Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ C 13 það,“ segir Ingvar og verður hálf vandræðalegur. „Eitt sinn þegar við ætluðum að setjast niður og snæða hádegismat urðum við óvænt þátt- takendur í fæðukeðjunni. Þar sem ég sat og var um það bil að bíta í samlokuna mína heyrði ég þyt í lofti og skugga brá fyrir sólu. Var þar á ferðinni stór og vígalegur örn í leit að æti. Hann renndi sér niður að mér og hrifsaði samlokuna úr höndunum á mér. Þetta var allt saman yfirstaðið á örfáum sekúnd- um en mér brá illilega við, því það fossblæddi úr vörinni á mér og litlu munaði að öminn tæki stykki úr andlitinu í leiðinni." Eftir að hafa verið heila viku í Serengeti-þjóðgarðinum þar sem ljón ógnuðu lífí þeirra sem þurftu að ganga öma sinna í skjóli nætur þegar kuldinn var jafn öfgakenndur og hitinn á daginn, var haldið áfram eftir misgóðum vegum áleiðis til Rwanda, lítils ríkis milli Tanzaníu og Zaire. „Þeim vegum sem á annað borð voru malbikaðir hafði augljóslega ekkert verið haldið við í marga ára- tugi, og sums staðar vantaði heilu kaflana. Rwanda er ótrúlega mis- hæðótt land, ekkert nema brekkur, hryggir og hæðir og lítið frá því að segja. Við ókum þvert í gegnum landið fram hjá alls konar ökutækj- um sem höfðu gefíð sig á leiðinni og fengu að vera þar sem þau vom niður komin.“ Fjarskyldir ættingjar heimsóttir „Næst ætluðum við til Zaire. Þar átti að skoða górillumar í heim- kynnum sínum í íjöllunum. Eftir langa ' yrslu eftir lélegum troðn- ingum með metradjúpum dmlludýj- um kom hópurinn að górilluvemd- arsvæðinu, og þar sem vegurinn endaði tók við sex tíma gönguferð gegnum fmmskóginn. Gróðurinn var svo þéttur að ekki var hægt að sjá nema nokkra metra í kring- um sig og það var hálfdimmt. Eftir mikla leit fundum við górillufjöl- skyldu sem virtist vera vön mönn- um. Það var stórkostlegt að sjá þær. Þær potuðu hver í aðra og snertust eins og mannfólkið, léku sér og ærsluðust. Fylgdarmenn okkar lögðu okkur lífsreglumar: silfurbakurinn, höfuð fjölskyldunn- ar, mátti ekki missa sjónar á okkur né heldur máttum við horfa.beint í augun á honum því þá gat verið að hann réðist á okkur. Górillumar urðu fljótt full ágengar, reyndu að rífa af okkur bakpokana og gengu utan í okkur eins og til að sýna vald sitt.“ Eftir þessa heimsókn tók við tíu daga akstur um myrkviði Zaire. Á þessari leið lenti hópurinn í hagléli inni í miðjum frumskógi. „Það var eitt það skrýtnasta sem ég hef upp- lifað. Þama gátum við hnoðað snjó- bolta í 40 stiga hita í regnskógum Afríku." Þunguð fílskýr gerir sig heimakomna. Frá Serengeti-þjóðgarðinum í Tanz- aníu. Suma dagana mættu þau engum á veginum en alls staðar voru troðn- ingarnir jafn lélegir. Áður en ferðin var á enda höfðu sprungið hjá þeim 25 dekk og fjaðrir brotnað sjö sinn- um — skyldi nú enginn kvarta yfir íslenskum þjóðvegum. Menningartengsl — En hvað með kynni ykkar af innfæddum? Ingvar Hákon ásamt höfðingja pygmyanna á Ipulu-verndar- svæðinu í frumskógum Zaire. Ærslafullar ungar górillur í myrkviðum Zaire. og éftir dágóða stund komu þeir aftur og höfðu þá handsamað þjóf- inn. Hann var barinn til óbóta inni á veitingastaðnum, bundinn með keðjum og hýddur, dreginn út aftur og settur inn í bíl. Þegar ég spurði hvað yrði gert við hann yppti Líban- inn öxlum og sagði að annaðhvort yrði honum drekkt í ánni eða hann færður til lögreglunnar, sem mundi skjóta hann ef hann hefði gerst Vegur, ef veg skyldi kalla. Þjóð- leið gegnum Zaire. feðranna sem tekið höfðu þátt í veiðinni. Um kvöldið sátum við veislu hjá þessu ágæta fólki, tókum þátt í dansi og fengum að smakka grillaða impala-antilópu sem fyllilega stóðst samanburð við íslenska fjallalamb- ið. Pygmyarnir reyktu eitthvað úr pípu sem þeir kveiktu í með glóð úr eldinum. Þeir tóku glóandi mol- ana með berum höndum án þess að brenna sig — ég skil ekki hvern- ig þeir fóru að því. Við þurftum að eyða nóttinni úti undir berum himni, því ekki var pláss fyrir okkur í kofunum. Ég var að saftia saman laufblöðum í bæli handa sjálfum mér, þegar dóttir höfðingjans kom aðvífandi og gerði mér skiljanlegt með handapati og táknmáli að sum laufín yllu sviða og önnur drægju að sér skorkvik- indi svo það væri ekki sama hver ég notaði í bælið. Hún hjálpaði mér síðan að tína réttu laufin. Henni hefur greinilega þótt ég ólánlegur og hjálparvana í frumskóginum, því morguninn eftir þegar hópurinn hélt af stað af stað kom hún til mín með hálsmen sem mér var sagt að væri verndargripur, og er þessi stund með pygmyunum mér einna minnisstæðasti atburðurinn í ferð- inni.“ Mannslífíð lítils virði — En komust þið aldrei í kynni við skuggahliðar mannlífsins? „Jú, margoft. Til dæmis í höfuð- borg Malí, Bamako. Þar fórum við á veitingahús í eigu Líbana nokk- urs, og sem við sátum að snæðingi kom inn náungi og hrifsaði veski af einni konunni í hópnum. Nokkrir menn hlupu strax á eftir honum, Masai-menn í þjóðlegum klæðnaði. „Merkilegasta upplifun mín í því sambandi var þegar við kynntumst pygmy-dvergfólkinu á Ipulu-vemd- arsvæðinu í Zaire. Lifnaðarhættir þess hafa lítið breyst í mörg hundr- uð ár, og það hefur ekki tekið upp neina ósiði hvíta mannsins. Þetta er alveg einstaklega vingjarnlegt fólk sem býr í kofum gerðum úr laufí og greinum og kippir sér ekki upp við að það komi trukkur með 18 forvitna ferðalanga. Þeir héldu sig langt inni í frumskóginum, og það er óþægilegt fyrir hávaxna Evrópubúa að ganga eftir göngustígum í skóginum þar sem greinarnar eru einungis skornar af upp í 160 sentimetra hæð. Þeir tóku okkur afar vel, og við fengum að fylgja þeim í veiðiferð. í fyrstu þótti mér aðfarimar undarlegar, því þeir settu upp net milli tveggja tijáa, mynduðu breiðfylkingu og gengu fram með hávaða og látum til að fæla bráðina í netið. Þetta tókst í þriðju tilraun og í netið fældist antilópa. Gert var að dýrinu á staðn- um og kjotinu skipt milli fjölskyldu- brotlegur áður. Það sló mig hversu lítils.virði mannslífið er þama. Eftir að hafa ekið gegnum Mið- Afríkulýðveldið, þar sem við lentum í miklu moskítógeri sem stakk í gegnum hvað sem var, og gegnum Kamerún þar sem ég var rændur og við sáum knattspyrnulandsliðið, sem seinna varð frægt, á æfingu, komum við til Nígeríu. Þetta var fyrsta landið sem við heimsóttum sem ekki var algert þróunarríki í mínum augum. Við vorum mikið vöruð við því að fara til höfuðborg- arinnar Lagos, það væri mesta glæpabæli sem hugsast gæti, en þangað þurftum við samt að fara til að fá vegabréfsáritanir áfram. Þarna var rusl út um allt og þar sem við vorum stopp á rauðu ljósi sáum við mann sem var að gera stykki sín á umferðareyju við hlið- ina á bílnum — hann horfði bara á okkur skilningslausum augum þeg- ar við fórum að hlæja að honum. Þá viku sem við vorum í Lagos gistum við niðri á strönd í sendi- ráðahverfinu. Glæpaflokkarnir sem við höfðum verið vöruð við létu ekki sjá sig enda hafði sú yfirlýsing verið gefín út af yfirvöldum í tilefni heimsóknar Karls Bretaprins að nú yrðu engin réttarhöld yfír glæpa- mönnum heldur yrðu þeir skotnir umsvifalaust ef til þeirra næðist. Dag nokkurn sá ég eitthvað velkj- ast um í flæðarmálinu. Áður en ég komst nógu nálægt til að sjá nokk- uð fann ég lyktina — þetta var þá lík af svertingja sem var orðið alveg hvítt á að líta af að liggja í sjónum. Daginn eftir fundu ferðafélagar mínir annað lík sem ekki hafði ver- ið þar daginn áður. Þá fóru að renna á mig tvær grímur. í Lagos lenti ég líka í miðjum skotbardaga milli glæpamanna og lögreglu vopnaðrar vélbyssum. Við stóðum og horfðum á eins og bján- ar þar til einhver varaði 'okkur við að standa ekki og bíða eftir kúlu.“ Loksins heim Frá Nígeríu lá leið ferðalanganna til nágrannaríkjanna Benin og Togo. „Það var ótrúleg tiibreyting frá Lagos — þarna var fólk meira að segja að vara mann við því hveij- ir væru þjófar." Á heimleiðinni lá leiðin um Burkina-Faso, áður Efri- Volta, og Malí. Þar lauk ferðinni formlega, og flestir úr hójrnum héldu þaðan til síns heima. „Eg fór í lest til Dakar í Senegal og þaðan til Gambíu á austurströnd Afríku. Þaðan hugðist ég fljúga heim. Ég átti miða með Aeroflot til Moskvu, en yfírbókað var í ferðina svo ég komst ekki með. Ég fékk hins veg- ar far með Sabena til Belgíu, og það var ólýsanleg tilfinning að kom- ast aftur til Evrópu. Þetta var eins og að stíga inn í aðra öld.“ Ingvar situr fyrir framan blaðamann með minninguna ljóslifandi í augunum og ég spyr að því sjálfsagða. — Gætirðu hugsað þér að fara í aðra svona ferð? „Ég væri til í að fara í frumskóg- inn aftur, og svo á ég auðvitað eft- ir að sjá Asíu og Suður-Ameríku . . .“ segir Ingvar hressilega, greinilega ekki af baki dottinn. — Hvað hefurðu fengið út úr þessu öllu saman? „Kveikjan að þessu var áhugi minn á dýralífinu, og frumskógur- inn var það sem hafði mest áhrif á mig. Að standa á stað sem maður veit að enginn hefur stigið fæti á áður er ólýsanleg tilfinning, kannski eins og að vera á tunglinu. í heild- ina mætti segja að ég sé óvenju- legri reynslu ríkari." — Mælirðu með ævintýraferðum af þessu tagi? „Það verður að vera vel ígrunduð ákvörðun. Ég fékk stundum efa- semdir meðan á ferðinni stóð en einhvern veginn komst ég á leiðar- enda og þetta er reynsla sem ég er viss um að ég mun búa að ævi- langt. Ég sé alls ekki eftir þessu, og ég held að eins muni vera um aðra sem vita hvað þeir eru að gera.“ Blaðamaður þakkar Ingvari Há- koni fyrir spjallið og sest inn í bílinn sinn sem þá stundina er Landrover og Ártúnsbrekkan mishæðóttir frumskógar Rwanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.