Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ C 9 ORKUMIÐILL FRAMTÐARINNAR eftir Þórdísi Richordsdóttur Myndir André Maslennikov jörgvin Hjör- varsson, 32ja ára gamall kjarneðlisfræðingur er nýorðinn doktor frá Uppsalaháskóla. Þar hefur hann undanfarin ár unnið að doktorsrit- gerð sinni um vetni í málmum. Þegar hann flutti til Uppsala fyrir 10 árum, var ætlun hans að sækja nokkur námskeið við háskólann til að bæta við kunnáttu sína í raungreinum og stærðfræði, halda svo beint heim til íslands aftur og smíða fram- tíðarbílinn, vetnisbíl. Ýmsar tilviljanir og per- sónur ollu því að Björg- vin fór í mun lengra nám en hann hafði hugsað sér. Nú er hann og fjölskyldan á leið til Frakklands til eins árs dvalar með góðan styrk upp á vasann. Hinn 6. júní sl. varði Björgvin Hjörvarsson doktorsritgerð í eðlis- fræði við háskólann í Uppsölum. Ritgerðin heitir á ensku: „Metal-hydrogen interactions studi- ed by nuclear techniques" og fjallar um hvernig vetni hegðar sér í málm- um, rannsakað með kjarneðlisfræði- legum aðferðum. Með ritgerðinni hefur Björgvin lokið 10 ára náms- ferli sínum í Uppsölum, en hann byijaði í rauninni nokkrum árum áður í bílskúr vestur á ísafirði. Skúr- inn hafði hann fengið að láni hjá dönskukennaranum sínum til að gera þar upp og endurbæta gamla bíla. Björgvin er fæddur og uppalinn í Reykjavík og gekk þar í skóla. Eftir tvö ár í menntaskóla hætti hann námi, hundleiður á staglinu, flutti vestur á Ísafjörð og fór að vinna fyrir sér við trésmíðar. En þarna varð á TCgi hans skólastjóri Iðnskól- ans á ísafirði, Valdimar Jónsson og kona hans, kölluð Dísa. Kynnin af þessum sérstöku hjónum gjörbreyttu áætlunum hins unga Reykvíkings. Það varð úr að hann hóf á miðjum vetri nám hjá þeim í undirbúnings- deild Tækniskólans og segist fijót- lega hafa orðið heimagangur hjá þessum miklu höfðingjum. Þau lifðu fyrir skólastarfið og margar kennslustundir fóru fram yfir kaffi- bollum innan .veggja heimilisins: „Þau sögðu manni frá hinum stóra heimi og þarna voru miklar fræði- hugleiðingar í gangi. Mér gekk svo vel í náminu að ég ákvað að halda bara áfram í raungreinadeildinni. Við þrír sem lukum svo námi þar, héldum smám saman allir áfram í háskólanám.“ Öllum frístundum eyddi Björgvin í bílskúrnum góða og ákvað þar með sjálfum sér að hann skyldi smíða vetnisbíl, því vetni væri eldsneyti með mikla kosti. Eini úrgangurinn var, að því er virtist, vatn og það gæti maður hreinlega drukkið. „Ég sá fyrir mér samfélag laust við bens- íngufur, koltvísýring o.s.frv., það yrði aðeins pínulítið blautt á götun- Björgvin Hjörvarsson við rannsóknarstörf í háskólanum í Uppsölum. um, en það rignir hvort eð er alltaf i Reykjavík." Eftir próf úr raungreinadeildinni lá það ljóst fyrir að Björgvin yrði að afla sér meiri kunnáttu í eðlis-, efna- og stærðfræði til þess að geta gert drauminn um vetnisbílinn að veruleika. Eftir ferðalag með tilvon- andi eiginkonu sinni, Olöfu Kristj- ánsdóttur, til Englands og Norður- landa til að kynna sér möguleika á námi, urðu Uppsalir fyrir valinu. Það var meðal annars vegna þess að hægt var að velja námskeið í ein- staka greinum innan háskólans þar. Þá var að fjármagna fyrirtækið. Björgvin fór heim og réð sig á sjóinn sem kokkur um borð í skuttogaran- um Páli Pálssyni hjá afla- skipstjóranum Akka Kitta Gau og Benson stýri- manni. Þetta var árið 1979 og hann stórþénaði á sjónum. Andinn var góð- ur um borð, aðeins sjó- veikin hijáði hann. Dag nokkurn vildi enginn bragða á salatinu sem Bjöggi kokkur bar á borð því einhver hafði séð hann æla yfir pottunum og sýnst það vera beint í sal- atskálina. „Ég og konan mín flutt- um til Uppsala í janúar 1980. Við fórum svo alltaf heim á sumrin að vinna, ég á sjóinn og þannig fjár- magnaði ég námið.“ Ný- kominn til háskólaborgar- innar, uppgötvaði hann að búið var að leggja niður kerfið með náinskeiðunum sem honum hafði litist svo vel á og taka upp náms- brautir í staðinn. Þetta voru móttökur sænska báknsins og nú neyddist Björgvin til að velja eina grein. Hann valdi eðlis- fræðina af því að honum íslendingur lýkur doktorsnámi í Svíþjóð fannst hún tengjast best áhugamáli sínu, vetnisbílnum. Hann sá fram á Með (jölskyldunni. Björgvin ásamt eiginkonu sinni Olöfu Jónu Kristjánsdóttur og börnum þeirra. að nú yrði hann að vera að minnsta kosti 2-3 ár í háskólanáminu. Á síðustu önninni í eðlisfræði hitti hann mann á kaffistofu háskól- ans. Sá hét Sveinn Bjarman og var frá Sauðárkróki. Hann vatt sér að Björgvini og spurði hvort hann hefði áhuga á vetni í bíla og svoleiðis. Björgvin segist hafa byijað að hiksta og stama en gat þó gert Sveini skiljanlegt að hann hefði eig- inlega ekki áhuga á neinu öðru. Þá tók Sveinn hann með sér á fund prófessors Eriks Karlssons á eðlis- fræðistofnuninni. „Sveinn leiddi mig inn í glæsilega skrifstofu og þar sat Erik, mjög lít- ill maður að þvi er mér vitist, á bakvið risastórt skrifborð. Hann stóð upp, tók kump- ánlega í hendina á mér og kynnti sig. Svo spurði hann mig þessarar spurn- ingar, sem mér fannst orðin hálffáránleg á þessu stigi málsins, hvort ég hefði áhuga á vetni. Ég fór aftur að hiksta og stama en áður en samtal- inu lauk var ákveðið að ég gerði lokaverkefni mitt hjá honum. Svona til að kóróna allt saman bauð hann mér borgun fyrir. Mér fannst stórsniðugt að eiga að fá pening fyrir það sem ég helst af öllu vildi gera.“ Þetta var fyrir 5 árum og þá var enginn sem stundaði rannsóknir á vetni með N-15 aðferðinni þarna á deildinni en Erik Karlsson hafði hugsjónir og fjárinagn og var með tilraunahylki sem átti eftir að setja saman. Fólst lokaverkefni Björgvins á þessu stigi einmitt í því að koma hylkinu í gagnið. Þegar hann var hálfnaður, spurði Erik hvort hann vildi haltía áfram og stunda rannsóknir. „Ég hugsaði mig um í svona eina sekúndu og sagði svo auðvitað já. Komst aftur að raun um að þarna gat ég verið og gert það sem mig lang- aði til og fengið borgað fyrir, í mörg ár!“ Doktorsritgerðin skiptist í 3 þætti, lýs- ingu á þróun N-15 að- ferðarinnar, uppbygg- ingú lágþrýstikerfa og rannsóknir á vetni í málmum. Við rann- sóknirnar eru notaðar kjarneðlisfræðilegar að- ferðir sem byggjast á því að skjóta á sýni með háorkuögnum, N-15 i þessu tilfelli. Til þess þarf hraðal. Hraðallinn sem notaður hefur verið hingað til er gamalt kj arneðlisfræðilegt verkfæri, en er nú ein- göngu notaður við rannsóknir á storkuefn- um, þ.e. föstum efnum, með svo kölluðum jón- geislaaðferðum. Björgvin segir að rannsóknirnar hafi tví- þættan tilgang:„í fyrsta lagi eru þetta grunnrannsóknir til að auka skilning okkar á einföldustu málmbl- öndu sem til er, þ.e. vetni í málmi. I öðru lagi, könnum við hvernig sé hægt að geyma vetni á hagkvæman og öruggan hátt. Til þess að nota vetni sem orkumiðil í framtíðinni, þarf að vera hægt að geyma það og komið hefur í ljós að það er eng- inn málmur sem hægt er að nota sem málmsvamp, það verður að sam- eina yfirborðs- og dýpiseiginleika ólíkra málma. Með því að gera þetta er hægt að framleiða þynnur sem hafa einstaka eiginleika." Björgvin og samstarfsmaður hans byggðu upp rannsóknaraðstöðuna á deildinni, þar sem hann hefur unnið að doktorsritgerðinni. Þau eru nú komin með fjögur lágþrýstitæki sem hafa gefið góða raun og nota má til afar skemmtilegra og áhuga- verðra rannsókna. „Tilraunaaðstaðan er sérstaklega góð, því tækjabúnaðurinn er alveg einstæður og fræðilega stöndum við mjög vel að vígi. Það má segja að við séum meðal þriggja bestu í heim- inum,“ segir Björgvin. En nú liggur leiðin til Frakklands, þar sem hann mun dvelja við rannsóknarstörf í eitt ár. Hann sótti um það sem kall- ast „post dock“ (eftir-doktorsnám- staða) en það eru mjög fáir sem hreppa slíkar stöður. Heppnin var með honum, hann var einn af átta vísindamönnum innan allra raunvís- indagreina í Svíþjóð sem fengu styrk til eins árs dvalar i evrópskum lönd- uin. Björgvin er mjög ánægður með styrkinn því hann fær þarná algjör- lega fijálsar liendur til rannsókna innan sinnar fræðigreinar. Áður en hann heldur á vit nýrra námsævin- týra með konu ög þrjú börn, fer hann sennilega nokkra túra með Páli Pálssyni í sumar, ef hann kemst um borð: „Það er alltaf gam- an að hitta strákana."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.