Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
30 C
ÆSKUMYNDIN...
ERAF BERU NORDAL, FORSTÖÐUMANNILISTASAFNS ÍSLANDS
Foringi
í systkina-
hópnum
BERA NORDAL, forstöðumaður Listasafns
íslands, er elst sex barna Dóru Guðjónsdóit-
ur og Jóhannesar Nordal. Hún fæddist 21.
september 1954 og ólst upp í Laugarásnum,
gekk í Laugalækjarskóla og síðan í MR.
Eftir stúdentspróf 1974 fór hún í listfræði-
nám í Lundi í Svíþjóð og lauk þar BA-
prófi. Síðan færði hún sig um set til London
ogtók meistarapróf í grein sinni. Eftir heim-
komu starfaði hún á Listasafninu undir for-
sjá Selmu Jónsdóttur og varð síðan forstöðu-
maður safnsins 1987. Hún er gift Sigurði
Á. Snævarr og þau eiga tvö börn.
Bera var góður nemandi í skóla,
þótti iðin og kappsöm og sótt-
ist nám með ágætum. María Þor-
leifsdóttir, félagsráðgjafi, var vin-
kona Beru í bernsku. Þær stöllur
byijuðu námsferilinn í smábarna-
skóla sem séra Árelíus Níelsson rak
í safnaðarheimili sóknarinnar á
þeim tíma. Þær fylgdust að upp í
menntaskóla en þar fór Bera í
máladeild og María í náttúrufræði-
deild. María sagði að sér væri fyrsti
skóladagurinn í Laugalækjarskóla
mjög minnisstæður. „Ég bjó þá á
heimili hennar því foreldrar mínir
voru erlendis. Mér var reyndar allt-
af tekið opnum örmum á heimili
Beru og fjölskyldan var mjög sam-
rýnd. Eg man að við fórum eins
klæddar í skólann, í rauðum skota-
pilsum og grænum peysum. Við
vorum áreiðanlega afskaplega
fínar.“ María segir að Bera hafi
verið foringi í systkinahópnum sem
elsta systir og með töluverða ábyrgð
sem hún hafi tekið alvarlega og þær
stöllur hafi oft passað hin systkini
Beru. Þær urðu miklir aðdáendur
Bítlanna um tíu ára aldurinn. „Ég
var skotin í Lennon og Bera í
McCartney, og við dönsuðum heima
hjá okkur eftir músíkinni og
skemmtum okkur vel. Siggi bróðir
Hæg og f rekar alvörugef in.
hennar var oft með og fleiri krakk-
ar úr hverfinu."
María segir að þær hafí oft farið
í heimsóknir til vinkonu Nordalsfjöl-
skyldunnar. „Hún hét Þórdís og bjó
á Kleppsveginum, vann á símanum
í Hjúkrunarkvennaskólanum. Bera
var mjög hænd að henni og við
sóttum til hennar. Þá var skrafað
um allt mögulegt. Þórdís var fróð
og skemmtileg og afar góð við okk-
ur.“
María segir að Bera hafi verið
dugleg og samviskusöm og ákaf-
lega trygglynd. „Við lékum okkur
í venjulegum krakkaleikjum á þeim
tíma. Á þessum aldri er ekkert endi-
lega verið að velta fyrir sér hvernig
vinkona manns sé. Það kemur ekkki
fyrr en seinna. Við vorum bara
mjög nánar vinkonur og gerðum
margt saman og eg minnist ekki
að við höfum rifíst nema svona eins
og gengur. Alla vega var það þá
ekkert sem hefur sært.
Hún var hæg og frekar alvöru-
gefin, býst ég við og ekki mann-
blendin nema í sínum hópi. Eins
og ég sagði völdum við hvor sína
leið þegar við fullorðnuðumst en
samt gátum við talað saman í trún-
aði þegar við hittumst. Það er
kannski sá eiginleiki Beru sem mér
hefur alltaf þótt hvað mest til um
að hún er manneskja sem maður
getur treyst út í æsar.“
UR MYNDAS AFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
íslenskfegurð
íTívolí
Ekki eru allir sammála um rétt-
mæti þess að efna til sérstakrar
samkeppni meðal ungra stúlkna um
það hver þeirra sé fall
egust enda má segja að
fegurð sé afstætt hug-
tak. Hinu verður þó
ekki mótmælt að oft
hefur býsna vel tekist
til í fegurðarsamkeppn-
um hér á landi. Oftar
en ekki hafa stúlkumar
verið landi og þjóð til mikils sóma
og verið góð landkynning erlendis
og við Islendingar státum nú þegar
af tveimur alheimsfegurðardrottn-
ingum. í júnímánuði árið 1956 var
Ungfrú ísland kjörin með pomp og
pragt í Tívolí-skemmtigarðinum í
Reykjavík, en fegurðarsamkeppnin
var þá tiltölulega nýtt fyrirbrigði
hér á landi. Ungfrú Guðlaug Guð-
mundsdóttir var þá kjörin Ungfrú
Island, en hún varð tvítug það ár.
Hún keppti síðan fyrir hönd Islands
í alheimsfegurðarsamkeppni á
Langasandi í Kalifomíu og var sú
ferð mikið ævintýri fyrir hana, ef
marka má blaðaskrif frá þeim tíma.
Greinar og viðtöl við Guðlaugu birt-
ust í blöðum eftir keppnina hér
heima og í Morgunblaðinu segir
meðal annars: „Guð-
laugu stendur nú til
boða það starf, sem
mest er eftirsótt meðal
ungra stúlkna í þessu
landi, nefnilega flug-
freyjustarf hjá Flugfé-
lagi íslands. En hún er
óráðin hvort hún leggur
það starf fyrir sig. Næsta vetur
verður Guðlaug í Svíþjóð á lýðhá-
skóla á vegum Norræna félags-
ins...“
Aðrar sem komust í úrslit í Tívolí
sumarið 1956 voru Rúna Brynjólfs-
dóttir, sem varð í öðru sæti og hlaut
í verðlaun útvarpsgrammófón frá
Fálkanum, Þórdís Tryggvadóttir í
þriðja sæti fékk Kaupmannahafnar-
flugferð, Margrét Jónsdóttir í fjórða
sæti hlaut dragt frá Kjólabúðinni
Laugavegi 35 og Jóhanna Sigur-
jónsdóttir í fímmta sæti sem hlaut
fallegt gullúr. Myndirnar eru frá
keppninni í Tívolí.
SMÁVINUR VIIiUNNAR
(STANDFUSSIANA LUCERNEA)
Bergygla
BERGYGLAN er áhugaverð fiðr-
iidistegund sem fáir hafa augum
litið. Margar skordýrategunda
dands okkar eru nýög fátíðar og
oft staðbunduar. Osjaldan er
einnig mjög lítið um þær vilað.
Fram að þessu hafa aðeins al-
gengar tegundir verið kynntar
í þessum pistlum en nú verður sú
hefð rofín. Bergygla er sjaldgæf
tegund. Hún hefur aðeins fundist á
mjög takmörkuðu svæði í Öræfa-
sveit. Bergygla kemur fram um
mánaðamótin júlí/ágúst og hefur
fundist fram undir miðjan septem-
ber. Eggin klekjast fljótlega eftir
að þeim er orpið og lirfurnar vaxa
fram eftir hausti. Þær leggjast í
vetrardvala og halda svo vextinum
áfram næsta vor. Talið er að þær
lifí á ýmsum tegundum plantna.
Þá sjaldan bergygla fínnst er helst
að hafa upp á henni þegar hún
heimsækir blóm blóðbergsins.
Bergygla hefur um 37 mm væng-
haf. Hún er nær einlit en samt fal-
leg, þar sem hinn grábrúni litur
hennar hefur mjög svo mjúka áferð.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ . . .
Eg skal skjóta því inn að
eg álít, að bifreiðar geti
aldrei orðið nein framtíðarflutn-
ingatæki, sem að almenning-
snotum yrðu hér á landi. Þetta
segi eg ekki af því að eg sé
hræddur við bifreiðar, ef sæmi-
legrar varúðar er gætt, en allir
verða að játa, að hættan er mik-
il ef hana brestur.
Magnús Kristjánsson alþingismaður í
neðri deild 28. júlí 1914.
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
María Pét-
ursdóttir
Eg er með þijár hjá mér, Yrkju,
afmælisrit Vigdísar Finnboga
dóttur, Eins manns kona, endur-
minningar Tove Engilberts, og eina
erlenda, The inner eye of love. í
þessari bók er gerður samanburður
á kristinni trú og Búddisma. Höf-
undurinn er írskur jesúíti sem tók
doktorsgráðu í trúarbragðafræði í
Tókío og kennir þar núna. Ég er
hrifin af bókinni en hún er ekki
auðlesin.
ÁsgeirÁs-
geirsson
starfsmaður
Fiskkaupa
Núna er ég að skoða þtjár er-
lendar bækur á ensku sem
ég keyptt á fornbókasölu. Þær eru
eftir Bandaríkjamann fæddan í
Rússlandi, Velekovski að nafni.
Hann er að velta fyrir sér ýmsu
úr fortíðinni. Hugleiðingar um sögu
jarðar og jarðarbúa.
PLATAN
ÁFÓNINUM
Árni S.
Rúnarsson
starfsmaður
Ölgerðar Egils
Skallagrims-
sonar
Eg fékk lánaða nýjustu plötuna
með The Jeff Healey Band um
daginn og hún er á fóninum hjá
mér núna. Jeff Healey er að mínum
dómi einn besti blúsgítarleikarinn í
dag, og það virðist ekki há honum
að hann er blindur. Þessi plata heit-
ir See the light og er mjög góð og
sérstaklega er ég hrifinn af laginu
Nice problem to have. Annars er
ég alæta á músík, en hlusta mest
á rokk og blús.
Það er alltaf ánægjuefni þegar
Stuðmenn senda frá sér nýja
plötu. Að undanförnu hef ég verið
að hlusta á nýju plötuna þeirra,
Hve glöð er vor æska, og hún er
þrælgóð eins og við var að búast.
Ég hlusta mikið á rokk og mel-
ódíska dægurmúsík og ennfremur
hef ég mjög gaman af óperusöng,
MYNDIN
ÍTÆKINU
Ragnar
Halldórs-
son stjórnar-
formaður
ÍSAL
Eg er með kennsluspólu um brids
í tækinu mínu núna og hef
verið að horfa á hana. Þetta er
spóla með þeim Omar Sharif og
Dorothy Haydn-Truscott fyrir þá
sem eitthvað kunna fyrir sér í spil-
inu og ég hef mjög gaman af henni.
aSigþórsson
tannlæknir
Að undanfömu hef ég horft á
fræðsluspólur í mínu fagi, það
er tannlækningum. Nú til dags er
hægt að fá mjög mikið af slíkum
spólum sem fjalla um allt frá ein-
földum aðgerðum á framtönnum til
stærri uppskurða. Annars hef ég
ekki mikinn tíma til að horfa á
myndbönd, laxveiðitímabilið er enn
í fullum gangi.