Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 Kennarasamband íslands undirritar kjarasamninga: Bráðabirgðalögin gerðu samn- ingsstöðuna næsta vonlausa - segir Svanhildur Kaaber, formaður KÍ KENNARASAMBAND íslands skrifaði undir kjarasanminga við rikið um hádegið í gær, sem kveða á um sömu hækkanir og samið hefur verið um við aðra launþega á þessu ári, en kjarasamningur KÍ gekk úr gildi um mánaðamótin maí/júní. Auk þess eru í samn- ingnum, sem gildir til 31. ágúst 1991, ákvæði um sérstaka launa- nefnd og að á samningstímabilinu skuli unnið að endurmati á kenn- arastarfinu. Morgunblaðið/KGA Frá undirskrift kjarasamningsins í gær. Talin frá hægri Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Svanhildur Kaaber, formaður KÍ. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði að í kjarasamnijignum væru ákvæði um sömu áfanga- hækkanir, verðlagsviðmiðanir, or- lofsuppbót og desemberuppbót, eins og í þeim samningum sem gerðir hefðu verið fyrr á árinu. „Hann ber þó það sérstaka merki að vera samningur fyrir Kennara- samband íslands hvað það snertir að í samningnum er vísað til nefnd- arstarfa sem hafa átt sér stað að undanförnu, bæði á tímabili síðasta samnings og eins í þeim samninga- viðræðum sem fram hafa farið núna. Þessum nefndarstörfum verður haldið áfram og verki nefnd- anna á að vera lokið áður en kem- ur að samningagerð á næsta ári. Nefndirnar fjalla um mjög viða- miklar breytingar sem gerðar hafa verið lögum og reglugerðum um skólastarf í landinu núna að und- anförnu," sagði Svanhildur. Hún nefndi lög um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, ný ákvæði um skólaskyldu sex ára bama, lög um framhaldsskóla og nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Allt þetta hafi í för með sér að skólastarf í landinu standi á vissum krossgötum og það þurfí að fara ofan í það hvaða áhrif þetta hafi á skólastarfíð og kjör kennarastétt- arinnar. Aðspurð hverpig hafí verið að semja við þær aðstæður í þjóðfélag- inu að bráðabirgðalög séu í gildi 'sem nái-til meginhluta launþega, sagði Svanhildur: „Þrátt fýrir að samkvæmt orðanna hljóðan taki bráðabirgðalögin ekki yfír þau samtök launafólks sem áttu ósa- mið, þá er það auðvitað alveg greinilegt að með þeim var beitt því valdi að samningsstaða var næsta vonlaus. Fulltrúaráð Kenn- arasambandsins mat stöðuna þann- ig að það væri engin leið til þess að bijótast undan þessu valdi. Okk- ar er náttúrulega að gæta hags- muna félagsmanna KÍ eins vel og nokkur er kostur, og við töldum þetta vera hið rétta.“ Svanfríður Jónasdóttir, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, sagði að samningur KÍ byggði á sömu forsendum og samningur ríkisins við Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, auk ákvæða um endur- skoðun á starfí og starfsaðstöðu kennara og skólastjóra. „Við teljum engu síður en kennaramir að það sé mjög brýnt að halda þessari vinnu áfram ekki síst með tilliti til þess að það eru miklar breytingar að eiga sér stað í þjóðfélaginu og skólarnir eru að finna fyrir þeim breytingum." VEÐURHORFUR í DAG, 18. ÁGÚST YFIRLtT ( GÆR: Mjlli Hjaltlands og Noregs er 996 mb lægð sem þokast norðaustur en frá henní liggur vaxandi lægðárdrag í átt til Jan Mayen. Oálítill hæðarhryggur yfir landinu en 1002ja mb lægð skammt suður af Hvarfi hreyfist austnorðaustur. SPÁ: Á sunnanverðu landinu verður austan- og norðaustanótt með iítilsháttar rigningu, en annarsstaðar hæg norðan átt skýjað, en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAC HORFUR Á SUNNUDAG: Hægviðri um allt lam iA: i vfða smt iskúrir. Hiti 8-9 stig. HORFUR Á MÁNUDAG:Norðaustan gola eða kal Ji á iaridim i norö- anverðu, en hægviðri í öðrum fandshjutum. Skúr ir einkum iorðan og norðaustanlands. Hiti 7-8 stig. TAKNi Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r # Slydda r * r * # # * * # # Snjókoma * * * ■J Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , » Súld OO Mistur —j,- Skafrenningur j~7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hW ve«ur Akursyri Reykjavik 9 13 léttskýjað skýjað Bergen 14 skúr Heisinki 22 skýjað Kaupmannahöfn 28 léttskýjað Narssarssuaq 11121 skýjað Nuuk 6 Þokaigrennd Óstó 14 skúr Stokkhólmur 18 skúrásíð. klst. Þórshöfn - 10 alskýjað Algarve 28 helðskírt Amaterdam 19 skwað Barcelona 23 skýjað Bertín 18 þrumuveður Chicago 22 þokumðða Feneyjar skýjað Frankfurt 19 léttskýjað Glasgow iiJsi skýjað Hamborg 15 skúr LesPalmas 27 tóttskýjað London 20 skýjað losAngeles 18 helðskírt Uixemborg 16 skýjað Madrid 28 léttskýjað Malaga 28 mlstur Maflorca mm skýjað Montreal 20 léttskýjað NewYork 25 mistur Orlando 26 skýjað Parts rnm. skýjað Róm 28 hélfskýjað Vín 19 alskýjað Washíngton 24 mlstur Wlnnipeg 12 skýjað Fé til greiöslu stuðningsflolskyldna fatlaðra fundið með tilfærslum: Otækt að láta fólkið bíða fjáraukalaga - segir Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra „VIÐ munum reyna til bráða- birgða að leysa málið með til- færslum af öðrum liðum félags- málaráðuneytsiins yfir á þennan lið í trausti þess að fá það sem á vantar á fjáraukalögum. Ég á von á að málið leysist með þeim hætti í næstu viku,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra þegar Morgun- blaðið innti hana eftir hvort hillti undir lausn þeim vanda sem blas- ir við foreldrum fatlaðra barna í kjölfar þess að ljárveitingar til að greiða stuðningsfjölskyldum fyrir vistun fatlaðra barna eru þrotnar. „Það er ótækt að láta þessar fjölskyldur bíða eftir því að fjáraukalög verði samþykkt í haust,“ sagði ráðherra. Ráðherra sagði að við fjárlaga- gerð hefðu menn ekki verið viðbún- ir þeirri miklu aukningu sem orðið hafí í þessari þjónustu. Fjöldi þeirra sem hennar njóti hafí á sumum svæðum tvö til þrefaldast á þessu ári og séu það nú 116 fjölskyldur. Önnur skýring sé sú að venjulega sé greitt vegna dvalar hjá stuðn- ingsfjölskyldu í þrjá sólarhringa í mánuði en heimilt sé að greiða vegna fímm sólarhringa og þörfín sé slík að 60-70% fjölskyldnanna fái greitt vegna fímm sólarhringa. „Miðað við reynslu fyrri ára töldum við að þijár milljónir myndu duga til að standa straum af þessu en nú stefnir í að þetta verði 10 milljón- ir í lok ársins ef samningar verða endurnýjaðir. Aukafjárveitingar fást ekki núna og fjáraukalög verða ekki samþykkt fyrr en í haust. Því höfum við leitað annarra lausna og þrátt fyrir að félagsmálaráðuneytið sé fjárhagslega aðþrengt á öllum sviðum tel ég þó að þar sé ákveðið svigrúm til bráðabirgða því það er ótækt að láta þessar fjölskyldur bíða eftir því að íjáraukalög verði samþykkt," sagði Johanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra. Hrútaíjörður: Karl og kona slösuð- ust í veltu KARL og kona slösuðust í bílveltu við Reykjaskóla í Hrúta- firði í fyrrakvöld. Karlinn var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann í Reykjavík en konunni var ekið á sjúkrahúsið á Akranesi. Fólkið var á norðurleið í fólksbíl þegar ökumaðurinn missti bílinn út í vegarkantinn hægra megin, síðan út af veginum vinstra megin. Þar valt bíllinn og er talið að ökumaður- inn hafí kastast út. Bíllinn er talinn ónýtur. Sameiginleg mótmæli Norðurlanda við Irak NORÐURLÖNDIN hafa sameiginlega mótmælt þeirri ákvörðun stjórnvalda í írak, að neita norrænum ríkisborgurum, sem staddir eru í Kúvæt og írak, um brottfararleyfi. Norðurlöndin höfðu farið form- lega fram á það, að fólkinu yrði leyft að fara á brott en því hafa stjórnvöld í írak neitað. Átta íslenskir ríkisborgarar munu nú vera staddir í Kúvæt, þar af fjögur böm. Utanríkisráðuneyti Norðurland- anna vinna nú sameiginlega að því, að tryggja hag norrænna ríkis- borgara í Irak og Kúvæt og munu íslensku ríkisborgararnir njóta að- stoðar sendiráðs Svía í Kúvætborg. Stöðugt samráð er á milli ut- anríkisráðuneyta Norðurlandanna til að reyna að tryggja farsæla lausn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.