrópukeppni bikarhafa 1969. Dómarastörfin innanlands eru tæplega 1.000, en milliríkjaleikirnir um 70 til 80 alls. Sé öðrum skilyrðum fullnægt geta menn starfað sem milliríkjadómarar þar til þeir verða 50 ára og hefði Guðmundur því getað sinnt milliríkjastörfum í ijögur ár til viðbótar. Af því verður ekki — ljóst er að hann dæmir knattspyrnuleik í síðasta sinn í haust. foám FOLK ■ THOMAS Brolin, hinn ungi sóknarmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu, vakti mikla eftirtekt fyrir góða frammistöðu á nýafstað- ínni heimsmeistarakeppni á Italíu. Hann hefur nú gert samning við ítalska félagið Parma. ■ BROLIN er ekki eini erlendi leikmaðurinn sem Parma hefur keypt því þangað er einnig kominn Taffarell, markvörður Brasilíu- manna, sem einnig stóð sig mjög vel á HM. ■ GRÍSKA félagið Olympiakos Piraeus hefur keypt sovéska landsliðsframheijann Oleg Prot- assov frá Dynamo Kiev. Félagið lét reyndar ekki þar við sitja heldur keypti þrjá sovéska leikmenn í ein- um pakka! Til Piraeus fara einnig landsliðsmaðurinn Igor Dobrovol- sky, sem er miðvallarleikmaður, frá Dynamo Moskvu, og framheijinn Júrí Savícev frá Torpedo Moskvu. ■ LAJOS Detari, hinn frábæri ungverski framherji, sem verið hefur hjá OlympiakdS undanfarin ár, er hins vegar farinn til ítalska 1. deildarliðsins Bologna. ■ REAL Madrid hefur keypt júgóslavneska varnarmanninn Predrag Spasic frá Partizan Belgrad. Hann lék mjög vel í HM; var með í öllum leikjum Júgóslava. ■ OSCAR Ruggeri, varnarmað- urinn argentínski, sem verið hefur hjá Real Madrid undanfarin ár, þarf því líklega að fara að leita sér að öðru félagi. Þrír útlendingar mega vera í hverju spönsku liði í hverjum leik; félagið er nýbúið að fjárfesta í rúmenska snillingnum Gheorge Hagi og fyrir er marka- maskínan Hugo Sanchez frá Mex- íkó, sem ólíkegt er að félagið sé tilbúið að láta fara. ■ DANSKI knattspyrnumaðurinn Flemming Povlsen er kóminn til Borussia Dortmund. Þessi snjalli framheiji var síðasta vetur með hollenska liðinu PSV Eindhoven, en þar áður hjá 1. FC Köln í V- Þýskalandi. ■ SOVÉSKI landsliðsmaðurinn snjalli Alexandr Míkhaílítsjenkó er farinn frá Dynamo Kíev til ítalska félagsins Sampdoria. Þessi frábæri miðvallarleikmaður var ekki með á HM vegna meiðsla og saknaði sovéska landsliðið hans greinilega. ■ TONY Coton, markvörður Watford, hefur verið seldur til Manchester City fyrir eina milljón sterlingspunda. Hann er fjórði markvörðurinn á Englandi sem seldur er fyrir svo háa upphæð síðasta árið. ■ CHELSEA hefur gert stærsta auglýsingasamning sem um getur í sögu ensku knattspyrnunnar. Fé- lagið samdi áfram við tölvufyrir- tækið Commodore, nú til fimm ára og er samningurinn 2 milljóna punda virði. ■ CHELSEA keypti leikmenn fyrir 2,7 milljónir punda á dögun- um; Andy Townsend frá Norwich og Dennis Wise frá Wimbledon. „Chelsea verður lið tíunda áratug- arins,“ var haft eftir Townsend í einu ensku blaðanna í síðustu viku. ■ NORWICH notaði hluta af pen- ingunum sem félagið fékk fyrir Townsend og Andy Linigan, sem fór til Arsenal, og keypti 21 árs varnarmann frá Chester. Sá heitir Colin Woodthorpe og hefur spilað 150 leiki fyrir 3. deildarliðið. ■ WIMBLEDON bauð eina millj- ón punda í framherjann kröftuga Mickey Quinn hjá Newcastle í síðustu viku. Boðinu var hafnað en Lundúnaliðið hækkaði það þá í 1,2 milljónir. ■ KENYA verður með sterkt fijálsíþróttalið á Priðarleikunum í Seattle, en í níu manna hópi eru fjórir fyrrverandi Olympíumeistar- ar. Þessar stjörnur eru Paul Ereng (800 m), Peter Rono (1.500), Jul- ius Kariuki (3.000 hindrunar- hlaup) og John Ngugi (5.000). Þá er í liðinu einn silfurverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum og heimsmethafi í 3.000 metra hindr- unarhlaupi, Peter Koech. ÚRSUT Úrslit í tveimur greinum á Landsmóti UMFÍ um helgina vantaði í blaðið í gær. Um leið og beðist er velvirðingar á því birt- ast þau hér að neðan: Starfshlaup 1. Kristján Þorsteinsson, UMSE....5.30 2. Ármann Ketilsson, UMSE.........5.40 3. Sveinn Valdemarsson, UMFK......5.59 4. GuðmundurHallgrímsson, UÍA.....6,04 5. Kristján Sigurðsson, UMSE......6.07 6. Ingólfur Kjartansson, UMFD.....6.10 7. Pétur Bjarnason, UMSS..........6.20 8. GuðmundurMagnússon, UlA........6.22 9. Finnbogi Harðarsson, UDN.......6.28 10. Guðmundur Ingvarsson, HSK.....6.35 11. Garðar Sigurðsson, UGS........6.36 12. Sigurður Jónsson, HSK.........6.37 13. Gunnar Valdemarsson, UMFK.....6.39 14. Jón Fr. Benónýsson, HSÞ.......6,40 15. GunnarGuðmundsson, UMFN.......6.46 16. -17.Snorri Steinsson, UMSS....6.48 16.-17.Kristján Yngvason, HSÞ......6.48 18. Steindór Gunnarsson, HSS......6.52 19. Ásgeir Gunnar Jónsson, HSH....6.54 20. Böðvar Bjarnason, UMSK........6.55 21. Arnór Erlingsson, HSÞ.........7.00 22. Gauti Gunnarsson, HSK.........7.01 23. Geir Þorsteinsson, USÚ........7.03 24. Jóhannes Ottósson, UFA........7.06 25. Pálmar Hreinsson, USÚ.........7.07 26. Lúðvík Björgvinsson, UMSK.....7.10 27. Einar P. Guðmundsson, UFA.....7.19 28. EinarPétursson, HSB...........7.20 29. Jón Ólafsson, HSS.............7.34 30. Kristinn Sigurðsson, USVH.....7.36 31. Margrét Ingibergsdóttir, UMSB.7.42 32. Kristján Auðunsson, HSB.......7.46 33. Halldór Daðason, HSB..........7.47 34. Sigurður Magnússon, UFA.......7.51 35. Eiín Blöndal, UMSB............7.52 36. Skúli Sigurðsson, USVH........7.57 37. Eiríkur Ragnarsson, UGS.......8.08 Boccia 1. sæti.......................A sveit ÍFR 2. sæti.....................AsveitGnýs 3. sæti...................A sveitGáska 4. sæti..................A sveit Hlyns 5. sæti..................B sveit Hlyns 6. sæti..................B sveit Gáska GOLF EfnherjaraðJaðri Hín árlega Einhetjakeppni í golfi fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri mánudaginn 30. júlí næstkomandi. Þeir íslensku kylfingar sem hafa unnið það afrek að fara „holu í höggi" og eru meðlimir í Einhetjaklúbb ís- lands, munu hittast fyrir norðan og reyna með sér. Einheijakeppnin er jafnan haldin I tengslum við Landsmótið í golfi, sem að þessu sinni fer fram að Jaðri dagana 26. til 4. ágúst. Golfklúbbur Akureyrar sér um að skrá þátttakendur í Einheijakeppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.