Morgunblaðið - 29.07.1990, Page 20

Morgunblaðið - 29.07.1990, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MEIMNIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ Rykk rokk RYKKROKK er ein helsta rokkhátíð ársins og að þessu sinni verður það haldið 11. ágúst nk. Þar koma fram 12 hljómsveitir, en aukinheldur verður einskonar fjölskylduhátíð. * ARykkrokki koma fram að þessu sinni hljóm- sveitimar Júpíters, Frímann, Skandall, Sororicide, Sér- sveitin, INRI, Nabblastreng- ir, Ber að ofan, Megas og hættuleg hljómsveit, Sykur- molamir, Risaeðlan og Langi Seli og Skuggamir. Tónleikamir hefjast kl. 17, en fyrr um daginn verður barna- og fjölskylduskemmt- un, sem standa mun frá kl. 14.00 til 17.00. Hættuleg hljómsveit ÞAÐ hefur tekið tíma að koma á markað nýjustu plötu Megasar, Hættuleg hljómsveit og glæpakvend- ið Stella, en nú hefur plat- an loks litið dagsins ljós. búðinni. Allar plötur eru númeraðar og var eintak nr. 3.000 eyðilagt við hátíðlega athöfn í Hard Roek Café fyr- ir skemmstu til að tryggja að platan næði ekki gullsölu. Að sögn eins að- standenda plötunn- ar komu upp öll hugsanleg og óhugsan- leg vandamál sem töfðu hana hvað eftir annað. Hann sagði þegar hafa selst mikið af henni og væri hún á góðri hreyf- ingu. Það hefur tafið sölu nokkuð að platan er aðeins seld til áskrif- enda, en til að auðvelda fóki að nálgast hana verður hún seld í Plötu- Whitesnake Ein fremsta þungarokksveit heims. DÆGURTONLIST /Hvenœr hefst slagurinn? Jólin koma Bless Fyrsta breiðskífan. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bubbi Morthens Plata fyrir Steinar. ENN er langt til jóla, en vinna við plöturnar sem bítast munu um söluna næstu jól er komin vel á veg og margir eru í hljóð- verum við upptökur. Það er því orðið nokkuð ljóst hvaða plötur gefhar verða út, þó enn eigi ein- hverjar eftir að bætast í hópinn ef að líkum lætur. Cjteinar hf. verður um- O svifamesta útgáfan um þessi jól, sem svo oft áður. Bubbi Morthens hóf í vik- unni upptökur á næstu breið- skífu sinni, með þeim Christ- ian Falck, Ken Thomas og Hilmari Erni Hilmars- syni. Ekkert verður af því að gefinn verði út fyrirhug- aður safnkassi með Bubba, vegna deilna hans við fyrr- um útgáfufyrirtæki sitt. Todmobile er í hljóðveri að vinna við aðra breiðskífu sína. Karl Örvarsson er að taka upp sína fyrstu breið- skífu, en forsmekkur að þeirri plötu er lagið 1.700 vindstig á safnplötunni Bandalög 2. Karl mun vinna skífuna með aðstoð Þor- valdar B. Þorvaldssonar úr Todmobile. Nýdönsk er í hljóðveri að taka upp breið- skífu, sem gerð er með að- stoð fimmta meðlims sveit- arinnar Jón Bítlavins Ólafs- sonar. Sólóplata frá Friðrik Karlssyni bíður nú útgáfu og kemur sennilega út í haust. Einnig verður gefín út plata með safni laga með Mezzoforte fyrir Bandaríkj- amarkað. Sú sveit sem átti aðra söluhæstu plötu síð- asta árs, Sálin hans Jóns míns, hefur ákveðið að hvíla sig og þjóðina að þessu sinni og verður því ekki með í slagnum. Einnig hyggst Steinar að gefa út breið- skífu með Mannakomum. Skífan gaf út níu plötur á s’ðasta ári og allar líkur eru á að svipað komi út á þessu uári. Búið er að ákveða fimm titla og þar á meðal er plata Síðan skein sól sem verður þriðja breið- skífa sveitarinnar og fylgir eftir platínuplötu síðasta árs. Björgvin Halldórsson verður áberandi um jólin eins og svo oft áður, en hann stýrir upptökum á breiðskífu frá Ladda sem Skífan mun gefa út og er einnig fremstur meðal jafn- ingja á breiðskífu sem hann vinnur með Gunnari Þórð- arsyni, Magnúsi Kjartans- syni og Pálma Gunnarssyni. Þeir félagar munu leika sem hljómsveit með aðstoð Gulla Briem og B.J. Cole í haust og er vinnuheiti sveitarinn- ar Sléttuúlfar. Langi Seli og Skuggamir gerðu útg- áfusamning við Skífuna í vor og átti sveitin lag á safnplötunni Hitt og þetta og breiðskífa er væntanleg frá Sela og félögum. Edda Heiðrún Bachmann fer með aðalhlutverkið á bamaplötu sem bera mun heitið Barna- borg, en hún hefur sér til aðstoðar bamakór. Smekkleysa sendir frá sér tvær plötur í haust, eina tólftommu með Risaeðlunni með tveimur nýjum lögum og einhverju eldra og breið- skífuna Gums frá Bless. Þessar plötur em báðar gefnar út ytra fyrst og fremst og verða með ensk- um textum. Einnig er í vinnslu breiðskífa frá Ham., en sem stendur eru líkur á að hún komi ekki út fyrr en í janúar. Líklega eiga fjölmargar plötur eftir að bætast við þær sem hér era taldar, og reyndar má bæta við Rokkl- ingaplötu, sem verið er að leggja drög að. Ekki er svo gott að segja hvenær fyrir- huguð Krýsuvíkurplata kemur út, en hún átti að koma út fyrir tveimur mán- uðum. Einnig má geta þess að Possibillys er með klára plötu og leita að útgefanda. Ef allt þrýtur hyggst sveitin gefa plötuna sjálf út. eftir Ámo Motthíasson Þungarokkveisla EINIR mestu rokktónleik- ar ársins, og reyndar ára- tugarins, á Islandi eru fyrirhugaðir tónleikar þungarokksveitarinnar Whitesnake í Reiðhöllinni 7. september næstkom- andi. Þar hitar upp hljóm- sveitin Quireboys, en fregnir herma að fleiri gestir gætu slegist í hóp- inn. itesnake, sem verið hefur á för um Bandaríkin og verður eitt aðalnúmerið á Monsters of Rock í Donington, heldur aðeins þessa einu tónleika á Norðurlöndum og búast að- standendur tónleikanna við fjölda gesta frá Skandinavíu. Ekki þarf að fjölyrða um Whitesnake, sem söngvarinn snjalli David Coverdale stofnaði 1978, en þess má geta að Steve Vai, sem margir telja einn fremsta gítarleikara seinni tíma, er með í för og hefur leikið í þessari tónleikaferð við hlið gítarleikarans Adrians Vanderbergs. Quireboys, sem hitar upp fyrir Whitesnake, er ein efni- legasta þungarokksveit Bretlands í dag og fyrsta breiðskífa sveitarinnar seld- ist einkar vel þar í landi. Því er svo við að bæta að Sharon Osboume, eiginkona Ozzy Osbourne, er umboðsmaður Quireboys og verður því með í för og jafnvel er búist við a Ozzy taki að sér að vera kynnir á tónleikunum. Sem stendur eru og nokkrar líkur á að Poison troði upp en Poison, og reyndar Quirebo- ys einnig, leikur á Monsters of Rock tónleikunum. ■ EIN vinsælasta þunga- rokksveit síðustu ára er bandaríska sveitin Bon Jovi sem söngvarinn Jon Bon Jovi leiðir. Þarsíðasta plata sveitarinna, Slippery When Wet, seldist í milljón- um eintaka og síðasta plata, NewJersey, seldist ámóta. Eftir að tónleikaferð til að fylgja New Jersey eftir lauk hefur Jon fengist við sitt- hvað annað en tónlistina, lék meðal annars í kvik- myndinni YoungGunsII, en hefur nú hafið vinnu við sólóskífu. Að hans sögn era engar líkur á að Bon Jovi- sveitin komi saman að nýju á næstunni. Tónlistin á plöt- unni nýju er sögð allfrá- bragðin plötum Bon Jovi- sveitarinnar, en við sögu á henni koma meðal annarra Elton John og JeffBeck. MPOPPMINJASALA er ábatasöm, ekki síst ef verið er að selja minjar tengdar Jimi Hendrix. Fyrir skemmstu seldist á uppboði hjá Sotheby’s Fender Strat- ocaster sem goðið átti forð- um og fór gripurinn á 180.000 sterlingspund, sem era um 18 milljónir ísl. kr. og þótti sumum nóg um. Síðar kom í ljós að kaupand- inn, sem bauð í gítarinn í gegnum síma frá Italíu, reiknaði skakkt í huganum þegar hann var að snúa kaupverðinu í lírar og hélt sig vera að gera reyfara- kaup og kaupa gítarinn á 18.000 pund (um 180.000 ísl. kr.). Þegar verð er hátt freistast óprúttnir til að selja svikna vöra, en stein- inn tók úr þegar reynt var að selja á uppboði skömmu fyrir jól plötu sem Jimi var sagður hafa áritað 1971, en hann lést sem kunnugt er 18. september 1970. Blautir Greifar GREIFARNIR hafa verið ein vinsælasta poppsveit landsins frá því hljóm- sveitin sigraði í Músíktil- raunum Tónabæjar 1986. Síðan hefur sveitin sent frá sér tólftommur og eina breiðskífti, þar til nú ný- verið að frá henni kom safiiplatan Blautir draum- ar. ABlautum draumum éra tólf lög (fjórtán á kassettu og geisladisk). Fjögur þeirra era ný og samin fyrir þessa plötu, Súsí, Rútan, Hún er svo sæt og Taxi, en hin eru eldri lög, sem mörg hver hafa orðið vinsæl, t.a.m. Úti- hátíð, Frystikistulagið, Ást og Þyrnirós. Steinar gefur plötuna út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.