Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 Héraðsráð Eyjafjarðar: Búast má við að álver hafí áhrif á búskap á 10-12 búum Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar Héraðsráðs Eyjafjarðar kynntu sjónarmið sín í álversmálinu í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri þeir Tómas Ingi Olrich, Birgir Þórðarson, Halldór Jónsson, bæjarsljóri á Akureyri, Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík og Sigurður P. Sigmunds- son frá Iðnþróunarfélagi Eyjaljarðar. HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar efndi í gær til blaðamannafundar til að kynna sjónarmið ráðsins í ál- versraálinu. Sagði Halldór Jóns- son, bæjarsfjóri á Akureyri, að því miður hefði verið mikið- um fullyrðingar í umræðunni um staðsetningu álvers sem annað hvort styddust ekki við raunveru- leikann eða þá við úreltar for- sendur. Var nefnd sem dæmi full- yrðing um að starfræksla álvers hefði áhrif á rekstur 50-60 búa. Hið rétta væri að búast mætti við áhrifum á tíu til tólf bú. Lögðu fulltrúar héraðsráðsins mikla áherslu á að öll umræða byggðist á réttum forsendum, til dæmis um mengunarmál. Hver svo sem niðurstaðan yrði ætti umræðan að fara fram á réttum grund- velli. Hefur ráðið farið fram á við iðnaðarráðherra að upplýs- ingafundir verði haldnir þar sem rædd verði umhverfisáhrif. Á fundinum kom einnig fram sú skoðun að það væri skrýtið hve áhuginn á umhverfísáhrifum virtist einskorðast við Eyjafjörð- inn. Það væri eins og náttúran skipti ekki máli á öðrum stöðum. x Gróður á Reykjanesi samanstæði ' til dæmis aðallega af fléttum og skófum en slíkur gróður væri einna viðkvæmastur fyrir flúorm- engun. Tómas Ingi Olrich, menntaskóla- kennari, sagði að frá því í júní lægi fyrir ný dreifingarspá fyrir álver í Eyjafirði unnin af norsku stofnun- inni NILU. Væri sú spá í veigamikl- um atriðum frábrugðin dreifmg- arspá sömu stofnunar frá 1985. Væri nýja spáin, samkvæmt upplýs- ingum sem hefðu fengist frá iðnað- arráðuneytinu, byggð á nákvæmari forsendum en eldri spáin. Væri hún til dæmis byggð á yfirgripsmeiri veðurmælingum en hin eldri spá og '■* tæki betur tillit til verksmiðjuhúss- ins, útblásturstækni, veðurs og vinda. Hann sagði að opinberlega lægi ekki fyrir vísindalegt mat, í Ijósi skýrslunnar, á áhrifum loft- mengunar frá álveri við Dysnes á gróður og búfénað. Rannsókna- stofnun landbúnaðarins hefði aftur á móti gefið út skýrslu árið 1985 sem byggði á eldri dreifmgarspánni, Af þessum sökum hefði öll um- ræða um umhverfisáhrif álversins einkennst af skorti á upplýsingum. Ætti það til dæmis við fullyrðingar um að á um sextíu bújörðum myndi búákapur leggjast niður yrði álveri valinn staður i Arnarneshreppi. Tómas Ingi sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem héraðsráðið hefði aflað sér væru fullyrðingar um að sextíu bújarðir yrðu ónothæf- ar fjarri öllu sanni. Samkvæmt at- hugun er byggði á nýrri dreifing- arspá NILU og miðaðist við rekstur 200 þúsund tonna álvers við Dys- nes, hefði starfræksla þess áhrif á tíu til tólf jarðir. Einungis tíu þeirra yrðu innan þeirra marka sem búast mætti við að yrðu fyrir einhveijum skaða af völdum mengunar. Jafn- gilti fullvirðisréttur þessara tíu jarða fullvirðisrétti þriggja meðalbúa en fimm meðalbúa ef jarðirnar tvær sem væru á jaðarsvæði væru teknar inn í. Héraðsráðið sendi iðnaðarráð- herra bréf fyrr í Vikunni þar sem farið er fram á að birt verði álits- gerð um áhrif loftmengunar frá 200 þúsund tonna álveri í Eyjafirði á búfénað og gróður sem byggð yrði á nýrri dreifingarspá NILU. Yrði tekið tillit til líklegrar tilfærslu lóðar undir álverið til suðurs. Einnig fer ráðið fram á að haldnir verði fundir í Arnarneshreppi, Glæsibæjarhreppi og á Akureyri þar sem allar nauð- synlegar upplýsingar um umhverfis- áhrif álversins yrðu lagðar á borðið og sérfræðingar svöruðu fyrirspurn- um héraðsbúa um málið. Væri æski- legt að á fundunum yrðu mengun- arsérfræðingar frá iðnaðarráðu- neytinu, fulltrúar frá NILU ásamt sérfræðingum RALA. Þá viil ráðið loks að í framhaldi af þessum upp- lýsingafundum verði haldinn fundur þar sem mengunarsérfræðingar Atl- antsál veiti upplýsingar um þá fram- leiðslutækni sem fyrirtæki þeirra Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að ijármálaráðherra hefði leitað upplýsinga hjá forsvars- mönnum Slippfélagsins um á hvaða verði mætti sélja skipið. Það kynni að vera annað verð en hið uppsafn- aða verð og myndu menn skoða hvort um slíkar fjárhæðir væri að ræða að það væri þess virði að selja skipið. “Það er miklu hagstæðara að selja hlutinn á lægra verði en að selja hann alls ékki og láta hlaða upp á sig milljónum á mánuði," sagði Halldór. Hann sagði að það kynni síðan einhvern tíma að koma til kasta eigenda Slippstöðvarinnar að kanna fjárhag félagsins. Það gæti gerst að nýir eignaraðilar yrðu að koma inn í myndina en ekkert slíkt lægi fyrir enn sem komið er. „Mönnum er orðið mikið í mun að búa yfir og áætlað er að nota í fyrir- huguðu álveri. Vill héraðsráðið að þessi upplýsingastarfsemi fari fram áður en ákvörðun verður tekin um staðarval álvers á íslandi. Enn munu engin viðbrögð hafa borist frá iðn- aðaráðuneytinu við þessu bréfi. Vilja ekki kaupa land í kringum álver Fulltrúar héraðsráðsins greindu einnig frá því að á fundinum með fulltrúum Atlantsál 14. ágúst sl. hefði komið fram að álfyrirtækin vildu kaupa iandið sem færi undir verksmiðjusvæðið, það er um það selja skipið. Fyrirtækið getur ekki átt það. Það hefur ekki bolmagn til þess og það getur verið ódýrara að losna við það. Þetta er bara eins og menn gera í viðskiptum al- mennt. í staðinn fyrir að liggja með vörurnar kannski árum saman þá selja menn þær með afslætti," sagði Halldór. Ólafur Ragnar Grímsson, 1jár- málaráðherra, sagði að hann hefði ýmsar hugmyndir um hvernig ætti að haga málum varðandi skipið. Ríkið væri öflugasti eigandi fyrir- tækisins og slyppi því ekki undan því að sinna málefnum þess. Hann sagðist vonast eftir að finna niður- stöðu sem samrýmdist atvinnuhags- munum á Akureyri og eins greiddi úr þeirri flækju sem aðrir menn skópu fyrir nokkrum árum er þeir bil 100 hektara. Þeir hefðu hins vegar ekki huga á að kaupa land í nágrenni verksmiðjunnar, heldur vildu gera sérstakan samning við landeigendur, með Héraðsnefnd Eyjafjarðar sem þriðja aðila, um ábyrgð og skaðabótaskyldu fyrir- tækisins. Fulltrúar Atlantsál hefðu ekki verið reiðubúnir að segja til um stærð þessa svæðis og útfærslu en nefnt að til greina kæmi að hafa engin mörk. Niðurstöður mengunar- mælinga, eftir að starfsemi hæfist, myndi ráða mestu um skaðabótarétt landeigenda. Hefði komið fram að Atlantsál setti sem skilyrði að ekki yrði leyfð starfsemi í nágrenni ál- versins sem hefði mengandi áhrif. Sigurður P. Sigmundsson, hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, skýrði frá umræðum um skatta og gjöld á fundinum 14. ágúst sl. Sagði hann að gert væri ráð fyrir að eftir að álverið væri komið í fullan rekstur myndi það greiða veltuskatt sem gæti numið um 100 milljónum króna á áfi. Myndi um ijórðungur þeirrar upphæðar renna til sveitarfélaganna og kæmi veltuskatturinn í staðinn fyrir aðstöðugjald, iðnlánasjóðs- gjald, kirkjugarðsgjald og iðnaðar- málagjalds. Sigurður greindi einnig frá því að á fundi héraðsráðsins með full- trúum Atlantsál hefðu fulltrúar fyr- irtækisins lagt fram hugmyndir um lækkun á stofni til útreiknings á fasteignaskatti og lægri prósentu- stig fyrstu fimm árin. Væru þessar hugmyndir nú til athugunar hjá héraðsráði. Almennt er gert ráð fyrir að fasteignaskattur verði 0,75%. Varðandi þjónustugjöld væri samkomulag um þjónustutengd gjöld yrðu í samræmi við tilkostnað sveitarfélaganna, til að mynda vatnsskattur. Þá yrði að semja um lágmarksnotkun á vatni og hafnar- aðstöðu. Gert er ráð fyrir að sveitar- félög byggi höfnina við Dysnes oog að venjuleg þafnargjöld geti staðið undir stofnkostnaði við hafnargerð- ina. Áætlaður stofnkostnaður hafn- ar er 400-500 milljónir króna og er gert ráð fyrir að hafnargjöld verði 50-60 milljónir króna á ári til að standa undir stofnkostnaði og rekstri. Kom fram að Atlantsál hef- ur spurst fyrir um hvort til greina komi að greiðslufrestur verði gefinn af hálfu heimamanna fyrstu árin. tóku ákvarðanir af ekki nógu'mik- illi fyrirhyggju. Ætti hann þá aðal- lega við smíði skips sem ekki hefði veiðiheimildir og engan ákveðinn kaupanda. Þar hefði ansi mikil áhætta verið tekin og hefði það komið í hlut annarra en tóku ákvarð- anirnar að leysa úr þessu vanda- máli. Grípa þyrfti til einhverra ráða til að selja skipið svo að það hætti að hlaða upp á sig vöxtum. Haga þyrfti málum þannig að Slippstöðin gæti starfað áfram með eðlilegum hætti án þess að halda áfram að hlaða á sig skuldum. Sigurður G. Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagði eftir fund- inn með fjármálaráðherra að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum. Rætt hefði verið hvernig losa mætti sig við skipið, það yrði ekki að peningum við bryggju. Það kostaði mikla vexti að láta skipið standa óselt og allir vissu hveijir þeir væru í dag. Sagði hann að tekn- ar hefðu verið 200 milljónir króna að láni vegna byggingar skipsins. Vildi hann ek’d greina nánar frá þeim hugmyndum sem hefðu verið ræddar á fundinum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kartöflukjallarinn hreinsaður HREINSUN Kartöflukjallarans er nú komin í fullan gang og voru þessar stúlkur, þær María, Sigríður, Sigurlaug og Sigurlína, önnum kafnar þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði enda brátt von á nýrri uppskeru. Kartöflukjallarinn verður opnaður á ný 1. september. Slippstöðin: Rætt um að selja skipið á því verði sem býðst ÓLAFUR Ragnar Grímsson, Ijármálaráðherra, átti fund með forsvars- mönnum Slippstöðvarinnar á fimmtudag þar sem mál fyrirtækisins voru rædd. Einnig átti ráðherrann viðræður við fulltrúa Akureyrar- bæjar, sem ásamt. ríkinu er helsti eigandi fyrirtækisins. Slippstöðin á í miklum erfíðleikum vegna skips sem hafíst var handa við að smíða árið 1987 og ekki hefur tekist að selja. Er nú rætt um að selja hugs- anlega skipið á því verði sem fengist fyrir það þó að það væri ekki í samræmi við uppsafnað verð skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.