Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 15 Gróði og grasnytjar eftirÁgústH. Bjarnason Fyrir skömmu gaf Byggða- stofnun út bækling, Nýting villi- gróðurs, leiðbeiningar um söfnun, verkun og sölu. Þar er greint frá því, að Sigmar B. Hauksson hafi fengið styrk til þess „að kanna möguleika á nýtingu grasa og fjörugróðurs“, og í framhaldi af því var ákveðið af hálfu Byggða- stofnunar að hafa frumkvæði að því að þessir möguleikar yrðu nýtt- ir. Til þess að svo megi verða er rit þetta gefið út; sem einskonar hvatning til fólks, svo að það nýti sér þetta sem hlutastarf eða aukabúgrein. Að loknum stuttum og heldur rýrum inngangi um markað fyrir tegundir, söfnun og verkun eru taldir upp 13 þörungar, 7 sveppir, 1 fléttutegund, 23 villtar æðap- löntur og 1 ræktuð tijátegund. Flestum tegundum er lýst lítillega og greint frá hveriær og hvernig má tína þær. Ekkert er sagt um til hvers megi nota tegundir heldur er vísað til annarra rita. Það er ekki því að neita, að hér er fitjað upp á nýstárlegu efni af hálfu hins opinbera. Hins vegar má ekki gleyma því, að hér áður fyrr voru plöntur mikið notaðar til ýmissa búdrýginda og eru reyndar enn, því að mér er kunn- ugt um allmargt fólk, sem kann sitthvað fyrir sér í þessu efni. Vafalítið hefur þó ýmis fróðleikur glatast með gengnum kynslóðum. Við lestur þessa bæklings er margt, sem furðu vekur. Fyrst er að nefna, að heiti rits er nokkuð villandi. Réttara hefði verið að kalla það »nýting villiplantna«, því að hér er vísað til einstakra teg- unda en ekki gróðurs. Hins vegar er það nýting á gróðri, þegar bú- smala er beitt. Þetta er þó aukaat- riði. í annan stað er farið inn á háskalegar brautir, þegar skorað er á almenning að tína plöntur svo að segja eftirlitslaust til þess að hafa ábata af. Hætt er við að hin- ir ötulustu fari geyst í sakirnar. „Mér er mjög til efs, að hér hafí verið nægilega vel að undirbúningi staðið. Það eru því ein- dregin tilmæli til Byggðasto fnunar- manna, að þeir endur- skoði afstöðu sína til þessara hluta“ Þó að flestar plöntur þoli talsverða áníðslu má ekki loka augunum fyrir því, að auðvelt er að spilla viðkvæmum gróðurlendum með því að ganga of nærri einstökum tegundum. Mjög sennilegt er þó, að nýta megi ýmsar villiplöntur og hafa ef til vill af þeim nokkrar tekjur. Tæpast getur það þó orðið aukabúgrein margra manna en ekkert sé ég því til fyrirstöðu að reyna fyrir sér á þessum vett- vangi. Þar á ég einkum við að endurvekja fomar nytjar, kannski meira til gamans en gagns. En það verður að búa um hnútana á annan hátt og rétt er að fara var- lega í að auglýsa vöru, sem er tínd á þennan máta, sem ómengaða náttúruafurð. Minna má á, að hér er leyfð óheft notkun tilbúins áburðar og á vegum opinberra aðila er um 300 tonnum sáldrað úr flugvélum á óábyrgan hátt yfír land á hveiju sumri. Svo að ekki verði lagður skakk- ur skilningur í það, sem hér er reynt að benda á, skal það fúslega játað, að ég hef stöku sinnum með skrifum mínum bent fólki á margvíslegar nytjar af villiplönt- um. Margir hafa haft af þessu nokkra ánægju og í flestum tilfell- um er þetta meinalaust með öllu. Hins vegar gegnir allt öðru máli, þegar á að fara að »græða« á þessu. Flestar tegundir, sem minnzt er á, kunna oft á tíðum að vaxa á viðkvæmum stöðum, að undanskildum sveppum og þör- ungum. Sumar þessara tegunda eiga ekkert erindi í þennan hóp. Mér er mjög til efs, að hér hafi verið nægilega vel að undirbúningi staðið með markvissum hætti. Það eru því eindregin tilmæli til Byggðastofnunarmanna,- að þeir endurskoði afstöðu sína til þessara hluta. Á undanförnum árum hef ég viðað að mér ýmsum fróðleik um grasanytjar og reynt sumt af því sjálfur. Meðal annars væri unnt að búa til sortulyngsblek eftir upp- skrift frá 17. öld og í skemmtilegu íláti með hertri fjöður vilja margir efalaust prófa að skrifa með því. Þeir skrautskrifárar, sem reynt hafa, hafa lokið lofsorði á það og telja það búa yfir mörgum góðum kostum. Þá hef ég rekizt á gamla heimild um það, hvernig ákveðin planta var notuð til að hæna fiska að netum og e.t.v. mætti nota hana með gervibeitu. Ýmsar teg- undir áfengis mætti reyna að krydda með íslenzkum plöntum. Loks má nefna, að e.t.v. kann að vera möguleiki á því að selja vendi af reyrgresi. Af reyrnum leggur sæta angan við þurrkun, sem helzt lengi. Var hann oft lagður i fata- kistur til að gefa góða lykt og halda gestafíðrildi og flóm frá. Á nokkrum stöðum á landinu vex svo mikið af honum, að mjög fljótlegt er að safna saman í vænt knippi og veldur það engu tjóni. Af fjölmörgu er að taka og oft- ast unnt að haga svo, að enginn skaði hljótist af. En þá þarf líka að sinna þessu miklu betur og al- gjörlega óhæft að hvetja landslýð allan. Flestum tegundum er auð- velt að koma í góða ræktun án tilbúins áburðar. Af bæklingi Byggðastofnunar verður hins veg- ar ekki séð, að mikil vinna hafí verið lögð í að kanna neina mögu- leika, heldur rennt blint í sjóinn. Standi stofnunin að öðrum verk- efnum með svipuðum hætti, hef ég ekki mikla trú á störfum henn- ar. Gaman væri þó að fá að vita hve háum fjárhæðum hafi verið varið til þessa verkefnis. Höfundur er grasafræðingur. SUMAKRETTIR TOURIST MENU Góður matur ó góðu verði hrínginn / kríngum landið W eitingastaöir víöa um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóða í sumar sérstakan matseöil, Sumarrétti SVG, þar sem óhersla er lögð ó Sumarréttamatseóillinn gildirfrá 1. júní til 15. september. Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eöa súpa, kjöt- eöa fiskréttur, kaffi. 750- 900 kr. 1000- 1500 kr. Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur ASKUR, Suöurlandsbraut 4 ASKUR, Suöurlandsbraut 14 CITY HÓTEL, Ránargötu 4a FÓGETINN, Aóalstræti 10 GAFL-INN, Dalshrauni 13, Hafnarfiröi GAUKUR Á STÖNG, Tryggvagötu 22 GULLNI HANINN, Laugavegi 178 HÓTEL HOLIDAY INN, Sigtúni 38 HÓTEL LIND, Rauóarárstíg 18 HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurflugvelli HÓTEL ÓÐINSVÉ, Þársgötu 1 LAUGA-AS, Laugarásvegi 1 LAUGA-ÁS HÓTEL ESJU, Suðurlandsbraut 2 NAUST, Vesturgötu 6-8 PIZZAHÚSIÐ, Grensásvegi 10 PUNKTUR OG PASTA, Amtmannsstíg 1 ARNARBÆR, Arnarstapa, Snæfellsnesi BAUTINN, Hafnarstræti 92, Akureyri GLÓÐIN, Hafnargötu 62, Keflavík FLUG-HÓTEL, Hafnargötu 57, Keflavík HÓTEL ÁNING V/SÆMUNDARHLÍÐ, Sauóárkróki HÓTEL ASKJA, Hólsvegi 4, Eskifiröi HÓTEL BLÁFELL, Breiódalsvík HÓTEL BORGARNES, Egilsgötu 14-16, Borgarnesi HÓTEL BÚÐIR, Staöarsveit, Snæfellsnesi HÓTEL FRAMTÍÐ, Vogalandi 4, Djúpavogi HÓTEL HÚSAVÍK, Ketilsbraut 22, Húsavík HÓTEL HÖFN, Höfn, Hornafirði HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR, Silfurtorgi 1, ísafirói HÓTEL KEA, SÚLNABERG, Hafnarstræti 89, Akureyri HÓTEL LJÓSBRÁ, Breiðumörk 25, Hverageröi HÓTEL REYNIHLÍÐ v/Mývatn, S-Þingeyjarsýslu HÓTEL SELFOSS, Eyrarvegi 2, Selfossi HÓTEL STYKKISHOLMUR, Stykkishólmi HÓTEL STEFANÍA, Hafnarstræti 83-85, Akureyri HÓTEL TANGI, Vopnafirói HÓTEL VALASKJÁLF v/Skógarströnd, Egilsstöðum HÓTEL VARMAHLÍÐ, Varmahlíó, Skagafirði HLÍÐARENDI, Austurvegi 1, Hvolsvelli HREÐAVATNSSKÁLI, Borgarfirói MUNINN, HÓTEL ÞÓRSHAMAR, Vestmannabr. 28, Vestm. SKÚTINN, Kirkjuvegi 21, Vestmannaeyjum STAÐARSKÁLI, Staö, Staðarhreppi, V-Húnavatnssýslu. ífecýttUci- cucyéýúctiýcut#, fi fi fi-M'.S'ft fi-l'R fi a l-I. lifHLltlll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.