Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ dómari vildi ekkert um þetta mál segja þegar ég sló á þráðinn til hans. Hann kvaðst þó harma að þessi ágæti maður skuli hafa lent í þessu, þar sem hann væri annars þekktur fyrir prúðmannlega og drengilega framkomu jafnt itinan vallar sem utan. Hvað ertu með? Guðmundur var hins vegar reiðu- búinn að rifja upp aðrar sögur í léttari dúr af samskiptum sínum við áhorfendur og leikmenn: „Valur hefur alltaf haft á bak við sig harðsnúið lið stuðnings- manna og sérstaklega voru þeir áberandi fyrir nokkrum árum þegar Pétur Sveinbjarnarson var formað- ur, „stuðaranna“ svokölluðu. Þetta var litskrúðugt lið og eitt sinn var ég að dæma Valsleik á Laugardals- velli, sem þeir töpuðu og kom sér illa fyrir þá því þeir voru í toppbar- áttunni. Stuðaramir létu mig og línuverðina heyra það óþvegið þeg- ar við vorum að fara út af vellinum og var greinilega heitt í hamsi. Þegar við ætluðum svo að yfirgefa völlinn kom einn af vallarstarfs- mönnum á móti okkur og sagði að við gætum ekki farið út um aðal- dyrnar því stuðararnir biðu þar al- veg brjálaðir. Við yrðum að fara út um norðurdyrnar, sagði hann. Ég trúði því nú ekki þótt mennirnir væru reiðir að þeir færu að leggja hendur á okkur, en vallarstarfs- manninum varð ekki hnikað og við urðum að fara út um norðurdyrnar og klifra yfir grindverk til að kom- ast að bílunum. Þegar þangað kom, eftir talsverða fyrirhöfn, sá ég að það var ekki kjaftur við aðaldyrn- ar, þannig að þetta smygl á okkur og pukur hafði þá verið til einskis, því stuðararnir höfðu gefist upp á biðinni. Annars hef ég verið tiltölulega heppinn í gegnum árin hvað þetta varðar og blessunarlega sloppið að mestu við aðsúg frá áhorfendum. Þó gerðist það einu sinni, þegar ég var línuvörður norður á Akureyri, að ég tók mark af aðkomuliðinu vegna rangstöðu. Skömmu síðar kemur séniverspottur fljúgandi yfir öxlina á mér, með smálögg í, og nokkrum sekúndum seinna kemur kókflaska svífandi sömu leið. Mér brá auðvitað í fyrstu og skrifaði þessa sendingu á stuðningsmenn aðkomuliðsins, en eftir á að hyggja datt mér í hug hvort heimamenn hefðu ef til vill verið að verðlauna mig fyrir rangstöðudóminn, með því að gefa mér séniver í kók. Þótt atvikið sé broslegt svona eftir á, var þetta auðvitað grafal- varlegt mál og það var hótað að slíta leiknum ef þetta kæmi fyrir aftur. En það vill stundum brenna við að menn séu að staupa sig á vellinum og af því geta hlotist vand- ræði. Ég man þó eftir öðru spaugi- legu atviki sem tengist brennivíni en ég var þá að dæma leik á velli FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA 615656 NAMSMANNAFARGJOLD ÓDÝR KOSTUR Fyrir alla sem eru 25 ára og yngri og námsmenn 31 árs og yngri. Miklir möguleikar — ódýr fargjöld. INTERRAILKORT - AGUSTTILBOÐ 30 daga lestarkort um Evrópu. Fyrjr yngri en 26 ára: 17.790- kr. Fyríreldri en 26 ára: 26.680.- kr. Innifalið: Interrailkort, bæklingur um ódýra gististaði, landakort með lestaráætlunum og peningabelti. ÆVINTYRAFERÐIR OG HEIMSREISUR Ævintýraferðir um Asíu, Afríku og S.-Ameríku með Encounter Ovsrland. 95 skipulagðar hópferðir í sérbyggðum trukkum. Heimsreisurnar okkar eru ódýrar og þekktar fyrir sveigjanleika og langan gildistíma. Ogleymanleg ævintýri - Ometanleg reynsla FERÐASKRIFSTOFA STLIDENTA v/Hringbraut s: 615656. þar sem áhorfendur voru alveg ofan í hliðarlínunni. Þar var einn góð- glaður, sem var alltaf að kalla til mín um að fara nú að hætta þessu og koma heldur til sín og fá mér í glas. Hann virtist fá mikið út úr þessu og eitt sinn þegar ég var al- veg við hliðarlínuna kallaði hann: „Komdu bara að djúsa og vertu ekki að hlaupa svona eins og vit- leysingur," og þar sem ég var orð- inn dálítið þreyttur á þessu kallaði ég til hans á móti: „Hvað ertu með?“ og hann svaraði að bragði: „Ég er með brennsa". - „Blessaður vertu, ég kem ekki upp á svoleiðis glundur,“ svaraði ég, og þar með snarþagnaði vinurinn og heyrðist hvorki hósti né stuna frá honum eftir það.“ En öllu gamni fylgir alvara og Guðmundur kvaðst harma að svo virtist sem það hefði færst í vöxt upp á síðkastið að veitast að dómur- um, einkum á völlum þar sem þeir eru nánast óvarðir á leið til og frá búningsherbergjum og ef svo héldi áfram þyrfti að setja strangari regl- ur hvað varðaði öryggi þeirra. Hann vildi ekki tjá sig um mál sem ný- lega hafa komi upp, eins og til dæmis á einum félagsvellinum í Reykjavík ekki alls fyrir löngu, þar sem hrækt var á dómara eftir tap heimamanna. Og við þetta má svo bæta áð það eru ekki bara áhorf- endur, sem hafa orðið sér og félög- um sínum til skammar í þessum efnum. Leikmenn sjálfir virðast einnig hafa fært sig upp á skaftið með dólgshætti í garð dómara, eins og annað dæmi frá sama félags- velli sýnir, þar sem aðkomumenn áttu í hlut. Er mál að linni og skulu það vera lokaorð þessa pist- ils. Við vitum hvort sem er að það dugar ekki að deila við dómarann. .... Maggi Pé. í hita einhvers leiksins hér í eina tíð, Daglegt tengiflug til Parísar /M/JMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.