Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI C 17 vísi en áður. Ellen og Flokkur mannsins hennar tóku verkin allt öðrum tökum en fyrr; umgjörðin öll lausari og fengu einleikararnir meira svigrúm til að spinna hug- myndir sínar. Ellen söng m.a. Bill- ie’s blús og Ellenar blús og undir lokin sauð og vall á sviði og í sal. Þannig á að upphefja djasshátíð! Annar dagur og nótt Laugardagskvöldið var helgað utanbæjarsveitum og hófu Jazz- þingeyingar leikinn. Haraldur Jó- hannesson á barrýtónsaxafón, Sig- urður Friðþjófsson á píanó, Leifur V. Baldursson á rafbassa og Bragi Ingólfsson á trommur. Þeir koma frá Húsavík og hafa leikið saman í nokkrar vikur, voru eiginlega komnir í frí þegar Árni ísleifs hringdi í þá og bauð þeim á há- tíðina, „en slíku boði er ekki hægt að neita,“ sagði Haraldur barrýtón- saxafónleikari, sem er mjólkurfræð- ingur á Húsavík. „Ég spilaði fyrst opinberlega á sautján ára afmælis- daginn minn,“ segir hann svo, „en þennan Chon fékk ég í Bretlandi fyrir tveimur árum. Hann var fram- leiddur 1932 og ég held að hann sé betri en ég. Annars er djasslíf á Húsavík flörugt. Þar er léttsveit og djassklúbburinn Jazzþing og fáum við alltaf gesti að sunnan við og við, m.a. hafa Jón Páll, Guðmundur Ingólfsson og Tómas R. Einarsson leikið hjá okkur.“ Rafbassistinn er tónlistarkennari á Húsavík og kennir á klassískan gítar. „Mér finnst djassinn yndislegt músíkform," segir Leifur, „og fer vel við klassíkina. Djassinn er svo frjáls og þar getur maður sprungið út. Ég plokka rafbassann eins og gítarinn minn og hef flotið á því að geta notað sömu tækni.“ Jazzþingeyingar báru það með sér að vera áhugamannasveit en mikið ósköp léku þeir New Orleans ópusinn hans Charamichels vel. Djasssmiðja Austurlands er ein kraftmesta djassgrúppa utan Reykjavíkursvæðisins. Árni ísleifs er þar prímusmótor og sveitin lék tvisvar á Djassdögum ríkisútvarps- ins. Menn kom víða að. Árni frá Egilsstöðum, Jón Guðmundsson flautuleikari og Guðjón S. Þorláks- son bassisti frá Hallormsstað, Charles Ross gítarleikari frá Reyð- arfirði og hinn gítarleikari sveitar- innar, Ármann Einarsson frá Hornafirði, Þorsteinn Eiríksson trommari úr Reykjavík en Ragn- hildur Rós söngkona úr Fellabæ handan Lagarfljóts. „Þegar Árni kallar þá hlýðir maður kallinu," segir Ármann gítarleikari. „Ég var í tónlistarskóla hjá Árna og spilaði á klarinett í dixíbandinu hans, síðan fór ég að kaupa plötur og hlustaði mikið á Dexter Gordon og fékk delluna." Hinn gítaristinn í bandinu er frá Prestwick. „Ég er Skoti og stoltur af því. Áður en ég kom til íslands hlustaði ég á djass en ég fór ekki að spila djass fyrr en í apríl sl.“ Charles Ross hefur búið hérlendis í fjögur ár og kennir við tónlistarskólana á Reyðarfirði og Eskifirði. Þegar djasstónleikunum var lokið var slegið upp balli til styrktar djasshátíðinni og léku þar Hitaveit- an, Ökklabandið og Bláa blúsbandið og fylltist nú salurinn og margir allaballar þar og fóru gömlu fylk- ingarkempurnar á kostum á dans- gólfinu. Birna Þórðardóttir sló fót- um um háls manna og Ragnar Stef- ánsson dansaði af slíkum krafti að húsið skalf. Lokadagur Friðrik Theódórsson hafði komið í pakkaferð á djasshátíð með bassa- trompetinn í farangrinum og slóst í Djasssmiðjuhópinn þar sem leikið var undir berum himni við útimark- aðinn á sunnudegi. Um kvöldið voru svo lokatónleikar í Valaskjálfi og lék þar kvintett Árna Schevings. Hljómsveitarstjórinn á _ víbrafón, Carl Möller á píanó og Árni Valur Scheving á trommur eins og í Borg- arbandinu. Svo blés Þorleifur Gísla- son á altó og tenórsaxafón og á rafbassann Birgir Bragason. Gam- an að heyra í honum því hans var sárt saknað á djassdögunum í höf- uðborginni í maí. „Hljómsveit á heimsmæli- kvarða,“ sagði Höskuldur Egilsson og hlustaði með öllum líkamanum. Guðgeir Björnsson, blúsari á Egilsstöðum, kom þá á sviðið með gítarinn sinn og flutti nokkra blúsa. „Ég er óskaplegur Héraðsmaður og vinn í Mjólkursamlaginu á Egils- stöðum," segir blúsarinn og bætir svo við: „Ég kynntist blúsnum í gegnum Jimi Hendrix og B.B. King og fór svo að hlusta á Jimmy Reed og John Lee Hooker. Ég vil helst spila einn og sem þá stundum text- ana.“ Djasshátíðinni lauk á miklum djammsessjóni þar sem menn úr flestum fjórðungum djömmuðu og lauk þar góðri djassveislu. Þá er bara að vona að Árni haldi áfram að vinna djassinum fylgi í Austfirðingaljórðungi og haldi djasshátíð með enn meiri glæsibrag að ári! Metsölublaðá hverjum degi! Paraöhurt eetur komið í veg fyrir meltingartruilanir i ininu. Einkaumboð á íslandi: Pharmaco HÖRGATÚNI 2. GARÐABÆ SÍMI 44811 Einn munnbiti getur hæglega eyðilagt gott sumar- frí. Oft þarf ekki meira til að koma af stað meltingartruflunum og niðurgangi. Paraghurt hjálpar meltingarfærunum að venjast framandi gerlum og getur þannig komið í veg fyrir niðurgang. 2 töflur þrisvar á dag er nóg til að halda maganum í jafnvægi. Paraghurt fæst í lausasölu í apótekum. Taktu Paraghurt með í fríið. Góða meltingu - Góða ferð! ER1.ÁGÚST INNI í MYNDINNI HJÁÞÉR? Gjalddagi húsnœðislána er 1. ágúst. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með iánskjaravísitölu. 1. september leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar - 1. maí - 7. ágúst - 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 •t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.