Morgunblaðið - 18.07.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990
35
FRJALSÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / AGANEFND
FATLAÐIR
KSÍ sendir Fram
harðorðar ávflur
Dómari fær stranga aðvörun vegna frágangs á leikskýrslu
Á stjórnarfundi KSÍ í gær-
kvöldi var samþykkt að senda
Fram harðorðar ávítur vegna
framkomu leikmanna og forr-
áðamanna félagsins eftir leik
Vals og Fram í bikarkeppn-
inni, sem Fram tapaði í víta-
spyrnukeppni á dögunum.
Einnig var ákveðið að verta
dómara leiksins stranga að-
vörun.
Eftir umræddan leik áttu m.a.
snarpar orðahnippingar sér
stað og vönduðu Framarar dóni-
ara leiksins, Braga Bergmann,
ekki kveðjurnar. Hann sendi aga-
nefnd KSÍ skýrslu um málið, þar
sem sérstaklega var gi'eint frá
þætti Péturs Ormslev, fyrirliða
bikanneistaranna, en gat hans
ekki á leikskýrslu. Því úrskurðaði
aganefnd ekki í málinu, en vísaði
því til stjórnar. Stjórnin ákvað
einnig að fela dómaranefnd að
veita Braga stranga aðvörun
vegna frágangs á skýrslu sinni
eftir leikinn.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ. sagði við Morgunblaðið að
stjói-nin hefði miklar áhyggjur
vegna taugatitrings á leikjum og
nefndi sérstaklega foráðamenn
líðanna, leikmenn og stuðnings-
menn í því sambandi. Viðbrögð
margra við tapi væru ógnvænleg
og væri Ijóst að við svo búið
mætti ekki lengur standa.
Fjórir úr 1. deild í leikbann
Hangir heimsmet Jans
Zelezny á bláþræði?
fatím
FOLK
Olafur Eiriksson
Ólafur
hreppti
annað
gull í gær
Olafur Eiríksson gerði sér lítið
fyrir og sigraði í 800 m skrið-
sundi á Heimsleikum fatlaðra í
Hollandi í gær. Olafur synti á
9:41,98 mín., en átti best 10:21,2
áður.
Ólafur, sem sigraði einnig í 400
m skriðsundi, keppir í L5 flokki
'hreyfihamlaðra. 13 tóku þátt í
flokknum og var keppnin geysilega
jöfn og spennandi allan tímann.
Norðmaður hafnaði í 2. sæti á
9:42,34.
Á mánudag keppti Haukur
Gunnarsson í 400 m hlaupi og vaarð
í 2. sæti á 62,3 sekúndum. Þá varð
Rut Sverrisdóttir í fjórða sæti í 100
m skriðsundi, Halldór Guðbergsson
í 7. sæti í 100 m skriðsundi og
Sigrún Pétursdóttir í 8. sæti í 100
m baksundi. Tímarnir lágu ekki
fyrir og sagði Magnús B. Einars-
son, aðalfararstjóri, að seinagangur ■C'
væri á fleiru. Nefndi í þvi sambandi
símamál — mjög erfitt væri að kom-
ast í síma og enn erfiðara að fá
samband til útlanda.
Keppnin í Assen stendur til 25.
júlí.
Úrslit
1. deild kvenna:
KA-UBK.....—................ 0:5
— Sigrún Óttarsdóttir 2, Kristrún Lilja
Daðadóttir, Rósa Dögg Jónsdóttir, Vanda
Sigurgeirsdóttir
3. deiid:
TBA—Þróttur R.............. 0:2
— Stefán Steinsen, Haukur Magnússon
BÍ—Itaukar................. 0:2
— Brvnjar Jóhannesson, Gauti A. Marinós-
son
Reynir Á.—Þróttur N........ 1:5
Garðar Nielsson — Kristján Svavarsson 2,
Þráinn Haraldsson, Ámi Freysteinsson, Ól-
afur Viggósson
Einherji—ÍK..................4:1
Arnar Gestsson, Gisli Davíðsson, Ólafur **
Arraannsson, Helgi Þórdarson — Hörður
Magnússon
Jan Zelezny fagnar heimsmeti.
Reuter
Aganefndar KSÍ úrskurðaði í gær 15 leikmenn í bann vegna brottvísana í leik,
þar af þijá úr fyrstu deild og einn þjáifara. Kristinn R. Jónsson, Fram, hefur
reyndar þegar tekið út sitt bann. Heimir Guðntundsson ÍA verður í banni á
morgun gegn KR í bikarkejtpninni. Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, fékk
að líta rauða spjaldið gegn IA og stjómar því ekki liði sínu gegn UBK í bikarn-
um á morgun. Þá missir Sigurður Lárusson, Þórsari, af leiknum gegn ÍBV á
mánudag; var rekinn af velli gegn Stjörnunni í vikunni. Tveir voru úrskurðaðir
í bann vegna fjögurra gulra spjalda. Guðmundur V. Sigurðsson, FH, missir
af leiknum við Víking á sunnudag og Keflvíkingurinn Óli Þór Magnússon.
Hann má hins vegar leika á morgun gegn Selfyssingum í bikarkeppninni þar
sem bannið tekur ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudag.
NORSKA blaðið Aftenposten
gefurtil kynna í umfjöllun sinni
um Bislett-leikana í Ósló sl.
laugardagskvöld, að ef til vill
hangi heimsmet Tékkans Jans
Zeiezny í spjótkasti á blá-
þræði. Zelezny endurheimti
heimsmetið með því að kasta
89,66 í sjöttu og síðustu um-
ferð keppninnar.
Zelezny kastaði að sögn Aften-
posten með svokölluðu Ne-
meth-spjóti, sem dregur nafn af
hönnuði og framleiðanda spjótsins,
Ungveijanum Miklos Nemeth, en
hann er fyrrum heimsmethafi og
ólympíumeistari í spjótkasti.
Nemeth-spjótin eru frábrugðin
„venjulegum" spjótum þar sem
skammt aftan við gripið er yfirborð
þess hijúft, rétt eins og smeygt
hefði verið um það grófum sand-
pappír. Á það að auka svifeiginleika
spjótsins.
„En spjótið uppfyllir þær regiur
sem í gildi eru og ég hef því' ekki
ástæðu til annars en að undirrita
umsókn til alþjóðafijálsíþróttasam-
bandsins (IAÁF) um staðfestingu
■ metsins," hefur Aftenpost eftir Sig-
mund Holme, kaststjóra á Bislett-
mótinu. Blaðið bætir við að Holme
hafi ekki verið kunnugt um að sett-
ir hefðu verið ýmsir fyrirvarar um
Nemeth-spjótið í vetur og notkun
þess verði t.a.m. óheimil á Evrópu-
meistaramótinu í næsta mánuði.
Þá bætir blaðið við að betur hefði
verið hægt að standa að mælingu
metkastsins. Geislamælitæki valiar-
ins séu viðurkennd til að mæla
heimsmet, en gripið hefði verið til
málbanda til að ganga úr skugga
um lengd kastsins. Þá hafi stálband
vallarins ekki reynst nógu langt og
því verið gripið til málbands úr
gerfiefnum sem ekki dugi til að
mæla met af þessu tagi.
Loks klykkir Aftenposten út með
því að segja að Zelezny hafi verið
heppinn að einungis sjö hafi keppt
í spjótkastinu á Bislett. Þá hefði
hann nefnilega fallið úr leik eftir
þijár umferðir þar sem þijú fyrstu
köst hans voru ógild. Hann hefði
því aldrei haft tækifæri til risa-
kastsins ef keppendur hefðu verið
tveimur fleiri.
KNATTSPYRNA
KSÍ slapp með
áminningu frá UEFA
Knattspyrnusamband íslands
fékk áminningu frá aga-
nefnd Knattspyrnusambands Evr-
ópu, UEFA, vegna bera manns-
ins, sem hljóp inn á Laugardals-
völl fyrir leik Islands og Albaníu
30. maí s.l. — þegar þjóðsöngur
Albaníu var leikinn.
Sams konar atvik átti sér stað
fyrir leik íslands og Sovétríkjanna
30. ágúst 1988 og þá fékk KSÍ
áminningu frá aganefnd Alþjóða
knattspyrnusambandsins, . FIFA.
Fyrri leikurinn var í forkeppni
Heimsmeistaramótsins en sá
seinni í forkeppni Evrópumótsins.
Komi svona lagað fyrir aftur
eru áminningarnar geymdar en
ekki gleymdar og ef af verður
má gera ráð fyrir harðari refs-
ingu.
Guðmundur í áfrýjunar-
dómstól UEFA
Guðmundur Pétursson, vara-
formaður KSÍ, er lögfræðingur
að mennt og var kjörinn í áfrýjun-
ardómstól UEFA á síðasta árs-
þingi. Hann og samnefndarmenn
hans fá málið samt ekki í sínar
hendur, því Eggert Magnússon,
foiTnaður KSI, sagði að úrskurðin-
um yrði ekki áfrýjað. „Við erum
ánægðir með að þetta varð niður-
staðan. Við verðum hins vegar
að taka þessi mál föstum tökum
og svona lagað má ekki gerast
aft_ur.“
Island leikur þijá leiki í Evrópu-
keppninni í haust. Frakkar koma
og spila á Laugardalsvelli 5. sept-
ember, síðan verður leikið ?
Tékkóslóvakíu 26. september og
á Spáni 10: október.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Pétursson
KNATTSPYRNA
■ EINAR Einnrsson, handknatt-
leiksmaður úr Stjörnunni, hefur
gengið til liðs við austurrískt fé-
lagslið, UHC Vogelpumpen og
leikur með því næsta vetur. Þá er
Gylfi Birjfisson farinn úr Stjörn-
unni til IBV eins og greint hefur
verið frá.
fl ÞRÍR sjóaðir handboltamenn
úr 1. deildinni tilkynntu félaga-
skipti í Stjörnuna áður en frestur-
inn til þess rann út um helgina.
Siggeir Magnússon úr Víkingi,
Guðmundur Albertsson úr ÍBV
og Magnús Teitsson og Magnús
Teitsson, sem lék með Stjörnunni
á árum áður en hefur í Njarðvík
undanfarið.
■ BRESKI ökuþórinn Nigel
Mansell, einn sá kunnasti í Form-
ulu 1 kappakstrinum, tilkynnti um
helgina eftir Silverstone kappakst-
urinn í heimalandi sínu, að hann
hygðist hætta keppni eftir þetta
keppnistímabil. Sagðist vera búinn
að fá nóg og ætla að gefa sér meiri
tíma með ijölskyldunni.
■ ALAIN Prost hinn franski
sigraði á Silverstone að þessu sinni.
Þess má geta að þeir Mansell eru
félagar hjá Ferrari.
H GRAHAM Taylor hefur verið
ráðinn þjálfari enska landsliðsins í
knattspymu. Hann tekur við af
Bobby Robson, sem tekur nú við
stjórn PSV Eindhoven í Hollandi.
Reiknað hafði verið með að Taylor
tæki við liðinu og fengu þær sögu-
sagnir byr undir báða vængi þegar
hann hætti störfum hjá Aston Villa
fyrir nokkrum dögum. Það var hins
vegar ekki fyrr en í fyrradag sem
tilkynnt var formlega að liann yrði
næsti landsiiðsþjálfari.
GOLF
Húsavíkurmófið
Opna Húsavíkurmótið í golfi,
Landsbankamótið, verður haldið
helgina 21. og 22. júlí. Keppni hefst
kl. 8.00 á laugardagsmorgun og
kl. 7.00 á sunnudagsmorgun. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast
fyrir kl. 18.00 á föstudag.