Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 18
18 C____________________________________MORGUNBLAÐIÐ FJOLMiÐLAR SUA'NUPAGUK 29f JÚLÍ______________________________________ “1 Samruni blaða í Bandaríkj- unum vek- ur ugg Skorín hefur verið herör gegn lögum í Bandaríkjunum, sem heimila samvinnu í rekstri dagblaða, og stefnt er að því að þau verði afhumin eða að verulegar breytingar verði gerðar á þeim. Þessi herferð siglir í kjölfar árs gamais úr- skurðar dómsyfirvalda, sem heimilaði tveimur dagblöðum í Detroit að sameina alia starf- semi sína undir einn hatt nema fréttadeildirnar. Samkvæmt svokölluðum blaða- vemdunarlögum frá 1970 getur blað, sem stendur höllum fæti, komist að samkomulagi við blað keppinauta sinna um sameig- inlega prentun, útburð og auglýs- ingar. Lögin áttu að tryggja útg- áfu blaða með ólíkar skoðanir og fréttamat, þótt þau kunni að bijóta í bága við lög um auðhringa. Andstæðingar laganna frá 1970 segja að blöð, sem samræmi rekst- ur sinn, hækki oft auglýsinga- og áskriftagjöld sín verulega. Þar með kunni þau að stöðva útgáfu annarra blaða, þar sem auglýs- ingatekjur þeirra minnki. Carl D. Pursell, þingmaður úr , flokki repúblikana frá kjördæmi skammt frá Detroit, hefur lagt fram frumvarp, sem gerir ráð fyr- ir að blaðavemdunarlögin verði afnumin, en að sameiginlegt rekstrarfyrirkomulag verði áfram leyft. Pursell segir að lögin bijóti í bága við ákvæði bandarísku stjómarskrárinnar um fijáls blöð og geti komið sumum aðilum í vafasama einokunaraðstöðu. Brock Adams. öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Washington-ríki, hyggst bera fram fmmvarp þess efnis að at- hugun verði gerð á sameiginlegu rekstrarfyrirkomulagi dagblaða og að settar verði strangari reglur um slíkt fyrirkomulag í framtíð- inni. Áhugi Adams á málinu stafar af efasemdum um hvort samvinna .um rekstur blaðanna The Seattle Times og The Seattle Post Intellig- ence hafi verið nauðsynleg, þar sem þau virðast bæði velstæð. ■ Ljósmyndaaug- lýsingar tímarita hafa sífellt meiri áhrifááferd og yfirbragö þeirra. Einstaklingurinn, einfaldleik- inn og kristaltær stíll einkenna vandaðar auglýsingar erlendra tímarita. Auglýsingar sem gefa tóninn HVAÐ svo sem mönnum annars finnst um auglýsingar í tímarit- um, þá fer það vart á milli mála að auglýsingar í vönduðum erlend- um tímaritum eru nær undantekningarlaust glæstar. Það er svo sem ekki að undra því það er mjög líklegt að þeir ljósmyndarar, sem taka auglýsingamyndir í viðurkennd fjölþjóðleg tímarit, séu mun eftirsóttari en þeir sem vinna ritstjórnarefni sömu blaða. Að auki má ætla að með ljósmyndaranum vinni fjölmargir virtir hönnuðir og aðrir sérfræðingar, sem hafa þann starfa að gefa auglýsingamyndinni hið eina rétta útlit. Þó svo þau gæði sem hér um ræðir finnist vart í íslenskum auglýsingum, þá er athygl- isvert að velta aðeins vöngum yfir einkennum og þróun þessara auglýsingaljósmynda, því þær hafa sífellt meiri áhrif á stíl, ímynd- ir og yfirbragð tímaritanna og þar með um leið það efhi þeirra sem er á ábyrgð ritstjórna. Auglýsingar tímarita líkjast sí- fellt meira almennu efni rit anna, ef marka má bandarískt ljósmyndatímarit sem nýlega birti margar af verðlaunamyndum síð- ustu tveggja ára og fjallaði örlítið um þær. Eitt besta dæ- mið um slíkt eru auglýs- ingar frá GÁP- fataframleið- endunum en auglýsingarnar frá þeim eru lítið meira en ljósmynda- portret. í vinsælu tímaritunum hér á landi ber örlítið á þessu en það BAKSVIÐ eftir Asgeir Friðgeirsson er einungis vegna þess að viðkom- andi auglýsingar koma að utan. í tímaritinu 2000, sem kom út í fyrsta sinn fyrir skemmstu, kveð- ur við annan tón en við eigum að venjast, þar sem auglýsingar eru augljóslega hannaðar og aug- lýsingamyndir teknar með það í huga að gefa blaðinu öllu sterkan heildarsvip. í umræddu tímariti er stundum mjög erfítt að greina á milli auglýsinga og ritstjórnarefnis. Þetta er athyglis- verð nýlunda í ljósi þeirrar áminn- ingar sem útvarpsréttarnefnd veitti Stöð 2 nýverið, fyrir að sýna sjónvarpsþátt sem hafði mjög óljós skil á milli ritstjómarefnis og auglýsinga. Svokallaður mínímalismi er að sögn sama ljósmyndablaðsins mjög áberandi um þessar mundir. Einkenni hans er einfaldleikinn og fábreytileikinn. ímyndir eru fáar og bakgrunnur einfaldur. Um þær loftar vel eins og sumir vilja kalla það. Það sem máli skiptir er haft í raunverulegu tómarúmi. Færra og minna þýðir í raun meira og stærra. Dæmi um aug- lýsingar af þessu tagi eru frá Obsession-snyrtivörufyrirtækinu, en myndimar eru yfirleitt af nak- inni, sterklegri, manneskju. Þær eru gjaman svart/hvítar, grunnur allur svartur og bjarma slær á mannverumar. Það er ýmislegt fleira eftir- tektarvert að gerast um þessar mundir í auglýsingaljósmyndun úti í hinum stóra heimi. Einstakl- ingurinn virðist æ meira vera í forgranni (og oft er áberandi áhersla á glæsilegan og dýran lífsstíl). Þetta er í raun athyglis- verð mótsögn, þar sem auglýs- ingarnar stuðla að massa- eða múgneyslu, en sá galdur sem aug- lýsingaljósmyndarar og hönnuðir virðast vera að ná tökum á, er að segja á sama tíma við fólk, að þetta sé eitthvað sérstakt og ein- ungis fyrir það um leið og þeir segja að þetta sé tískan sem allir vilja. Einstaklingurinn er í brenni- depli og oft er hann þekktur og þá ekki bara um stundarsakir heldur er hann maður sem stað- fest hefur stjörnugildi sitt. Með þessum hætti hefur t.d. Isabella Rosselini komist hvað eftir annað á síður íslenskra tímarita. Þó svo þessara einkenna verði ekki vart nema að litlu leyti í ís- lenskum tímaritum og ekki sé unnt að greina sömu þróun í tíma- ritaauglýsingum hér og vestur í Bandaríkjunum, þá er full ástæða til þess að velta örlítið vöngum yfír því sem þar hrærist. Þessar auglýsingar hafa sífellt meiri áhrif á útlit blaða og þær almennu ímyndir og stöðluðu manngerðir- sem þau eru sögð skapa. í Ijósi þess hversu mikil áhrif einfaldan- ir og staðlanir fjölmiðla hafa á ungt fólk, eftir því sem sumir segja, þá er það borðleggjandi að það sem hér um ræðir kemur fleir- um við en bara þeim sem taka myndir eða hanna auglýsingar. borgarmúra eða innan Utan Að undanfömu hafa óánægðir hestaunn- endur kvartað sáran undan því að Sjónvapið hafí sýnt af skaplega fátt og lítið af því sem gerðist á lands- móti íslenskra hestamanna á Vindheimamelum í Skaga- fírði nú fyrir miðjan júlímán- uð. Þessi gagnrýni hefur einkum beinst að íþróttadeild Sjónvarpsins, enda hafa ein- hver undarleg öfl stýrt því að hestamennska og hæfi- leikar þessara ferfætlinga flokkast núorðið til íþrótta. Mér, sem þetta skrifa, hefur ævinlega þótt afskaplega hlægilegt að hestahlaup og gæðingadómar, svo ekki sé talað um glæfraakstur Iangt utan umferðarlaga, teljist íþróttir. Mér þykir eðlilegast að fþróttir taki til ræktar, hæfni, lipurðar og styrks mannslíkamans, eins og í fimleikum og handbolta svo dæmi séu tekin. Samt verð ég að taka heils hugar undir með kunningjakonu minni sem sagði að sér þætti lítils- virðing við íslenska hesta- menn að aðeins hefðu verið sýndar í Sjónvarpinu örfáar mínútur frá hestamanna- mótinu að viðbættu hálf- tímainnskoti í íþróttaþætti löngu síðar. Hún væri þéss fullviss að þeir þarna syðra hefðu örugglega sýnt marga klukkutíma frá mótinu ef það hefði verið einhvers stað- ar nálægt Reykjavík. Það hefur áður komið fram í þessum pistlum mín- um hversu útvörpin og sjón- vörpin era ódugleg að hreyfa sig út fyrir mörk þess borg- ríkis þar sem þau eiga heima. Að vísu eru til undan- tekningar eins og þær að af og til era sendir menn í eins konar landreisu og útvarpa í framhaldi af því í nokkrar vikur viðtölum við framá- menn í stjórnum sveitarfé- laga. Eins hefur efni frá útibúum Ríkisútvarpsins borið fyrir í fréttatengdum þáttum Rásar 2 og í menn- ingargeiranum á Rás 1. Bylgjan, sem heyrist sums staðar hér nyrðra, sýnir Norðurlandi hverfandi lítinn áhuga ef frá er talið spjall um veður og íþróttir. Sjónvörpin eru aðallega Reykjavíkurmiðlar. Þegar Ómar Ragnarsson var starfsmaður Sjónvarpsins var þar að vísu talsvert um frétta- og dagskrárinnskot sem hann safnaði þegar hann var á ferð og flugi um landið og þess nýtur Stöð 2 núna auk þess að búa til dálítið af efni hér nyrðra. Þó að Ríkisútvarpið hafi á hinn bóginn útbúið svolítið sjónvarpsver í útvarpshúsinu á Akureyri hefur dagskrár- og fréttaefni frá Norðurlandi farið síminnkandi. Sjónvarp- ið sýnir afar lítið af efni utan af landi. Ég býst fastlega við að yfírstjórn Sjónvarps hafi á reiðum höndum skýringar á þessu, væntanlega gömlu góðu svörin um það hversu óskaplega kostnaðarsamt sé að fara með starfsfólk og tæki í burtu frá borginni. Þá gleymist meðal annars að á Ákureyri er aðstaða fyrir sjónvarpsupptökur, í útvarpshúsinu, og hér er einnig sjónvarpsfyrirtæki, Samver, sem á meira að segja afar fullkominn sjón- varpsbíl sem kemst hvert á land sem er. Ég get ekki ímyndað mér að það geti verið miklu dýrara fyrir Sjónvarpið að fá Samver til að búa til dagskrárliði og taka myndir af íþróttum og öðrum umtalsverðum at- burðum hér en til dæmis að láta kvikmyndafyrirtækin í Reykjavík búa vikulega til kynningarþætti um dagskrá útvarps og sjónvarps og spjallþætti við íbúa Reykja- víkur og nágrennis. Þetta leiðir hugann aftur áleiðis að upphafi pistils. Það er ekki einasta að Sjónvarpið hafí staðið sig hraklega í því að segja frá hestamótinu í Skagafirði, í samanburði við þá klukkutíma sem sýnt hef- ur verið efni frá öðra lands- móti, sem fram fór í Mos- fellsbæ. Ég er ansi hræddur um að hlutföllin væru ekki þessi ef hestamir hefðu verið í Mosfellsbæ og íþróttafólkið norður í Skagafírði. En íþróttirnar era margar og á sumrin er fótboltinn rúm- frekastur í fjölmiðlum. I sjónvörpunum eru jafnan sýnd brot úr allmörgum leikj- um í fyrstu deild karlafót- boltans og hvar skyldu þær myndir vera teknar? í Reykjavík og nágrenni. Ak- ureyrarliðin sjást varla í sjónvarpi nema þau séu stödd í Reykjavík, Sjónvörpin í Reykjavík virðast ekki vilja taka myndir af fótboltaleikj- um á Ákureyri jafnvel þótt hér sé einhver besti fótbolta- völlur landsins og jafnframt tvö af þeim liðum sem bítast í fyrstu deild fótboltans. Svipað er að segja um hand- boltann á veturna. Hér má svo bæta því við að íþróttir og annað mannlíf á sér stað um allt land, ekki aðeins í Reykjavík og á Akureyri þótt hér sé sérstaklega um þessa staði rætt. Sama virðist gilda um íþrótt- ir og annað efni í sjónvarpi að það er eins og sjaldnast gerist neitt merkilegt á ís- landi nema í Reykjavík og nágrenni. Fjölmiðlamönnum er því nauðsynlegt að minn- ast þess að ísland er víðar en í Reykjavík og hagsmunir þeirra sem búa utan borgar- múra eru ekki ómerkilegri en hinna. Sverrir Páii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.