Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 Alf Fornell. Thorvald Grinsted. Ingólfur Árnason. Guy Hellman. Vilhelm Andersen. Þing norrænna rafverktaka: Gagnlegt og gefandi samstarf norrænna rafiðnaðarmanna ÞING Samtaka norrænna rafverktaka, NEM, stendur yfir dagana 16. og 17. ágúst á Hótel Sögu. Þar eru samankomnir 290 fulltrú- ar hinna ýmsu fyrirtækja og forsvarsmenn landssamtaka rafverk- taka á Norðurlöndunum. Þetta er í annað sinn sem þingið er haldið hérlendis en árið 1975 fór það fram að Laugarvatni. Síðast var það haldið í Þrándheimi fyrir þremur árum en samtökin verða 45 ára á þessu ári. Morgunblaðið ræddi við formenn lands- samtakanna og innti þá eftir helstu tiðindum af þinginu. Alf Fornell, sem starfar hjá sænska fyrirtækinu ABB, sagði að umræður á þinginu hefðu með- al annars snúist um fjölgun innan stéttar rafverktaka, markaðsmál og starfsmannamál. „Rætt var um hvernig ná mætti fram aukn- um starfshvata en það hefur verið nokkurt vandamál í Svíþjóð hve stutt rafvirkjar haldast í starfi. Hins vegar var einnig rætt um aukin atvinnutækifæri í Evrópu, og hvernig bregðast beri við þeirri þróun sem þar er,“ sagði Fornell. Markaður opnast Thorvald Grinsted, formaður danska rafverktakasambandsins, sagði að það skipti höfuðmáli fyr- ir norræna rafverktaka að þessi þing væru haldin á þriggja ára fresti. Þar gæfist tækifæri til að skiptast á hugmyndum og bera saman bækur af ólíkum vinnu- markaði. Grinsted rekur einkafyr- irtæki í bænum Herning á Jótl- andi. Hann sagði að góð tengsl væru milli norrærina rafverktaka og rætt hefði verið á þinginu um framtíðarhorfur innan rafvirkjun- ar sem geta verið ólíkar á milli landa. Nefndi hann sem dæmi að í Danmörku hefði í byijun júlí verið byijað að bjóða verk á veg- um dönsku símaþjónustunnar út á fijálsum markaði og hefðu at- vinnuhorfur meðal rafverktaka aukist verulega við það. ísland vinsælast Vilhelm Andersen, formaður norsku landssamtakanna, sagði að Norðmenn legðu mikla áherslu á samskipti Norðurlandaþjóðanna á þessum vettvangi. „Það er löng leið frá Noregi til Islands en engu að síður þá er ísland vinsælasta ráðstefnulandið á meðal norskra rafverktaka," sagði Andersen. Hann kvaðst telja slík samskipti meðal Norðurlandaþjóðanna mik- ilvæg þar sem löndin væru inn- byrðis ólík en þó væri við svipuð vandamál að stríða. Hann sagði að rafvirkjar ynnu sín störf á heimamarkaði án mikilla sam- skipta við umheiminn og því væ'ru slíkar ráðstefnur mjög gefandi fyrir þátttakendur. Erindi Anders- ens fjallar um nauðsyn þess að rafiðnaðarmenn hugi að markaðs- málum í sinni grein. Hann sagði að rafiðnaðarmenn væru almennt afar duglegir í sinni grein en mik- ið skorti upp á að þeir sinntu markaðsmálunum sem skyldi. Auknar kröfur viðskiptavina Guy Hellman, formaður finnsku landssamtakanna, rekur eigið fyrirtæki í Helsinki með 70 starfsmönnum. Hann sagði að. þingið væri gagnlegt og gefandi samstarf norrænna rafiðnaðar- manna. „Eg flyt erindi sem ijallar um rafvirkjann árið 2000, þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á starfsviði hans í framt- íðinni. Eg sé ekki stórvægilegar breytingar innan starfsins í framt- íðinni en ég tel að samkeppnin eigi eftir að aukast samhliða auknum kröfum viðskiptavina. Viðskiptavinir munu gera kröfur um lægra verð og betri þjónustu. Nýir þættir í starfinu Ingólfur Árnason, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, kvaðst telja að samkeppni muni aukast hér á landi í framtíðinni. Nýlagnir verði áfram stór þáttur og á eftir að aukast og að þjón- ustuhliðin í rafiðnaði og ýmsir nýir þættir, eins og td. fjarskipti og tölvukerfi, eigi eftir að spila stóran þátt í störfum rafiðnaðar- manna. „Atvinnurekendur og launþegar hér á landi reka saman skóla, Rafiðnaðarskólinn. Þar er aðallega boðið upp á eftirmenntun og það gerum við einungis til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru tii okkar manna," sagði Ing- ólfur. r iBcöóur H ar |BrQi a / rirr-ÁijP Yrifj tuuiyuu V Guðspjall dagsins: Lúk. 19. Jesús grætur yfir Jerúsalem. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Organ- leikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Ásprestakall: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir, guð- fræðinemi prédikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Orgelleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Árelíus Níels- son prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félag fyrrverandi sóknar- presta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta með léttum söng kl. 20.30. Umsjón Þorvaldur Hall- dórsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sr. Halldór Grön- dal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í messuheimili Hjalla- sóknar í Digranesskóla kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur. Molakaffi eftir stundina. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Minni á guðsþjónustuna í Áskirkju. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Org- el- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. SAFNKIRKJAN ÁRBÆ: Guðþjón- usta kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Kaffi eftir messu. Þór- steinn Ragnarsson safnaðar- prestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organleikari Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhlega daga er lágmessa kl. 18 nema á fimmtu- dögum kl. 19.30. KFUM & KFUK: Almenn sam- koma í kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58 kl. 20. Ræðumaður Gunnar Jóh. Gunnarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad- elfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Guðni Einarsson. Barnagæsla. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma Lækjartorgi kl. 16. Sam- koma kl. 20.30. Sigmund Dale- haug og Ingibjörg stjórna. BESSAST AÐAKIRKJ A: Guðs- þjónusta kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason prédikar. Álftaneskórinn syngur. Stjórn- andi John Speight. Organisti Þor- valdur Björnsson. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá Bessastaðakirkja. FRÍKIRKJA Hafnaf.: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Sr. Ein- ar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspít.: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl 8 MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. ÚTSKÁLAKIRKJA & HVALNES- KIRKJA: Messuheimsókn frá Grindavíkurkirkju. Messað í Hval- neskirkju kl. 11 og Útskálakirkju kl. 14. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Organisti Svavar Árnason. Kór Grindavíkurkirkju syngur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 10.30. Axel Árnason guð- fræðinemi prédikar. Sóknar- prestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: í dag, laug- ardag: Sumartónleikar kl. 15. og kl. 17. Sunnudag: Sumartónleik- ar kl. 11.15. Messa kl. 17. Þætt- ir úr sumartónleikum fluttir. Org- anisti Hörður Áskelsson. KAÞÓLSKA kapellan Hafnar- götu 71 Keflavík: Messað kl. 16. á sunnudögum. AKRANESKIRKJA: Kl. 11. Org- anisti Jón Ól. Sigurðsson. Fyrir- bænaguðsþjónusta mánudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Rauði krossinn: Námskeið í skyndihjálp NÁMSKEIÐ í skyndihjálp verður haldið á vegum Reykjavíkur- deildar RKÍ. Það hefst á morg- un; miðvikudaginn, 22. ágúst klukkan 20 í Fákafeni 11. Kennsludagar 22., 23., 28. og 29. ágúst og 3. og 4. september. Þetta námskeið er 24 kennsl- stundir og er jafnt einni einingu í framhaldsskólum. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Á þessu námskeiði verður meðal annars kennd endurlífgun, meðferð sára, skyndihjálp við bruna og bein- brotum auk margs annars. Auk ofangreinds námskeiðs verður haldið endurmenntunarnám- skeið í skyndihjálp fyrir almenning. Það stendur yfir tvö kvöld dagana 27. og 30. ágúst. Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur sótt nám- skeið í skyndihjálp einhvern tíma á síðustu fjórum árum. Sérstakiega er það hugsað fyrir þá sem hafa lært skyndihjálp samkvæmt því kerfi sem tekið var upp fyrir tveim- ur árum og vilja halda þekkingunni við. Skráning á bæði námskeiðin er hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin útvegar leið- beinendui' til að halda námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og aðra sem þess óska. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.