Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
Hópurinn fyrir utan fiskiðju KASK.
Morgunblaðið/J6n Gunnar Gunnarsson.
Helgi Austman og frú Lily.
Höfn:
Á slóðum forfeðranna
Hðfn.
FIMMTÍU manna hópur Vestur-íslendinga á hringferð um landið hafði
viðkomu í Austur-Skaftafellssýslu miðvikudaginn 15. ágúsL Þau sem
hér eru á ferð eru flest bændafólk og búa vitt og breitt um Kanada
allt frá Vancouvereyju í vestri austur til Ottawa, en þar á milli eru
um 5.000 kílómetrar. Tildrög þessarar ferðar eru þau að Helgi Aust-
man, fararstjóri hópsins og búfræðingur á eftirlaunum að eigin sögn,
hefúr frá 1975 unnið að skipulagningu bændaferða fyrir íslendinga
í Kanada og Bandaríkjunum. í byijun þessa árs skrifaði Helgi þjóðræ-
knifélögum og öðrum er hann taldi að hefðu áhuga á Islandsför.
Hafði hann hugsað sér að ná um 40 manns til farar. En fljótlega kom
í ljós að áhugi var mikill og endaði með að hópurinn var orðinn 50
manns, en ekki var talið fært að hann yrði stærri í einni og sömu
ferðinni.
Þau komu svo til landsins 5. ágúst
síðastliðinn og hafa síðan ferðast
norður og austur um land. Á leið
sinni hafa þau notið gestrisni
íslenskra bænda og dvalið mislengi
á hveijum stað. Þannig var gist í 3
nætur á Hvanneyri og í nágrenni
og farið þaðan um Snæfellsnesið og
Borgaríjörðinn. Vatnsnesið var
skoðað í fylgd Sigurðar Líndals,
málsverður snæddur á Blönduósi í
boði sveitarfélagsins svo lítið eitt sé
nefnt
Hér í sýslu höfðu Guðmundur
Jónsson á Höfn, Ingólfur Bjömsson
í Grænahrauni og Þrúðmar Sigurðs-
son í Miðfelli veg og vanda af mót-
tökum ferðalanganna. En þeir voru
einmitt á ferð í Kanada á síðasta
ári. Farið var upp að Hoffellsjökli
og Geitafelli 'og skoðuð kirkjan í
Hoffeili. Þá var haldið í Byggðasafn-
ið á Höfn sem öllum þótti fróðlegt
og skemmtilegt að skoða. Eftir það
var fískiðjuver Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga heimsótt, bæði frysti-
húsið og salfiskverkunin. Og þáðar
veitingar í boði kaupfélagsins í mat-
sal fiskiðjunnar. Að þessu loknu var
orðið all áliðið og hafði fólk um 2
stundir aflögu án skipulagðrar dag-
skrár. Sumir fóru þá í sund — aðrir
svipuðust um á staðnum, litu í versl-
anir og annað í þeim dúr. En undir
kvöldverðarleytið var allur hópurinn
kominn í mat á Hótel Höfn. Og þar
luku ferðalangamir góðum degi í
sýslum jöklanna með kvöldvöku sem
þeir settu snarlega saman. Þá af-
hentu þeir móttökunefndarmönnum
góða bók um sögu Kanada í máli
og myndum. Verður henni komið
fyrir þar sem almenningur hefur
greiðan aðgang.
Frá Hö&i var svo haldið árla
morguns daginn eftir og för heitið
Elsti og yngsti ferðalangurinn í þessari íslandsferð. Lilian Sumarliða-
son, 90 ára frá White Rock í bresku Kólombíu og Kristján Heidrick,
10 ára.
að Skógum en þar og í nágrenni var
næsti næturstaður.
Það er ekkert kynslóðabil í þess-
um hóp þótt aldursmunur sé all
nokkur. Yngsti þátttakandinn er 10
ára og sá elsti stendur á níræðu.
Þá em ýmsir í hópnum mikið skyld-
ir og tólf þeirra em náskyld. Það
er Sigurðsson-hópurinn sem þau
kalla hann. Sá hópur er kenndur við
Helgu Sigurðsson sem ásamt systur
sinni, bömum og bamabömum
myndar hópinn. Að sögn Helgu hef-
ur allt gengið mjög vel og verið í
alla staði ánægjulegt. Alls staðar
hefur mætti þeim mikil gestrisni og
hlýhugur. Og flestir hafa nú litið
augum fæðingarsveit forfeðranna,
en þeir munu hafa verið dreifðir um
nánast allt land. - JGG
yfir því hvemig mannshöndin get-
ur betmmbætt starf móður nátt-
úm, sem lýtur lögmálum almættis-
ins eftir árstíðum. Þá er einnig og
ekki síður þörf fólks að hafa um-
hverfi sitt snyrtilegt og telja menn,
að það sé veruleg heilsubót að lifa
og hrærast i björtu og gróskum-
iklu umhverfí, ilmandi af hinum
ýmsu tijám og blómaskrúði. Þá er
hreyfíngin mjög mikilvægur þáttur
í þessu starfí, en vinnan og
áreynslan er ekki kvöl eins og fyr
á tímum, heldur aðferð til þess að
ná mikilíi vellíðan bæði til hugar
og handa.
í viðtölum við fólkið vildi það
ekki tjá sig mikið um framtak sitt
og ræktunaráhuga, en allir virðast
hafa það sammerkt að skapa hlý-
legt og umfram allt fallegt um-
hverfí með gróðri. Þá er auglóst
þeim er kemur á staðinn, að þetta
er yfirleitt eljufólk og dugnaðar
sem leggur sig fram við allt, sem
það tekur sér fyrir hendur bæði
heima og að heiman.
Bæjarfélagið afhenti viðkom-
andi skjöld sem festur er á húsið
og viðurkenningarskjal til þess að
hengja upp á vegg og er það undir-
ritað af bæjarstjóra.
- Fréttaritari
Mosfellsbær er aðeins þriggja
ára gamalt bæjarfélag og hefir
notað tækífærið á afmælisdeginum
þann 9. ágúst að veita viðurkenn-
ingar fyrir ræktunarstörf og
snyrtimennsku í umhverfínu. Sjálft
hefír svo bæjarfélagið gengið á
undan með góðu fordæmi um fegr-
un og ræktun bæjarlandsins.
Víðurkenningar voru véittar fyr-
Urðarholt 1-3. Steinar Jónsson og Kristín Þorsteinsdóttir ásamt
börnum sem voru að leik í sandkassa við húsið þegar ljósmynd-
ara bara að garði.
Anna S. Þórarinsdóttir og Sigursteinn Sævar Hermannsson í
garði sínum á Amartanga 21.
Vilborg Pálsdóttir í garðinum Bergholti 14. Morgunbiaöið/Börkur Þuríður Hjaltadóttir í garðinum á Röðli.
Viðurkenningar fyrir lóðir og garða í Mosfellsbæ:
Ræktunarstörf í hávegum höfð
Reykjum, Mosfelisbæ.
TRJÁRÆKTARÁTAKIÐ skilar
sér í ýmsum myndum þessa dag-
ana og hefir greinilega gripið
um sig meðal abnennings, en
þó einkum örvað þá sem hafa
ræktunarmál á sínu áhugasviði.
Snyrting lóða og opinna svæða
hefir verið mjög svo áberandi
hér í Mosfellsbæ síðustu árin og
fer vaxandi. Umhverfismálaráð
er starfandi með meiri krafti
og betri undirtektum en áður
og var allnokkur vandi að verð-
launa lóðir og umhverfi hér í
Mosfellsbæ á dögunum er viður-
kenningum var úthlutað.
ir einstaka garða og lóðir húsa
bæði í einbýli og Qölbýli. Þessi
hlutu víðurkenningu:
Bergholt 14, Vflborg Pálsdóttir
og Þráinn Kristinsson.
Amartangi 21, Anna S. Þórar-
insdóttir og Sigursteinn Sævar
Hermannsson.
Iðnaðarbýlið Röðull, Þuríður
Hjaltadóttir og Skúli Skarphéðins-
son.
Urðarholt 1 til 3 fjölbýli, for-
svarsmaður Steinar Jónsson.
Dælustöð, heimalóð Hitav.
Reykjavíkur, stöðvarstjóri Þórður
Guðmundsson.
Snyrtilegasta gatan í bænum
að Jiessu sinni er Bergholt.
I stuttu rabbi við þessa aðila þá
kom fram að hjá þeim eru ræktun-
arstörf í hávegum höfð og gleðin