Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JUU
eftir Svein Guájónsson
„Sælgæti, sígarettur, súkkul-
aði og vindlar," hrópuðu
sölustrákarnir á Melavellin-
um forðum, og gárungarnir
bættu þá gjarnan við: „Dóm-
arinn svindlar". Þetta lýsir
vel þvi hugarfari sem löng-
um hefur ríkt í garð dómara
á knattspyrnuleikjum, eink-
um þegar illa hefur gengið-
hjá„okkar mönnurn". Og
þessi leiðindasiáur, aó vera
sífellt að agnúast út í dómar-
ann og kenna honum um
það sem aflaga fer, er ekki
einungis bundinn við áhang-
endur liðanna, heldur hafa
leikmenn og þjálfararfallið
í þá gryfju að brigsla dómur-
um um að halda með hinum,
eins og nýleg dæmi sanna.
En þetta gerist nú bara í hita
leiksins og menn eru yfirleitt
fljótir að jafna sig. Og þótt
knattspyrnudómarar hafi
vissulega orðið fyrir óþæg-
indum hér á landi hafa þeir
blessunarlega sloppið við
líkamsmeióingar, eins og
dæmi eru um frá útlöndum,
svo ekki sé talað um æsing-
inn í Suður-Ameríku, þar sem
dómarar hafa hreinlega
verið skotnir.
Inýafstaðinni heimsmeist-
arakeppni í knattspyrnu
voru dómaramir mjög í
sviðsljósinu og það jafn-
vel svo, að í sumum leikj-
unum skyggðj fram-
ganga þeirra á frammi-
stöðu stóru stjarnanna,
sem máttu sín einskis gegn til-
þrifamiklum flautukonsertum, Op-
us 90 mínútur í A-dúr. Dómurunum
var að vísu vorkunn því þeim höfðu
verið settar strangari reglur, sem
fólust meðal annars í því að nú var
bannað að sparka niður andstæð-
inginn. Reyndar hélt ég að það
hefði alltaf verið bannað, en svona
var þetta nú samt á HM. Þessi
nýju viðhorf tóku mjög á taugar
dómara, enda virtist sem leikmönn-
um hefði ekki verið kynntar þessar
nýju reglur og þeir héldu upptekn-
um hætti með þeim afleiðingum,
að dómararnir þurftu sífellt að vera
að veifa gulum og rauðum spjöld-
um. Við munum hvernig franski
dómarinn, valinkunnur sómamaður,
fór gjörsamlega á taugum í leik
Kamerún og Argentínu enda virtist
enginn leikmanna hafa kynnt sér
nýju reglurnar nema stórstjarnan
Diego Armando Maradona, sem tók
þær svo bókstaflega að hann lét sig
detta í hvert sinn sem einhver blá-
mannanna hljóp framhjá honum.
Og hvílík tilþrif þegar hann flaug
í gegnum loftið, ýmist áfram, aft-
urábak eða út á hlið, allt eftir því
hvar dómarinn var staddur á vellin-
um, Stórstjarnan skreið síðan á
lappir með þjáningarsvip, sem
bandaríska skapgerðarleikkonan
Shelly Winters hefði verið fullsæmd
af. Þetta kunni dómararinn líka vel
að meta og flautaði grimmt.
„Ekkert skuespil hér...“
Og þar sem við erum farin að
tala um leikræna tilburði Maradona
er ekki úr vegi að riíja upp eina
gamansögu, sem sögð hefur verið
um samskipti Magnúsar V. Péturs-
sonar, fyrrum milliríkjadómara, og
hins stórskemmtilega framherja
Hermanns Gunnarssonar, en
Hemmi var á sínum tíma einn snjall-
asti knattspyrnumaður landsins
eins og kunnugt, er. Þetta var í leik
Vals og Akureyringa, sem þá tefldu
fram sameiginlegu liði undir merkj-
um ÍBA. I liði norðanmanna var
hinn trausti miðheiji Jón Stefáns-
son, sem Var þekktur fyrir að gefa
ekkert eftir og stöðva framrás arui-
stæðinganna með góðu eða illu. I
umræddum leik mun hann eitt sinn
sem oftar hafa stöðvað Hemma í
Þaó er ekki alltaf tekió út með sældinni aó dæma knattspyrnuleik og dómarar
fá oft að heyra þaó óþvegió. Hér segir af samskiptum dómara,
leikmanna og áhorfenda í gegnum tíðina.
■