Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ C 29 David og Linda Burton með syni sína Michael og Robert sögðust ánægð með ferðina en ódýrara hefði verið að ferðast til Banda- ríkjanna. Þetta þýska par var að bíða eftir strætó í Lækjargötu og voru þau nokkuð óhress með aðbúnað á tjaldstæðum yfirleitt. dagskrá." Er eitthvað sem hefur komið þeim á óvart? „Já, reyndar en ég man ekki alveg hváð það er,“ segir David. „Reykjavík er reyndar miklu minni en við héldum. Veðrið hefur komið á óvart. Fyrstu tvo dagana var eins og hellt væri úr fötu og maður sá ekki neitt. Fólk er mjög vingjarnlegt; en verðlagið drottinn minn, það er þrisvar sinnum hærra en við bjuggumst við. Núna keyptum við fjóra ísa á níu hundruð krónur sem er ekkert smáræði. Og ferðin okkar sem tekur viku kostar þtjú þúsund pund (315.000 ÍSK), bæði flugið og uppihald. Fyrir minna fé gætum við farið til Bandaríkjanna í Disneyland og allt mögulegt. En sem betur fer borguðum við alla ferðina heima. Við komum með níu þúsund íslenskar krónur með okkur og eigum ennþá talsvert eftir.“ Hóparnir verstir Par frá Vestur-Þýskalandi er að bíða eftir leið fimm í Lækjargötu. Þau hafa farið hringinn í kringum landið á eigin vegum og gist í tjaldi. „Við erum mjög óhress með aðbún- aðinn á tjaldstæðunum. Það er allt of mikið af fólki og hreinlætisaðstað- an stendur ekki undir fjöldanum. Og verstir eru hóparnir sem koma í rútum. Það er verið að skemmta sér langt fram á nótt og enginn svefhfriður fyrir þá sem vilja hvíia sig eftir erfiða göngu. Samt má ekki gleyma því að landið er ótrú- lega hreint miðað við allan ferða- mannafjöldann." Allar fram- kvæmdir við Gullfoss stranda á Qárskorti A IVelvakanda 26. júlí birtist bréf, þar sem spurt er um framkvæmd- ir við Gullfoss. I áratugi hefur verið rætt um það að koma upp aðstöðu fyrir ferðamenn við Gullfoss. Margar tillögur hafa verið gerðar að slíkri aðstöðu. Allar framkvæmdir hafa til þessa strandað á fjárskorti. Ferðamálaráð hefur ítrekað reynt að fá fjárveitingar til þessara framkvæmda, sem ekki verða fjármagnaðar af öðrum sjóðum en sameiginlegum sjóði okkar allra. Þetta aðstöðuleysi hefur veið okkur öllum til skammar. Þetta er sá stað- ur, sem flestir erlendir ferðamenn heimsækja í íslandsferðum sínum. Á fjárlögum fyrir árið 1990 voru veittar 4 milljónir króna til fram- kvæmda við Gullfoss. Gerð var til- laga um byggingu aðkomusvæðis við Gullfoss. Sú tillaga var samþykkt 27. júní sl. af Skipulagi Ríkisins. Gróf kostnaðai'áætlun gerir ráð fyrir að verkið kosti um 18 milljónir króna. Það er því ljóst að komi ekki til meiri fjár"veitingar, eða framlaga í öðru formi verður verkið því miður ekki klárað á næstunni. I viðbót við þær 4 milljónir, sem veittar voru á fjárlögum hefur tekist að fá 3-4 milljónir af öðrum fjárveit- ingum til Ferðamálaráðs og Náttúru- verndarráðs. Ilið samþykkta skipulag gerir ráð fyrir að upphaf Kjalvegar verði flutt mun vestar en nú er og reist verði aðstaða á hæðinni vestan við núver- andi Kjalveg. Þá er gert ráð fyrir 107 skipulegum bílastæðum. Lagður verður stigi frá bílastæðum niður á árbakkann. Vegna fatlaðra og þeirra sem erfitt eiga um gang er gert ráð fyrir að núverandi bílastæði verði einnig áfram í notkun. Viðræður hafa staðið yfír við ýmsa aðila, sem málinu tengjast og er það von okkar að með samstilitu átaki allra, sem málinu tengjast þá getum við sumarið 1991 farið kinnroðalaust rrieð ferðamenn að Gullfossi. Magnús Oddsson. Útlendingar leggi fram trygg- ingu áður en lagt er í óbyggðaferð Til Velvakanda. Ennþá einu sinni lá við slysi á erlendum ferðamönnum í óbyggðum landsins þegar bresku jarðfræðinemarnir týndust á Fimm- vörðuhálsi á dögunum. Það var meiri Guðsblessunin að þau skötu- hjúin skyldu finnast á lífi og enn einu sinni voru það íslenskir björg- unarsveitarmenn sem komu til hjálpar. En ekki var að heyra í sjón- varpsviðtalinu sem haft var við þau að þau gerðu sér grein fyrir þeirri hættu sem þau höfðu verið í. Ungfrúin sagði að það hefði verið mjög skemmtilegt að dvelja í álpok- anum með unga manninum þessa 27 tíma. En ætli það hafi verið jafn skemmtilegt hjá björgunarsveitar- mönnunum meðan þeir gengu fram og aftur um jökulinn og leituðu þeirra? Og ekki mælti ungfrúin né ungi maðurinn eitt einasta þakkar- orð til björgunarmannanna. Þetta vekur þá spurningu hvort ekki sé kominn tími til að við íslend- ingar förum þess á leit að leiðangr- ar sem þessir leggi fram tryggingu áður en lagt er upp í slíka dvöl þótt um sumar sé því að alltaf er allra veðra von eins og dæmin sanna. Ég minnist fréttar í Morgun- blaðinu frá því í apríl árið 1988 þar sem sagt er hvernig Grænlendingar haga þessum málum. I fréttinni segir orðrétt: „Sækja verður um leyfi til slíkra ferða hjá Grænlandsmálaráðuneyt- inu í Kaupmannahöfn. Þó að ferða- frelsi sé grundvallarregla á Græn- landi, er reynt að sporna við því eins og unnt er að leiðangrar íþyngi grænlenskum björgunarsveitum í tfma og ótima. Þess vegna er kraf- ist reynslu, t.d. í fjallgöngum, við- komandi verða að vera búnir fjar- skiptatækjum og leggja fram skilríki um tryggingar eða banka- innborgun að upphæð um 500.000 danskar krónur (ríflega 3 milljónir ísl. kr).“ Á núverandi gengi sam- svarar það 4.7 millj. kr. Hvernig væri að við íslendingar tækjum Grænlendinga okkur til fyrirmynd- ar í þessum efnum? Eftir fréttum að dæma er leið- angur jarðfærðinemanna hingað til íslands þáttur í námi þeirra og munu margir slíkir hópar koma hingað á hveiju ári og kallast rann- sóknarhópar eða vísindahópar. Að nafninu til mun það vera sett sem skilyrði fyrir leyfi til slíkra rann- sókna að hóparnir skili niðuretöðum eða skýrslum um ferðina til viðkom- andi yfirvaida hér, sennilega Vísindaráðs. En mér er spurn: Er eitthvað gengið eftir því af alvöru að skýrslum sé skilað? Og er ein- hver sem fylgist með því hvort hóp- arnir falli í rauninni undir það sem kallað er vísindamenn eða hvort hér er einfaldlega um að ræða skóla- nemendur á skólaferðalagi eða með öðrum orðum venjulega ferðamenn? En í skjóli þess að kallast vísinda- menn fá þeir ýmis konar ívilnanir t.d% vegna matarinnflutnings o.fl. Ég er ekki að mæla með því að við séum einstrengingsleg í þessum málum, en erum við ekki einum of eftirgefanleg eða undanlátssöm við útlendinga? Hvers vegna setjum við ekki reglur sem eru okkur hagstæð- ar og sjáum til þess að eftir þeim sé farið? Útlendingar eru vanir regl- um og fara eftir þeim ef þeim eru kynntar þær. Björg Iþróttaandinn svífur yfir ríkissjónvarpinu Til Velvakanda. Hvers eiga sjónvarpsáhorfendur að gjalda þetta sumarið? Það mætti halda að búið væri að breyta Ríkissjónvarpinu í sérstaka íþrótta- sjónvarpsstöð. Allan júnímánuð var boðið upp á beinar útsendingar frá Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu og af þeirri miklu umræðu sem var þá í gangi, var ljóst að ekki voru allir sáttir við þær. Þá var allt látið víkja, fréttir og fastir þættir. Svo var Wimbledon-mótið í tennis haldið og að sjálfsögðu bein- ar útsendingar frá því móti. Fyrir stuttu var svo Landsmót ung- mennafélaganna haldið og þá var stór hluti dagskrárinnar lagður undir það mót, fyrir nú utan allar aðrar íþróttir sem fylgst er grannt með og sýndar í sjónvarpinu. Og nú síðast eru það Friðarleikarnir í Seattle. Alls staðar er skotið inn i dagskrána myndum frá leikunum, og yfirleitt á besta sýningartíma'. Það má bara ekki vera íþróttamót þá er það komið í sjónvarp „allra landsmanna“. Svo virðist sem íþróttaandinn svífi yfir ríkissjón- varpinu þetta sumarið. Állir sem eiga sjónvarp eru neyddir til að greiða afnotagjald til ríkissjónvarpsins en við sem borg- um reikningana fáum engu ráðið eða breytt um dagskráretefnu sem við er höfð þar á bæ. Sjónvarpinu er ætlað að vera fyrir allan landslýð og þá á að sýna efni sem þorri áhorfenda hefur gaman af, ekki einhver fámennur hópur íþróttaáhugamanna. Ég hef fengið mig fullsaddan af íþróttamótum og beinum sýningum þaðan í sjónvarpinu. Grátlegast finnst mér að borga dagskrá sem mér finnst hundleiðinleg. Óskar iðjasstónteikar sunnudag kl. 21.30 Kvartett Guðmondar Ingólfssonar Guðmundur píonó, Guðmundur Steingrímsson trommur, Gunnnr Hrnfnsson bnssi og Ómor Ejnarsson gítar. Óvæntir gestir Heiti Mttirinn x Fisclersiiii Egils saga og Úlfar Tveir Ný bók eftir Einar Pálsson kemur út 1. september. Ritið er vandað að allri gerð, 360 blaðsíður, í fallegu bandi, með tilvísun- um og nafnaskrá. í riti þessu er Egils saga Skallagrímssonar krufin ásamt nokkrum helztu stefjum Snorra Eddu. Lagðar eru fram lausnir á þeim gátum, sem aldrei hefur fundizt skýring á fyrr: Hvers vegna var Egils saga skrifuð? Fyrir hvern? Hver hluti hennar er sagnfræðilegur og hver goðfræðileg- ur? Er Egils saga launsögn? Ef svo er, hvað merkir alle- górían? Stef Snorra Eddu eru á sama hátt krufin og reynt að skilja rætur þeirra. Þá er landnámsbaugur Vesturlands sýndur í bókinni, og tengsl íslendingasagna og Eddu við himinhring skýrð. Að lokum er þess til getið, hvernig unnt er að tengja elztu goðsagnirnar við þekktustu mannvirki steinaldar. Áskrifendur að ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar eru beðnir að hafa samband við forlagið sem fyrst. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík, sími 25149. C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.