Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
Minning:
Ásdís Pálsdóttir
Hvammstanga,
Fædd 24. september 1931
Dáin 13. ágúst 1990
Svo gengur allt að Guðs vors ráði,
gieðin og sorgin skiptast á.
Þótt vinur hnigi lík að láði
og logi tár á hrelldri brá.
M huggar eitt, sem aldrei brást:
Vér aftur síðar munum sjást.
(Kristján Jónsson)
Sár nístir harmur, þá kvödd er
við grafarbeð Ásdís Pálsdóttir. Hin
hlýja og dugmikla kona, sem með
alúð og fómarlund stráði geislum
á umhverfið. í hennar ranni var
aldrei svo þröngt að ekki væri hús-
rúm og nægtir á borðum. Hjarta-
rúm hennar var vítt til veggja og
hátt til lofts, því hjálpsemi, alúð og
hrejnlyndi var þar í öndvegi.
Ásdís Pálsdóttir frá Bjargi var
vaxin af traustum og góðum stofni
í báðar ættir. Foreldrar hennar voru
hjónin Páll Karlsson Sigurgeirsson-
ar á Bjargi og Guðný Friðriksdótt-
ir, Ambjamarsonar á Stóra-Ósi.
Þau hjón þjuggu sinn búskap á
Ytra-Bjargi, og ólst Ásdís þar upp
sín æsku- og unglingsár. Hún var
elst 7 barna þeirra hjóna og
snemma vinnusöm og atorkufull.
24 ára giftist hún Sigurði
Tryggvasyni, þá hreppstjóra og
sparisjóðsstjóra á Hvammstanga.
Hann var þá ekkjumaður með tvo
syni á unglingsaldri, þá Gunnar og
Tryggva. Gekk hin unga húsmóðir
þeim þegar í móðurstað og bar önn
fyrir þeim til fullorðinsára. Sambúð
þeirra hjóna var alla tíð mjög góð
og samstæð. Þau eignuðust 3 böm,
sem öll bera svipmót þeirrar giftu,
sem yfir foreldrum þeirra bjó og
þeirra lífsgildi.
Elst þeirra var Páll, starfsmaður
við Sparisjóð Vestur-Húnvetninga
á Hvammstanga. Kristinn, sem
vinnur við bifvélavirkjun og Guðný,
sem er yngst og hyggur á Háskóla-
nám næstkomandi haust.
Sigurð föður sinn misstu þau
fyrir nokkrum árum, og nú er móð-
ir þeirra kvödd hinstu kveðju.
Nú þegar hugurinn stiklar á
stundum minninganna, þá er svo
margt sem þrengir sér fram í hug-
skotið.
Ég minnist mörgu ánægjustund-
anna á æskuheimilinu, hvar heima-
sætan ung og glöð lék sér í föður-
garði, og þegar safnast var saman,
og Páll faðir hennar tók sér sæti
við orgelið og fjölskylduhópurinn
og allir viðstaddir tóku lagið. Ætt-
jarðarljóðin og sálmalögin endur-
tekin og æfð unz hægt var að
syngja í röddum og söngurinn
hljómaði í einum kór. A meðan beið
uppbúið og hlaðið veisluborð hús-
freyjunnar.
Eg minnist vetursins 1954, þegar
Ásdís dvaldi á heimili okkar á Birki-
mel 6, hversu hún var mér og ekki
síður Margréti frænku sinni hug-
leikin og mikill gleðigjafi með sinni
hógværu ástúð í daglegri umgengni
og léttu og glettnu tilsvörum.
Ég minnist hennar eins sem hús-
móður á eigin heimili. Hús hennar
stóð um þjóðbraut þvera. Það stóð
opið gestum og gangandi. Allir voru
velkomnir, hvort heldur til skyndi-
eða lengri dvalar, og allra þarfir
uppfylltar sem kostur var.
Ásdís var félagslynd og vann
traust starf að ýmsum félagsmál-
um. Um árabil vann hún ötul að
leiklistarmálum á Hvammstanga.
Hún hafði mikið yndi af söng og
allri tónlist, enda var henni það í
blóð borið frá fyrstu tíð. Við heimil-
ið sitt ræktaði hún fagran blóma-
garð með litlu gróðurhúsi. Einnig
með natni og eljusemi fómaði hún
mörgum vinnustundum við umhirðu
á listigarði kvenfélagsins á staðn-
um, sem er fagur gróðurreitur upp
við ásinn fyrir ofan kaupstaðinn.
Að málefnum kirkju sinnar vann
hún heils hugar, söng í kirkjukóm-
um og hafði framréttar hendur til
hvers sem þar þurfti með, hvort
heldur var að daglegum rekstri eða
á hátíðastundum. Á 50 ára afmæli
Hvammstangahrepps 1988 var hún
sæmd heiðursskjali fyrir vel unnin
störf að félags- og leiklistarmálum
staðarins.
Nú við leiðarlok, er við kveðjum
kæra samferðarkonu, mikilhæfa
konu, þá er tómið stórt, sætið autt,
en minningin um göfgi hennar og
mannkosti lifir. Með djúpri þökk er
hún kvödd.
Bömum hennar og systkinum
færi ég mínar innilegustu kveðjur,
og bið Guð að styrkja þau á reynslu-
stundinni.
Aldinni móður biðjum við bless-
unar Guðs. „Drottinn gaf og Drott-
inn tók. Lofað veri nafn Drottins."
Arinbjörn Arnason
Smávinir fagrir, foldar skart
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort ððru að segja frá.
(Jónas Hallgrímsson)
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast frænku minnar, Ásdís-
ar, eða Dísu, eins og hún var alltaf
kölluð.
Enginn hefði trúað því, að hún
skyldi svo skyndilega falla fyrir
sjúkdómi, sem svo margan leggur
að velli. Hún, sem ávallt lifði svo
heilsusamlegu lífi og var svo kröft-
ug og kát.
Á bemskuárum mínum ólst ég
upp í fjölskyldu tveggja heimila, því
á Bjargi bjuggu feður okkar Dísu.
Öll samvist fjölskyldnanna í starfí
og leik einkenndist af lífsgleði, vinn-
an við búin, söngurinn, gestakom-
ur, félagsstörf, allt var þetta samof-
ið. Ásdís, elst sjö systkina, mótaðist
af þessu uppeldi og var alla ævi
virkur þátttakandi og 'stundum leið-
togi í ýmsum félagsstörfum. Hún
var látin heita eftir Ásdísi á Bjargi,
sem er í hugum manna ein mesta
móðurímynd í sögunni. Má með
sanni segja að hún hafí risið undir
þeirri ímynd, því alltaf var hún til-
búin til að gefa sér tíma til góðra
verka.
Eftir að hún fluttist til Hvamms-
tanga, tók hún af heilum hug þátt
í samfélagi staðarins, kvenfélaginu,
kirkjukómum og leikfélaginu, en
þar starfaði hún af hvað mestum
krafti á síðustu ámm. Var þar ekki
talið eftir, þótt þyrfti að vakna
snemma og sofna seint. Og leikferð-
imar, þær vora sem uppskerahátíð.
Þar naut Dísa sín, eldhuginn, með
leikfötin þvegin og fín, nestið og
skipulagið allt. En svo hlédræg var
hún að aldrei fór hún sjálf á sviðið.
Faðir og vinur alls sem er.
Annastu þennan græna reit.
Blessaðu faðir blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
(Jónas Hallgr.)
Starfsorka Dísu kom ekki hvað
síst fram í ræktunarþrá hennar,
garðurinn við heimili hennar og
garður Kvenfélagsins nutu handa
hennar. Snemma morguns, fyrir
fótaferð okkar hinna, var Dísa búin
að fara yfír garðverkin sín og kom-
in í sund.
Ég tel það gæfu hvers manns
að starfa með slíkri konu sem Dísu.
Leiðir okkar lágu oft saman hér á
Hvammstanga. Vil ég þakka henni
fyrir hönd félaga í Kirkjukór
Hvammstangakirkju fyrir samveru-
stundir, en þar söng Dísa í meir
en 30 ár. Ég veit að Dísu verður
saknað í okkar fámenna samfélagi,
hún gaf svo mikið af sér. .Ég bið
Guð að blessa börn hennar, móður,
systkini og allan frændgarðinn svo
og minningu Dísu frænku.
Karl
Dáin, horfín, harmafregn.
Okkur kvenfélagskonur í Kvenfé-
laginu Björk hér á Hvammstanga
setti hljóðar er við að morgni 13.
ágúst fréttum að hún Dísa, okkar
góða og trygga kvenfélagskona,
væri dáin. Við hugsuðum allar,
þetta getur ekki verið satt. En stað-
reyndirnar töluðu, þetta var raun-
veraleikinn, hversu grimmur sem
hann var.
Okkur, félagskonur í Björk, lang-
ar í örfáum orðum að minnast okk-
ar tryggu og ötulu starfssystur, sem
á svo óeigingjarnan hátt fómaði sér
fyrir heill og hag kvenfélagsins sem
hún starfaði í um áraraðir.
Hún var í mörg ár í stjóm félags-
ins og setti velferð þess ofar öðra.
Þá er ekki síst að minnast henn-
ar framlags til leikstarfsemi og
menningarmála hér á Hvamms-
tanga sem hún var aðaldriffjöðrin
í. Hún var um langt árabil í leik-
nefnd fyrir kvenfélagið Björk og
bar höfuð og herðar yfir aðra í því
starfí með dugnaði sínum og hjálp-
semi við að setja upp leikrit ásamt
Ungmennafélaginu Kormáki hér á
þessum fámenna stað á nær hveij-
um vetri í fjölda ára við erfíðustu
skilyrði, og lagði hún alla sál sína
og vilja í það, sem og önnur störf.
Þetta sáum við öll. Því var það á
50 ára afmæli Hvammstanga-
hrepps sumarið 1988 að þetta mikla
starf hennar var virt að verðleikum
og henni afhent af hálfu íbúa
Hvammstanga heiðurs- og viður-
kenningarskjal fyrir framlag henn-
ar til leiklistar- og menningarmála
hér á staðnum og átti hún það sann-
arlega skilið.
Það væri svo margt hægt að
skrifa um Dísu sem góða kvenfé-
lagskonu en það yrði of langt mál.
Ómissandi var hún við kaffíveiting-
ar hjá Björk og tertumar hennar
vora rómaðar.
Mörg handtök átti hún einnig í
garði kvenfélagsins „Bjarkarási"
hér á staðnum.
Ásdís fæddist 24. september
1931 á Bjargi í Miðfirði, dóttir hjón-
anna Páls Karlssonar og Guðnýjar
Friðriksdóttur er þar bjuggu. Hún
ólst upp í hópi systkina fram yfír
tvítugt er hún gekk að eiga mann
Síðast vann hann hjá Þorgeir &
Ellert sem innkaupastjóri og lager-
maður, þar til hið óvænta gerðist
að heilsa þessa annars hrausta
manns tók að bila og ekki varð við
neitt ráðið. Það var sárt að sjá þenn-
an eljumann á góðum aldri hætta
að hafa vald á hreyfíngum sínum
og smátt og smátt verða ósjálf-
bjarga. En alltaf mættum við Bimi
glöðum og hlýjum með sína skýra
hugsun þó óskerta og var það bót
í máli. Ur því sem komið var var
auðvitað lausnin þessi eina og besta,
lausnin sem við öll eigum vísa,
hvíldin eilífa. Það er kannski athygl-
isvert að þessi bjartsýnismaður á
farsælt mannlíf, á fagra sveit og
fagurt land og gjöfult skuli nú
kveðja þetta erfíða líf á þessu góð-
viðrissumri þegar fegurðin brosir
við hvequ vakandi auga hvert sem
sinn Sigurð Tryggvason þáverandi
hreppstjóra og sparisjóðsstjóra á
Hvammstanga. Bjuggu þau allan
sinn búskap á Lækjargötu 3,
Hvammstanga. Þeim varð þriggja
bama auðið, en þau era Páll, Krist-
inn og Guðný, öll uppkomin og
sakna nú góðrar móður. Mann sinn
missti Ásdís í júní 1987 og var
hans sárt saknað. Eftir lát hans
hélt hún áfram heimili fyrir böm
sín auk þess sem hún annaðist
rekstur þeirra hjóna á „Verslun
Sigurðar Tryggvasonar" hér á
staðnum með góðum stuðningi
bama sinna.
Ásdís var söngelsk eins og allt
hennar fólk, og var fleiri ár í kirkju-
kór Hvammstanga.
Það væri margt hægt að skrifa
um þessa tryggu og mikilhæfu konu
sem ekki verður tíundað_ hér.
Við vottum bömum Ásdísar og
öðram aðstandendum hennar
dýpstu samúð okkar.
Við kveðjum hana með þessum
orðum
Far þú í friði,
fríður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Félagskonur í kvenfélaginu
Björk, Hvammstanga
Það fylgja því oft miklir kostir
að eiga eldri systkini og við nutum
svo sannarlega góðs af því, þar sem
hún Dísa systir okkar var.
Allt frá því að við munum eftir
okkur og fram á síðasta dag var
hún boðin og búin að gleðja, leið-
beina og rétta hjálparhönd, og lund-
in var ávallt létt og aldrei styggðar-
yrði.
Heima hjá foreldram okkar var
hún höfuð hópsins í starfí og leik
og eftir að hún og Sigurður stofn-
uðu heimili á Hvammstanga stóð
heimili þeirra okkur öllum opið á
nóttu sem degi, til lengri eða
skemmri dvalar. Þar vorum við allt-
af líka heima og þar var gott að
leita ráða.
Nú hefur Dísa verið kölluð til
annarra starfa og við vitum að þar
mun henni verða fagnað og þar
mun hún gleðjast í hópi þeirra ást-
vina, sem á undan henni era famir.
Við biðjum góðan Guð að blessa
minningu hennar, móður hennar,
böm og alla vini. Við kveðjum syst-
ur kæra, sem kosti mikla bar.
Systkinin
litið er og fólkið er iðandi í starfí
eða í sínum sumarfríum að skoða
landið sitt gjöfula og dásamlega,
þá skuli þessi sanni íslendingur
kallaður af herra lífsins út af svið-
inu, trúlega til annarra mikilsverðra
starfa. Því við viljum trúa að hann
viti okkar hug og vilja. Bjöm var
alltaf eftirsóttur auðnumaður til
verka svo gæti áfram orðið þó tjald
birgi útsýn að sinni. Vonandi er
öllu böli lokið sem var of þungt
síðustu árin.
Kona Bjöms er Sigríður Péturs-
dóttir, börn þeirra eru fjögur, efnis-
fólk. Sigríður reyndist manni sínum
frábærlega vel í hans veikindum
eins og ævinlega, hún sat hjá hon-
um ég held öll kvöld og oftar. Hún
tók bílpróf og keypti nýjan bíl, eða
þau hjónin og ók með hann til að
hann gæti notið bjartra daga sem
aðrir. Þetta var fallega gert því
hann naut þess að sjá sig um og
fylgjast með. Ég veit og vona að
Sigríði launist fyrir allt það sem
hún á sig lagði fyrir þennan trygga
og ljúfa eiginmann. Það síðasta sem
lifír nú í minningunni era samveru-
stundir okkar nú snemma á þessu
sumri á Sjúkrahúsi Akraness, þar
kvaddi ég þennan vin minn með
bros á vör. Sumir geta alltaf brosað
í gegnum tárin, þeirra er hamingjan
og gleðin, sem er raunar það sem
öllum ber að varðveita umfram allt
annað.
Um leið og ég þakka þessum
kæra vini góð kynni og vináttu
margra ára, óska ég honum góðrar
ferðar á eilífðarlandið og vona að
þar verði fegurð og kærleikur alls
ráðandi. Konu hans og öðram ást-
vinum sendum við hjónin okkar
bestu samúðarkveðjur.
Valgarður L. Jonsson
frá Eystra-Miðfelli
Björn Viktorsson
Akranesi
Fæddur 27. júní 1925
Dáinn 11. ágúst 1990
Fallinn er í valinn fyrir aldur
fram þekktur Akumesingur, önd-
vegismaðurinn Bjöm Viktorsson.
Bjöm var af góðum Akumesingum
kominn. Foreldrar hans vora Viktor
Bjömsson vélstjóri og langa tíð
verkstjóri hjá Útgerðarfyrirtæki
Þórðar Ásmundssonar og Friðmey
Jónsdóttir kona hans. Hún er látin
en Viktor býr á Hrafnistu í Hafnar-
fírði. Bjöm var strax efnilegur ung-
ur maður, námsmaður góður og
greindur lifandi maður fyrir því sem
var að gerast í kringum okkur,
áhugamaður um að komast áfram
í lífínu, af dugnaði og ráðdeild góðri.
Sem ungur maður bætti Bjöm
framhaldsnámi við barnaskólaná-
mið en fór fljótlega að vinna, fyrst
í verslun síðan við akstur vörabif-
reiða, en þá vinnu stundaði hann
um árabil, lengi sjálfseignar-
bílstjóri. Við Bjöm voram félagar á
Vörabflastöð Ákraness um nokkur
ár, lengi saman í stjóm þar. Þegar
þetta er nú rifjað upp að mörgum
áratugum liðnum er minningin um
þessi samvistarár á einn veg vönduð
og góð. Já, hugljúf vegna þess að
Bjöm var einstakur drengskapar
maður og öðlingur í allri umgengni
og viðkynningu. Samvinna okkar
skapaði trausta og ánægjulega vin-
áttu til lokadags.
Við unnum oft saman við Björn,
t.d. hér á landróðrarbátunum á
- Minnmg
Akranesi. Oft var stopul vinna á
Vörabflastöðinni. Þá var hlaupið í
skarðið í forföllum á bátunum og
farið í beitningu og aðgerð á afla.
Oft stóðum við hlið við hlið við
beitningu. Það var ánægjulegt að
vinna með Birni því hann var mjög
góður starfsmaður, handlaginn,
duglegur þrekmaður, fljótur að
beita, því hafði hann hvetjandi áhrif
á þá sem næstir stóðu og ekki
spillti þessi glaða lund og húmor
þegar það átti við. Leiðir okkar lágu
' oftar saman. Við voram saman á
námskeiði til meiraprófs bifreiða
1944. Síðar voram við einnig saman
í vegavinnu uppi f Borgarfírði og
fleira mætti nefna. Bjöm ók bíl
sínum í mörg sumur í vegavinnu
uppi í Borgarfírði við vinsældir, þar
sem annars staðar, því þessi öðl-
ingsmaður kom sér vel hvar sem
leið hans lá í lífínu. Þegar ég var
hættur á Vörabílastöðinni og farinn
að búa í sveit man ég að Bjöm vin-
ur minn kom f heimsókn með hug-
ann fullan af hugmyndum og áhuga
á sveitabúskap. Við ræddum málin
vel og lengi það man ég. Það var
löngun til að breyta til ög komast
í tryggara starf sem þessu olli.
Bjöm tók þó stefnu til annarrar
áttar, lærði húsasmíðar og vann við
þær um árabil. Hann sýndi dugnað
og manndóm í því starfí sem öðrum.
En bóndinn blundaði í eðli hans,
því setti hann upp dálítið fjárbú og
veitti það honum margar ánægju-
stundir.____'