Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ C 31 F egurðardrottningin gengur yfir sviðið í Tívolí og áhorfendabekkir eru þéttsetnir þetta fallega júníkvöld 1956. Guðlaug Guðmundsdótt- ir, fegurðardrottning ís- lands 1956. Þessi mynd er tekin er Thorolf Smith blaðamaður skýrði frá því að ungfrú Guðlaug Guðmunds- dóttir hefði verið kjörin til að fara suður til Kaliforníu fyrir íslands hönd, til þátttöku í hinni miklu fegurðarsamkeppni þar. A myndinni eru keppendur og for- svarsmenn, frá vinstri: Njáll Símonarson, Þórdís Tryggva- dóttir, Margrét Jónsdóttir, Thor- olf Smith, Guðlaug Guðmunds- dóttir, Rúna Brynjólfsdóttir og Einar Jónsson. SIMTALID... ER FIÐ SIGURÐ B. STEFÁNSSONMÓTSTJÓRA í GALTALÆK Afinælishátíð hindindismanna 685488 íslandsbanki, góðan daginn. - Góðan daginn, er Sigurður B. Stefánsson við? Augnablik. Það er á tali hjá honum, viltu bíða? - Ja. Halló, ertu enn að bíða? - Já. Hann er í símanum en veit að þú bíður. Viltu hinkra áfram? - Já. Halló. - Sigurður B. Stefánsson? Já það er hann. - Þetta er á Morgunblaðinu, Friðrik Indriðason heiti ég. Komdu blessaður. Blessaður. - Eg er að hringja í þig sem mótstjóra á útihátíð bindindis- manna í Galtalæk um Verslunar- mannahelgina. Mér skilst að um afmælishátíð sé að ræða. Já mikið rétt. Við erum nú að halda upp á 30 ára afmæli þessara hátíða, það er svo langur tími síðan sú fyrsta þeirra var haldin í Húsa- felli. - Verður þá meir í þessa hátíð spunnið en endranær? Við lögðum ekki upp með það að leiðarljósi í ár en vissulega verð- ur um viðameiri hátíð að ræða þegar til kem- ur. Sem dæmi má nefna að við verðum með fimm hljómsveitir í stað fjög-- urra áður, Halli og Laddi skemmta, Bjössi bolla og trúður verða meðal annars í barna- dagskránni, revían Lög í stríði verður flutt og margt fleira verður í boði. Það má segja að dagskráin hjá okkur verði mjög þétt frá klukkan níu á laugardagsmorgni og fram til klukkan þijú á sunnudagsnóttu. - Hefur þú sjálfur sótt mörg af þessum bindindismótum? Þetta verður mitt sextánda í ár. Ég er nú orðinn 22ja ára gamall og það má segja að ég hafi verið alinn upp á þessum mótum. - Bíddu ertu ekki framkvæmda- stjóri verðbréfamarkaðar bankans? Nei, nei, það er alnafni minn. Okkur er oft ruglað saman hér. - Já ég skil. En fjölskylda þín er sem sagt bindindisfólk? Já báðir foreldrar mínir eru bind- indisfólk og ég er meir og minna alinn upp í félagsskap fólks sem ekki drekkur. En hvað Galtalæk sjálfan varðar vil ég nefna að svæð- ið er ekki bara notað um Verslunar- mannahelgina. Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að nota svæð- ið til útivistar af fjölskyldufólki, svona svipað og gerst hefur með Þjórsárdalinn. - Er ekki líka að mikið hefur verið unnið að uppbyggingu svæð- isins til útiveru? Jú einmitt. Galtalækjarsvæðið hefur tekið miklum breytingum á þeim tíma sem liðinn er frá því að ég fór að fara þangað um Verslun- armannahelgar. Við erum til dæm- is búin að koma okkur upp kúlu- húsi þar sem margir dagskrárliðir verða r fluttir þannig að við er- um ekki eins háð veðri og vindum og áður var. Og ég mæli mjög með þessari hátíð. Þama verður skemmtileg blanda af fólki á öllum aldri að skemmta sér án áfengis. - Eg þakka þér fyrir spjallið Sigurður og vertu blessaður. Já vertu blessaður. Siglingin á Susy Wong vakti mikla athygli á sínum tíma. SUMARIÐ 1966 vakti það þjóðarathygli er tveir menn tóku sig til og sigldu hringinn í kringum landið á litlum 16 feta liraðbát sem bar heitið Suzy Wong. Mennirnir voru þeir Hafsteinn Sveinsson og Þórarinn Ragnarsson. Hafsteinn er enn í siglingum þar sem hann sér nú um Viðeyjarferðir en livar ætli Þórarinn ali manninn í dag? HVAR ERU ÞAU NÚ? ÞÓRARINN RAGNARSSON FYRRUM SIGLINGAKAPPI OG LANDSLIÐSMAÐUR í HANDBOLTA Stöðvaðist r l Staldrínu Þórarinn Ragnarsson er nú eig- andi sjoppunnar Staldrið í Breiðholti og hefur svo verið frá því að hann byggði staðinn 1984. Hann segir að hann hafi verið í ýmsum viðskiptum öðrum á síðustu árum, m.a. seldi hann Ólafi H. Jónssyni fyrrum félaga sínum i handbolta, fyrirtækið Gullsport í Grafarvogi. Tíma sínum þessa dagana eyðir hann aðallega í vinnunni eða með fjöl- skyldunni, hann á nú þijú börn með konu sinni, en hefur einnig gefið sér tíma til að stunda lax- veiði í sumar. „Ég hef farið nokkr- um sinnum í laxveiði í sumar og það hefur gengið ágætlega," seg- ir Þórarinn. Tildrög þess að þeir félagar fóru hringferðina með Susy Wong Þórarinn Ragnarsson eigandi Staldursins í Breiðhoíff."W'J' voru þau að þetta mun lengi hafa verið draumur Hafsteins og átti hann frumkvæðið að sigling- unni.„Ég kom meira með honum sem háseti og þetta varð afar skemmtileg sigling“,segir Þórar- inn. „Ég man að á sínum tíma þótti mörgum þetta hið mesta glæfraspil hjá okkur enda var þetta minnsti bátur sem lagt hafði upp í svona ferð en þegar uppi var staðið hafði ferðin gengið áfa]lalaust.“ Á þeim tíma sem hringferðin var farin starfaði Þórarinn sem íþróttakennari. Hann keppti einn- ig með FH í handbolta og var um árabil í landsliðinu í handbolta. Síðasta keppnin sem hann var í sem landsliðsmaður var B-heims- meistarakeppnin í Austurríki árið 1977. Á þeim tíma hafði hann ráðið sig sem íþróttafréttarita á Morgunblaðið og þar starfaði hann allt þar til hann byggði Staldrið 1984. Þórarinn segir að í dag stundi hann lítið íþróttir. „Ég skokka svoldið en íþróttaiðkun mín mætti að skaðlausu vera meiri þessa dagana. Einhvem veginn finnur maður aldrei tíma til þessa, vinnan og fjölskyldan hafa forgang hjá mér nú um stundir,“ segir Þórar- inn. Það hefur einnig lítið farið fyr- ir siglingum hjá Þórarini eftir ferðina frægu með Susy Wong. Hann segir að hann hafi ekki haft þessa siglingabakteríu í sér, svipað og félagi hans Hafsteinn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.