Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 Friðarumleitanir 1 S-Afríku í hættu: * Atök blökkumanna o g hvítir öfga- menn skapa vanda Soweto. Reuter. ZULU-MENN og stuðningsmenn Afríska þjóðarráðsins (ANC) áttu í mannskæðum átökum í blökkumannabænum Soweto við Jóhannes- arborg í gær, annan daginn i röð, og leiðtogar ANC sögðu að hópar innan hers og öryggislögreglu landsins hefðu komið átökunum af stað. Bardagarnir gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir friðarumleit- anir ANC og stjórnar F.W. de Klerk, forseta landsins, sem sætir vaxandi andstöðu á meðal hvítra öfgamanna er vilja halda í lögbund- inn kynþáttaaðskilnað i landinu. STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA Að mínnsta kosti 24 hafa beðið bana í Soweto frá því bardagar brutust þar út á fimmtudag vegna valdabaráttu Zulu-manna, sem styðja einkum Inkatha-hreyfing- una, og Xhosa-manna og félaga í Afríska þjóðarráðinu. í yfirlýsingu, sem ANC gaf út í gær, segir að hópar innan hers og öryggislög- reglu landsins hafi komið átökunum af stað. Aðferðir þeirra eru sagðar þær sömu og Suður-Afríkuher hafi beitt í nágrannaríkjunum í sunnan- verðri Afríku til að skapa ringuleið og ótta á meðal íbúanna. ANC féll nýlega frá baráttu með vopnum til að binda enda á lögbund- inn kynþáttaaðskilnað í landinu en áskildi sér þó rétt til að hefja skæru- hernað á ný ef blökkumenn sættu ofríki hers og lögreglu. Bardagamir hafa skapað mikinn vanda fyrir ANC og stjóm de Klerks forseta, sem hafa að undanfömu undirbúið formlegar viðræður um afnám aðskilnaðarstefnunnar. ANC og stjórnvöld hafa stofnað sérstakt friðarráð, með þátttöku lögreglu, ANC og annarra hreyfínga, til að binda enda á átökin. Friðarumleitanimir hafa sætt harðri gagnrýni hvítra öfgamanna, sem hafa stofnað leynileg samtök til að beijast gegn stjómmálaum- bótum og hreyfíngum blökku- manna. Um hundrað þeirra gerðu aðsúg að de Klerk er hann ávarp- aði stjómmálafund og kastað var gassprengju að honum til að hleypa fundinum upp. Sannað þykir að Neil Bush skýrði samstarfsmönnum sínum í banka- stjóminni aldrei fyllilega frá tengsb um sínum við fyrrnefnda aðila. í skriflegri viðurkenningu Neils Bush segir hann einnig að umræddir fé- lagar hans hafí ekki haft áhrif á þessar gerðir hans. Rannsóknin á gerðum Neils Bush er hann var bankastjóri í Silverado er hluti af rannsókn á gjaldþroti bandarísku sparisjóðanna, Savings & Loans. Hún miðar að því að fá úr því skorið hvort útiloka eigi son Bandaríkjaforseta frá bankastarf- semi til lífstíðar. Óstjómin og íjár- ERLENT Siglt með landgöngupramma bandaríska hersins inn Persaflóa. Reuter Sonur Bush talinn „sið- ferðilega vanhæfur“ Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NEIL Bush, sonur Bandaríkjaforseta, sem um skeið var bankastjóri hjá Silverado Banking, sparisjóði í Colorado, hefur nú viðurkennt að hafa greitt fyrir því að tveir viðskiptafélagar hans fengu stórfé að láni úr bankanum. Sparisjóðurinn sem Neil Bush stjórnaði varð gjaldþrota árið 1988. George Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipar hafnbann á Irak: Viðskiptabanni framfylgt með valdi ef þörf krefur málahneykslin sem komu upp í Savings & Loans-sparisjóðakerfínu eftir að Ronald Reagan þáverandi Bandaríkjaforseti ákvað að ríkið bæri ábyrgð á útlánum þeirra og þeir mættu veita fé í hvaða áhættu- fyrirtæki sem var, leiddi til gjald- þrota hjá nær helmingi þeirra. Allt það ævintýri er nú talið „mesta fjár- málahneyksli veraldarsögunnar". Edward Conry, sérfræðingur í siðfræði við Colorado-háskóla, sagði í vitnisburði sínum fyrir rann- sóknarnefndinni, að Neil Bush væri „siðferðilega vanhæfur" en sú van- hæfni ætti ekki að hindra það að endurskoðendurnir létu til skarar skríða gegn honum. Conry segir að Neil Bush hafí fengið 45 þúsund dollara kaup- hækkun og 22 þúsund dollara í bónusgreiðslur frá Kenneth Good, viðskiptafélaga sínum, á árinu 1987 um svipað leyti og 31 milljónar dollara heildarlánum hans hjá Sil- verado Banking var breytt í eitt lán á hagstæðum kjömm. Segir Conry að líta megi á þessar greiðslur sem mútur. Perez de Cuellar segir einhliða að- gerðir brjóta gegn stefnuskrá SÞ Washington. Reuter GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti hefur gefið yfirmönnum bandarískra herskipa fyrirskip- un um að stöðva alla birgðaflutn- inga til og frá írak og Kúvæt. í tilskipun forsetans er vísað til viðskiptabanns Sameinuðu þjóð- anna og segir þar að framfylgja beri því tafarlaust með hervaldi ef nauðsyn krefur. Fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna sagði hins vegar að sam- þykkt Óryggisráðsins þyrfti að liggja fyrir áður en hervaldi yrði beitt i þessu skyni. Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins, Pete Williams, sagði að bandarískum herskipum á Persafióa, Rauðahafí og Óman-flóa hefði verið gert að fylgjast grannt með skipaumferð á þessum slóðum og grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar væru til að _ hindra birgðaflutninga til og frá írak og Kúvæt. Reynt yrði að forðast vald- beitingu í lengstu lög en flotafor- ingjum hefði jafnframt verið heimil- að að grípa til vopna. Bretar hafa þegar tekið að framfylgja viðskipta- banni Sameinuðu þjóðanna og hafa herskip þeirra haldið upp eftirliti HAFNBANN A IROSK SKIP SOVÉTRÍKIN SOVÉT- ^ RÍKIN 'WWM Mibjaröar- haf Aqaba r ii 3AK ( L. ,4- KÚVÆT IRAN Shuaiba Hormuz- sund Persa- q r * flói Dubai Morðamet á Grænlandi Tveggja, mánaða áfengisbanni aflétt í Scoresbysundi Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. NITJANDA morð ársins hefur verið framið á Grænlandi. Þar með hafa fleiri morð verið framin á árinu 1990 en nokk- urt annað ár — jafnvel þótt enn séu Qórir mánuðir til ára- móta. Metárið 1988 voru 18 morð framin. Síðasta morðið framdi ungur maður í Egedesminde (Aasiaat). Hann skaut föður sinn tveimur skotum úr smáriffli. í Frederiksháb (Paamiut) situr 19 ára piltur í fangelsi fyrir að hafa skotið á vin móður sinnar. Lögreglumenn segja að hann hafi aðeins verið hársbreidd frá því að myrða manninn. Grænlenska landstjórnin af- léttir áfengisbanninu i Scoresby- sund (Ittoqqortoormiit) 20. ágúst nk. Bannið var sett á í júní til að lögreglan fengi frið til að. upplýsa morðmál. Lögreglan tel- ur morðið upplýst þrátt fyrir að. hinn ákærði neiti sakargiftum. Frá og með næsta mánudegi verður því aftur tekin upp áfeng- isskömmtun en hún gilti fram að áfengisbann. en ekki er vitað hvort Sovétmenn, Frakkar og Kanadamenn hyggjast fylgja fordæmi þeirra. Um 40 bandarísk herskip eru á þessum slóðum. Sjö munu vera á Persaflóa en flugmóðurskipið Eis- enhower er á Rauðahafí ásamt fjór- um herskipum. Flugmóðurskipið Independence er á Óman-flóa, nærri Hormuz-sundi en þar um liggur siglingaleiðin inn á Persaflóa. Atta herskip fylgja Independence: Emb- ættismenn í bandaríska varnar- málaráðuneytinu sögðu að fyrir- mæli forsetans myndu einnig taka til hafnarborgarinnar Aqaba í Jórd- aníu en fregnir herma að innflutn- ingsvarningi íraka hafí verið skipað þar á land. Fyrr í vikunni vöruðu stjórnvöld f írak Bandaríkjamenn við því að hindra birgðaflutninga á sjó. Sagði í tilkynningu íraksstjórnar að slíkt framferði yrði lagt að jöfnu við rán á hafí úti og að þessa yrði snarlega hefnt. Enn er deilt um lögmæti þeirra aðgerða sem Bush Bandaríkjafor- seti hefur nú fyrirskipað. Fyrr í vikunni sögðu stjórnvöld í nokkrum þeirra ríkja sem sent hafa herlið á þessar slóðir að í samþykkt Örygg- isráðsins fælist ekki heimild til að framfylgja viðskiptabanninu með valdi. Bandaríkjamenn og Bretar líta málið hins vegar öðrum augum og sagði Bush Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi á dögunum að heimsbyggðin öll ætlaðist til þess að bannið héldi. Það hefðu Banda- ríkjamenn ákveðið að tryggja. Þá minnti forsetinn á að Kúvætar hefðu beðið Bandaríkjamenn um aðstoð eftir innrás Iraka. Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sagði hins vegar á fimmtudag að sam- þykkt Óryggisráðsins þyrfti að liggja fyrir áður en vopnum yrði beitt. Einhliða aðgerðir í þessu skyni væru á hinn bóginn ekki í , samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.