Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARPAGUR 18. ÁGÚST 1990
ATVINNUAIJC-IYSÍNGAR
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Lausar stöður
Óskum að ráða til starfa nú þegar eða eftir
nánara samkomulagi:
Hjúkrunardeildarstjóra
á 30 rúma blandaða legudeild.
Aðstoðardeildarstjóra
á 30 rúma blandaða legudeild.
Hjúkrunarfræðinga
á 30 rúma blandaða legudeild.
Svæfingahjúkrunarfræðing
í 60% starf við svæfingar og umsjón
neyðar- og endurlífgunarbúnaðar spítalans.
Viðkomandi getur gegnt 40% stöðu hjúkr-
unarfræðings á legudeild að auki. Bakvaktir.
Deildarljósmóðir
Staðan er laus frá 1. janúar 1990 og er veitt
til eins árs. Gott vinnufyrirkomulag á
vinnutíma. Bakvaktir.
Meinatæknir
í 100% starf.
Sjúkraþjálfara
í 100 % starf á vel búna endurhæfingadeild.
Skrifstofumann
Góð bókhalds- og tölvukunnátta nauðsynleg.
FSÍ er nýtt og vel búið sjúkrahús með mjög
góðri starfsaðstöðu og góðum heimilislegum
starfsanda.
ísafjörður er miðstöð menningar- og skóla-
starfssemi á Vestfjörðum. Útivistarmöguleikar
eru þar margvíslegir í stórbrotinni náttúru.
Örstutt í frábært skíðaland.
Hafið samband við framkvæmdastjóra eða
hjúkrunarforstjóra í síma 94-4500 og aflið
ykkur frekari upplýsinga.
Það gæti borgað sig!
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Yfirlæknir
F.S.Í. bráðvantar lækni til að gegna stöðu
yfirlæknis í afleysingum. Tímabilið 1. sept.
'90 til 31. janúar ’91.
Skilyrði sérfræðiréttindi í skurðlækningum
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
94-4500.
Flugterían
Reykjavíkurflugvelli
óskar eftir að ráða starfskraft sem fyrst. Um
er að ræða vaktir frá kl. 7-19.
Nánari upplýsingar gefur Rúnar í síma 61
2269 eftir kl. 19.
Kennarar
Grunnskólann á Blönduósi vantar ennþá
nokkra kennara. Meðal kennslugreina eru
íþróttir, ein og hálf staða, íslenska í 8.-10.
bekk, hálf staða, og kennsla yngri barna, ein
og hálf staða. 2.-4. bekk verður kennt í nýju
„opnu“ skólahúsnæði, sem gefur möguleika
á nánu, spennandi samstarfi kennara
Boðin eru hlunnindi í formi ómældrar yfir-
vinnu og niðurgreiddrar húsaleigu.
Upplýsingar gefa: Sveinn Kjartansson, skóla-
stjóri, vs. 95-24229 og hs. 95-24437, Vignir
Einarsson, yfirkennari, vs. 95-24147 og hs.
95-24310 og Margrét Einarsdóttir, skóla-
nefnd, s. 95-24450.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Lausar stöður
Heilsugæslulækna á ísafirði
Heilsugæsluhjúkrunarfræðings á
Suðureyri
Hér með eru auglýstar til umsóknar við
H.S.Í.:
Tvær stöður heilsugæslulækna. Æskileg
sérgrein, heimilislækningar. Jafnframt eru
fyrir hendi hlutastörf á Fjórðungssjúkrahús-
inu. Æskilegt er að umsækjendur hafi
reynslu í lyf- og barnalækningum.
Ein staða heilsugæsluhjúkrunarfræðings
við heilsugæslustöðina á Suðureyri.
Stöðurnar veitast að loknum umsóknarfresti.
Umskóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
læknismenntun, læknisstörf, nám og fyrri
störf við hjúkrun og upplýsingum um hvenær
umsækjandi getur tekið til starfa sendist:
H.S.Í., pósthólf 114, 400 ísafirði, fyrir 15.
september nk. - Sérstök eyðublöð varðandi
læknastöður fást hjá landlækni og/eða heil-
brigðisráðuneyti.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-
16.00.
Kjötiðnaðarmaður
Viljum ráða kjötiðnaðarmann til starfa í reyk-
húsi okkar nú þegar. Við leitum að hug-
mynda ríkum og drífandi starfsmanni sem
getur unnið sjálfstætt og er tilbúinn að tak-
ast á við spennandi starf í framleiðslu og
vöruþróun.
Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini
menntun og starfsreynslu sendist til:
Kaupfélags Borgfirðinga, afurðasvið, 310
Borgarnesi fyrir 30. ágúst nk. Allar nánari
upplýsingar um starfið eru veittar í síma
93-71200 eða 93-71190, (Gunnar).
Fjármálastjóri
Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal auglýsir
nýtt starf við fjármálastjórn og bókhald. Bók-
haldskunnátta og starfsreynsla áskilin. Gott
íbúðarhúsnæði á staðnum. Þarf að geta haf-
ið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjara-
samningi opinberra starfsmanna.
Umsóknir sendist Bændaskólanum fyrir 1.
september.
Bændaskólinn á Hólum,
551 Sauðárkróki,
sími 95-35961.
Járniðnaðarmenn
óskast
Viljum ráða járniðnaðarmenn til starfa nú
þegar.
Upplýsingar eru veittar á staðnum og í síma
54199.
Vélsmiója
ORMS & VÍGLUNDARsf
Kaplahrauni 14-16, Hafnarfirði.
Bíldudalshreppur
Staða sveitarstjóra Bíldudalshrepps er hér
með auglýst laus til umsóknar.
Skriflegar umsóknir um starfið sendist odd-
vita, Guðmundi Sævari Guðjónssyni, Kríu-
bakka 4, Bíldudal, fyrir 25. ágúst.
Kennarar
- Eyjafjörður
Laus er heil staða kennara við grunnskóla
Saurbæjarhrepps. Yngri barna kennsla.
Hlutastaða kemur til greina.
í skólanum eru 34 börn á aldrinum 6-12 ára.
Samfelldur skóladagur. Einsetning og mötu-
neyti. Húsnæði útvegað. Skólinn er 27 km
suður af Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 22. ágúst.
Upplýsingar veita Gunnar Jónsson, skóla-
stjóri, sími 96-31262 og Jón Jónsson, formað-
ur skólanefndar, sími 96-31282.
Kennarar - kennarar
Grunnskólann á Siglufirði vantar kennara í
eftirfarandi:
★ Sérkennslu.
★ Raungreinar (líffræði, eðlisfræði), samfé-
lagsfræði í 7.-10. bekk.
★ Almenna kennslu yngri barna.
Upplýsingar veittar í símum 96-71363,
96-71184 og 96-71845.
Skólanefnd.
Rafmagnsverk-
fræðingur
rafmagnstækni-
fræðingur
Við leitum að raftæknimenntuðum manni
með framtíðarstarf í huga.
Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir
23. ágúst nk. í pósthólf 4310, 124 Reykjavík.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
ískraft hf.,
Sólheimum 29-33,
104 Reykjavík.
Eldri maður
óskar eftir léttri vinnu 4 tíma á dag. Mætti
vera sendistörf, símvarsla eða húsvarsla.
Upplýsingar í síma 34583 eða sendið tilboð
til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 24.ágúst '90
merkt: „Stundvís - 8378“.
Kennarar
Kennara vantar í Álftanesskóla, Bessa-
staðahreppi. Um er að ræða kennslu yngri
barna.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 653662
eða 651198.
Jón og Óskar
Laugaveg 70
Óskum eftir áhugasömum framtíðarstarfs-
krafti til afgreiðslustarfa í úradeild hálfan
daginn. Vinnutími frá kl. 9.00-14.00 eða
13.00-18.00. Þarf að geta hafið störf eigi
síðar en 1. september.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Stundvísi - 13375“.