Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
17
Færeysku læknarnir ásamt íslenzkum starfssystkinum skoða fæðing-
ardeild Landspítalans.
Færeyskir fæðingarlæknar í heimsókn:
Forgangs verke fni
að minnka ungbama-
dauða enn frekar
- segir landlæknir Færeyja
HÓPUR færeyskra fæðingar-
lækna ásamt landlækni Færeyja
er nú í heimsókn á fæðingardeild
Landspítalans til skrafs og ráða-
gerða við íslenzk starfsystkin sín
um aðferðir til að draga úr ung-
barnadauða. Ungbarnadauði í
Færeyjum er mjög lítill eins og
á hinum Norðurlöndunum, en
íslendingár hafa náð beztum ár-
angri á Norðurlöndum í barátt-
unni við ungbarnadauða og
standa reyndar flestum þjóðum
framar á því sviði.
„Hlutfall barna, sem látast í fæð-
ingu eða innan við viku síðar, _er
eilítið hærra -í Færeyjum en á ís-
landi, þótt ekki muni miklu,“ sagði
Högni Debes Joensen, landlæknir
Færeyja, í samtali við Morgunblað-
ið. „Við berum okkur hins vegar
saman við næstu nágranna okkar
og viljum ná hámarksárangri. Það
er mjög mikilvægt viðfangsefni
heilbrigðisþjónustunnar að draga
úr ungbarnadauða. Það er mikið
unnið ef tekst að auka öryggi í
fæðingu, því að það er fyrsti og
jafnframt erfiðasti hjallinn á
lífsleiðinni."
Um 1960 létust á þriðja tug af
hveijum 1.000 fæddum börnum á
Norðurlöndunum í fæðingu eða inn-
an við vikugömul. Nú hefur tekizt
að koma þessu hlutfalli niður fyrir
tuginn nema í Færeyjum, þar sem
hlutfallið er rúmlega 10 af hveijum
1.000 fæddum börnum. Hér á landi
var það 8,2 af hveijum 1.000 árið
1986, en er nokkuð mismunandi
eftir árum, var t.d. 5,2 árið áður.
Högni sagði að það væri for-
gangsverkefni hjá færeysku heil-
brigðisþjónustunni að minnka ung-
barnadauða enn frekar en orðið
væri. „Það má spyija hversu langt
sé hægt að ná í því að koma í veg
fyrir að börn deyi í fæðingu eða á
fyrstu dögum lífsins. Sennilega
náum við aldrei að fullnægjandi
árangri, það er að koma dauðsföll-
Morgunblaðið/Emilía
Högni Debes Joensen
unum niður í núll. En það má líkja
okkur við íþróttamenn, sem sífellt
reyna að slá nýtt met,“ sagði Högni.
Að sögn Högna fæða langflestar
konur í Færeyjum börn sín á sjúkra-
húsum. Um 80% barna fæðast á
Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn, en
einnig eru fæðingardeildir í
Klakksvík og á Þvereyri. Konur,
sem langt eiga að sækja á sjúkra-
hús, koma til Þórshafnar fáeinum
vikum fyrir fæðingu til þess að
tryggt sé að barnið fæðist við beztu
aðstæður.
Högni segir að samstarf íslend-
inga og Færeyinga í þessum efnum
hafi byijað eftir heimsókn Svavars
Gestssonar, þáverandi heilbrigðis-
ráðherra, til Færeyja árið 1981, en
þá' hafi verið gert samkomulag um
gagnkvæmt samstarf í heilbrigðis-
málum milli landanna. „Við komum
hingað til að fá góðar hugmyndir
og vonumst til að geta kennt íslend-
ingum eitthvað líka,“ sagði hann.
Bessastaðakirkja:
Vestur-Islend-
íngum fagnað
Sunnudaginn 19. ágúst verður
Vestur-íslendingum boðið að
skoða Alþingishúsið klukknn 1,
þaðan verður síðan haldið til
Guðsþjónustu í Bcssastaðakirkju,
scm hefst klukkan 2.
Vestur-íslendingar og vinir
þeirra eru sérstaklega boðnir vel-
komnir við þessa atliöfn.
Biskup íslands, hr. Ólafur Skúla-
son, mun prédika, Álftaneskórinn
syngur og stjórnandi kórsins, John
Speight, mun syngja einsöng. Org-
anisti er Þorvaldur Björnsson.
Að lokinni kirkjuathöfn mun
þjóðræknisfélag íslendinga efna til
gestamóts í Viðey.
mottu OG TIPPA
20-50%
Gram
Teppí
afsláttur