Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ C 11 LÖGFRÆÐI/Skerding á tjáningafrelsi? Siðareglur blaðamanna um framvindu lífs síns en hann hélt. Hann verður ekki lengur hand- bendi einhverra dularfullra og grimmra örlaga eins og honum hætti við að trúa áður. Þess var í upphafi getið að sjálfs- uppeldi væri gagnlegt þeim sem fyndu fyrir ágöllum í fari sínu, sem þeir vildu losna við. Hæglega má skilja þetta svo, að hér sé um að tala skólun sem einungis tiltölulega fáir þurfa á að halda. Það er vita- skuld ekki rétt. Þetta er í rauninni verkefni fyrir alla. Menn ættu vissu- lega að láta það eftir sér að ganga dálítið í skóla hjá sjálfum sér, vera sjálfum sér góður og nærgætinn kennari og njóta ávaxtanna. Ásgeir Friðgeirsson ritar grein í síðasta sunnudagsblað Morgun- blaðsins sem hann nefinir Siða- reglur skerða ritfirelsið. Þar fjall- ar hann um siðareglur blaða- og fréttamanna og veltir því fyrir sér hvernig þær horfa viðþví sem hann kallar „rit-frelsi“. I grein- inni segir m.a.: „Hér skal á það minnt að slíkar siðareglur varpa í raun skugga á hið frjálsa samfé- lag nútímans, - þær skerða stjórnarskrárbundið ritfrelsi." Síðar í greininni segir hann.: „Jafinhliða því sem ritfrelsið gegnir ákveðnu hlutverki er það markmið í sjálfu sér og reglur um það verða að taka tillit til þess. Hagsmuni og manneskjur ber að vernda á öðrum vett- vangi.“ * Ahersla höfundar á ritfrelsið sem æðst allra dyggða er eðlilegt þegar blaðamaður á í hlut. Hins vegar er margt að athuga við þær skoðanir sem settar eru fram í vmm—mmmmm greininni. T.d. má nefna að stjórn- arskráin verndar fleira en ritfrel- sið. Þá er horft fram hjá þeim eðlismun sem á siðareglum starfsstétta ann- ars vegar og lag- areglum hins vegar. Þá er sú skoð- un undarleg að blaðamenn eigi að vera sérstaklega undanþegnir þeirri skyldu að vernda „hagsmuni og manneskjur“, eins og greinarhöf- undur gefur til kynna. Mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar er að finna í VI. og VII. kafla hennar. Þar eru ákvæði sem tryggja mönnum prentfrelsi, friðhelgi einkalífs, persónufrelsi, friðhelgi eignaréttarins, atvinnu- frelsi, trúfrelsi og félagafrelsi. Þó ekki sé beinlínis minnst á tjáninga- frelsi eða „ritfrelsi", er almennt lit- ið svo á að það njóti stjórnarskrár- verndar. Hugmyndin með þessum ákvæðum var fyrst og fremst sú að setja ríkisvaldinu takmörk ein- staklingunum til verndar. Þau mót- uðust upphaflega í baráttu manna við ofurvald ríkisins. í samræmi við það setur ákvæðið um prentfrelsi fyrst og fremst ríkisvaldinu, þ.m.t. löggjafarvaldinu, skorður. Enginn skyldi þó hrapa að þeirri ályktun að prentfrelsið sé þar með ótakmarkað. Koma þar einkum til önnur mannréttindaákvæði stjórn- arskráinnar. Túlkun á prentfrelsis- ákvæðinu verður að taka mið af öðrum ákvæðum, þannig að óheft beiting þess komi ekki niður á öðr- um réttindum sem mönnum eru tryggð i stjórnarskránni. Mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar verður að skoða í heild. Ákvæði laga um ærumeiðingar eru dæmi um skerðingu á prentfrelsi í því skyni að vernda m.a. rétt manna til friðhelgi einkalífs. Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra réttinda sem mönnum eru tryggð í stjórnarskrá eins og Ásgeir gerir í grein sinni. Þetta er einnig í sam- ræmi við aðra framsetningu Johns Naufcynlegt er aðblada-og Qðlmiðlamenn geri sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgd semáþetm hvfliraem eina- konar merkls- berar ritfrelsij ilýðneðis- samfrlagí nú- Siðareglur skerða ritfrelsi Stuarts Mills um frelsi einstaklings- ins þar sem hann segir m.a.: „Ein- staklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sem skaða hagsmuni annarra." (Frelsið, bls. 169.) Óheft prentfrelsi sem hefur að engu hagsmuni eða önnur réttindi einstaklinga samræmist ekki þeim hugmyndum sem búa að baki stjórnarskránnh í grein sinn telur Ásgeir að siða- reglur blaðamanna feli í raun í sér skerðingu á ritfrelsinu. I því sam- bandi verður þó að hafa í huga að það er ekki ríkisvaldið sem reisir þessar skorður, heldur fijáls samtök einstaklinga sem hafa sett sér þess- ar reglur af sjálfdáðum. Þó að slík- um siðareglum svipi til lagareglna að mörgu leyti er á þeim nokkur munur. Fyrst má nefna að ríkisvald- ið framfylgir ekki þessum siðaregl- um með sama hætti og lagareglum. Þá eru þessar reglur settar með öðrum hætti en lagareglur. Að öðru leyti eru tengsl laga og siðferðis flókið úrlausnarefni sem ekki verð- ur gerð skil hér. í þessu samabandi er vert að benda á hugleiðingar Páls Skúla- sonar heimspekiprófessors þar sem hann telur „. . . að þær siðareglur sem starfsstéttir setja sér, séu fyrst og fremst tilraun til að skýra og skerpa raunverulegar siðferðisregl- ur, reglur sem eru þegar virkar í siðferði viðkomandi hóps manna eða starfsstéttar.“ (Pælingar, bls. 191.) Ef þetta er rétt eru siðareglur blaðamanna, sem og annarra starfsstétta, fyrst og fremst skrán- ing á þeim reglum sem flestir með- limir hópsins telja sér siðferðilega skylt að fylgja, óháð því hvort þær eru skráðar eða ekki. Það er því ekki hægt að fallast á það með Ásgeiri að slíkar siðareglur varpi skugga á hið fijálsa samfélag nú- tímans. Þær er þvert á móti vitnis- burður um siðferðilega ábyrga af- stöðu meðlima hópsins. Þeir vilja sýna að þeim sé treystandi fyrir því frelsi sem stjórnarskráin tryggir þeim og að þeir séu tilbúnir til að virða önnur réttindi sem mönnum eru tryggð í stjórnarskránni eða lögum, eða önnur siðferðilega verð- mæti. Siðareglurnar eru taldar svo mikilvægar að þeir eru jafnvel til- búnir til að veita starfsbræðrum sínum aðhald til að knýja þá til að fara eftir þessum reglum. Sá sem þetta ritar er t.a.m. ekki meðlimur í Blaðamannafélagi íslands. Ég er þó ekki í neinum skilningi „ritfijáls- ari“ en meðlimir þess félagsskapar, enda er það mat mitt að ég sé bund- inn af ákveðnum reglum í skrifum mínum sem eru í öllum aðalatriðum sambærilegar við siðareglur Blaða- mannafélagsins, sem flestar eru augljósar og sanngjarnar. Sá sem heldur að hann geti gengið framhjá reglunum, með því að skrá þær ekki eða segja sig úr félagsSkap sem hefur sett sér slíkar reglur, misskil- ur eðli þeirra og hlutverk. ópu frá Qörrum löndum, einkum Asíu . ..“ Árið 1523 kom út fyrsta bókin í Bretlahdi með leiðbeiningum um tijáplöntur og farið var að gera þaðan út skipulega leiðangra til þess að leita að tijám og jurtum. Með landafundunum luktist upp hinn ótrúlegi lífheimur Ameríku og þá sáu ríkismenn í Bretlandi áður óþekkta möguleika til að safna tijám og jurtum í garða sína. Frá Bret- landi komu líka margir brautryðjend- ur á þessu sviði og juku tegunda- fjölda í heimalandi sínu. Sigurður segir frá David nokkrum Douglas, sem fór til Norðvestur-Ameríku og sendi þaðan 254 tegundir plantna, þar á meðal tegundir sem nú eru hinar þýðingarmestu meðal trjáa í skógrækt heimsins í dag: geislafuru, sitkagreni og dögglingsvið — og reyndar mætti bæta við þeirri fjórðu: stafafurunni. Hann gerir nánar grein fyrir rækt- un þessara tegunda í Evrópu, einkum norðurhlutanum og er það hin áhuga- verðasta lesning. Að því er tegundafjölda varðar hefur ísland þó nokkra sérstöðu vegna legu landsins og fjarlægðar frá fjölbreyttari gróðurríkjum. Hér vaxa aðeins 450 tegundir af svoköll- uðum æðri plöntum eða aðeins þriðj- ungur þess sem er við svipuð loft- slagsskilyrði í Skandinavíu. Af þess- um fjölda er talið að 90 tegundir hafi borist hingað til lands vegna búsetu manna. ísland er því kjörið dæmi til þess að sýna hvernig úthaf lokar leið plantna að landsvæði þar sem þær gætu hæglega vaxið. Þetta á ekki bara við um jurtir heldur einn- ig margar tijátegundir. Hér á landi fóru danskir menn um síðustu aldamót að reyna ýmsar er- lendar tijátegundir. Þeir höfðu orðið fyrir áhrifum af hreyfingum sem átti rætur að rekja til Þýskalands á 18. öld. Þessi tilraun Dananna tókst því miður ekki nema að litlu leyti en sjá má litlar þyrpingar af þessum innfluttu tijátegundum og einstaka tré á nokkrum stöðum hér á landi sem bera framsýni þessara manna vitni. Sigurður rekur síðan söguna áfram til þess er Hákon Bjarnason hóf tilraunir með innfluttar tijáteg- undir á nýjan leik. Og nú varð árangurinn betri. Greininni lýkur hann með þessum orðum sem mér fínnst góð lesning og er viðeigandi svar við spurningunni í upphafi þessa pistils: „Hákon sem var vel menntur og víðsýnn náttúrufræðingur vissi að gróðurríki íslands gaf aðeins tak- markaða hugmynd um lífsskilyrði fyrir piöntur. Hann vissi að það þyrfti að hjálpa þeim hingað yfír liið mikla úthaf sem umlykur landið. Þetta gerði hann svo um munaði. Árangurinn blasir nú við. Yfir 100 tijátegundir víðs vegar úr heiminum hafa fengið að spreyta sig hér. Um tíu þeirra hafa þegar numið land og eru orðnar hluti af gróðurríki ís- lands. Margar fleiri eiga eftir að gera það. Þar með hefur náttúran sjálf staðfest enn einu sinni að landa- mæri þjóða eru ekki landamæri tijánna. íslendingar hafa tekið þessari hegðan tijánna vel eins og gestrisn- um húsráðanda sæmir þegar ókunna ber að garði. Þeir ætla fleiri og fleiri að opna lendur sínar fyrir gestunum. Þeir ætla að láta draum sinn rætast um margan grænan lund og fjöl- skrúðugan í landinu nakta. Og spuija ekki um ætt og uppruna tijánna, bara hvort þau vaxi og þrífist." MANSTU UTSOLUNA OKKAR í FYRRA? ÚTSALAN HEFSTÁ M0RGUN 70% 60% 50% HlaUPaskÓr Reebok_sk°r S—2, L.A-eear k IÚTSAI LA Skólavörðustíg 14 - Símar: 24 5 20 & 1 70 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.