Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
ÓDÝR
HELGAR-
FARGJÖLD
London
Kr. 24.060**
Kr. 25.470*
Glasgow
Kr. 18.550
Luxemborg
Kr. 23.700**
Kr. 25.020*
Osló
Kr. 24.140**
Kr. 25.260*
Kaupmanna-
höfn
Kr. 25.170**
Kr. 26.650*
Gautaborg
Kr. 25.170**
Kr. 26.650*
Stokkhólmur
Kr. 29.550**
Kr. 31.290*
Ákveðnar reglur
gilda um helgar-
fargjöldin.
Kynntu þér þær
nánar
á skrifstofum
okkar.
Bjóðum einnig
mikið úrval af
góðum hótelum.
* Gildir í október,
desember og mars. 3
** Gildir í nóvember, 1
janúar og febrúar.
O
4 4
ÚRVAL'ÚTSÝN
Álfabakka 16, sími 60 30 60
Pósthússtræti 13, sími 26900.
MYNDLIST/Skabvaldur eba hetjaf
Vincent van Gogh oggoðsagan
Á ÞESSUM degi, 29. júlí 1990, eru eitt hundrað ár liðin frá því að
listmálarinn Vincent van Gogh lést, þrjátíu og sjö ára og Qögurra
mánaða, eftir að hafa skotið sig tveimur dögum áður. 100. ártíðar
van Gogh hefúr verið minnst víða, og hæst ber auðvitað sýningarnar
í Hollandi; þó hefur fjölmiðlafárið, sölumennskan og skefjalaus að-
dáunin verið svo mikil á stundum að það gengur vitfirringu næst.
Því er rétt að staldra við einmitt á þessum sunnudegi og líta van
Gogh frá nokkuð öðru sjónarhorni.
Takmarkaiaus aðdáun og hylling
hetjunnar er ekki hlutskipti sem
venjulega tengist myndlist. Slíkar
lýsingar eiga oftar við leiðtoga þjóða
eða trúarbragða, og er spurning
hvort sumir vilja
líta van Gogh þeim
augum. Hitt er
jafnvíst, að slík
aðdáun á sér jafn-
oft andstæðu í fyr-
irlitningu annarra,
og hetja eins hóps
er skaðvaldur ann-
ars. Til þess að
hjálpa lesendum til að sjá fleiri hiið-
ar á þeirri van Gogh-öldu, sem nú
gengur yfir heiminn, verður því hald-
ið fram á þessum vettvangi að þegar
málið sé krufið til mergjar hafi þessi
listamaður óafvitandi ekki bara ver-
ið snillingur í listrænu tiiliti, heldur
einnig slíkur skaðvaldur í félagslegu
tilliti, að myndlistarmenn munu seint
bera þess bætur.
Þar sem Vincent van Gogh skrif-
aði yfir 750 bréf til bróður síns og
nokkurra vina, er ævi hans mjög vei
þekkt, svo og hugsanir hans og til-
finningalíf. Mörg af þeim atriðum
sem þannig kpmu fram hafa hjálpað
til þess að skapa goðsögn um hvem-
ig listamaður eigi að vera í eðli sínu
og hvernig hann hljóti að haga lífínu,
ef hann vili láta taka sig alvarlega
sem listamann. Það liggur síðan í
hlutarins eðli, að nái menn ekki
mælingu samkvæmt goðsögninni,
þá geta viðkomandi tæpast verið
,ekta“ listamenn.
í gegnum mikið af bréfunum skín
slíkur ákafi í iífi og list van Gogh,
að jaðrar við ofstæki. Það komst
ekkert annað að í lífi hans. — Það
er sterkur þáttur í goðsögninni um
hvernig hinn trúverðugi listamaður
skuli vera, að myndlistin skuli vera
honum allt, en ekki nein 9 til 5
vinna. Hann skal sinna listinni hveija
vökustund, og önnur viðfangsefni
eða tómstundaiðkun kemur ekki til
greina.
Skipuleg og kerfisbundin mennt-
un á sviði myndlistar er vafasamur
ávinningur. Van Gogh sneri sér ekki
að listnámi fyrr en 27 ára gamall,
og hélst aldrei til nokkurs tíma í
kennslu hjá öðrum; mest af hans list-
ræna uppeldi var sjálfsnám, eigin
tilraunir og þreifingar (sem oftar en
ekki olli honum miklu hugarangri).
— Því mælir goðsögnin gegn lista-
skólum, enda á allra vitorði að list-
nám er óþarft og slíkar stofnanir
aðeins gróðrastíur þröngra hags-
muna, bæði listrænna og pólitískra,
ekki satt?
Það er almennt talið að a.m.k.
síðustu tvö æviárin hafí van Gogh
greinilega ekki verið heill á geðs-
munum, og kom það ef til vill best
fram í verkum hans; en það tímabil
... meiri skaðvaldur en orð fá
lýst...
(1888-1890) er einnig hátindur list-
ferils hans, og því er orsök næsta
hiuta goðsögunnar augljós. — Hæfi-
leg klikkun er þannig skilyrði þess
að verða góður listamaður; enginn
almennilegur listamaður getur því
verið trúverðugur sem slíkur án þess
að sýna að minnsta kosti af sér áber-
andi sérvisku eða skemmtilegar
kenjar, sem geta skapað einhverjar
skemmtisögur. Vill einhver nefna
íslenska listamenn sem uppfylla
þetta skilyrði goðsögunnar?
Van Gogh vann sér ekki til mat-
ar, en hafði framfæri sitt af bróður
sínum, Theo, sem ætíð sá honum
fyrir fé, sem hann mátti vart sjá af
sjálfur og í raun meira til. Listamað-
urinn lifði aldrei af list sinni og það
er ef til vill hlálegt pú á tímum millj-
arðasölu verka hans, draumaástands
listkapitalismans, að eina myndin
sem seldist á meðan hann iifði (í
janúar 1890) hangir nú í fyrrum
höfuðborg sósíalismans, Pushkin-
safninu í Moskvu. Þar sem van Gogh
lifði þannig við sult og seyru, hálf-
gerðu sníkjulífi á bróður sínum, þá
gerir goðsagan ráð fyrir að slík fá-
tækt sé æðsta takmark alvöru lista-
manna; vei þeim sem reynir að selja
verk sín eða að lifa af vinnu sinni,
og það er útilokað að sá sé sannur
listamaður, sem tekst það.
Vinnuákafí van Gogh var slíkur,
að nálgast einsdæmi. Þau málverk
sem hann lauk síðustu æviárin, eink-
um frá 1887, skipta mörgum hundr-
uðum; nánast lauk hann málverki
annan hvern dag, allan ársins hring,
helgidaga sem aðra daga. Slíkt hafð-
ist auðvitað ekki með 40 stunda
vinnuviku, eða reglusömu lífi af
neinu tagi; málverkið var honum
allt. — Þetta fordæmi leiðir síðan til
þess, að venjulegt fólk á sér varla
nokkra von í myndlistinni; vinnusemi
í meðallagi nálgast að vera leti í
samanburðinum, og íhugun, undir-
búningur og forvinnsla af öllu. tagi
er einungis til þess fallin að draga
enn meir úr afköstunum. Goðsagan
hefur sett mælikvarðann svo hátt
að flestir eftirkomendur van Gogh
ná ekki máli.
Það leiðir af nokkrum þeim atrið-
um, sem þegar hafa verið nefnd
(geðveilu, fátækt, vinnuákafa
o.s.frv.) að van Gogh hlaut að vera
einstæðingur, enda gat hann ekki
búið til lengdar með neinum, ekki
einu sinni bróður sínum; fjölskyldu-
líf var munaður sem honum veittist
ekki. — Þar sem maki og börn bjóða
upp á augljósar truflanir og persónu-
lega umhyggju, sem slævir þá ein-
beitni, sem felst í leitun listamanns-
ins, dæmir goðsagan hinn leitandi
listamann skiljanlega til einlífis og
óreglu.
A þennan hátt má halda áfram
góða stund enn við að rekja saman
ævi listamannsins van Gogh og þá
goðsögn um hvernig listamaður á
að vera, sem því miður situr svo föst
í hugum fólks. Þó skal aðeins bent
á tvö atriði til viðbótar; hann skal
vera óþekktur á meðan hann lifir,
og hljóta dramatískan dauðdaga. —
Van Gogh uppfyllir bæði skilyrðin;
það seldist aðeins ein mynda hans
meðan hann lifði, eins og fyrr segir,
og gagnrýnin umfjöllun var þá tæp-
ast hafin. Það var ekki fyrr en í
upphafi þessarar aldar, sem list hans
tók að vekja athygli, og það má
þakka ekkju Theo, bróður hans, og
síðar bróðursyni og nafna, en þau
komu list hans á framfæri, seldu
margar myndir og gáfu loks megin-
hluta verka hans til hollenska ríkis-
ins. — Það getur varla dramatískari
dauðdaga í sögunni en þann sem
átti sér stað fyrir réttri öld; skamm-
byssuskot sem geigaði, ganga heim
til dvalarstaðarins, og grátandi bróð-
ir við dánarbeðið (sem sjálfur dó
síðan úr örvinglan nokkrum mánuð-
um seinna).
Hvaða möguleika eiga listamenn
nútímans til að fylgja goðsögninni?
Nánast enga, enda fáránlegt að
leggja að jöfnu aðstæður manna
með aldar millibili. Samt sem áður
er sífellt verið að benda á van Gogh
vegna þeirra geypilegu upphæða
sem menningarsnauðir milljarða-
mæringar fást til að greiða fyrir
verk hans á uppboðum. Peningar
endurspegla hins vegar aðeins tíðar-
andann, en hafa ekkert með listrænt
gildi að gera; verk van Gogh eru
hvorki betri né verri nú en fyrir einni
öld, þegar enginn keypti þau. En
verðsins vegna er listamaðurinn nú
um stundir hetja listmarkaðarins,
og til marks um það má benda á
hversu stórt hlutfall greina um hann
hefjast á umfjöllun um peningahlið-
ina — og vísa síðan til goðsögunnar.
Vegna þessa má með vissum rétti
halda því fram að í nútímanum hafi
Vincent van Gogh — fyrir tilstilli
markaðsaflanna — orðið myndlist-
inni meiri skaðvaldur en orð fá lýst;
peningar og persónulegt líf manna
hafa orðið margfalt meira virði en
hin listrænu gildi, og fyrir það hlýt-
uröll myndlist að líða í samtímanum.
BLÚS /Hvab er xydecoblúsf
Hamwnikkur ogfiðlur
TIL eru af blúsnum ótal af-
brigði og eitt merkast þeirra á
sér rætur syðst í Louisiana.
Þangað fluttust frá norðurhluta
Bandaríkjanna fi'anskir smá-
bændur sem hraktir voru af
heimilum sínum á Austurströnd
Bandaríkjanna af mikilli
grimmd af breskum stjórnvöld-
um á átjándu öld. Þeir settust
að Louisiana og fengu viðurnef-
nið cajun af fyrrum heimahér-
aði sínu, Acadie. Þeir höfðu lit-
aða þræla líkt og aðrir og fyrir
áhrif af cajuntónlist og svörtum
blús og rytmablús varð til
zydeco.
Cajuntónlist er blanda af
franskri sveita- og skemmti-
tóniist og bandarískri sveitatón-
iist. Aðalhljóðfæri cajuntónlistar
eru fiðla og harmonikka, en einn-
ig var gjarnan
notaður gítar til
að gefa rytma
með harmonik-
kunni.
Fyrsta cajun-
lagið, Lafayette,
var tekið upp
1928 ogskömmu
síðar var fyrsta
zydecolagið tekið upp með hinum
snjalla svarta harmonikkuleikara
Amade Ardoin. Tónlistin á fyrstu
plötum Amades er ekki langt frá
cajuntónlist og reyndar er það
ekki fyrr en svarti rytmabiúsinn
er að mótast á fimmta áratugnum
sem zydeco fær á sig núverandi
mynd. Aðalhljóðfæri zydecoblús
eftir Árna
Matthíasson
THEY CALL ME ROCKIN’
ROCKIN' SYDNEYAND HIS DUKES
She’s my morningcoffee* l'mcallfngyou«They callme rockin
l'm wolking out • Mylittlegirl. Don't say goodbye
Past bedtime Send me some lovin'
Itreallyisahurtin’thing If I could.lwould
Nogood woman You ain’t nothin’ but fine
You don't haveto go.Wusted daysandwasted nights • Ya-ya
Rockin’ SidneySidney Semien og félagar í náttfötum.
er harmonikka, líkt og í cajuntón-
list. Fremsti zydecoleikari sem
uppi hefur verið, Clifton Chenier,
sem lést 1987, lék einmitt á harm-
onikku og var jafnan kallaður
konungur zydecotónlistarinnar.
Zydecotextar, sem oftast eru á
frönsku, eru gjarnan gaman'samir
og reyndar er tónlistin yfirleitt
gleðitónlist með sterkum rytma
til að gott sé að dansa við hana.
Ekki er langt síðan vinsælt varð
lagið tvíræða My Toot Toot með
Rockin’ Sidney, en það má segja
dæmigert zydecolag. í dag eru
fremstir meðal jafningja í zydeco-
tónlist Fernest Arceneaux, Rock-
in’ Doopsie og Buckwheat Zydeco,
en á síðsutu plötu Buckwheats,
sem seldist allvel, lék meðal ann-
arra Eric Clapton. Ekki má svo
gleyma Queen Ida og Bon temps-
sveit hennar, en hún hefur víða
farið og leikið zydeco og kemur
reglulega til Kaupmannahafnar
til tónleikahalds. Það er einmitt á
tónleikum sem tónlistin kemst
best til skila, enda hreinræktuð
skemmtitónlist.
Zydecotónlist á þó til sína bláu
tóna og blús þar sem harmonikka
vælir tregablandið undir er með
átakanlegustu blúsum sem völ er
eftir Eirík
Þorlóksson