Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
11
Slíðrum sverðin
Sæbrautarmálið má ekki kasta okkur aftur til fortíðar
eftirÁstu B.
Þorsteinsdóttur
Eitt mál hefur öðrum fremur
verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum
undanfarna mánuði, en það er mál
meðferðarheimilisins á Sæbraut 2
á Seltjarnarnesi. Það er ef til vill
að bera í bakkafullan lækinn að
bæta við allt það, sem sagt hefur
verið um þetta mjög svo umrædda
og viðkvæma mál, sem að margra
mati hefði betur verið rætt og leyst
á öðrum vettvangi.
í þessu máli eru mannleg verð-
mæti í húfi á báða bóga og tími
kominn til að slíðra vopnin og
finna lausn, sem allir málsaðiljar
geta verið sæmdir af.
Breytt viðhorf
Undanfarna áratugi hafa risið
fjölmörg heimili fatlaðra í almenn-
um íbúðarhverfum víðsvegar um
landið. Þar á meðal er heimili ein-
hverfra í Trönuhólum. Þetta hefur
verið gert í samræmi við þá breyt-
ingu, sem orðið hefur á viðhorfum
til fatlaðra síðustu þijátíu árin.
Hún hefur leitt til þess, að fatlað
fólk er orðið í æ ríkara mæli þátt-
takendur í mannlífinu — í stað
þess að vera komið fyrir fjarri al-
faraleið, þar sem tilvist þeirra var
sem minnst áberandi. Þessar
breytingar hafa einnig átt sér stað
annars staðar í heiminum, og dett-
ur fæstum i hug að þessari þróun
verði snúið við. Um þau heimili,
sem hafa risið hér á landi, hefur
hingað til, nær undantekninga-
laust, ríkt ró og einhugur. Þeir,
sem þar hafa eignast varanlegt
heimili, hafa fallið inn í umhverf-
ið, og eftir því sem best er vitað,
ekki verið verri grannar en aðrir.
Þetta á líka við um heimili ein-
hverfra við Trönuhóla í Reykjavík.
Blikur á lofti
En það varð annað upp á ten-
ingnum, þegar eitt nýjasta heimili
fatlaðra var opnað á Sæbraut.
Eftir langa bið sáu aðstandendur
unglinganna, sem þar komust að,
loksins hylla undir framtíðarsama-
stað fyrir þá.
Heimilið hafði þó ekki starfað
lengi, þegar bliku dró fyrir sólu
yfir Sæbrautinni. Það fóru að
heyrast mótmæli annarra íbúa
götunnar, og þau urðu æ hávær-
ari.
í nokkrum greinum á síðum
dagblaðanna hefur verið vegið á
óvæginn hátt að virðingu og reisn
einhverfra og fjölskyldna þeirra
og dregin upp brengluð mynd af
þessum ungmennum. Þetta ber að
harma.
Vonandi tekst með einhveijum
hætti að leiðrétta þetta. Verður
það eflaust gert best með mark-
vissri fræðslu, svo og þátttöku
þessara bama og ungmenna í dag-
legu lífi, því vanþekking er oftast
undirrót hræðslu og fordóma.
Aftur til fortíðar
Allir þurfa að eiga heimili. Mál-
efni einhverfra er vandamál, sem .
þarf að leysa. Það hverfur ekki,
þótt því sé ýtt frá einum stað til
annars.
Mannleg hegðun og mannlegt
eðli er margbreytilegt. Hvert sam-
félag skilgreinir, hvað sé eðlilegt,
og sú skilgreining breytist í takt
við tíðarandann. Frá „eðlilegri"
hegðun verða frávik, án þess að
krafist sé, að sá sem veldur, sé
fjarlægður úr mannlegu samfé-
lagi. Hver treystir sér, svo óyggj-
andi sé, að skilgreina hið eðlilega
í mannlegri hegðun? Óhætt er að
fullyrða, að ýmislegt af „eðlilegri"
hegðun samborgaranna þyldi ekki
þá nákvæmu skoðun og athygli,
sem unglingar heimilisins á Sæ-
braut 2 hafa þurft að sæta á und-
anförnum mánuðum.
Breytingarnar, sem orðið hafa
á viðhorfum til fatlaðra undan-
fama áratugi, em tvímælalaust
þróun í rétta átt. Vanþekking og
fordómar eru á undanhaldi. Hins
vegar getur eitt mál, eins og Sæ-
brautarmálið, eyðilagt margt af
því, sem áunnist hefur, ef fólk
lætur skapið hlaupa með sig í
gönur í hita umræðunnar. Þar með
hyrfum við aftur til fortíðarinnar
og þeirra tíma, þegar fatlaðir vom
annars flokks fólk, sem ekki var
talið hafa sömu þarfir og réttindi
og aðrir þjóðfélagsþegnar.
Þeir, sem þekkja til einhverfra,
vita að sú fötlun er enganveginn
auðveld viðureignar hvorki fyrir
foreldra, ijölskyldur né samfélag-
ið. Þó er mikill innbyrðis mismun-
ur þar á og getustig og hæfileikar
mjög misjafnir. Gott er að samfé-
lagið geri sér þetta ljóst, þar sem
þjónusta við þennan hóp hefur
lengst af verið af skornum
skammti. Foreldrar em þó engan
veginn að biðja um vorkunn, þegar
þeir biðja um heppilega og viðun-
andi meðferð til handa börnum
sínum. Meðferð, sem gæti stutt
veralega að því, að þau læri á sig
sjálf sem manneskjur og læri að
lifa í samfélagi við aðra.
Foreldrar fatlaðra ungmenna
fara ekki fram á annað en, að við
þessu sé orðið og gera þá sann-
gjömu kröfu um, að þeim sé búið
heimili í líkingu við það, sem geng-
ur og gerist í þjóðfélaginu þegar
aðstæður fjölskyldunnar verða
þær, að erfitt er að annast mikið
fatlað bam heima fyrir.
Staðreýndir málsins
Þegar svo tekst til, sem reyndin
hefur orðið við heimilishald á
Sæbraut, er auðvitað eðlilegt að
leita orsaka þess, sem úrskeiðis
fór, og reyna að finna leiðir til
úrbóta.
Eftir velgengni í rekstri annarra
sambærilegra heimila hefur ár-
veknin ef til vill dvínað. Við sjáum
það greinilega í þessu máli að góð
reynsla á einum stað þarf ekki
endilega að þýða, að sömu aðferð-
ir dugi annars staðar.
Þetta á bæði við um einstakling-
ana, sem á heimilunum búa, og
umhverfi heimilanna.
Allt umhverfi hefur sín sér-
kenni, sem þarf að taka mið af.
Til undirbúnings þarf að vanda í
hvívetna, og varkámi þarf að sýna.
Það má vel vera, að ekki hafí að
öllu leyti verið rétt staðið að rekstri
heimilisins frá upphafi. En kjarni
þess vanda, sem skapast hefur á
Sæbrautinni, er fyrst og fremst
alvarleg húsnæðisekla fatlaðra.
Hún gerir það að verkum, að nær
ógjömingur er að takmarka fjölda
íbúa á heimilum fatlaðra við það,
sem þjónar hagsmunum og velferð
þeirra sjálfra best. Húsnæðisvand-
inn þrengir möguleikann á því að
___________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Suðurnesja
Spilaður var sumarbrids sl. mið-
vikudag og mættu 10 pör. Hinn
síungi Láras Hermannsson sigraði
ásamt meðspilara sínum Magnúsi
Sverrissyni, en þeir hlutu 132 stig.
Jóhannes Sigurðsson og Hjálmtýr
Baldursson urðu í öðru sæti með
131 stig og í 3.-4. sæti urðu Víðir
Jónsson og Bjöm Dúason með 119
stig ásamt Sigurhans Sigurhans-
syni og Arnóri Ragnarssyni.
Nk. miðvikudag verður spilaður
tvímenningur í Flughóteli kl. 20
stundvíslega.
Undirbúningur árlegrar bikar-
keppni er í fullum gangi. Stefnir í
góða þátttöku.
Ásta B. Þorsteinsdóttir
„En til þess að hægt sé
að finna viðunandi
lausn á málinu, er það
algjört skilyrði, að frið-
ur ríki um heimilið, á
meðan unnið er að því.
Til þess að svo megi
verða, er umburðar-
lyndi af allra hálfu
grundvallaratriði.“
velja einstaklinga inn á heimilin á
þann hátt, sem fagleg vinnubrögð
krefjast, og útilokar að hægt sé
að taka mið af óskum og þörfum
hvers og eins á fullnægjandi hátt.
Það er alltaf verið að leysa neyð
fólks.
Lausnir
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa ítrekað bent á, að heimili 5-7
fatlaðra íbúa séu of fjölmenn til
að hægt sé að skapa þar vellíðan
og eðlilega lífshætti, þegar haft
er í huga, að við þann fjölda bæt-
ast nokkrir starfsmenn að auki.
Það gefur auga leið, að þegar
einhverfum unglingum, sem öðr-
um fremur þurfa festu, stöðug-
leika og öryggi í líf sitt, er búið
heimili, getur það skipt sköpum,
að heimilið sé ekki of mannmargt.
Lagðar hafa verið fram tillögur
til lausnar Sæbrautardeilunni. Þar
er meðal annars lagt til, að fækk-
að verði á heimilinu. Slíkt má auð-
vitað aðeins gera að vel athuguðu
máli. og skiptir þá ekki hvað
minnstu máli, hvað verður um þá
unglinga sem hugsanlega flytjast
annað.
En til þess að hægt sé að fínna
viðunandi lausn á málinu, er það
algjört skilyrði, að friður ríki um
heimilið, á meðan unnið er að því.
Til þess að svo megi verða, er
umburðarlyndi af allra hálfu
grandvallaratriði.
Á undanförnum mánuðum hef-
ur ófriðurinn um heimilið markað
djúp spor í líf þessara ungmenna
og aðstandenda þeirra. Nýjasta
innleggið i málið birtist í Morgun-
blaðinu á fimmtudaginn, þar sem
óskyldu máli er blandað í deiluna,
að því er virðist til þess eins að
ófrægja einhverfa og aðra fatlaða
enn frekar. Nú er mál að linni.
Heimilið á Sæbraut 2 er fyrsta
og eina heimili fatlaðra á Seltjarn-
amesi. Það væri sorglegur endir
þessa máls, ef heimilinu yrði gert
að flytja. Það myndi skapa fleiri
vandamál en það leysti. Hveijir
verða næstir — og hvar ætla menn
að stöðva leikinn?
Lyktir þessa máls verða meðal
annars prófsteinn á vilja bæjarbúa
og bæjaryfirvalda til að leggja
þessum málaflokki lið og sýna
það, að á Seltjamarnesi er rými
fyrir alla, líka þá sem minna mega
sín.
Höfundur er þjúkrunarfræðingur
og formaður Landssamtakanna
Þroskaipálpar.
Sigurvegararnir sl. miðvikudag, Lárus Hermannsson og Magnús
Sverrisson, spila gegn Sigríði Ingibergsdóttur og Grethe íversen.
Steinakrýl
Fyrir þá sem vilja mála sjaldan
en gera það vel
Þú vandar til verksins, þegar þú málar húsið
mcð Steinakrýli frá Málningu hf. Stein-
akrýl veitir steininum ágæta vatns-
vörn og möguleika á að að
„anda“ betur en hefðbundin
plastmálning. Viðloðun
Steinakrýls er gulltrygg og
því getur þú einnig notað
- --—f— f *
mumanjifty t
það sem grunn undir Kópal-Steintex. Þú
getur málað með þessari úrvalsmálningu við
lágt hitastig, jafnvel í frosti. Hún
þolir vætu eftir um eina
klst., hylur fullkomlega í
tveimur umferðum, veðr-
unarþol er frábært og litaval
gott.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
imálning'f
- það segir sig sjálft -