Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ » > SKÓÚISALA #QOÖ Skóverslun Þórðar, Laugavegi 41, Kirkjustræti 8, sími 13570. sími 14181. HÝTT 81MANÚMER PRENTMYNDAGERÐAR: m3» égnn Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði ^Bjarnabúð, Táiknafirði • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri Einar Guðfinnsson, Bolungarvík • Straumur, ísafirði • Noröurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík • Kf. Húnvetninga, Blönduósi COJT (D a> '<CQ «0 W <D P £ « Cö O >»co 0) . DC o • -Q O) 00 Ov< C0 • -OÖ CÖ ,E TD o c p a: c O (/) 0) > E .00 'CZ O) Œl c iE o*§ íSo 0=0 13 C O X ® X *o O) £ o c • X . tf‘w • 03 > < 03 . __ C >s<g w c _ 'O 03 0-9- E O) o.E c S2 05 ís jCD -Z 3 ísr • asp X s -■o teo 03 S5 o) ts o 03 • cr jé . Sáí >J £1 AE.Ga0o • Kæliskápur, 136 lítra kælir og 8 lítra frystir. Hæð 85 cm, breidd 50 cm, dýpt 60 cm. Verð kr. 22.950.-* • Ofn með hellum. Hæð 32 cm, breidd 58 cm, dýpt 34 cm. Verð kr. 17.812.-* Þilofnar, 5 stærðir. Verð frá kr. 5.633.-* FYRIRTAKS TÆKII SUMARBUSTAÐINN ! Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki í sumarbústaðinn, á sérstöku sumarverði. *Verð miðast við staðgreiðslu, með VSK. Öll tækin eru gerð fyrir 220 volta spennu. Bræðurnir Ormsson hf. Umboðsmenn Reykjavík og nágrenni: BVKO, Kópavogi • BYKO, Hafnarfirði • Byggt og búið, Reykjavík BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9. Sími 38820 S.3 o» • Z3 ~ ro 0-5) P o? 5f 23 3 . m S'i O O) O) tn *~*5 l-» CD O: = O* £3 ro • I o =3 -o 8 3. £cg 3» * < S-8 <D 3 ;< bj C' = 3 a BAKÞANKAR Fjör í Frans á fjórtándan- um Borgin Avignion í Frakklandi er fögur litil borg og á frægð sína í dag að mestu það að þakka að hafa verið aðsetur páfadóms í meira en 100 ár og skartar frá þeim tíma geysilegum páfahöllum. Borg- in er umlukin gömlum borgarm- úrum og nú eins og forðum voru yfirvöld búin að setja upp farar- tálma til þess að eftir Helgu meina aðkomu- Thorberg fólki inngöngu. Ástæðan nú var sú að hátíðarhöld heimamanna voru að bresta á enda þjóðhátiðardagur Frakka runninn úpp. Á endanum gafst ég upp á að reyna að komast eftir krókaleiðum akandi í nánd við aðalgötuna, „Götu lýðræðisins", og afferma fólk og farangur á hótelið. Stefnan var tekin á nærliggjandi bílageymslu- hús til þess að losna við bílinn og missa ekki herbergið fyrir að mæta ekki á tilsettum tíma. Við vorum sest við götukaffihús- ið með plastpokana á leið til að sækja farangurinn fótgangandi i áföngum þegar þjóðarstolt Frakka kom þrammandi eftir götunni, hin árvissa hersýning. Fyrstir komu hópar fótgönguliða með byssu- stingina kórrétta upp í heiðan og bjartan himininn. Fólkið byrjaði að klappa þeim til heiðurs. Næst kom hljómsveitin og í stað vopna báru meðlimir hennar hljóðfæri. Þá komu vörubílar með fullan farm af föngulegustu ungu sonum Frakklands, allir með hriðskota- byssu í fanginu. Þessar svörtu byssur virtust vera ímynd her- mennskunnar því þeir sem sátu undir stýri fengu lika að skarta þeim. Þá komu enn stórskornari tæki eins og skriðdrekar, beltis- vagnar og einhver stærðar skrímsli í gröfulíki, öll skreytt byssuvædd- um ungum sveinum. Mér hafði tek- ist fram að þessu að halda hrifning- aröldunni í skefjum, sem var að gagntaka ungan son minn, með áhrifamikilli ræðu um hve þetta væri sorgleg sýning. Þeir yrðu ekki glæsilegir þessir ungu menn þegar búið væri að skjóta þá, limlesta þá og pynta. Hve mæður þeirra myndu þá gráta, þeir ættu systur og bræð- ur, sumir þeirra væru feður og hve sorglegt það yrði er litlu börnin þeirra yrðu föðurlaus. Sjálf var ég að tárast af hluttekningu enda tal- aði ég alveg viðstöðulaust yfir höf- inu á drengnum. Auðvitað fannst mér það líka hryggilegt að horfa á fólkið fagna þessum ófögnuði. Það var óþægileg sönnun þess hvar krafa fólks um frið í heiminum var stödd og ekki hvað síst að skynja hve ólíkt þessi mál horfa við her- væddum þjóðum. Síðast í hersyrpunni gekk smá- hópur manna, með orður í barmin- um og einn með lepp fyrir auganu. Þetta hafa sjálfsagt verið eftirlif- andi hetjur úr fyrri styrjöldum. Auðvitað var ég ekki mjög glöð yfir að hafa þurft að ræna son minn þeirri ánægju að taka þátt í þjóðhát- íðarfagnaðinum af lífi og sál, svo mér til mikillar gleði rak lestina sýning franska brunaliðsins. Það léttist líka á mér brúnin, því svei mér þá, mér heyrðist ekki betur en fólkið klappaðl enn meira fyrir slökkviliðsmönnunum en her- mönnunum. Ba bú, ba bú. Nú gat ég kvatt unga manninn til að klappa fyrir þessum hetjum sem björguðu fólki úr brennandi hús- um. Ég lét ekki mitt eftir liggja til að ná upp verulega góðri stemmn- ingu á gangstéttinni og hrópaði og klappaði. Húrra! En leikar fóru samt þannig að það var ég sem var borin ofurliði. Það gerðist þegar kom að stóra rauða stigabílnum. Uppi á stigan- um sátu sex karlmenn klofvega í fimleikafötum í fánalitunum. Sem þeir fóru hjá, sveifluðu þeir sér samtaka í handstöðu með fæturna sundur upp í himin. Við þetta frum- lega brunaliðsatriði með þjóðlegu ívafi gáfu mínar hláturstaugar sig endanlega. Sonur minn leit á mig í forundran og spurði hvort mér fyndist þetta ekki ilott hjá þeim. „Jú, alvega rosalega", gusaðist út úr mér. „En af hveiju eru þá að hlæja?" spurði snáði. Ja . . . ég hef nú eiginlega ekki enn getað svarað því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.