Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 185. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Vilja verða heimsmeistarar Knattspyrnulið einfættra hermanna í E1 Salvador æfir sig nú af kost- gæfni fyrir heimsmeistaramót knattspyrnumanna, sem misst hafa fót, en það fer fram í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Lið hersins í E1 Salvador hefur unnið mótið þrisvar í röð og stefnir að fjórða titlinum. Hermennirnir slösuðust er þeir stigu á jarðsprengjur. Moskvustj órniii vill leyfa 100% eign út- lendinga í fyrirtækjum Moskvu. Reuter. lendra aðila og sovéskra einum saman. Leyfa yrði útlendingum að stofna og starfrækja fyrirtæki sem þeir ættu að öllu leyti. Hið nýja frumvarp verður tekið til umijöllunar í sovéska þinginu í byijun næsta mánaðar. Ekki hefur verið skýrt nánar frá efni þess og því ekki Ijóst hvort einhveijar skorð- ur verða settar við starfsemi er- lendra fyrirtækja og meðferð hagn- aðar þeirra. TASS hafði eftir háttsettum embættismanni að frumvarpið fæli í sér stórauknar ívilnanir fyrir sam- eignarfyrirtæki sem útlendingar ættu meira en 30% hlut í. Mun það gert til að örva erlend fyrirtæki enn frekar til fjárfestinga í Sovétríkjun- um. SOVÉTSTJÓRNIN opnaði erlendu fjármagni leið inn í sovéska hag- kerfið í gær er Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra lagði fram laga- frumvarp er mun heimila starfsemi fyrirtækja sem eru að öllu leyti í eigu útlendinga, að sögn TASS-fréttastofunnar. „Það er útilokað að taka upp markaðskerfi í Sovétríkjunum með- an landið er einangrað frá alþjóða- markaði," sagði Ryzhkov í samtali við TASS. Hann sagði að menn næðu ekki nema hálfum árangri með sameignarfyrirtækjum er- Bandaríkin: Minnkandi viðskiptahalli Washington. Reuter. HALLI á utanríkisverslun Banda- ríkjamanna var minni í júní en nokkru sinni i einum mánuði frá í júní 1983, samkvæmt upplýsing- um bandaríska viðskiptaráðu- neytisins. Fréttin kom sérfræð- ingum í efnahagsmálum á óvart og er talið að hún kunni að styrkja stöðu dollars. Hann lækkaði þó enn á gjaldeyrismarkaði í Evrópu í gær og hefur ekki verið lægri gagnvart þýska markinu í hálft níunda ár, eða ígildi 1,5505 marka. Hallinn á utanríkisviðskiptum Bandaríkjamanna nam 5,07 millj- örðum í júní eða sem svarar 300 milljörðum ÍSK. Erþað 34,7% lækk- un frá í maí er hallinn var 7,77 milljarðar dollara. í heild er við- skiptahalli Bandaríkjamanna fyrstu sex mánuði ársins 45,81 milljarðar dollara og er það 15,7% lækkun miðað við sama tíma í fyrra. Út fluttu Bandaríkjamenn vörur fyrir 34,30 milljarða dollara í júní eða meiri upphæð en áður í einum mán- uði. Er það 4,6% aukning frá í maí. Innflutningur lækkaði um 2,9% frá í maí eða í 39,37 milljarða dollara. Reuter Jórdanskir stuðningsmenn Saddams Husseins Iraksforseta héldu útifundi til stuðnings Hussein í gær. Ungi maðurinn heldur á spjaldi þar sem þess er krafist að George Bush Bandaríkjaforseti, Hosni Mubar- ak forseti Égyptalands og Fahd konungur Sádi Arabíu verði teknir af lífí. * Irakar beina spjótum að þegnum Bandaríkjanna og Bretlands: Ekki hefur verið upplýst hvað yfir- menn flotans eigi að gera ef skip- stjórar óhlýðnast skipun um að stöðva en talið er að þeir hafi heim- ild til að skjóta viðvörunarskotum. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti fordæmdi innrás íraka í Kúvæt harð- lega í gær. Hvatti hann til pólit- ískrar lausnar deilunnar því ella kynni ástandið þar að leiða til hættu- legrar keðjuverkunar er ógnaði allri heimsbyggðinni. Hvorki meira né minna en 18.000 flóttamenn komu í gær frá írak til Jórdaníu. Flestir voru Egyptar. Stjórnarkreppa í Austur-Þýskalandi: Jafnaðarmenn hóta að torvelda sameiningn Austur-Berlín. Reuter. JAFNAÐARMENN í Austur-Þýskalandi hóta að fella samning um fram- kvæmd sameiningar þýsku ríkjanna. Þessi tilkynning kemur í kjölfar þess að leiðtogar flokksins ákváðu að slíta sljórnarsamstarfi við kristi- lega demókrata á fimmtudag. Búist er við að þingflokkur jafnaðar- manna samþykki stjórnarslitin á morgun, sunnudag. Nú er unnið að gerð síðari ríkja- samnings þýsku ríkjanna um sam- eininguna. Sá fyrri kvað á um fram- kvæmd myntbandalagsins 1. júlí en sá síðari mun fjalla um öll ágrein- ingsefni sem tengjast inngöngu Austur-Þýskalands í Vestur-Þýska- land. Wolfgang Thierse, formaður austur-þýskra jafnaðarmanna, sagði í gær að flokkur sinn gæti að svo stöddu ekki fallist á ríkjasamning þýsku ríkjanna. Jafnaðarmenn eru í lykilaðstöðu því tveir þriðju hlutar þingmanna þurfa að samþykkja samninginn og inngönguna. Stjórnmálaskýrendur rekja hótan- ir jafnaðarmanna að nokkru leyti til þess að Lothar de Maiziere forsætis- ráðherra rak tvo ráðherra þeirra á miðvikudag. Ástæðan var að sögn sú hversu vanhæfir þeir væru en mörg austur-þýsk dagblöð bentu á það í gær að ef leggja ætti -sömu mælistiku á alla ríkisstjórnina þá yrði lítið eftir af henni. Vestur-þýskir þingmenn eru nú farnir að ræða um að sleppa verði gerð ríkjasamnings ef stjórnarkrepp- an í Austur-Þýskalandi verður ekki leyst. Það þýðir að sett yrðu lög í Vestur-Þýskalandi um ýmis vafaat- riði varðandi sameininguna en Austur-Þjóðverjar hefðu þá lítið um þau atriði að.segja. kom saman í gær til að ræða um afdrif útlendinganna í írak og Kúvæt og lýsti yfir „áhyggjum og ótta“. Jafnframt var fram- kvæmdastjóri SÞ, Javier Perez de Cuellar, beðinn að grípa til „viðeigandi ráðstafana.“ Oljóst er hvað verður um Bandaríkjamenn og Breta í Kúvætborg. Þeir Bret- ar sem hlýddu fyrirskipunum í fyrradag og komu á lúxushótel þar í borg komu að tómuin kofun- um því enginn íraskur embættis- maður var þar til að taka á móti þeim. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að tilflutningurinn á banda- rískum ríkisborgurum í Bagdad væri brot á alþjóðalögum. írösk stjórnvöld tilkynntu bandarískum yfirvöldum í gær að ekkert amaði að fólkinu en létu ekki uppi hvar það væri niður komið. Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Breta, sagði að stjórn sín myndi ekki láta Iraksforseta beygja sig með þessum aðferðum. „Mig grunar að takmark íraka sé að veikja mótspyrnu okkar og Bandaríkja- manna og að þeir ætli að nota þegna okkar í þeim tilgangi,“ sagði Hurd. „Þessi hefur löngum verið háttur stigamanna .. en við látum ekki bugast." Bandaríski flotinn á Persaflóa og Rauðahafi er nú byrjaður að fram- fylgja hafnbanni á Irak að fyrirskip- an Bandaríkjaforseta. Sjóliðar hafa heimild til að stöðva öll skip sem fara um þessi svæði, ganga um borð og leita af sér allan grun um að verið sé að brjóta viðskiptabann SÞ. London. The Daily Telegraph. ÁHYGGJUR manna vegna Breta og Bandaríkjamanna í írak og Kúvæt fara nú vaxandi. í gær voru 35 Bandaríkjamenn í Bagdad fluttir á ókunnan stað og annan daginn í röð fékk breskt sendiráðsfólk ekki að huga að um 200 Bretum I höfuðborg íraks. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna • • Oryggisráð SÞ lýsir yfír áhyggjum og ótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.