Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI Giap: þjóðsagnakenndur herforingi. GIAPT Víetnamski herforinginn sem sigraói Frakka ogBandaríkjamenn lýsir reynslu sinni FRAKKAR og síðar Bandaríkjamenn vanmátu Vo Nguyen Giap hershöfðingja, yfirmann liðsafia kommúnista í Víetnam, sem breytti sundurleitum sveitum skæruliða í einn öflug- asta her heims og fór með sigur af hólmi í þrjátíu ára styrjöld. Þeim datt aldrei í hug að hann gæti sætt sig við eins mikið mannfall og raun bar vitni. Hann sigraði fyrst Frakka, þótt þeir stæðu betur að vígi, og vann síðan enn meiri sigur á Bandaríkjamönnum, sem urðu að viðurkenna fyrsta hernaðarósigurinn í sögu sinni. Bandarískur blaðamaður og rithöfundur, Stanley Karnow, líkir Giap við Grant Lee, Rommel og MacArthur. Karnow fylgdist með báðum styijöldunum í Indókína og samdi kunna bók um hildarleikinn. Nýlega ræddi hann við Giap í fyrsta sinn og hér verður rakið það helzta úr viðtalinu. Frakkar líktu Giap við snæviþak- ið eldíjall — jökul þar sem kraumar undir niðri. Hann varð þjóðsagna- persóna í lifanda lífi, en fékk enga tilsögn í hernaðarlist og segir: „Eg var sjálfmenntaður hermaður.“ Hann talar lýtalausa frönsku og dáir franska menningu. í samræðum minnir Giap á kenn- ara, enda fékkst hann við kennslu á yngri árum. Hann á það til að vera háðskur. Til dæmis lauk hann lofsorði á „töluverða hernaðarþekk- ingu“ Williams C. Westmorelands hershöfðingja, yfirmanns banda- ríska herliðsins, og taldi síðan upp helztu mistök hans. Sjálfur vill Giap lítið gera úr eig- in mistökum: „Stundum var við ramman reip að draga. Við veltum því fyrir okkur hvernig við gætum haldið áfram að þrauka, en við vor- um aldrei svartsýnir. Aldrei! . . .“ Mannlegi þátturinn þúfur og Giap var rekinn úr skóla: „Við veltum því fyrir okkur hvað við ættum að taka til bragðs. Eng- inn vissi það. Okkur vantaði leið- sögn.“ Fagnaðarerindið Giap fann „fagnaðarboðskapinn" þegar hann varð aðstoðarmaður kennara, sem átti ólöglegt safn rita eftir Marx á frönsku. „Eg notaði kvöldin til að lesa þau og augu mín opnuðust,“ sagði hann. „Marxisminn boðaði byltingu, endalok kúgunar, hamingju mann- kynsins. Hann bergmálaði áskoran- ir Ho Chi Minhs, sem hafði ritað að undirokað fólk ætti að samein- ast öreigum allra landa til að öðlast frelsi. Þjóðernishyggja gerði mig að marxista, eins og svo marga aðra víetnamska menntamenn og nemendur. Mér fannst líka marx- isminn samrýmast hugsjónum þjóð- félags ókkar, þegar keisarinn og þegnar hans lifðu saman í sátt og samlyndi. Þetta var draumurinn um sæluríkið.“ Upp úr 1930 jókst ókyrrð meðal smábænda vegna kreppunnar. Rót- tæklingar gerðu uppreisn og mörg hundruð uppreisnarmenn voru lífl- átnir. Ho flýtti sér að stofna komm- únistaflokk. Giap varð undirróðursmaður að atvinnu og var handtekinn. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi, en vingjarnlegur embættismaður sleppti honum. Hann fór til Hanoi, brautskráðist frá frönskum skóla og varð doktor í lögum. Til þess að vinna sér inn peninga kenndi hann við einkaskóla, m.a. sögu Víetnams,,, til að innræta nemendum mínum ættjarðarást“. Hann flutti einnig fyrirlestra um frönsku byltinguna, „til að útbreiða hugsjónir frelsis, jafnréttis og bræðralags“. Hetja hans var Rob- espierre, þótt hann hefði skipulagt ógnarstjómina:„Robarðist fyrir al- þýðuna unz yfir lauk.“ „En Napo- leon?“ spurði Karnow. „Bonaparte, já. Hann var byltingarmaður. Napo- leon, nei. Hann sveik alþýðuna." Þegar sósíalistar og kommúnist- ar mynduðu alþýðufylkingu í París 1936 dró úr viðsjám í Víetnam. Þá var Giap genginn í kommúnista- flokkinn, sem fékk að gefa út blöð á frönsku og víetnömsku, og hann skrifaði greinar í þau á báðum málunum. llann kvæntist Minh Khai, sem var mikill kommúnisti, og þau eignuðust dóttur, sem nú er læknir. Ljósberinn Giap las skrif Hos af áfergju. „Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvers konar maður hann væri,“ sagði hann. „Ég hlakkaði til að Gífurlegiryfirburðir í hergögnum nýttust Bandaríkjamönnum illa. Hvað eftir annað fullyrti Westmore- land að kommúnistar væru að því komnir að gefast upp vegna gríðar- legs mannfalls. Eftir stríðið sagði hann: „Hver sá yfirmaður í Banda- ríkjaher, sem hefði sætt sig við eins mikið mannfall og Giap, hefði verið rekinn á stundinni." Bandaríkja- menn þekktu ekki staðhætti. Hermenn Giaps o g stuðnings- menn þeirra börðust á heima- slóðum og voru sannfærðir um að Bandaríkjamenn mundu missa þol- inmæðina eins og Frakkar, en seigla tryggja kommúnistum sigur í fyllingu tímans. „Við vorum ekki nógu öflugir til að flæma burtu hálfa milljón banda- rískra hermanna, en það var ekki takmark okkar,“ sagði Giap. „Til- gangur okkar var að bijóta vilja bandarísku stjórnarinnar og gera hana afhuga því að halda áfram stríðinu. Westmoreland skjátlaðist, þegar hann hélt að hann gæti svín- beygt okkur með yfirburðum í vopn- um. Með skynsamlegri ráðum hefði hann getað sigrað okkur á tveimur klukkutímum. Við háðum alþýðu- stríð . . . Að lokum kom í ljós að fullkominn vopnabúnaður, rafeind- atæki o.fl., var til einskis. í stríði skiptir tvennt máli — menn og vopn. Að lokum ráða mennirnir úrslitum . . .“ Hve lengi hefði hann getað hald- ið áfram að beijast?,, I önnur 20 ár, jafnvel 100, eins lengi og nauðsynlegt hefði verið til að sigra, hvað sem það kostaði." Hvaða verði var stríðið greitt? „Við vitum það ekki enn,“ sagði Giap hugsi. Að- stoðarmaður hans telur að a.m.k. ein milljón víetnamskra hermanna hafi fallið, en ekki er vitað um fjölda þeirra óbreyttu borgara, sem týndu Iífi. Giap sagði að kommúnistar hefðu haldið áfram að beijast hvað sem það kostaði, því að þeir hefðu helg- að sig málstað, sem væri spegil- mynd af þjóðararfinum.„Síðan sög- ur hófust hefur ættjarðarást verið æðsta hugsjón okkar. Víetnam hef- ur verið vígvöllur í 4.000 ár og við eigum urmul af sögum um hetjur, sem hafa varizt innrásarmönnum. Baráttan gerði Víetnama að þjóð og lifir í sögum og kvæðum . . .“ Haninn galar Giap ólst upp í andrúmslofti upp- reisna gegn Frökkum. Þegar hann fæddist í þorpinu An Xa í Quang Binh 1911 var stutt síðan Frakkar höfðu friðað héraðið, sem er hrís- gijóna- og frumskógasvæði rétt norðan við fyrrverandi mörk Norð- ur- og Suður-Víetnams. Hann átti einn yngri bróður og þijár systur. Hann lærði frönsku í smábarna- skóla, en foreldrar hans töluðu að- eins víetnömsku og „innprentuðu honum föðurlandsást". Faðir hans var fróðleiksfús smábóndi og notaði kínverskt myndletur til að kenna víetnamskt ritmál. ffyrsta bókin, sem Giap lærði að lesa af föður sínum, _ var saga Víetnams fyrir börn: „Ég kynntist forfeðrum okkar og píslarvottum og þeirri skyldu okkar að má burtu smánarbletti, sem auðmýkingar höfðu sett á þjóð- ina.“ Þrettán ára gamall fór Giap til keisaraborgarinnar Hue til að læra við Quoc Hoc-skóla. Um leið hófst menntun hans í stjórnmálum. Nem- endur komu saman á laun til að ræða greinar með gagnrýni á ný- lendustjórnina, einkum greinar eftir Nguyen Ai Quoc — „Nguyen ætt- ERLEND HRINCSJÁ eftir Guömund Halldórsson Yfirhershöfðinginn: Giap fagnar komu hermanna frá Kambódíu í Ho Chi Minh-borg (Saigon) 1989. jarðarvin“ — dularfullan útlaga, sem seinna kallaði sig Ho Chi Minh. Þó varð Giap fyrir mestum áhrifum frá Phan Boi Chau, göml- um þjóðernissinna, sem sat í stofu- fangelsi og beindi þessari hvatningu til þjóðarinnar: „Haninn galar! Rísið upp og búizt til orrustu!“ Unglingarnir hlýddu kallinu og mótmæltu banni við starfsemi þjóð- ernissinna. Mótmælin fóru út um hitta hann.“ Hann fékk tækifæri til þess 1940. Ho var þá í Kína og kallaði sig Vuong. Hann ákvað að efla hreyf- ingu sína í Víetnam og kvaddi Giap og Pham Van Dong á sinn fund. Giap skildi konuna eftir og hún var handtekin og lézt. Giap gekk síðar að eiga prófessorsdóttur, Dang Bich Ha. Þegar Giap hitti Ho í Kunming

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.