Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Mm Þvo sér frá toppi til táar upp úr handlaugum Til Velvakanda. Ég var í Skaftafelli fyrir stuttu þar sem er yndisleg aðstaða á all- an hátt. Þar er meðal annars skilti á þrem tungumálum sem segir að bannað sé að baða sig nakinn upp úr handlaugunum og er þama sturta sem hægt er að fá að nota. Þama komu tvær ung- ar enskar stúlkur og spurðu hvort væri leyfilegt að standa nakinn og þvo sé upp úr handlaugunum. Ég benti þeim á skiltið þar sem stóð að slíkt væri bannað, einung- is mætti þvo sér um hendur og andlit. Þá standa þarna þijár kviknaktar þýskar stúlkur og eru að þvo sér frá toppi til táar úr handlauginni. Ég benti þeim kurt- eislega á skiltið en þær hlógu Þessir hringdu .. . Jfe O' Unglingarnir voru úr öðrum hverfúm Ásdís hringdi: „Ég vil koma með athugasemd við það sem birtist í Velvakanda um unglingana í Breiðholtinu í kjölfar þess að ráðist var á vagn- stjóra. Þessir umræddu unglingar voru alls ekki úr Breiðholtinu heldur voru að koma af Rykkrokk- tónleikum sem haldnir voru í Breiðholti og vildu komast heim til sín. Þessir unglingar búa því í öðrum hverfum, sem reyndar eru ekki tiltekin. Mér finnst nóg af því gert að ræða um unglingana í Breiðholti og vil því koma þess- ari leiðréttingu á framfæri." Trúi börnunum Sigrún hringdi: „Vegna þessarar árásar á vagnstjórann sem mikið hefur verið skrifað um held ég að það séu fleiri sem trúa börnunum, en þau hafa sagt að vagnstjórinn hafí byijað. Ég ferðast mikið með strætisvögnum og á þeim leiðum sem ég hef farið hef ég séð ýmis- legt til strætisvagnabílstjóra. Oft fínnst mér að þeir stressist upp um leið og þeir sjá fólk innan tvítugs. Auðvitað veit ég líka að unglingskrakkar geta verið grófír en í þessu tilviki trúi ég því sem þau segja.“ Hvar fæst spiladós með ballerínu? Berghildur hringdi: „Mig langar til að vita hvort einhver verslun selur spiladós með ballerínu sem snýst. Yfírleitt er gler yfír ballerínunni og spiladósin trekkt upp. Ég er mikið búin að leita en hvergi fundið svona spila- dós, er ekki einhver sem selur svona?“ Unglingarnir voru ekki úr Breiðholti Jórunn hríngdi: „Mig langar að koma því á framfæri að líklega hafa þessir unglingar sem réðust á vagnstjór- ann alls ekki verið úr Breiðholt- inu. Sjálf á ég unglinga í Breið- holti og fínnst mér leiðinlegt að unglingar í þessu hverfí séu hafð- ir fyrir rangri sök. Þama á tón- leikunum vom unglingar alls stað- ar úr borginni, ekki bara Breið- holti.“ Ungmennin ekki úr Breiðholtshverfi Guðrún hringdi: „Mig langar að benda á frétt sem birtist í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. um slagsmálin í strætis- vagninum við Eddufell. Þar kemur fram að ungmennin eru ekki bú- sett í Breiðholti. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna Breiðholtið er dregið út úr umræðunni og rætt um að strætisvagnabílstjórar sem keyra í hverfíð þurfi sérstaka vemd. Mér sýnist að þetta gæti hafa gerst hvar sem er í Reykja- vík. Eg vil að síðustu benda íbúa- samtökum Breiðholtshverfa á að láta frá sér heyra um þetta mál því hér er enn einu sinni Breiðhol- tið í neikvæðri umræðu.“ Spjótunum alltaf beint að unglingum í Breiðholti Halla hringdi: „Mér skilst að unglingarnir sem áttu hlut að máli þegar ráðist var á strætisvagnabílstjórann hafí alls ekki verið úr Breiðholti. Það væri gaman að vita hvar þeir eiga heima. Því spjótunum er alltaf beint að unglingunum í Breiðholt- inu. Mér fínnst það hálf kyndugt að strætisvagnabflstjórar vilji hætta að keyra síðustu ferðina í Breiðholti þegar þessi böm sem réðust á manninn eiga alls ekki heima í Breiðholtinu.J‘ Kvittunin gildir sem ökuskírteini Gunnar hringdi: „Ég var að lesa Víkveija sem kvartar yfír að langan tíma taki að fá nýtt ökuskírteini. Ég vil segja Víkveija að þeir sem era að endumýja skírteinin sín fá kvittun sem gildir sem ökuskír- teini á meðan beðið er eftir að fá nýtt skírteini í hendurnar." Týnd læða Hvít læða týndist fyrir rúmum hálfum mánuði frá Snorrabraut. Læðan er með annað augað blátt og hitt grænt. Þeir sem vita um læðuna era beðnir að hringja í síma 24763. Týndi gullúri Kvengullúr með brúnni ól týnd- ist á leiðinni frá Aðalstræti upp á Ránargötu þriðjudaginn 14. ágúst. Finnandi vinsamlega hringi í síma 11893. Gleraugu í óskilum Gleraugu með brúnni umgjörð fundust fyrir utan Hús verslunar- innar í Kringlunni 7 fyrir nokkram dögum. Eigandi getur hringt í síma 608000. Týndi rúskinnsjakka Svartur rúskinnsjakki týndist nálægt Hótel íslandi aðfaranótt laugardagsins síðasta. Finnandi vinsamlega hringi i síma 50684. Læða týnd Kettlingafull hvít, brún og svört læða hvarf frá Hjallaseli 17. Á læðunni er merki þar sem heimilisfangið kemur fram. Þeir sem vita um köttinn eru beðnir að hringja í síma 74476. bara. Og enginn vörður fannst sem hefði getað bannað þetta. Mér er svo sem sama þó fólk standi þama kviknakið og þvoi sér en það er alltaf verið að tala um hvemig íslendingar eru og ekki býst ég við að íslendingar myndu gera þetta. Og þegar gefínn er kostur á að fara í sturtu ættu erlendu ferðamennirnir að notfæra sér það, þó þeir þurfí að bíða í smátíma í biðröð. En öll aðstaða þarna er einstak- lega þrifaleg og elskulegheit með eindæmum, þó má ég til með að minnast á að fleiri bekkjum með áföstum borðum mætti koma fyrir þarna. Kristjana TVI HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI Markmið kerfísfr.-cóinámsins er að gera nemcndur h;cfa til að skipu- ieggja og annast tölvuv.-cðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt crað hcQa nám i scptcmbcr ogjanúar. Stúdentaraf hagfræði- braut Ijúka námi á þrcmur önnum. en aðrir gcta þurft að sækja tima í fornámi. scnt er cin önn til viðbótar. Áhersla er lögð á aó fá til náms fólk. scm í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fvrírtækja. auk nýstúdcnta. Sérstaklega skal bcnt á. að þeir. scm hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest í starfi. þurfa að sækja um nú þcgar um innritun á vorönn. Ncmcndur. scm vilja halda áfram að vinna hluta úr dcgi jafnframt námi. þurfa aó ræða við kennslu- stjóra um mögúleika á því. Umsóknarfrestur fyrir vorönn 1991 er til 17. scptembcr nk. cn þcir. scm hafa áhuga að hcfja nánt í haust. þurfa að sækja urn scrn allra fyrst. Umsóknarcyóublöð fást á skrifstofu Vcrzlunarskólans. Ofanlciki 1. TÖLVUHÁSKÓLI V.í. Er Rósa hætt í þularstarfi? Til Velvakanda. Mig langar að koma spurningu á framfæri til forráðamanna sjón- varpsins hvort Rósa Ingólfsdóttir sé hætt í þularstarfinu. Hún hefur ekki sést lengi á skjánum og heyrst hefur að hún hafi verið látin hætta. Og fínnst mér það furðulegt að láta hætta eina bestu og vinsælustu þulu sjónvarpsins. Ég skora á sjón- varpið að ráða Rósu Ingólfsdóttur aftur í þularstarf því það vantar mikið þegar hana vantar. Sjónvarpsáhorfandi Súkkii/aði Sælkera ns O -gr ■ ■ ,.jr- -ÆZ wfcÆEkÆk Neildsölubirgðir islensk Dreifing Sími 91 - 68 73 74 VEITINGAHALLARVEISLAN CÐÍ SfD Cii ItDÍDC Hff ■ blli* il> GQMSÆT OG GIRNILEG Kjarabótaveisla Vejtingahallarinnar helciur áfram meÓ enn fjölbreyttari og girnilegri matseóli alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Fjölskyldan fær úrvalsmat á frábæru veróí. FISKRÉIÍIR Fískgratín hússins.................kr 890 Djúpsteikl ýsutlök Orly m/tórnotkryddjurtasósii..........kr 690 Biandaðir sjávarréttir i ostösósu....... kf 1.090 Steikt rouðsprettuflök m/jougurtsósu ........ ..........kr. 890 Risloður karfi m/srnjörsoónum blaðiauk og rabaibarasósu..........kr. 860 Gufusoöriar fylltar fiskírullur m/núðlum og bernqisesósu..........kr 940 KJOtKRIIK Nauta- og grisahryggssrieiðaf m/lveím tegundum oi sósu... kr. 1.490 Maririeraðar larnbalundir m/piporsveppasósu..............kr. 1.390 KVOlOKFKiliKKÍiriK Hyíllaukskrvddað larnbalærí m/bakaðri karloflu og 'sósu kr. 1.290 Fjölbreytíir barnaréttir á vægu verði. Súpa, brauó og kaffi innífaJjð í öllum réttum. Kafflhlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. Vpitingahalfan/eisla fyrir alla fjölskylduna er Ijúf og ódýr tilbreyting. Húsi verslunarínnar - símat: 332/2-30400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.