Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 29. JÚJLÍ t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amrria, HELGA S. ÁSMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 31. júlf, kl. 13.30. Vignir Á. Jónsson, Petrína Benediktsdóttir, Kristfn Helga Vignisdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Heiða Björk Vignisdóttir, Gunnar Gunnarsson. t Móðir okkar, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Hraunteigi 18, lést í Hrafnistu 24. júlí. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 1. ágúst kl. 15. Erla Kjartansdóttir, Búi Jóhannsson, Guðrún Kjartansdóttir. t Ástkær sonur minn, sambýlismaður, faðlr okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JÓN H. HRAUNDAL múrari, Álakvfsl 122, Reykjavík, lést á heimili sínu 26. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Oddfríður Magnúsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Fríða B. Jónsdóttir, Jón Karl Helgason, Samúel Jónsson, Þórir Jónsson, systkini og barnabarn. t Útför systur okkar og mágkonu, SVANFRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, fer fram mánudaginn 30. júlí kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Petra Hákansson, Pála Sveinsdóttir, Camilla Sveinsdóttir, Sigurður B. Finnbogason, Björg Sveinsdóttir, Halldór Guðmundsson. Hjónaminning: Jutta D. Guðbergsson, list- málari, Guðbjörn Guðbergs- son, húsasmíðameistari Guðbjörn Fæddur 19. mars 1923 Dáinn 3. júní 1990 Jutte Devulder Fædd 26. júlí 1931 Dáin 19. júlí 1971 Mánudaginn 30. júlí verða tengdaforeldrar mínir kvaddir hinstu kveðju frá Hafnarfjarðar- kirkju, eftir að jarðneskar leifar þeirra hafa verið fluttar heim frá fæðingarlandi tengdamóður minnar, Þýskalandi. Guðbjörn Guðbergsson fæddist í Hafnarfirði 19. mars 1923 og ólst þar upp. Hann nam þar húsasmíða- iðn frá 1942 og öðlaðist meistara- réttindi í þeirri iðn 1951. Starfaði Guðbjörn að iðn sinni alla sína starfsævi, bæði hjá öðrum og einn- ig rak hann eigið verkstæði í Hafn- arfirði um áratuga skeið. Árið 1951 kynntist hann tengda- móður minni, Juttu Devulder Guð- bergsson, sem fæddist í Liibeck 26. júlí 1931 og lést í fæðingarborg sinni 19. júlí 1971. Jutta var af frönskum ættum í föðurætt og dönskum og þýskum í móðurætt. Forfaðir hennar, Albert Devulder barón, flúði frá Frakklandi í borgar- styijöldinni 1783 og settist að í Þýskalandi. Móðir hennar var af dönsku og þýsku bergi brotin og fædd í Hansaborginni Lubeek. Jutta lauk stúdentsprófi í Lúbeck og stundaði síðan nám í málaralist í Stuttgart hjá prófessor A.O.F. May- er. Henni var margt fleira til lista lagt og starfaði hún einnig sem sólódansan við borgarleikhúsið í Lúbeck. Árið 1949 stefndi hugur hennar tii norðursins og flutti hún til íslands sama ár. Tveimur árum síðar kynntist hún Guðbirni Guð- bergssyni, húsasmíðameistara, og stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði. Fæddust þeim þar tvíburadæturnar Edda María og Anne Marie 1954. Guðbjörn reisti ljolskyldu sinni veg- legt hús í Öldutúni 18 í Hafnar- firði, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Lúbeck 1969. Guð- björg þótti góður fagmaður og vald- ist fljótt til verkstjórastarfa í iðn sinni í Þýskalandi. Var hann fyrir vinnuflokkum sem smíðuðu og settu upp vandaðar og góðar innréttingar í þýskumælandi löndum Evrópu. Áður en fjölskyldan flutti til Þýska- lands hafði Jutta starfað að list- grein sinni, málaralistinni, um langt skeið. Hafði hún mikið dálæti á íslensku landslagi og þreyttist aldr- ei á að festa það á striga. Hélt hún átta einkasýningar á verkum sínum og tók einnig þátt í fjölda samsýn- inga á vegum Myndlistafélagsins. Einnig gekkst hún fyrir myndlista- sýningum eftir níu íslenska lista- menn í Lubeck 1967 og í Vestur- Berlín 1968. Voru þar verk eftir marga góða listamenn, eins og Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blönd- al, Jóhannes S. Kjarval, Finn Jóns- son, Helgu Weishappel, Jón Gunn- t Útför HALLDÓRU S. BACKMANN JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Tómasarhaga 42, Reykjavík, fer fram frá litlu kapellunni I Fossvogi, mánudaginn 30. júlí, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Friðgeir Magnússon. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við aldlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, SKÚLA SVEINSSONAR, Flókagötu 67, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Landspítalans. Sigurdís Skúladóttir, Sveinn Skúlason, Erna Valsdóttir, Sigríður Á. Skúladóttir, Ari K. Sæmundssen, Katrin J. Smári, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför LÁRU INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR frá (safirði, Kristján Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Unnur Ágústsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Hallgrímur Árnason, Lárus Þ. Guðmundsson, Sigurveig Georgsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, og fjölskyldur. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Hraunbæ 50, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 31. júlí ki. 15.00. Axel Eiríksson, Eiríkur Þ. Axelsson, Guðbrandur R. Axelsson, Andrelin V. Mangubat. t Eiginaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Teigagerði 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakrikju þriðjudaginn 31. júlí kl. 15. Margrét Einarsdóttir, Sigríður G. B. Einarsdóttir, Hörður Jóhannsson, Magnús Einarsson, Gyða Siggeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEIIMAR GRANÍT- MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. arsson, Juttu D. Guðbergsson,_ Pét- ur Fr. Sigurðsson, Sigurð Kr. Árna- son og Svein Björnsson. Þessar sýningar voru í boði borgarstjóra Ltibeck ,og Vestur-Berlínar. Þóttu þær takast vel og fórst henni vel úr hendi að annast þær. Árið 1971 urðu mikil kaflaskil í sögu fjölskyldunnar. Jutta hafði þá um nokkurra ára skeið búið við þann sjúkdóm, sem að lokum dró hana yfir móðuna miklu. Hún lést í Ltibeck 7 dögum fyrir sinn fertug- asta afmælisdag. Má segja að Guð- björn hafi tregað hana mikið allt til að hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Norderstedt, Ham- borg, hinn 3. júní síðastliðinn. Eins og áður sagði fluttist fjöl- skyldan til Lúbeck 1969. Ári seinna hófu tvíburadæturnar nám í versl- unarskóla í Lúbeck, eftir landspróf frá Skógarskóla. Lauk Edda, eigin- kona mín, námi frá Höhere Hande- leschule 1971 og Kaufmánnische Berufsschule 1974 og fluttist sama ár til íslands. Anne Marie flutti til Messína á Sikiley skömmu seinna ásamt eiginmanni sínum, Emanuele Ganci og eiga þau nú 7 börn. Reka þau þar járnsmíðaverkstæði en hafa auk þess fest kaup á landi í fjöllun- um fyrir ofan Messína, þar sem á að reisa framtíðarheimili þeirra. Hafa þau nú þegar byrjað þar rækt- un ýmissa ávaxta. Hinn 3. júní barst okkur andlátsfregn Guð- björns. Hafði hann dvalist hér hjá okkur um mánaðarskeið skömmu áður, vegna jarðarfarar systur sinnar, Guðnýjar Guðbergsdóttur, sem gift var Óla B. Jónssyni, íþróttakennara og knattspyrnu- manni. Ennfremur kom hann til að vera viðstaddur fermingu sonar okkar. Hann hafði mikinn áhuga fyrir barnabörnum sínum og kaus að búa mitt á milli þeirra, en þau eru nú 11 og bráðum 12. Jutta hefur því ekki farið erindisleysu til landsins í norðri, þó hún lifði ekki að sjá sín barnabörn. Þau systkinin Guðbjörn og Guðný voru börn hjónanna Guðbergs Jó- hannssonar, sjómanns úr Hafnar- fírði, ættaður úr Ölfusi, og Maríu Guðnadóttur, sem ættuð var úr sömu sveit. Byggðu þau hjónin Guðbjörn og Jutta sér sumarbústað Blómostofa Friðfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.