Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. AGUST 1990 27 Er notkun tíða að breytast í íslensku? Undan skilnings- __________trjenu______________ Egill Egilsson (Sérstaklega bið ég Árna Böð- varsson málfarsráðunaut ríkisút- varpsins að lesa þessa grein.) Yfirritaður hefur áður ritað greinar um íslenskt mál í þessum greinaflokki og komið að því atriði sem er sérstaklega tekið fyrir nú ... aðeins meðal annarra atriða, og ekki lagt meiri áherslu á það en önnur. Eins og fyrirsögnin bend- ir til, er hér um alvarlega breytingu að ræða, því að notkun á tíðum sagna hlýtur að teljast til grund- vallaratriða málsins. Hún er enn alvarlegri fyrir að hún er líklega að gerast að nokkru leyti fyrir ensk áhrif, og margir sem telja sig vera að vanda mál sitt ryðja henni einmitt braut. Breytingin sem um er að ræða er þessi: a) Framtíð, sem hefur nánast ekki verið til í íslensku nema e.t.v. í hátíðlegu máli eða við sérstakar kingumstæður er farinn að vera nánast staðlað mál í fjölmiðlamáli, og fyrir áhrif þess því miður farin að ryðja sér braut í daglegu máli einnig. (Dæmi: Ef ég kem til þín á morgun, segi ég: „Eg kem til þín á morgun." í fjölmiðlum nútímans væri oftast sagt: “Ég mun koma til þín á morgun.) b) Nútíð, þjóðleg og rétt, um verkn- að sem stendur yfir, er horfin úr fjölmiðlamáli (svo fremi sem eyru mín greina). Um mann sem er að athuga eitthvert mál et' sagt: „mað- urinn athugar málið.“ Ekki veit ég hvor breytingin er hvimleiðari. Þær eru jafnar í því, að báðar verða þær tíl þess að gefa málfarinu útlendan blæ. Lengi vel hélt ég að fyrri breytingin staf- aði af því að menn teldu sig vera að tala réttara mál ... að um væri að ræða einhvetja misskilda málvöndunarstefnu sem í raun leiddi til ljótara og óþjálla máls, eitthvað hliðstætt því þegar orðið hratt nánast útrýmdi orðinu hart um harða reið eða harðan akstur. í ágætum málfarsþáttum Marðar Árnasonar, sem hefur mér vitan- lega einn tekið upp þetta mál auk mín, kom fram sú skoðun, að þessi notkun framtíðar væri komin til fyrir ensk áhrif. Það má telja líklega skýringu, sem gerir málið enn alvarlegra. Seinni breytingin er jöfn hinni um það að ljá íslenskunni hvimleið- an blæ. í raun væri fróðlegt að athuga málfar frétta frá sjötta ára- tugnum til samanburðar. Líklega hefur hvorug breytingin verið kom- in fram um það leyti. Þá var sagt um mann sem var að grafa skurð að hann væri að grafa skurð, en ekki: „Hann grefur skurð.“ Þessi grein hófst með að ávarpa Árna Böðvarsson sérstaklega. Hann er settur yfir inálstefnu ríkis- fjölmiðlanna og irieð sínu glögga eyra veit ég að hann hefur tekið eftir því sem um ræðir. Ég fer ekki fram á að hann sé santmála mér í öllu. Slíkt væri krafa unt sama ntálskyn. Má vera að ég hafi einhvetjar sérstakar forsendur til að vera á nióti þessarri notkun málsins. Mér er sjálfum ekki fylli- lega ljóst hvað raunveruleg framtíð hefur verið útbreidd í íslensku máli og sjálfsagt er það órannsakað mál. En þegar flestirfréttamenn allra fjölmila og nánast allir stjórnmála- ntenn eru farnir að viðhafa þetta ranga útlenda rnálfar er mér nóg boðið. Notkun málsins er eitt af meginviðfangsefnum þessara manna, og það þarf að gera þá kröfu til þeirra að þeir taki ekki upp útlensku að neinú leyti, meðvit- að né ómeðvitað. Ég tel mig ekki vera að hlutast til um starf þitt, Árni Böðvarsson, ef ég spyt' þig: Hefurðu tekið eftir þessari hvim- leiðu málnotkun meðal þinna manna? Ertu santmála mér um að hún sé hvimleið? Er hægt að haf- ast eitthvað að svo að a.m.k. ríkis- fjölmiðlarnir breiði ekki þessa vit- leysu út? Með þökk fyrir tilvonandi svar. Wélagslíf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Guðni Einarsson. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélags- ins sunnudaginn 19. ágúst Kl. 10.00 Skjaldbreiður (fjall mánaðarins). Gengið á fjaliið að norðan frá „línuveginum''. Verð kr. 1.500,-. Kl. 13.00 Svartagil - Skógarhól- ar, berja- og fjölskylduferð. Létt gönguferð fyrir alla fjöl- skylduna. Hugað að berjum. Verð kr. 1.000,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. 'iyftnntife*# QÚTIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14(06 Sunnudagur19.ágúst Þórsmörk - Básar. Dagsferð. Verð kr. 2.000,- Farið frá BSÍ, bensínsölu, kl. 8.00. Afmælisganga á Keili kl. 13.00 Ferðin, sem féll niður í mars og var í tilefni 15 ára afmælis Úti- vistar, verður farin á sunndag, en Útivist fór sína fyrstu göngu- ferð á Keili. Fararstjóri verður Þorleifur Guðmundsson og mætir hann með bláu könnuna. Afmæliskringla og kaffi. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Sjóminjasafn islands, Hafnar- firði. Verð kr. 1.000,- Aðrar áður áætlaðar ferðir, kl. 10.30 og 13.00, falla niður. Sjáumst! Útivist. * UGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Stofnfundur Lífsbjargar Stofnfundur Lífsbjargar, félags fiskkaup- manna á fiskmörkuðum, verður haldinn í Gaflinum, Hafnarfiði mánudaginn 20. ágúst kl. 20.30. Undirbúningsnefndin. KENNSLA Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild fyrir skólaárið 1990-91 verður mánudaginn 3. september nk. kl. 13.00 í Skipholti 33. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans frá kl. 10.00- 16.00. Skólastjóri. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólastarf á haustönn hefst mánudaginn 27. ágúst. Þá eru nýir kennarar boðaðir til fund- ar í skólanum kl. 9.00. Miðvikudaginn 29. ágúst hefst kennarafund- ur kl. 10.00. Skólinn verður settur fimmtudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Nýnemar eru boðaðir í skólann sama dag kl. 10.00. Stundatöflur verða afhentarað lokinni skólasetningu gegn 3500 króna gjaldi. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild skv. stundaskrá, mánudaginn 3. september. Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í þýsku, mánudaginn 20. ágúst, kl. 18.00; í ensku, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 18.00; í dönsku, norsku, sænsku og stærðfræði, miðvikudaginn 22. ágúst, kl. 18.00; í spænsku og frönsku fimmtudaginn 23. ágúst kl. 18.00. Skráning í öll stöðupróf er í síma 685140 eða 685155 á skrifstofutíma. Rektor. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Öldungadeild M.H. Frumkvöðull fullorðinsfræðslu Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í öldungadeild M.H. er í boði menntaskóla- nám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað úrvalslið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar: Ensku Stærðfræði Félagsfræði Dönsku Eðlisfræði Mannfræði Norsku Efnafræði Stjórnmálafræði Sænsku Líffræði Hagfræði Þýsku Frönsku Jarðfræði Spænsku ítölsku Rússnesku Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotk- un, bæði grunnnám og fyrir lengra komna (PC-tölvur). Völ er á námi í íslensku, ritþjálfun og bók- menntalestri, almennum bókmenntum, heimspeki, trúfræði o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun og val fyrir haustönn 1990 dagana 27. til 29. ágúst kl. 16-19. Skólagjald er kr. 9.500 fyrir önnina. Rektor. LÖGTÖK Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjóransf.h. Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1990, skv. 98. gr. sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981 sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðþætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, lífeyris- tryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatrygg- ingagjald atvr. skv. 36 gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysis- tryggingagjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar- málagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunar- húsn., slysatryggingagjald v/heimilsstarfa, sérstakur eignarskattur og gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. Norðurlandasamningi sbr. lög nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavik 16. ágúst 1990. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð Eftirtaldar bifreiðar verða seldar á nauðungaruppboöi er fram fer að kröfu skiptaráðanda við lögreglustöðina, Blönduósi miðvikudaginn 29. ágúst nk. kl. 16.00. Bifreiðarnar eru þessar: H-2537 og H-3608 Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins, Hnjúka- byggð 33, Blönduósi. Munir seljast i þvi ástandi sem þeir eru i við uppboöið. Greiðsla við hamarshögg. Blönduósi 17. ágúst 1990. Sýslumaðurinn i Húnavatnssýslu. TIL SÖLU Veitingahús Til sölu veitingastaður og „puþb“ í Þorláks- höfn með vínveitingaleyfi. Staðurinn er í mjög góðum rekstri og á mikla framtíð fyrir sér. Góðir möguleikar á auknum tekjum fyrir rétta aðila. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Veitingahús - 9971“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.