Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ L/EKNISFRÆÐI4//hverju vœntumþykjaf Sams/dpti læknis ogsjúklings NÝLÁTINN er danski læknirinn Mogens Fog (f.1904). Hann var sér- fræðingnr í taugasjúkdómum og prófessor við Hafnarháskóla í hálf- an fjórða áratug og rektor hans í sex ár. Á tímum stríðs og hernáms var hann í fremstu röð þeirra sem skipulögðu andspyrnu gegn þýska hernum í Danmörku, var tekinn til fanga en slapp úr prísund í Shell-húsinu í Kaupmannahöfn þegar Bretar gerðu loftárás á það í mars 1945. SÁLARFRÆÐI/Svo lœrir lengi sem lijir r Iskóla hjá sjálfiim sér Pistill dagsins er hrafl úr upp- hafsköflum bókarinnar „Læknirinn" sem Fog skrifaði eftir að hann var orðinn sjötugur og hættur háskólakennslu. Honum segist svo frá: „Eg ætlaði mér alltaf að verða læknir, jafnvel áður en ég fór í skóla. Afi minn var sveitalæknir og ég fylgd- ist dag hvem með starfi hans af miklum áhuga þegar ég var hjá honum tíma og tíma að sumar- lagi. Læknisstörf hafa því alltaf verið fyrirferðar- mikill hluti af lífi mínu, og nú þegar ég fer að leggja þau á hilluna langar mig að skýra öðrum frá atriðum úr reynslu minni og þar með ýmsum viðhorfum sem hafa fest rætur í huga mér. Meginefni þessarar bókar eru samskipti lækn- is og sjúklings við mismunandi að- stæður eins og ég hef kynnst á mínum ferli. Skömmu eftir að ég gerðist yfirlæknir við taugadeild Ríkisspítalans var ég ásamt tveim öðrum læknum fenginn til að halda erindi á fundi -um siðfræði stéttarinnar. Ég ræddi um hlutverk lækn- isins sem sálusorgara, ekki sálusorgara í hinni venjulegu og hástemmdu merkingu heldur um mína takmörkuðu reynslu úr námi og síðan spítala- starfi í nokkur ár af framkomu lækna og samskiptum þeirra við sjúklinga. Svo las ég þennan gamla fyrir- lestur minn ekki alls fyrir löngu og komst að raun um að skoðanir mín- ar eru að mestu óbreyttar, ekki síst á því sem í lokaorðunum fólst en þau voru þessi: „Þegar á allt er lit- ið er sú andlega stoð sem læknir veitir sjúklingum sínum undir því komin hvort honum þykir vænt um manneskjur eða ekki. Og því aðeins að honum þyki það er hann fær um að inna störf sín af hendi með þeirri tilgerðarlausu hlýju sem hver góður læknir ætti að temja sér.“ Þegar ég hafði lokið máli mínu varð roskinn skurðlæknir fyrstur til að þakka mér fyrir ræðuna og sagði að hún væri það langbesta sem hann hefði heyrt lagt til þess- ara mála. Sjálfur var hann þekktur fyrir að stjórna öllu með harðri hendi á sinni deild. Hann tala'ði aldr- ei milliliðalaust við þann sem lá í sjúkrarúminu, heldur fékk að vita af munni hjúkrunarkonunnar hvað sjúklingurinn kvartaði um, og þá sjaldan að einhver færðist undan rannsókn eða aðgerð var sá hinn sami útskrifaður á stundinni. í erindi mínu minntist ég á þá and- úð sem flestir hefðu nú á dögum á valdsmannslegri framkomu stjórn- enda á deildum og hættunni á því að sjúklingur yrði einungis „tilfelli" en þáttur manneskjunnar sem ein- staklings hyrfi í skuggann. Síðan bætti ég við að ég tryði því nú varla að þessi yfirlæknabragur væri enn við lýði. Sá sem gerði sér ferð utan úr sal til að þakka mér fyrir ræðuna hafði greinilega ekki gripið það að lýsingin gæti átt við hann. Hrósyrði hans vöktu hjá mér grunsemdir um að það væri eins og að tala við steininn að segja öðrum frá því sem manni fínnst sjálfum um læknisstarfið. Ég ætla nú samt að reyna,“ skrif- aði Mogens Fog. Fyrir allnokkru minntist ég á sjálfsuppeldi í þessum pistlum. Þar var þess getið að ekki væri ávallt ástæða til að örvænta þó að eitthvað hefði gengið úrskeiðis um mótun manns sjálfs og ýmsa leiða ágalla væri að finna í fari manns. Höfuð- atriðið væri að leggja sig eftir því að skilja hvernig á þessum ágöllum stæði og finna hjá sér þörf til að laga þá. Það er trú mín að skilningurinn sé ein mikilvægasta undirstaðan. Það er nokkuð sama hvaða verkefni fengist er við, lítið verður komist áfram án þess að skilja eðli þess og gerð. Gangi manni erfiðlega að öðlast þann skilning af eigin ramm- leik þarf stundum að fá aðstoð til þess. Annað var einnig lögð áhersla á í fyrrgreinum pistli: Aldrei er of seint að breyta sjálfum sér. Orðtæk- ið „svo lengi lærir sem lifir“ er áreiðanlega mun réttara en hitt að „erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja“. En eitt er var þó ekki minnst á sem nú er rétt að víkja að. Hafi maður öðlast áðurgreindan skilning og finni hjá sér þörf til breytinga, skiptir öllu máli hvernig staðið er að sjálfsuppeldinu. Lítið tjóar að skipa sjálfum sér fyrir verk- um, setja sér strangar reglur og jafnvel refsa sér fyrir brot eða lítinn árangur. Og ekki skyldu menn taka af sjálfum sér loforð. Óþolinmóður má maður heldur ekki vera, nei- kvæður eða kröfuharður. í þessu efni er vænlegast að taka til fyrir- myndar góðan og sanngjarnan upp- alanda. Vera má að sumum finnist andhælislegt að beita þessari reglu við sjálfan sig, en nauðsynleg er hún engu að síður. Maður þarf að temja sér velvild og umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér, mikla þolin- mæði og sanngirni. Byija á því sem auðveldast er, ætla sér rúman tíma og og búa svo um hnúta að árang- ur sé nokkuð viss og leyfa sér að gleðjast yfir framförunum. Þannig má halda áfram skref fyrir skref og láta tímann vinna með sér, ætla sér aldrei um of og stilla kröfum í hóf. Þetta er ósköp líkt og farið myndi að við almenna líkamsþjálfun eða tamningu á hesti til að mynda. Smátt og smátt, án þess að viðkom- andi geri sér alltaf ljósa grein fyrir því, fer árangurinn að segja til sín. Og það sem meira er. Við þessa kyrrlátu vinnu öðlast einstaklingur- inn hægt og sígandi meira traust á sjálfum sér. Hann fer að skynja betur að hann getur ráðið meiru eftir Þórarin Guðnason Mogens Fog eftir Sigurjón Björnsson HÁDEGIS- TILBOÐ ALLADAGA í dag: Klúbbsamloka og franskar kr. 395.- Djúpsteiktur fiskur, salat (eða sósa) og franskar kr. 390.- Tilboðið gildir fró klukkan 11:30 til 13:30. UMHVERFISMÁL/Er óþjóblegt aö jjölga tegundum í íslensku gróöurríkif Nokkur orö um landnám margt nýtt í náttúrunnar ríki, m.a. plöntur sem uxu ekki heima. Af for- vitni fluttu þeir margar þeirra heim með sér. Afleiðingin birtist á vorum dögum í þeirri staðreynd að allar helstu nytjaplöntur sem mannkyn hefur sér til viðurværis eru að veru- legu leyti ræktaðar utan náttúru- legra heimkynna. Þetta á við um allar korntegundir, baðmuli, kartöfl- ur, te og kaffi svo nefnd séu nokkur dæmi. Þetta á líka við um blóm og runna og tré, ekki síst þau sem menn um víða veröld rækta í görðum í stórum stíl og smáum. En einnig skógartré í vaxandi mæli.“ Sigurður telur að Evrópumenn hafi verið brautryðjendur í plöntuflutningum og segir Rómveija hina fornu hafa verið mikilvirka í þessu sem öðru. „Á endurreisnartímanum hófst plöntuflutningur fyrir alvöru til Evr- í BÓKINNI Yrkju sem gefin var út í tilefni afmælis forseta okkar, Vigdísar Finnbogadóttur nú í vor er margt góðra greina sem geyma ýmsan fróðleik. Þar á meðal er grein eftir Sigurð Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra, sem hann kallar „Landnám tijánna" og fjallar um útbreiðslu og flutning ýmissa trjátegunda í heimsskógræktinni. Mér vitanlega hefur þessu efiii ekki áður verið gerð svo ýtarleg skil út frá íslensku sjónarhorni en full þörf er á að fræða almenning um þennan þátt umhverfisins og náttúrusögunnar. Hér heyrast stundum furðuleg- ar og hjáróma raddir um hvað sé „þjóðlegur" gróður á íslandi og hvaða plöntur og tré séu einhvers konar aðskota-fyrirbæri sem eigi hér ekki tilverurétt. Hætt er við að þeir sem svo tala hafi lítt mótaðar skoðanir á íslensku gróðurríki að minnsta kosti heyrist lítt frá sömu aðilum um hvernig vernda eigi og efla þetta óskilgreinda „þjóðlega“ ríki náttúrunnar. (Varla eru það tötrarnir og rofabörðin!) En snúum okkur að grein Sigurð- ar. Fyrsti kaflinn heitir „Tré“ og hefst með þessum orðum: „Tré eru merki- legar verur. Líf þeirra er fullt af andstæðum og í fari þeirra birtast andstæður. Að því leyti eru þau ekki ólík mannverum. Enda lífverur eins og þeir.“ Sigurður lýsir eftir Huldu eiginleikum tijáa Valtýsdóttur 0g fjölbreytni — sum eru stór, geta orðið stærstu lífverur jarðar, og önnur lítil, tré verða elst allra lífvera þau hafa mik- ið þolsvið, þolinmóð eru þau líka „fyr- ir þá sök að þau standa þama hvert eitt í sinni jörð auðmýktin holdgerð og fara hvergi þegar örsmátt fræ þeirra hefur einu sinni skotið rótum á einhvetjum stað. Eftir það getur maður alltaf gengið að hveiju tré einsog vini sínum sem aldrei bregst." Á öðrum stað segir: „Á þeim 400 miljónum ára sem tré hafa vaxið á þessari jörð hafa ættkvíslir risið upp og lagt undir sig stór svæði en síðan hörfað eða farist vegna breytinga á umhverfinu, einkum loftslagi." Sig- urður rekur síðan í stórum dráttum sögu skóganna fyrir og eftir fimbul- vetur og gerir loks grein fyrir því sem hann kallar „landnám tijáa“. „Þegar menn fóru að ferðast um heiminn og kanna ókunnar slóðir fjarri heimkynnum sínum sáu þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.