Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAINIDI SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ Á FÖRNUM VEGI yc& aðgeixx., þéuntyndi *eg iegjec risasior hrossciHugci." Ast er... . . . að færa henni enn meiri blóm- TM Reg. U.S. Pet Off.—«11 rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Ekki svona stressaður. Það er ekki nema korter síðan ég sagðist vera tilbúin eftir fimm mínútur .., Ekki bæta á hann meiru. Hann er farinn að halda ut- an um konuna sína ... HOGNI HKEKKVISI þÚ A7T BeÚGKAUPSAFAI/eLI {PAG." Á gönguskóm og ullarpeysu með mat og gítar meðferðis UM þetta leyti árs setja erlendir ferðamenn mikinn svip á miðbæ Reykjavíkur. Einhvern veginn er það nú svo að flestir skera sig úr hvað klæðaburð og hátterni snertir. Kannski er þeirn öllum sagt að fimb- ulkuldi ríki á íslandi og þess vegna eru hversdagsfötin skilin eftir heima til þess að pláss sé fyrir úlpurnar, kuldaskóna og ullarpeysurnar í far- angrinum. Svo getur náttúrlega ver- ið að íslendingar séu svona heimótt- arlegir og þess vegna sjáist strax að útlendingar séu af allt öðru sauðahúsi! Á Austurvelli situr ungur maður með hatt og gítar. „Ég tek gítarinn með mér hvert sem ég fer. En reynd- ar hef ég aldrei farið svona langt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer frá Kanada.11 Jim Watts heitir hann og vinnur við að leggja járnbrautateina. Hann segist hafa verið heillaður af íslandi allt frá því hann var barn að aldri. „Vinir og kunningjar heima héldu að ég væri eitthvað galinn að vilja fara til íslands. í þeirra huga felst í fríi að fara eitthvert þangað sem sólin skín. En ég var á öðru máli.“ Dýrtíðin Jim er þeirrar skoðunar að ísland séu mjög dýrt „fyrir okkur auma Kanadamenn" eins og hann orðar það. Hann segist halda að vænleg- ast sé að ferðast um landið í rútu og á puttanum. Hann ætlar að vera á íslandi í fimm til sex vikur eftir því hversu vel peningarnir endast. Ekki er úr vegi að spyrja hvort Jim ætli kannski að vinna fyrir sér með gitarleik. „Ég hef heyrt að það sé bannað með lögum að spila fyrir pening á götum úti,“ segir Jim. í Austurstræti eru Ursula Vogel og Herbert Ferschitz frá Austurríki Ursula og Herbert frá Austurríki voru fegin að hafa komið með mat mér sér til íslands. að skoða í búðarglugga. Þeim verður tíðrætt um verðlagið sem sé ansi hátt. „Við komum með eigin bíl í ferjunni til Seyðisfjarðar og erum fegin að hafa tekið með okkur mat. Svo eldum við á tjaldstæðum því verðið á veitingastöðum er svimandi hátt. Brauð og aðrar brýnustu nauð- synjar kaupum við og verð á þeim er ekki mikið hærra en í Austurríki." Eins og hellt væri úr fötu Á Hallærisplaninu eru ung ensk hjón, David og Linda Burton, með syni sína Michael og Robert að ljúka við ísinn sinn. Þau.höfðu ferðast um Suðurland undanfarna fimm daga. „Ferðin er mjög vel skipulögð og það er séð til þess að ekki sé of stíf Jim Watts tók gítarinn með í sína fyrstu utanlandsferð en hafði heyrt að það væri bannað að spila íyrir pening á götum úti. Yíkveqi skrifar Sumarið hefur verið með betra móti, veðurfarslega, að dómi Víkveija. Sólin hefur látið sjá sig endrum og eins á suðvesturhorni landsins, meira að segja dag eftir dag í skamman tíma, og lofthiti er viðunandi fyrjr lífríkið allt. Að sjálfsögðu hafa regnský dreift gróðrarskúi'um yfirgrös, blóm, lyng og tré af gjafmildi. Og að sjáif- sögðu hefur norðanstinningurinn komið suður yfir heiðar og um fjallaskörð til að hreinsa andrúms- loftið af hvers konar mengun, sem seinni tíma menning hefur þröngv- að upp á Fjallkonuna. En allt hefur þetta þó verið með skaplegri hætti en oft áður. Sumarið er á hraðferð eins og hver annai' tími, sem vel þarf að nýta og fara með. Hver dagur er gjöf sem aldrei kemur aftur. Ekki eru nema tveir slíkir í þann mánuð, sem heitinn er eftir Ágústusi, keis- ara í hinni fornu Róm. Fólk er jafn- vel farið að hugsa til beija í mó, jarðepla undir grænum grösum, töðugjaldu, 1’ét.ta og jafnvel haust- kosninga. Það væri kærkomin síð- sumarsól í þjóðlífinu ef „óvinsæl- asta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins" hyrfi í haustskuggann, Farið hefur fé betra. xxx Víkveiji ók vinafólki suður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum, sem varí er í frásögur færandi. Þar var mýmergð af fólki, bæði brottfarar- og heimkomumeg- in. Húsfyllir er hóflegt orð yfir ijöl- mennið. Þannig ku ástandið vera lungann úr sólarhringnum. Nú er svo komið að langleiðina í hálft annað hundrað þúsunda er- lendra ferðamanna kemur til lands- ins ár hvert. íslendingar, sem fara utan, eru og eitthvað á annað hundrað þúsunda. Þá er ótalinn aragrúi farþega sem millilendir á ferð frá Ameríku til Evrópu — eða öfugt. Það má efalítið sitthvað út á þessa reisulegu flugstöð setja, ef menn eru á þeim buxunum á annað borð, en sú er skoðun Víkveija, að flugstöðin verði senn, ef hún er þá ekki þegar orðin of lítil fyrir þá umferð og starfsemi sem hún á að hýsa. Umferðin á vegipum milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonai' mælist í mörgum þús- undum bifreiða að meðaltali á dag. Greinilega er afar brýnt að búa veginn betur undir vaxandi umferð- arþunga. Þarna verða að koma hið bráðasta aðskildar tveggja reina akbrautir, hver með umferð til einn- ar áttar. xxx að er stundum sagt að íslend- ingar vinni lengri vinnudag en flestir aðrir. Gildir það ekkert síður um tvær fyrirvinnur fjöl- skyidu, þar sem þær eru tii staðar, en eina, enda lætur lífsgæðakapp- hlaupið ekki að sér hæða. Aðstæður leiða og oft til langra vinnutarna: þegar mikill afii berst á land, þegar heyannir, háðar veðri, krefjast o.s.frv. Þá búa íslendingar að löng- um og myrkum vetri og stuttum og oftar en ekki sólarvana sumrum. Það er því ekkert óeðlilegt við það, þegar grannt er gáð, að hér um bil helft þjóðarinnar fer utan, svo að segja ár hvert, til að sjá og reyna fi-amandi lönd, ekki sízt suð- rænar sólarstrendur. Þar ofan í kaupið rennur trúlega einhvers kon- ar flökkubióð í æðum þjóðarinnar, sem elur á ferðaþrá og forvitni um heimshornin öll, Flestir áfangastaðir eru nútíma- manninum innan seilingar: aðeins fárra stunda ferð um loftin blá — og dagsleið þegar lengst er farið. Útþráin felur alls ekki í sér van- mat á heimaslóðum eða því sem íslenzkt er. Þverí á móti hyggur Víkveiji að þeir, sem mest hafa séð af umheiminum og gerst þekkja til annarra þjóða, kunni öðrum betur að meta allt sem íslenzkt, er. Skemmst er að minnast þess að sum fegurstu ættjarðarljóð okkar eru ort utan landsteina [Eins og íslending dreymi undir erlendum hlyni/ mjall- hvíta jökla í mánaskini]. Það er skoðun Víkveija að af- dalaháttur og einangrunarhyggja séu ekki góðviðir í farsæld né framtíð. Og nam ekki þjóðin land sitt frá umheiminum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.